Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 30
30 Viðtal 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað Þ ú manst hverju þú lofað- ir Ísabellu í kvöld?“ Linda Pé situr í sófanum á Hótel Holti og horfir á kærastann, Tav MacDougall. „Ó, alveg rétt. Ninja-pítsa í kvöld!“ Hann snýr sér að blaðamanni og útskýrir bet- ur hvað hann á við. „Við ætlum að klæða okkur í ninja-búninga og baka pítsur saman,“ segir Tav spennt- ur. Ísabella er sex ára dóttir Lindu. Hún hefur samþykkt nýja kærast- ann móður sinnar og gott betur en það. „Hann er ótrúlega góður við Ísa- bellu og þau eru miklir vinir,“ segir Linda. „Já, hún ætlar að vera ninja á öskudaginn og þau fengu þessa hug- mynd,“ segir Linda hlæjandi og sýn- ir mynd á símanum sínum frá öðru uppátæki þeirra. Tav og Linda kynntust fyrst í júní í fyrra. Þau voru stödd í sama leik- húsi í London. Linda var í borginni í heimsókn hjá vinum ásamt Ísabellu og Tav dvaldi þar á sama tíma. Kynntust í London „Við kynntumst í gegnum sameigin- lega vini í London. Við hittumst fyr- ir tilviljun í leikhúsi þegar við vorum bæði stödd í borginni. Það var strax einhver tenging á milli okkar en ég hugsaði samt aldrei út í það hvort hún væri gift eða væri með einhverj- um eða eitthvað þannig. Okkur lík- aði bara hvoru við annað,“ segir Tav um þessi fyrstu kynni þeirra og Linda grípur inn í: „Ég held að þér hafi nú líkað betur við mig,“ segir hún í stríðnistón. „Jú, ætli það ekki,“ tekur Tav undir og brosir. Eftir þessi fyrstu kynni í leikhús- inu héldu þau sambandi í gegnum tölvupóst. „Við byrjuðum að spjalla saman í gegnum tölvupósta. Þetta fór svo að verða á persónulegri nót- um og við fórum að spyrja hvort ann- að persónulegri spurninga og það þróaðist einhvern veginn út frá því.“ Linda og Tav hafa verið par núna í sjö mánuði. Eftir að hafa spjallað saman í gegnum tölvupóst og síma í nokkrar vikur hittust þau á ný þegar Tav kom í sína fyrstu heimsókn til Ís- lands, í lok sumars. „Þá var bara eins og við hefðum bara verið í sundur í smá tíma, þannig var tilfinningin. Það var svolítið skrýtið en þetta var svo eðlilegt og svo rétt allt saman. Þannig að auðvitað hugsaði ég bara um að láta slag standa og sjá hvað myndi gerast,“ segir hann og horfir ástúðlega á Lindu sem kinkar kolli til samþykkis. „Ég sé ekki eftir því,“ seg- ir Tav. Byrjaði seint í leiklist Tav kemur frá Skotlandi og er mennt- aður leikari. Hann var kominn hátt á þrítugsaldurinn þegar hann byrjaði í leiklistinni en áður hafði hann unnið á olíuborpalli. Honum hefur gengið vel í leiklistinni, leikið aukahlutverk í nokkrum þekktum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum eins og Harry Pot- ter og Taggart, auk þess að hafa leikið í leikhúsi og auglýsingum. „Ég var orðinn 28 ára þegar ég byrjaði að læra leiklist. Þetta hafði alltaf blundað í mér en ég lét aldrei verða af því. Ég er frá litlum bæ þar sem flestir voru iðnmenntaðir og flestir sem voru með mér í skóla vildu verða vörubílstjórar eða sjó- menn. Og það var ekki beint litið á leiklist sem starf. Það var svona smá Billy Elli ot-dæmi í gangi,“ segir Tav sem lét þó á endanum drauminn rætast. „Én ég græddi líka alveg á því að fara í leiklist svona seint. Ég hafði meiri reynslu sem gagnaðist mér í náminu. Ég var orðinn það gamall og hafði upplifað ákveðna hluti í lífinu, bæði ást og sorg. Krakkar sem fara 18 ára í leiklistarskóla hafa flestir ekki upplifað þessar tilfinningar og geta ekki notfært sér það í túlkun sinni. Þannig að ég held það hafi bara verið af hinu góða.“ Leikur við Ísabellu Linda og Tav segjast njóta þess að verja tíma saman og þegar þau eru saman þá geri þau í raun allt sam- an og oftast er Ísabella, sex ára dóttir Lindu, með. „Hann er mjög fjölskyldusinnað- ur sem er gott út af Ísabellu minni,“ segir Linda. „Við erum miklir vinir og leikum okkur mikið saman. Við förum í leiki og hún er bara svo ótrú- lega skemmtileg og fyndin. Við hlaup- um út um allt og látum eins og asnar. Linda skilur ekkert í þessu því Ísabella hefur alltaf verið frekar róleg og feim- in,“ segir Tav og tekur fram að það hafi skipt hann miklu máli að Ísabellu lík- aði vel við hann. „Hún er náttúrulega sex ára þegar við kynnumst og fram að því höfðu það bara verið hún og mamma hennar. Þannig að það er erfitt fyrir hana að það komi allt í einu einhver maður inn í það. En okkur semur ótrúlega vel og hún er bara svo frábær,“ segir hann brosandi. Linda tekur upp símann og sýn- ir blaðamanni mynd af Ísabellu, Tav og Lindu saman. Á myndinni vantar framtönn í Ísabellu og Tav og Linda eru búin að líma svart teip yfir eina tönn hjá sér til að vera eins. „Þau eru alltaf að gera eitthvað svona. Hann leyfir henni líka að mála sig,“ segir hún og sýnir aðra mynd þar sem Tav er skrautlega málaður í framan og svo aðra af Ísabellu eins málaðri. „Já, og hann málar hana líka,“ segir hún hlæjandi. Fjölskyldan mikilvæg Tav á ekki börn sjálfur en segist þó allt- af hafa viljað eignast börn. „Mig hefur alltaf langað í börn en það hefur aldrei komið rétta tækifærið. Ég hafði aldrei fundið réttu konuna sem mig langaði að eiga börn með. Það kom aldrei til greina hjá mér að eiga bara barn með einhverri bara til þess að eiga barn,“ segir hann einlægur. En stefna þau á barneignir saman? „Það er alveg inni í myndinni,“ seg- ir Tav örlítið vandræðalegur. „Ég held að það myndi binda okkur saman að eignast barn. Þetta er enn nýtt sam- band og ég held að það myndi binda það frekar saman. En við vitum það ekki,“ segir Tav og greinilegt er að hann væri ekki mótfallinn því að fjölga í fjöl- skyldunni enda mikill fjölskyldumað- ur sjálfur að eigin sögn. Hann leggur mikið upp úr fjölskyldugildum og er náinn móður sinni og systur sem búa stutt frá honum í Skotlandi. Faðirinn góður vinur Gordon Brown „Ég er mjög náinn mömmu og syst- ur minni en pabbi minn dó fyrir þremur árum og hún þarf stuðning- inn frá mér og systur minni sem er tveimur árum yngri en ég. Ég heyri í mömmu nánast á hverjum einasta degi. Hún var hárgreiðslukona en er hætt að vinna núna. Við reynum að gera hluti saman og fara reglulega út að borða eða í hádegismat. Þær komu hingað í heimsókn fyrir jólin. Mamma er mjög hrædd við að fljúga en það tekur bara tvo tíma að fljúga á milli og þess vegna treystir hún sér til að koma,“ segir hann brosandi. Mæðgurnar hittu Lindu og Ísa- bellu og skoðuðu landið um leið. „Við fórum á alla túristastaðina eins og Bláa lónið og Perluna,“ segir Tav og Linda skýtur inn í: „Já, og Bað- húsið, þær fóru í dekur þar,“ segir hún. Tav hefur einnig hitt fjölskyldu Lindu og kann vel við hana. „Ég hef hitt þau öll fyrir utan bróður hennar Lindu sem býr á Nýja-Sjálandi, en ég spjallaði við hann og börnin hans á Skype um jólin, það var indælt.“ Faðir Tav, John MacDougall, var aðeins sextugur þegar hann dó. „Hann vann í skipasmíðastöð. Svo fór hann að starfa með Verka- mannaflokknum og sat í bæjar- ráðinu. Það kom honum svo yfir á þing og áður en hann dó sat hann á þingi og barðist fyrir sitt fólk í bænum. Hann vann mjög mik- ið og var mjög duglegur,“ segir Tav um föður sinn. Faðir hans þekkti Gordon Brown persónulega. „Þeir voru saman í skóla. Gordon var af millistéttarfjölskyldu en pabbi var af verkamannafjölskyldu. Þeir þekktust þegar þeir voru í skóla en pabbi var aðeins eldri en hann. Þeir enduðu síðan saman á þingi og „Strax einhver tenging á milli okkar“ Heilsudrottningin Linda Pétursdóttir hefur fundið ástina í örmum skoska leikarans og þingmanns- sonarins Tav MacDougall. Þau smellpassa saman að eigin sögn, taka fjölskyldustundir fram yfir nætur- lífið og njóta þess að verja tíma saman. Viktoría Her- mannsdóttir hitti parið á Hótel Holti einn bjartan dag í febrúar og fékk að heyra söguna að baki skoska manninum sem fangað hefur hjarta Lindu Pé. Seint í leiklist Tav er menntaður leikari. Hann fór seint í leiklistina en telur það hafa hjálpað sér. „Ég var orðinn það gamall og hafði upp- lifað ákveðna hluti í lífinu, bæði ást og sorg.“ „Ég var orðinn það gamall og hafði upplifað ákveðna hluti í lífinu, bæði ást og sorg. „Við erum miklir vinir og leikum okkur mikið saman. Við förum í leiki og hún er bara svo ótrúlega skemmtileg og fyndin. Við hlaupum út um allt og látum eins og asnar. Viktoría Hermannsdóttir viktoria@dv.is Viðtal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.