Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 26
26 Viðtal 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað É g átti frekar von á að það væri verið að loka stöðinni en að mér yrði sagt upp, það sá ég ekki fyrir,“ segir Sigga Lund um leið og hún réttir blaðamanni bolla með nýlöguðu kaffi á heimili sínu við Leirvogstungu í Mosfellsbæ, nánast við Esjurætur. Hún segist enn vera að venjast því að vera hætt hjá 365 enda hafi hún starfað þar í níu ár þar til henni var nýlega sagt upp störf- um. Hún hafði starfað á útvarpssvið- inu, við afar góðan orðstír, síðast sem verkefnastjóri Léttbylgjunnar. Upp- sögnin kom eins og þruma úr heið- skíru lofti. Grét yfir uppsögninni „Ég mætti bara í vinnu á mánudags- morgni og var að fara úr úlpunni þegar Pálmi kom inn og ég man ég hugsaði ætlar hann ekki að leyfa mér að heilsa hlustendum áður en hann talar við mig?“ segir Sigga og fær sér sæti. Samband hennar við hlustendur er henni afar kært og hún lagði ávallt mikið upp úr því í starfi sínu. „Hann sagði svo við mig að ég þyrfti ekki að fara í útsend- ingu í dag. Nú væri komið að okkur, það væri verið að rýja inn að beini. Það væri komið að fólki sem væri búið að vera þarna lengi og ég sett- ist bara í stólinn og spurði: „Ertu að segja mér upp? Ég trúi þessu ekki! Og hann bara, já ég er að segja þér upp og þykir það rosalega leiðin- legt. Hann var síðan alveg yndisleg- ur. Ég er svo mikil tilfinningavera og ég bara grét og hreinlega trúði þessu ekki,“ segir Sigga um uppsögnina. „Ég bjóst heldur kannski ekki við þessu því að það eru svo fáar kon- ur í útvarpinu og án þess að hljóma hrokafull þá er ég góð í því sem ég geri.“ Hún segist munu sakna sam- starfsfélaganna. „Þegar ég fór svo niður eftir til þess að ganga frá mín- um málum þá héldu þau óvænta kveðjuveislu fyrir mig. Það var mjög fallegt af þeim og ég fór út með tárin í augunum,“ segir hún. Nýtt verkefni á flug Sigga segir að því fari fjarri að hún sé búin að gefast upp og hún sjái tæki- færi í uppsögninni. „Það fylgja þessu voða blendnar tilfinningar en að sama leyti hugsa ég: „Já, nú er kominn tími til að fljúga.“ Ég er búin að vera í hreiðrinu í níu ár. Ég hef oft hugsað um að breyta til og gera eitthvað ann- að en hef aldrei haft hugrekki til þess að fara og segja upp sjálf. Sérstaklega ekki á tímum sem þessum. Maður þarf að hafa stöðugar tekjur til þess að geta staðið í skilum. Þó að ég sé rosa- lega fylgjandi því að láta draumana rætast þá er ég að sama skapi krabbi og þarf öryggið. Þannig að þó ég sé öll þar þá þarf maður líka að sýna smá skynsemi og ég er svolítið búin að vera föst þar þótt ég hafi oft hugs- að mér að skipta um gír eða færa mig eitthvert annað. Draumur minn hefur alltaf verið að prófa sjónvarp líka.“ Sigga er á lokasprettinum með nýtt verkefni sem fékk byr undir báða Sigríður Lund Hermannsdóttir, Sigga Lund, hefur átt ótrúlegt líf sem á köflum líkist frekar skáldsögu en raunveruleika frá Íslandi. Hún gekk á guðs vegum frá barnsaldri, gifti sig 18 ára og skildi 24 ára, fór í biblíuskóla eftir iðrun vegna einnar nætur gamans, gekk í sértrúarsöfnuð þar sem hún var heilaþvegin að eigin sögn og uppgötvaði svo lífið á nýjum forsendum þegar söfnuðurinn splundraðist. Í dag hefur hún fundið ástina í örmum þrettán árum yngri manns og lítur á nýlegt atvinnuleysi sitt sem bjart tækifæri. Viktoría Hermannsdóttir hitti Siggu og fékk að heyra um líf hennar. Uppgötvaði lífið í beinni útsendingu Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.