Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 70
„Ég elska að fljúga“ n Heimsreisa stjörnulögmanns enn á döfinni É g er að fara út á laugar­ daginn. Þið eruð svo bráð á ykkur,“ segir stjörnulögmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson kím­ inn í samtali við DV. Blaðið greindi frá því á miðvikudag­ inn síðastliðinn að lögmað­ urinn væri lagður af staður í heimsreisu. En hann birti ferðaáætlun á fésbókarsíð­ unni sinni og sagðist ætla umhverfis heiminn á fjórtán dögum. Þá mætti hann ekki í fyrirtöku í Straumsvíkurmál­ inu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudaginn, en hann er lögmaður eins sakborningsins. Þess mis­ skilnings virtist gæta í dóm­ sal að hann væri farinn út og því væri hann ekki á svæð­ inu, en kollegi Sveins Andra, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, mætti í hans stað. Á miðvikudaginn birti Sveinn Andri þó stöðuupp­ færslu á fésbókinni þar sem hann virtist ekkert kannast við neina heimsreisu. „Skv. baksíðu DV er ég lagður af stað í heimsreisu. Ég er hins vegar bara uppi í Vatnsenda­ hverfi, sem er reyndar rétt hjá Heimsenda. Hvernig er hægt að taka mark á svona snepli?“ Heimsreisan er þó ennþá á döfinni. „Já, þetta er bara vinnuferð hjá mér. Bara hitt­ ir þannig á að ég næ að fara kringum hnöttinn.“ Sveinn Andri hefur reisuna í Kaup­ mannahöfn og flýgur þaðan til Asíu þar sem hann heim­ sækir bæði Dúbaí í Samein­ uðu arabísku furstadæmun­ um og Djakarta, höfuðborg Indónesíu. Þaðan heldur hann til Bandaríkjanna – Los Angeles og Seattle. „Ég elska að fljúga. Ég finn aldrei fyrir flugþreytu,“ segir Sveinn Andri og gerir því ekki ráð fyrir að ferðalag­ ið muni þreyta hann. „Ég er vanur að fara í svona flug og þetta kemst upp í vana,“ bæt­ ir hann við. 70 Fólk 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað Hrifin af Victoriu Beckham Manuela Ósk Harðardóttir, fyrr­ verandi fegurðardrottning, er hrif­ in af nýrri línu Victoriu Beckham og lofar hana á bloggsíðu sinni. Með færslunni fylgja nokkrar myndir af mjósleginni Victoriu og tengill á síðu frá sýningu á fötum hennar. „Nýja línan hennar, sem hún sýndi núna á tískuvikunni í New York – finnst mér alveg hriii­ ikalega flott – eiginlega bara það flottasta frá henni frá uppahafi!“ skrifar Manuela Ósk. Fjórtán daga ferðalag Sveinn Andri leggur af stað í kringum hnöttinn á laugardaginn. H andboltakempurnar Guðjón Valur Sig­ urðsson og Snorri Steinn Guðjónsson skarta nú nýrri hár­ greiðslu eftir að hafa tapað veðmáli í fótboltaleik á dög­ unum. Snorri Steinn er með einhvers konar hanakamb aftan á hnakkanum á meðan Guðjón Valur er búinn að lita hárið svart. Hita upp í fótbolta Það er til siðs hjá dönsku handboltaliðunum að hita upp á æfingum með knatt­ spyrnu og krydda með ýms­ um veðmálum. En Snorri og Guðjón spila báðir með danska handboltastórveld­ inu AG København. Fram kemur á danska fréttamiðl­ inum Ekstra Bladet að leiða megi líkur að því stórveldið hiti upp með fótboltaleikj­ um á æfingum eins og mörg önnur lið og að rekja megi breyttar hárgreiðslur félag­ anna til taps í veðmálum tengdum þeim. Samkvæmt heimildum blaðsins voru það óvænt tilþrif liðsfélaga þeirra, Mads Larsens, sem orsökuðu tapið. Félagarnir frumsýndu greiðslurnar í leik gegn Sönder jyske á miðvikudag. Yfirbragð slæma stráksins Myndir af félögunum birt­ ust á fésbókarsíðu liðsins á fimmtudaginn og virðist nýtt útlit þeirra félaga vekja tölu­ verða lukku á meðal aðdá­ enda. Einhverjum finnst þó skrýtið að sjá Guðjón svona dökkhærðan, enda er hann ljós yfirlitum og skartar alla jafna sínum náttúrulega ljósa hárlit. Þá bendir einn aðdá­ andi á að Snorri fái á sig yfir­ bragð slæma stráksins með hanakambinn. Ekki fylgir þó sögunni hvernig þeim fé­ lögum sjálfum líkar við nýja útlitið sitt. Samkvæmt veðmálinu þurfa þeir aðeins að bera hárgreiðslurnar í tveimur leikjum. Öðrum þeirra er þegar lokið, með sigri AG København, en sá næsti fer fram á sunnudaginn. Það er þó aldrei að vita hvort þeir ákveði að skarta hárinu greiðslunni áfram ef það vek­ ur lukku bæði utan vallar sem innan, en á fésbókarsíðunni eru þeir hvattir til að halda greiðslunum. Skrifaði undir nýjan samning Guðjón Valur fór á kostum á EM í handbolta í Serbíu á dögunum og var valinn í úrvalslið mótsins. Snorri Steinn var hins vega fjarri góðu gamni í Serbíu en hann gaf ekki kost á sér í landsliðið fyrir mótið. Hann kaus að sinna fjöl­ skyldunni og fylgdist með mótinu heima með konu sinni og nýfæddri dóttur. Snorri Steinn skrifaði í vik­ unni undir nýjan eins árs samning við AG Køben­ havn en Guðjón Valur mun hins vegar færa sig um set til Þýskalands í sumar. AG København er sann­ kallað Íslendingalið er þar spila einnig Arnór Atlason og Ólafur Stefánsson. Þeir virðast þó hafa ekki hafa farið jafn illa út úr veðmál­ um og samlandar þeirra. solrun@dv.is n Töpuðu veðmáli n Snorri með hanakamb og Guðjón svarthærður Landsliðskempur með nýja greiðslu Hanakambur Einn aðdáandi benti á að Snorri Steinn fengi á sig yfirbragð slæma stráksins með kambinn. Svarthærður Guðjón Valur er ljós yfirlitum og eflaust hafa það verið viðbrigði fyrir hann að lita hárið svart. Sáttir Snorri Steinn og Guðjón Valur virðast vera sáttir við nýju hárgreiðsluna. Katrín á loka- sprettinum Katrín Júlíusdóttir er á lokaspretti annarrar meðgöngu sinnar en hún á von á tvíburum í mars. Á dögunum birti hún óléttumynd af sér á Facebook­síðu sinni og fjöl­ margir vinir hennar skrifa undir og hrósa henni fyrir hversu vel hún líti út. Þar á meðal er Guð­ rún Tinna Ólafsdóttir, dóttir Ólafs Ragnars forseta, en hún eignaðist sjálf tvíbura á dögunum. Þar hrós­ ar hún Katrínu fyrir að vera glæsi­ leg og að þær verði góðar saman með barnahópinn þegar Katrín verður búin að eiga. Hún efast þó um að þær fái borð á einhverju kaffihúsi saman með allan hópinn sem mun þá telja fjögur ungbörn. Rúnar Freyr í leyfi frá leikhúsinu Það eru hræringar innan leikhúss­ ins og örlögin haga því þannig að nú fá tveir ungir leikarar sem slógu í gegn í áramótaskaupinu sviðið. Anna Gunndís Guðmunds­ dóttir sem fór svo eftirminnilega með hlutverk Hildar Lífar og Kári Viðarsson sem fór með hlutverk Ásgeirs Kolbeinssonar. Kári kemur í stað Rúnars Freys Gíslasonar í Fanný og Alexand­ er. Rúnar Freyr fer í ótímabund­ ið leyfi frá störfum. Bæði Kári og Anna Gunndís leika svo í endur­ uppfærslu á Dubbeldusch eftir Björn Hlyn Haraldsson sem verð­ ur frumsýnt aftur í Gamla bíói þann 23. mars næstkomandi. 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.