Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 43
Viðtal 43Helgarblað 17.–19. febrúar 2012
„Strax einhver tenging á milli okkar“
voru að berjast fyrir sömu málum.
Gordon Brown er mjög fínn og það
er gott að eiga samræður við hann,
hann er allt öðruvísi persónulega
en hann virkar í fjölmiðlum. Það er
málið með stjórnmálin, fólk hefur
vissa ímynd af fólki í gegnum þau
en eins og með hann, þá er hann allt
öðruvísi þegar maður þekkir hann.“
Vonaði að Linda væri frá Ítalíu
Áður en Tav féll fyrir Lindu hafði ekki
komið til Íslands en hafði heyrt af
landinu í gegnum vini. Honum líkar
vel við landið þó að veðrið sé hon-
um kannski ekki alveg að skapi. „Það
sem ég vissi um Reykjavík hafði ég
heyrt í gegnum vini sem höfðu heim-
sótt landið. Þeir sögðu mér að land-
ið væri ekki svo ólíkt Skotlandi, fólk-
ið hér væri vinalegt og hér væri mikil
drykkjumenning, fólk væri í partíum
langt fram á morgun. Það hljómar
bara eins og Skotland, nema bara að
hér er kaldara,“ segir hann hlæjandi
og heldur áfram.
„Þegar ég hitti Lindu var ég að
vona að hún væri frá Ítalíu eða Spáni
eða einhverju heitu landi, ég vildi
fara suður frekar en norður,“ segir
hann kíminn og tekur fram að hann
hafi alltaf heillast af suðrænu lofts-
lagi. „Mig hefur alltaf langað til að
búa þar sem veðrið er hlýtt og gott.
Þess vegna voru vinir mínir mjög
hissa þegar ég sagði þeim að ég væri
með konu frá Íslandi. Ég sagði bara:
Hvað get ég gert, hún er þaðan? Þeir
skildu mig þegar þeir sáu hana,“ seg-
ir hann og skellir upp úr. „Þá sögðu
þeir: Kannski við ættum að skella
okkur til Íslands?“
Linda hlær og segir frá því að Tav
sé með veðrið á heilanum. „Ég var að
segja við hann í morgun að hann ætti
að vera veðurfræðingur, hann er eins
og amma Sigga heitin, alltaf að spá í
veðrið,“ segir hún hlæjandi og Tav hlær
með. „Já, það er satt. Ég spjalla mikið
við mömmu hennar Lindu um veðrið.
Það er svo breytilegt hérna, eina mín-
útuna er allt rólegt en þá næstu er ís-
kalt og mikill vindur. Þetta er ótrúlegt,“
segir Tav og segist hafa þróað með sér
veðuráhugann þegar hann var á sjó.
„Ég var á sjó í nokkur ár og við þurftum
alltaf að vita hvernig veðrið var, ætli ég
hafi ekki byrjað á þessu þar.“
Ekki hrifinn af hákarli
Linda og Tav segjast eiga vel saman
enda deili þau sameiginlegum áhuga
á heilbrigðum lífsstíl. „Við erum með
sömu áhugamál, höfum bæði mikinn
áhuga á heilsu og heilbrigði,“ segir
Linda. „Við leggjum bæði mikið upp
úr hollu líferni. Við stundum líkams-
rækt og förum í sund,“ segir hann.
„Við höfum svipaða sýn á lífið og höf-
um gaman af svipuðum hlutum. Okk-
ur finnst skemmtilegt að fara saman
út að borða og reynum að gera það
allavega einu sinni í viku,“ segir hann.
Parið er ekkert fyrir næturlífið. „Ég
kannski drekk eitt rauðvínsglas með
matnum og svo ekkert meir. Ég er ekki
fyrir neinar öfgar en ég held að allt sé
gott í hófi,“ segir Tav en Linda hætti að
drekka fyrir rúmum áratug.
Tav segir frá því að hann geri mik-
ið af því að elda og þrífa og sé með
skipulagið á hreinu. Linda segir hann
engu ljúga um það. „Hann er algjör
listakokkur, ég er mjög heppin,“ seg-
ir hún brosandi. „Ég hef mjög gam-
an af því að elda. Ég er mjög skipu-
lagður og fólk myndi eflaust hlæja ef
það sæi hvernig ég lifi. Ég geri mikið
af því að þrífa og elda. Ég elska líka að
kaupa í matinn, ég er mjög spennt-
ur fyrir matvörubúðum og fer alltaf
í Fjarðarkaup að versla þegar ég er
hér. Ég reyni að elda hollan mat og
legg mikið upp úr því að maturinn líti
jafn vel út og hann bragðast. Ég geri
líka skammta sem maður er ekki að
springa af eftir að hafa borðað.“
Tav er hrifinn af flestum íslensk-
um mat en þó ekki hákarlinum sem
Linda dásamar. „Þetta er ekki mat-
ur!“ segir Tav hlæjandi og Linda
skellir upp úr og viðurkennir að hún
sé sólgin í hákarl. „Og þessi harðfisk-
ur! Hvað er það?“ segir hann hlæj-
andi og Linda hlær með. „Ég get ekki
borðað svona mat.“
Horfði örugglega á Lindu vinna
Aðspurður segist Tav ekki spá mik-
ið í það hvernig það sé að vera með
fyrrverandi alheimsfegurðardrottn-
ingu upp á arminn en eins og alþjóð
veit var Linda kosin ungfrú heim-
ur árið 1988. „Það er svolítið fyndið,
því það er svo langt síðan þetta var.
Ég, mamma og systir mín vorum
að tala um að við höfum örugglega
séð keppnina. Ég fattaði fyrir nokkr-
um vikum að stelpan sem var ung-
frú Skotland var í sama skóla og ég
þannig að ég hlýt að hafa fylgst með
þessu þó ég muni ekki eftir því. Ég
hugsa samt ekkert um þetta og pæli
ekkert í því. En það er eitt mjög fynd-
ið, það er maður sem er úr sama bæ
og ég, og ég kem úr litlum bæ á Skot-
andi, sem var að giftast einhverri
fyrrverandi ungfrú Ísland. Það er dá-
lítið skondið að tveir úr þessum litla
bæ séu með ungfrú Ísland. Ég hef
reyndar ekki enn komist að því hver
hann er.“
Starfsviðtöl á hverjum degi
Tav er eins og áður segir leikari. Starf-
ið segir hann geta verið vandasamt
þó það sé skemmtilegt og stundum
sé eins og þetta snúist um endalaus
starfsviðtöl. „Þetta er mikil vinna
en það er líka bara þannig að ann-
aðhvort er maður sá rétti fyrir hlut-
verkið eða ekki. Maður lærir fljótt að
taka hlutunum ekki persónulega, þú
kemur í prufur, fólk hittir þig í nokkr-
ar sekúndur og annaðhvort hentar
maður eða ekki. Það er alltaf verið
að leita að einhverjum vissum í hvert
skipti. Þetta er að vissu leyti eins og
að vera í starfsviðtölum á hverjum
degi.“
Tav segist vera með nokkur verk-
efni fram undan. „Það er ýmislegt
í kortunum og nokkrar prufur sem
ég er að fara í. Ein fyrir nýja Brigdet
Jones-mynd, svo eru nokkrar hérna á
Íslandi núna. Tom Cruise er að fara
að taka upp hérna og ég fer kannski
í prufu fyrir það. Ég væri alveg til í að
prófa að vinna hérna, kannski yfir
sumarið. Það eru margir að koma
hingað og taka upp út af hagstæðu
gengi krónunnar.“
Ekki ríkur en hamingjusamur
Tav segist komast ágætlega af með
leiklistinni. „Ég hef það ágætt. Af því
að ég hef leikið í svona stóru eins og
Harry Potter, þá fær maður borgað ár-
lega fyrir það, sem er mjög gott. Ég leik
síðan í 1–2 auglýsingum á ári og fæ vel
borgað fyrir það. Ég hef ekki enn leikið
í bílaauglýsingu því að ef maður leik-
ur í einni þá má ekki leika í annarri í
fimm ár, þannig að það þarf að velja
vel og einhverja stóra. Ég er ekki ríkur
en ég er hamingjusamur. Þegar ég var
yngri þá hugsaði ég kannski meira um
að verða ríkur en eftir því sem ég eld-
ist þá sé ég að mig langar ekki í þyrlur
og svona hluti lengur. Peningar gera
mann ekki hamingjusaman. Ég held
að í dag sé ég miklu afslappaðri en
ég var. Það skiptir mig máli að vakna
hamingjusamur og það er góð byrj-
un á hverjum degi. Ég vil bara góða
heilsu, hamingju og sólskin,“ segir
hann einlægur og aftur færist talið að
sólinni.
Tæknin gerir fjarbúðina
auðvelda
Tav er búsettur í Skotlandi en er mikið
hér á Íslandi hjá Lindu. Hún fer líka út
til hans. Þeim finnst ekki mikið mál að
vera í fjarbúð. „Það er svo stutt á milli,
bara tveir tímar. Það er ekkert mál að
fara á milli og tæknin í dag gerir manni
þetta auðvelt þó ég sé ekkert sérstak-
lega hrifinn af svona samskiptaforrit-
um,“ segir Tav og upplýsir að hann sé
ekki einu sinni á Facebook. „Ég er ekki
mikið fyrir að flagga mínu einkalífi,“
segir hann.
En er líklegt að þau komi til með að
setjast að á Íslandi í framtíðinni? „Við
eigum eftir að ræða það betur en ég
held að Linda væri alveg til í að flytja
eitthvert annað. Kannski eitthvað í sól-
ina,“ segir Tav og svo halda þau af stað
að sækja Ísabellu sem bíður spennt
eftir að fara að gera ninja-pítsu.
viktoria@dv.is
Flott par Linda og Tav eru glæsilegt par. Þau deila sameiginlegum áhuga á heilbrigðum lífsstíl.
„Þannig að auðvitað
hugsaði ég bara
um að láta slag standa
og sjá hvað myndi gerast
„Þegar ég hitti
Lindu var ég að
vona að hún væri frá
Ítalíu eða Spáni eða ein-
hverju heitu landi, ég
vildi fara suður frekar en
norður.