Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað Enn fleiri huldufélög í milljarðaskuld n Tvö óþekkt eignarhaldsfélög fengu milljarða frá Kaupþingi Á hugamenn um íslenska efna- hagshrunið eru ennþá, nærri tveimur árum eftir útgáfu rann- sóknarskýrslu Alþingis, að rek- ast á umfjallanir um huldufélög í rann- sóknarskýrslu Alþingis sem skráð eru fyrir skuldum við íslensku bankana upp á marga milljarða króna. Þannig hefur sjaldan eða aldrei verið minnst á tvö slík félög, Ab 76 og Ab 47, opinber- lega en samtals skulduðu þau nokkra milljarða í íslenska bankakerfinu fyrir hrun. Bæði félögin voru í eigu sömu að- ila og keypti það hlutabréf í Exista og Kaupþingi á árunum 2007 og 2008. Meðal eigenda félaganna var lögmað- urinn Jón Halldórsson og aðilar tengd- ir honum. Annað félagið, Ab 76, fékk samtals nærri 3 milljarða að láni til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi og Lands- bankanum og seldi nær öll hlutabréfin fyrir hrunið 2008. Eigið fé félagsins er neikvætt upp á rúmlega hálfan millj- arð í dag en það er ennþá starfandi. Hitt félagið, Ab 47, hefur aldrei skil- að ársreikningi frá stofnun. Félagið var meðal stærri hluthafa Exista og átti um tíma nærri tveggja prósenta hlut í fé- laginu. Skuldir þess í íslenska banka- kerfinu nema rúmlega fimm milljörð- um króna. Félagið hefur verið afskráð hjá Fyrirtækjaskrá og tekur með sér umræddar skuldir. Samanlagðar skuldir þessara tveggja óþekktu félaga í bankakerfinu námu því um 8 millj- örðum króna hið minnsta. S onur minn varð bæði reiður og hissa. Hann meðtók þetta ekki allt,“ segir móðir 15 ára drengs sem seldi sig í vændi á meðan hann var í mikilli fíkniefnaneyslu. Drengurinn glímir nú við alvarlegar afleiðingar af fíkniefna- neyslu og barnavændi. Fyrrverandi kennari var í síðustu viku dæmdur í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi í Hér- aðsdómi Vesturlands fyrir að kaupa vændi af drengnum sem þá var 14 ára. Karlinn bar fyrir sig að hann hefði ekki vitað hvað drengurinn væri gamall, þó að hann hefði sjálfur verið kennari. Hann greiddi drengnum 30 þúsund krónur fyrir hvert skipti. Fram kemur í dómnum að barnavændiskaupand- inn hafi árum saman farið leynt með samkynhneigð sína, en hafi „freistast til þess að leita eftir samskiptum við aðra karlmenn í netheimum“, eins og það er orðað. Þá er það tekið til refsilækkunar að það hefði haft miklar afleiðing- ar fyrir hann og fjölskyldu hans að vera afhjúpaður. Hann hefði meðal annars misst vinnuna. Geðlæknir segir að engar vísbendingar séu um að maðurinn sé haldinn barnagirnd. Þrátt fyrir að dómurinn fjalli um nei- kvæðar afleiðingar barnavændis- kaupanna fyrir karlinn, þá er ekki minnst einu orði í dómnum á þær af- leiðingar sem það hafði á 14 ára barn að selja sig fullorðnum karlmanni. „Mér finnst þessi dómur skandall“ Drengurinn er nú kominn á með- ferðarheimili. Hann hefur að undan- förnu þegið ýmiss konar meðferðar- úrræði, svo sem viðtöl í Barnahúsi, þar sem lögð hefur verið áhersla á að þó að það hafi ekki verið rétt hjá honum að bjóða sig svona hafi hann verið raunverulegt fórnarlamb glæpsins. Móðir hans segir að þessi dómur sendi þveröfug skilaboð og af lestri hans að dæma megi ráða að það sé vændiskaupandinn sem sé fórnarlambið í málinu. „Mér finnst þessi dómur skandall, ég man ekki eftir að hafa lesið kynferðisafbrota- dóm þar sem gerandinn er gerður að svona miklu fórnarlambi. Mér finnst allt mjög skrýtið í þessu og furðu- legt að tala um að hann hafi ekki gert sér grein fyrir aldri hans – maðurinn var kennari. Það var einhvern veg- inn dregið fram að maðurinn hefði átt svo bágt,“ segir hún og bætir við: „Ég trúi ekki öðru en að þessu verði áfrýjað.“ „Með alvarlega brostna sjálfsmynd“ Fram kemur í dómnum að maður- inn hafi framið kynferðisbrot með því að hafa í tvö aðgreind skipti greitt drengnum fyrir að hafa við hann kynferðismök auk þess sem hann hafi látið drenginn gera fleiri kynferðislega hluti við sig. Móðir drengsins segir að sonur hennar hafi hringt í sig af með- ferðarheimilinu og spurt mikið út í dóminn og hvort það verði ekki gert eitthvað meira í þessu máli. „Hann skildi ekki alveg að þetta gæti verið útkoman.“ Drengurinn glímir nú við alvar- legar afleiðingarnar af fíkniefna- neyslu og vændi. Móðir hans segir þetta hafa haft heljarmikil og öm- urleg áhrif á hann. „Hann er með alvarlega brostna sjálfsmynd,“ seg- ir hún og furðar sig á því að réttar- kerfið fari svona mjúkum höndum um barnavændiskaupanda: „Það er mjög alvarlegt að brjóta svona á barni.“ „Sonur minn varð reiður og hiSSa“ n Ekki orð í dómnum um afleiðingarnar sem vændið hafði á 14 ára barn„Móðir hans seg- ir að þessi dóm- ur sendi þveröfug skila- boð og að af lestri hans að dæma megi ráða að það sé vændiskaupand- inn sem sé fórnarlambið í málinu. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Vændiskaupandi Héraðsdómur Vesturlands taldi það hafa haft neikvæðar afleiðingar fyrir barnavændiskaupanda að vera afhjúpaður. Fórnarlamb hans er 15 ára. Ekkert er fjallað um afleiðingarnar af vændinu fyrir drenginn. Myndin er sViðsseT. Hagsmunasamtök heimilanna: 600 manns kærð „Við höfum lagt fram kæru á hendur öllum bankastjórum, framkvæmda- stjórum, stjórnum og varastjórnum fjármálafyrir- tækja sem veitt hafa gengis- tryggð lán og innheimt á ár- unum 2001– 2012. Yfir 600 manns,“ segir Andrea J. Ólafs- dóttir, formað- ur Hagsmunasamtaka heimilanna (HH) sem á miðvikudag kærðu þessa aðila til efnahagsbrotadeildar lögreglu, sem er undir embætti sér- staks saksóknara. Hún segir listann meira að segja vera lengri því sá fyrirvari er á að rafrænn gagna- grunnur fyrirtækjaskrár nær ekki lengra aftur en til 2005. „Við lögðum það í hendur saksóknara, ef hann sér ástæðu til að ákæra, að leita eftir upplýsingum um stjórnendur frá 2001–2005. Þannig að þetta eru ansi margir,“ segir Andrea um málið í samtali við DV. Hún segir að samtökunum hafi fundist tímabært og mikilvægt að draga fólk til ábyrgðar fyrir það sem ljóst er að sé hreint og klárt lögbrot. Aðspurð hvort samtökin séu vongóð um að þessar kærur skili einhverju eða hvort aðeins sé verið að vekja athygli á málinu í til- efni dóms Hæstaréttar í gær segir Andrea að þetta sé ekki táknrænn gjörningur. „Það þarf að draga fólk til ábyrgðar svo fjármálageirinn læri eitthvað af þessu.“ Nú liggur fyrir að í atkvæða- greiðslu um hið umdeilda frumvarp á Alþingi, sem hnekkt var í Hæsta- rétti á miðvikudag, hefði auðveld- lega verið hægt að fella það, eða tryggja það með orðalagi að þau giltu einungis fram í tímann, en ekki afturvirkt. Lögin voru samþykkt með 27 atkvæðum, sem er minni- hluti á löggjafarþingi, en aðeins þingmenn Hreyfingarinnar greiddu atkvæði gegn því. 22 greiddu ekki atkvæði, 2 þingmenn voru með fjar- vist og 9 fjarverandi.  Andrea setur spurningarmerki við hvort allir þeir sem veittu þessum lögum brautargengi séu hæfir til setu á Alþingi. „Því það var búið að gefa margar umsagnir um frumvarpið, margbúið að vara við áður en það var samþykkt, margbúið að gera það eftir að þau tóku gildi. Þú setur ekki lög sem gilda afturvirkt með íþyngjandi hætti og það eiga þeir að vita sem sitja á löggjafarþingi. Eftirmáli þessarar lagasetningar, en þó sér- staklega eftirlit með endurútreikn- ingum er eitt allsherjarklúður og hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir mjög mörg heimili og fyrir- tæki og þeim sem hafa haldið því til streitu að lögin ættu að vera afturvirk, og okkur, ber að spyrja; eru þeir hæfir?“ „Ruddaleg og gróf árás“ Hæstiréttur hefur staðfest fimm ára fangelsisdóm hér- aðsdóms yfir Birki Árnasyni, 25 ára. Birkir var dæmdur fyrir nauðgun á Þjóðhátíð í Vest- mannaeyjum í fyrrasumar, en þetta er í annað sinn sem Birk- ir er dæmdur fyrir nauðgun. Þá var honum gert að greiða fórnarlambi sínu eina og hálfa milljón króna í skaðabætur. Ákæruvaldið hafði farið fram á þyngri dóm í málinu en sem fyrr segir staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms. Nauðgunin átti sér stað á útikamri aðfaranótt sunnu- dags um þjóðhátíðarhelgina þar sem Birkir kom fram vilja sínum við stúlkuna. Í dómi Hæstaréttar segir að árás Birkis hafi verið einstaklega „ruddaleg og gróf“. Fjárfest í exista og Kaupþingi Félögin fjárfestu í Exista og Kaup- þingi með lántökum. Myndin er frá hluthafafundi Exista.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.