Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 24
Sandkorn Þ ingmaðurinn Árni Johnsen hneykslaðist yfir því á Alþingi að kennari á Akureyri hefði verið settur í leyfi eftir að hafa birt skrif um óeðli og syndir samkynhneigðra. Margir aðrir hafa stigið fram og lýst því sem skerðingu á tjáningar- frelsi Snorra Óskarssonar kennara að hann fái ekki að enduróma úthróp- unina á samkynhneigðum sem finna má í Gamla testamentinu. Rökin eru annars vegar að hann hafi tjáningar- frelsi í frítíma sínum og hins vegar að andstaðan gegn samkynhneigðum eigi sér trúarlegar rætur. Árni segir að það sé „ofbeldi og valdníðsla“ og vanvirðing við mannréttindi, skoð- anafrelsi og trúfrelsi, að kennarinn hafi verið settur í leyfi og beðinn að tala ekki svona opinberlega um sam- kynhneigða. Að sögn Snorra er „samkyn- hneigðin skilgreind sem synd en ekki fötlun“. Kjarninn í afstöðu Snorra til samkynhneigðra er að þeir eigi að bæla niður kynhneigð sína og að samkynhneigð sé röng. Með sama hætti ætti að bæla hana niður eins og dýraníðs- og barnaníðshneigðir. „Maðurinn er ákaflega veikur fyrir óeðlinu,“ sagði Snorri, og varaði við afleiðingum óeðlisins. Til dæmis hafi heimsveldi Súmera hrunið vegna „óeðlisins“ og því má ætla að sam- kynhneigð sé hrunvaldur: „Hrunið hófst með því að óeðlið óx og ríkið hrundi innanfrá. Faraóar Egypta, þeir urðu úrkynjaðir vegna óeðlis. Þessi rök mín eru ekki vegna illgirni heldur til að við mættum skoða okkar gang. Hvert stefnir Ísland, og þú?“ Að mati Árna Johnsen er það rétt- ur Snorra að væna samkynhneigða opinberlega um óeðli og að vera um leið kennari. Forsendan fyrir þeirri skoðun hlýtur að vera að samkyn- hneigðir geti ákveðið að hætta að vera samkynhneigðir. Þetta sé ekki „fötl- un“ heldur syndugur lífsstíll. Annars væri lítill munur á þessu og að verja það að kennari boðaði rasisma í frí- tíma sínum. Snorri má básúna skoðanir sínar á þjóðfélagshópum eins og hann vill. En maður sem gerist opinber mál- svari fyrir því að úthrópa ákveðna samfélagshópa er ekki æskilegur barnaskólakennari. Rasistar ættu ekki heldur að vera kennarar, og ekki menn sem halda því fram að konur séu óæðri en karlmenn. Snorri var beðinn að hætta að blogga með þessum hætti ef hann ætlaði að vera kennari, en hann sagð- ist ætla að halda áfram. Hann býst við því að fólk bæli kynhneigð sína. Hann ætti þá að geta hamið hvatir sínar til að tjá fordóma sína opinberlega. Bar- átta Árna Johnsen er fyrir umburðar- lyndi gagnvart fordómum. Venjulega skipta fordómafull skrif litlu máli, því enginn nennir að lesa þau. En þeir sem úthrópa fólk opinberlega vegna kynhneigðar, kynþáttar eða kynferðis, eiga ekki að kenna ómótuðum börn- um. Annars kennum við börnum að fordómar séu í lagi. Liljur vallarins n Lilja Mósesdóttir, for- maður Samstöðu, er með fljúgandi meðbyr þessa dag- ana með Sigga storm sér við hlið. Menn reikna fastlega með að stórkanónur sam- félagsins eigi eftir að stilla sér upp við hlið hennar. Ein- hverjir telja að Ögmundur Jónasson innanríkisráð- herra og frænka hans, Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir þingmaður, finni samhljóm með Lilju og velti fyrir sér möguleikum á því að gerast hluti af liljum vallarins og snúa baki við þeim einráða Steingrími J. Sigfússyni. Vinurinn eini n Snorri Óskarsson í Betel á sér fáa málsvara þessa dagana. Barátta hans gegn samkynhneigð hefur nú orðið til þess að hann missti vinnu sína sem barnakenn- ari en heldur þó launun- um. Aðeins einn málsmet- andi maður hefur risið upp Snorra til varnar. Þingmað- urinn Árni Johnsen tók mál- ið upp með sínum hætti og benti á það sem hann taldi augljóst. Sem sé að Snorri er fórnarlamb Samfylking- arinnar sem er með sam- særi gegn barnakennaran- um. Sjálfur var Árni að eigin sögn fórnarlamb samsæris þegar hann var settur í fang- elsi fyrir þjófnað. Bjarni hringdi í Hrein n Bjarni Benediktsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, er einstaklega meðvitaður um eignar- hald á fjöl- miðlum og telur að DV láti stjórnast af þeim eig- endum sem eru til vinstri í stjórnmálum. Mörgum er minnisstætt þegar Bjarni hringdi í hægrimanninn Hrein Loftsson, sem þá var aðaleigandi DV, og reyndi að stöðva fréttaumfjöllun um Vafning og fleira vafstur. Hreinn tók honum mjög illa og gerði málið opinbert. Augljóst er að formaðurinn telur að eigendur fjölmiðla eigi að stjórna fréttum. Ólíkindatólið Ólafur n Flestir telja að Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Ís- lands, sé á förum frá emb- ættinu í vor. Undirskrifta- söfnun Baldurs Óskarssonar og félaga hans hefur gengið fremur dræmt. Hún er því ekki talin vera það lóð á vogarskálarnar sem þurfti til þess að fá Ólaf til að fallast á að taka slaginn enn einu sinni. Það er þó þekkt að forsetinn er ólíkindatól og fer gjarnan ótroðnar slóðir. Það getur því allt gerst. Það þarf að draga fólk til ábyrgðar Hagsmunir lántakenda voru að engu hafðir Andrea Ólafsdóttir í kjölfar dóms Hæstaréttar – DV Þór Saari segir að tími ríkisstjórnarinnar sé liðinn – DV „Óeðli“ samkynhneigðra„Barátta Árna John­ sen er fyrir um­ burðarlyndi gagn­ vart fordómum S ú skoðun hefur heyrzt, að mannréttindakaflinn í frum- varpi stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár mætti vera styttri. Kaflinn geymir 31 grein, þ.m.t. greinar um auðlindir í þjóðareigu, náttúru Ís- lands og umhverfisvernd. Kaflinn ber því heitið Mannréttindi og náttúra. Eitt dæmið, sem nefnt hefur verið, snýst um ákvæðin um rétt til lífs: „Allir hafa meðfæddan rétt til lífs.“ (7. grein) og um bann við dauðarefsingu: „Í lög- um má aldrei mæla fyrir um dauða- refsingu.“ (29. grein). Er þetta tvítekn- ing? Nei, segi ég, þetta er árétting. Áréttingin um bann við dauðarefs- ingu er í frumvarpinu af ásettu ráði, þar eð sú skoðun kynni annars ein- hvern tímann að skjóta upp kollin- um, að meðfæddur réttur til lífs dugi ekki undir öllum kringumstæðum til að girða fyrir lagasetningu, sem leyfir dauðarefsingu. Fyrir þessa hættu vildi stjórnlagaráð girða. Lýsandi tölur Skv. nýrri tölfræðilegri úttekt á mann- réttindaákvæðum í stjórnarskrám heimsins eftir Benedikt Goderis í Ox- ford-háskóla og Háskólanum í Til- burg í Hollandi og Mila Versteeg í Há- skólanum í Virginíu í Bandaríkjunum hefur mannréttindaákvæðum af ýmsu tagi fjölgað smátt og smátt frá 1946, einkum hin síðustu ár. Undantekning- arnar frá þessari almennu reglu eru sárafáar. Réttur manna til að bera vopn hefur t.d. verið skertur. Vopnaburður naut verndar í tíundu hverri stjórnar- skrá 1946, en nú (2006) aðeins í fimm- tugustu hverri stjórnarskrá (nánar tiltekið í þrem löndum: Bandaríkj- unum, Gvatemala og Mexíkó). Annað sjaldgæft dæmi um skerðingu réttinda varðar eignarréttinn. Bann við eignar- námi í þágu almannahagsmuna var að finna í þriðju hverri stjórnarskrá 1946 (35%), en er nú að finna í sjöttu hverri stjórnarskrá (15%). Erlendar fyrirmyndir Réttur til lífs er hins vegar í sókn. Hann naut verndar í þriðju hverri stjórnarskrá 1946, en hann nýtur nú verndar í fjórum af hverjum fimm stjórnarskrám (78%). Bann við dauða- refsingu var að finna í tíundu hverri stjórnarskrá 1946, en slíkt bann er nú að finna í fjórðu hverri stjórnarskrá (24%). Sumar stjórnarskrár geyma hvorugt ákvæðið. Af þessu má sjá, að sumar aðrar stjórnarskrár geyma bæði ákvæðin hlið við hlið til áréttingar og öryggis. Stjórnlagaráð kaus að fara þá leið í samræmi við erlendar fyrir- myndir. Öll erum við jöfn fyrir lögum Annað dæmi um nauðsynlega árétt- ingu, sem ekki verður með góðu móti kölluð tvítekning, snýst um jafnréttis- ákvæðið (6. grein): „Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mann- réttinda án mismununar, svo sem vegna kynferðis, aldurs, arfgerðar, bú- setu, efnahags, fötlunar, kynhneigðar, kynþáttar, litarháttar, skoðana, stjórn- málatengsla, trúarbragða, tungumáls, uppruna, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.“ Takið eftir síðustu málsgreininni. Hún er höfð með til að árétta mikilvægi jafnréttis kynjanna. Þegar jafnrétti kynjanna verður loks- ins komið í höfn í reynd, verður við- bótin e.t.v. óþörf. Tölurnar um inntak stjórnarskráa úti í heimi tala skýru máli. Almennt jafnræðisákvæði var að finna í 70% allra stjórnarskráa 1946 og stendur nú í nær öllum stjórnarskrám (97%). Sér- stakt ákvæði um jafnrétti kynjanna var aðeins að finna í sjöundu hverri stjórnarskrá 1946 (14%) og er nú að finna í sex af hverjum sjö stjórnar- skrám (86%). Langflestum þjóðum finnst rétt að hafa bæði ákvæðin inni hlið við hlið. Millivegur Tölfræðiúttektin, sem hér er vísað til, tilgreinir 108 ólík mannréttinda- ákvæði, sem nær öll hafa rutt sér til rúms í æ fleiri stjórnarskrám undan- gengin ár. Af þessum fjölda ólíkra ákvæða um mannréttindi má ráða, að mannréttindakaflinn í frumvarpi stjórnlagaráðs, sem heitir „Mann- réttindi og náttúra“ til að undirstrika tengslin milli mannréttinda, auð- lindastjórnar og náttúruverndar og hefur að geyma 31 grein, getur ekki talizt óhóflega langur í alþjóðlegu samhengi. Hann hefði getað orðið mun lengri. Stjórnlagaráð fór milli- veginn. Mannréttindakaflinn Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 24 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað Kjallari Þorvaldur Gylfason „Bann við dauða- refsingu var að finna í tíundu hverri stjórnarskrá 1946, en slíkt bann er nú að finna í fjórðu hverri stjórnarskrá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.