Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 62
62 Sport 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað H eitasti leikmaðurinn um þessar mundir í NBA-deild- inni í körfubolta heitir ekki LeBron James, Derrick Rose eða Kobe Bryant. Hann heitir Jeremy Lin og er tvítugur strák- ur, ættaður er frá Taívan og spilar með New York Knicks. Það vissi eng- inn hver þessi piltur var fyrr en ör- lagaríkt kvöld fyrr í þessum mán- uði, nánar til tekið 4. febrúar. Þá fékk hann tækifærið hjá örvæntingar- fullum þjálfara Knicks, Mike  D’Ant- oni, sem var búinn að tapa ellefu af síðustu þrettán leikjum sínum með Knicks. Tvær helstu stjörnur liðsins, Amar’e Stoude mire og Carmelo Ant- hony, voru meiddar og inn á kom Jeremy nokkur Lin. Lin svaraði kall- inu, skoraði 25 stig og gaf 7 stoðsend- ingar í sigri á nágrönnunum úr New Jersey Nets. Síðan þá hefur Lin verið í byrjunarliðinu og gjörsamlega far- ið hamförum. Í síðustu sex leikjum, 4.–14. febrúar, hefur Lin skorað að meðaltali 26,8 stig og gefið 8,5 stoð- sendingar í leik. Það sem meira er þá hefur Knicks unnið alla leikina sex og fór Lin langt með að bjarga starfi þjálfara síns en sæti hans var orðið ansi heitt. Fór í toppháskóla Foreldrar Lin fluttust til Kaliforníu frá Taívan á miðjum áttunda áratug síðustu aldar og ólst hann upp í bæn- um Palo Alto. Þar spilaði hann körfu- bolta með menntaskólaliði sínu og gekk mjög vel. Á lokaárinu vann lið- ið 32 leiki af 33 og hafði betur í úr- slitaleik um annarrar deildar titilinn í menntaskólaboltanum gegn liði sem var talið miklu sterkara. Lin var sagður af öllum langbesti leikmaður deildarinnar. Enginn skóli óskaði þó eftir starfs- kröfum Lin þannig að hann sendi DVD-disk með sér og ferilskrána til allra bestu háskóla landsins. Mark- mið hans var ekki bara að spila körfubolta heldur fá bestu mennt- un sem mögulegt væri að fá. Hann vonaðist til að komast að hjá skólum eins og Stanford eða UCLA. Eini gall- inn við að ætla sér í bestu skóla eða „Ivy-league“ eins og þeir eru kallaðir er að þeir skólar veita engum íþrótta- styrki. Þurfti hann því að fá hjálp frá foreldrum sínum til að borga him- inhá skólagjöldin. Á endanum var það Harvard sem tók Lin og spilaði hann vel í háskóla- boltanum. Tvívegis var hann valinn í úrvalslið bestu háskólanna en það dugði þó ekki þegar kom að nýliða- valinu árið 2010. Byrjaði hjá Golden State Þrátt fyrir fína spilamennsku í háskóla- boltanum vildi ekkert lið fá Lin til sín í nýliðavalinu. Hann komst þó að hjá heimaliði sínu, Golden State Warriors, en sat þar mestmegnis á bekknum á síðasta tímabili. Hann var látinn fara frá Golden State í desember og var tal- ið að Houston Rock ets myndi fá hann til sín. Svo fór ekki og endaði hann sem fjórði maður í goggunarröðinni hjá New York Knicks. Engan hefði órað fyrir því að Lin fengi þetta tækifæri en vegna meiðsla kom hann inn á gegn Nets og sýndi heldur betur hvað í hon- um býr. Golden State sem hefur ekk- ert getað í mörg ár sér nú heldur bet- ur eftir því að hafa ekki gefið Lin fleiri tækifæri. Lin er fyrsti leikmaðurinn af taí- vönskum eða kínverskum uppruna sem fæddur er í Bandaríkjunum til að spila í NBA-deildinni. Þá er hann að- eins sá fjórði af asískum uppruna til að spila í deildinni. Hann verður ekki lengi að slá risanum Yao Ming við í vinsældum haldi hann þessari spila- mennsku áfram enda liðsmaður New York Knicks sem á milljónir aðdáenda út um allan heim. Það merkilega er að þrátt fyrir góða spilamennsku í fyrstu þremur leikj- um sínum með Knicks var hann ekki enn kominn með fastan samning, svo mikil óvissa var um framtíð Lin. Ráða- menn Knicks eru þó engir bjánar og voru fljótir að fá strákinn til að skrifa undir og er þarna ofur stjarna í smíð- um haldi hann áfram að spila jafn vel og raun ber vitni. Aðdáendurnir að bilast Spilamennska Lin hefur líka verið bú- bót fyrir Knicks því treyja Lin selst eins og heitar lummur í borginni. Stuðn- ingsmenn liðsins eru gjörsamlega að missa sig og mæta með skilti á hvern einasta leik með nýjum orðaleikjum í kringum Lin-nafnið. „Lin long and prosper,“ stóð á einu um daginn og vís- aði þar í fræga setningu úr Star Strek. „Everyday I am Hust-LIN,“ stóð á öðru og vísað til vinsæls lags með hljóm- sveitinni LMFAO. Á Valentínusardag- inn var svo auðvitað mætt ein stúlka með skilti sem á stóð: „Will you be my vaLINtine?“ Bakvörðurinn skotglaði, Carmelo Anthony, sem er meiddur segist fagna árangri Lin og getur ekki beðið eftir því að spila með honum. „Ég veit að marg- ir eru að spá í hvort við getum spilað saman en í raun er þetta bara draum- ur fyrir mig. Það að hann sé að spila svona vel tekur pressu af mér. Nú þarf ég ekki að spila sem leikstjórnandi. Ég þarf ekki að sjá til þess lengur að Amar’e skori 20 stig í leik og ég sjálf- ur 20–30. Þetta er hið besta mál,“ segir Anthony um heitasta NBA-leikmann- inn í dag, Jeremy Lin. Stuðningsmenn að verða vitlausir Treyja Lin selst upp alls staðar í New York. Stjarnan beið á bekknum n Jeremy Lin fékk tækifærið með Knicks og hefur ekki litið um öxl Tómas Þór Þórðarson tomas@dv.is Körfubolti „Ég þarf ekki að sjá til þess lengur að Amar’e skori 20 stig í leik og ég sjálfur 20–30. Þetta er hið besta mál. Einstakur Jeremy Lin hefur tekið NBA-deildina með trompi. Hefur stuðning Abramovich Sætið undir Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóra Chelsea, er orðið býsna heitt ef marka má bresku pressuna. Í viðtali við BBC á fimmtudag sagði Villas-Boas að þó að hann nyti ekki stuðn- ings allra leikmanna sinna hefði hann enn stuðning eigandans, Romans Abramovich. Greint hefur verið frá því að margir eldri leik- manna Chelsea séu orðnir þreyttir á stjórnunarháttum hans. Í við- talinu við BBC sagði Villas-Boas að það væri eðlilegt að leikmenn væru ekki alltaf sammála honum. Hann sagðist þó ætla að halda áfram með liðið þó að gengi þess hefði verið dapurt upp á síðkast- ið. Villas-Boas getur væntanlega tryggt sér frið um stundarsak- ir um helgina en þá mætir liðið Birmingham á heimavelli í ensku bikarkeppninni. Það er leikur sem Chelsea verður að vinna. Vill ekki fara frá Tottenham Harry Redknapp, knattspyrnu- stjóri Tottenham, segir að það væri ósanngjarnt að yfirgefa fé- lagið á þessum tímapunkti. Þrálát- ur orðrómur hefur verið uppi um að Redknapp taki við enska lands- liðinu af Fabio Capello sem hætti störfum á dögunum. Redknapp segist hins vegar vera hæstánægð- ur hjá Tottenham, enda er félagið í góðri stöðu í deildinni og á raun- hæfa möguleika á enska meistara- titlinum. „Að fara á þessum tíma- punkti þegar liðið er í svona góðri stöðu væri ósanngjarnt. Ég þarf að einbeita mér að Tottenham,“ segir Redknapp sem hefur náð frábær- um árangri með liðið. „Ég þarf að bæta mig“ Fernando Torres, leikmaður Chel- sea, viðurkennir að hann þurfi að bæta leik sinn verulega til að þagga niður í gagnrýnisröddum. Torres, sem var eitt sinn einn besti framherji heims, er í miklum öldudal um þessar mundir og hefur ekki tekist að skora síðan 24. september síðastliðinn. Hann gekk til liðs við Chelsea frá Liver- pool í janúar í fyrra fyrir metverð. „Ég verð að viðurkenna að ég hélt að þetta myndi ganga betur. Ég þarf klárlega að bæta mig. Þegar ég var hjá Liverpool komu leikir þar sem ég spilaði ekki vel, en skoraði samt. Þetta er mjög skrýtin tilfinning því ég hef aldrei verið í betra formi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.