Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 50
Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 18 feb 17 feb 19 feb Páll Óskar og Lay Low Hýrustu tónleikar Hörpu hingað til er yfirskriftin á tónleikum Páls Ósk- ars og Lay Low sem sameina krafta sína í tilefni vetrarhátíðar Rainbow Reykjavík. Þessi tvö risanöfn í íslensku tón- listarlífi ætla taka höndum saman og vera með magnaða tónleika í Norðurljósasal Hörpu á föstudags- kvöldið. Miðaverð er 2.900 krónur en tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Syngja lög Bergþóru Í menningarhúsinu Hofi á Akureyri verða tónleikar þar sem flutt verður valið efni úr söngvasafni Bergþóru Árnadóttur. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Pálmi Gunnarsson, söngvari og bassa- leikari, sem starfaði með Bergþóru um árabil. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og kostar miðinn 2.900 krónur. Sálin á Nasa Nú styttist í að skemmtistaðnum Nasa verði lokað og fer því hver að verða síðastur að sjá Stebba Hilmars og Sálina troða upp á einum af þeirra uppá- haldsstöðum. Á laugardaginn verður hljómsveitin með tónleika á Nasa þar sem nokkur lög sem hafa prýtt lagalistann undanfarin ár fá að heyrast. Í bland við alla slagarana að sjálfsögðu. Tón- leikarnir hefjast klukkan 23.00 og kostar 2.500 krónur inn. Afmæli Stórsveitarinnar Stórsveit Reykjavíkur fagnar um þessar mundir tuttugu ára afmæli sínu. Af því tilefni ætlar sveitin að halda tónleika í Kaldalónssal Hörpu í dag klukkan 15.00. Á þess- um tónleikum verður litið um öxl og leikin lög tengd þeim fjölmörgu plötum sem sveitin hefur gefið út og komið að. Miðaverð er 2.500 krónur og hefjast tónleikarnir eins og áður segir klukkan þrjú. Söngleikjatónlist í Hofi Á laugardagskvöldið verða leiknir tónleikar í menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Þar verður flutt söng- leikjatónlist og dægurlög í bland við óperuaríur í útsetningum Þorvaldar Bjarna Þorvaldssonar. Meðal söngvara er hinn óviðjafn- anlegi Garðar Þór Cortes. Miðinn kostar 2.900 krónur en tónleikarnir heita Lífsins karnival og hefjast klukkan 20.00. Lögin hennar mömmu Það hljóma ljúfir tónar í Salnum í Kópavogi á sunnudaginn en þá ætla Raggi Bjarna, Hera Björk og Bjarni Baldvins að leiða saman hesta sína og flytja lögin sem mömmur og ömmur rauluðu við heimilisstörfin á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Perlur á borð við Heyr mitt ljúfasta lag og Fjórir kátir þrestir. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og kostar miðinn 3.500 krónur. 50 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað „...eiga hrós skilið fyrir gott framtak“Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Ég er vindurinn Þjóðleikhúsið „Bara brilljant!“ Hundur í óskilum: Saga þjóðar L eikhúsin gleyma ekki börnunum frekar en endranær. Leikfélag Reykjavíkur reið á vað­ ið með stórsýningu á Galdrakarlinum í Oz í haust­ byrjun; sú sýning gengur enn við vinsældir. Þjóðleikhúsið stendur sig ekki eins vel að þessu sinni; það lætur nægja litla sýningu handa yngstu áhorfendunum í Kúlunni, er ekki með neina stóra barnasýn­ ingu á stóra sviðinu. Kannski telja menn þar á bæ að Vesa­ lingarnir eigi að vera brúkleg og boðleg fjölskyldusýning, og má vera að nokkuð sé til í því. Mér telst til að á höfuðborgar­ svæðinu séu að minnsta kosti fjórar barnasýningar í boði um þessar mundir: tvær í Borgar­ leikhúsinu, ein í Þjóðleikhúsinu og svo ein í Norræna húsinu. Ég dreif mig á þessar sýningar allar um síðustu helgi (að undan­ skildum Galdrakarlinum sem ég sá að sjálfsögðu í haust) og ekki nóg með það; ég flaug líka til Akureyrar og náði á síðdegis­ sýningu á miklu músíkali sem þar var frumsýnt í Samkomu­ húsinu gamla fyrir skömmu. Og skal nú stuttlega greint frá því hvernig þessar sýningar fóru í roskinn leikdómara sem reynir eftir bestu getu að ganga í barndóm þegar hann fer á leiki sem þessa. Sumir segja reyndar að það sé ekki hægt: að það eigi bara að láta börn meta barnasýningar. En ég ætla þá að halda því fram á móti, að fólk, sem getur ekki endurvak­ ið barnið í sjálfu sér þegar það er að njóta lista – af hvaða tagi sem er – það eigi yfirleitt ekkert að vera að tjá sig mikið um list­ ir. „Barn ert þú í hjarta og börn erum við öll,“ lætur Davíð skáld postulann segja í Gullna hlið­ inu. Og þá er Jón bóndi auð­ vitað kominn til himna. Stuð fyrir norðan – og sunnan Byrjum á Akureyri. Músíkal­ ið Gulleyjan er kynnt í leik­ skrá sem samvinnuverkefni Leikfélags Akureyrar og Leik­ félags Reykjavíkur (að vísu er þar talað um „Borgarleik­ hús“ sem er ekki rétt, það er að sjálfsögðu LR sem hér á í hlut). Listrænir kraftar koma þó að langmestu leyti frá LR; þetta er svolítið eins og LR hafi opnað útibú í gamla Samkomuhús­ inu. Það er Karl Ágúst Úlfsson sem hefur samið leikgerð og söngtexta, Sigurður Sigurjóns­ son leikstýrir. Tónlist er eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Snorri Freyr Hilmarsson gerir leikmynd, Björn Bergsteinn Guðmundsson lýsir. Þetta eru allt góðir fagmenn, við erum komin óraveg frá þeim dilett­ antisma sem hefur alltof lengi sett alltof mikinn svip á starf­ semi LA. Að sjálfsögðu hefur félagið átt stöku góða spretti á liðnum árum – og ekki bara undir stjórn Magnúsar Geirs, það voru aðrir góðir einstöku sinnum á undan honum – en það hefur verið alltof gjarnt að sækja í hið gamla far. Um síð­ ustu hörmungar félagsins ætla ég ekki að ræða hér, enda öllum kunnar úr fréttum. Hér er vel að verki staðið: leikendur yfirleitt vel valdir og þeim vanda vaxnir sem hlut­ verk leggja á þá. Leikmynd Snorra Freys er sérlega flott og vel sniðin að þrengslum sviðsins. Tónlistin kröftugt og kunnáttusamlega framreitt popp, kemur sjaldnast á óvart, ekki alltaf ýkja melódískt, en skemmtilega leikrænt með sprettum. En hún er alltof hátt keyrð í græjunum, svo textinn drukknar oft í látunum, sem er sannarlega ekki nýtt vanda­ mál í söngleikjauppfærslum hér. Hvenær ætla íslenskir hljóðameistarar að ná tökum á þessari list? Ég er ekki frá því að þessi keyrsla komi niður á músíkinni og leikrænni með­ ferð hennar; satt að segja fannst mér mun meira gaman að hlusta á hana á geisladisknum sem gefinn hefur verið út með sýningunni en í leikhúsinu, og þá hlýtur eitthvað að vera að. Það er sem sagt þrusukraft­ ur í þessu, gríðarlegt stuð frá upphafi til enda; Siggi Sigur­ jóns sér fyrir því. Fullmikið stuð, kannski? Á einhvern hátt var eins og sagan sjálf týnd­ ist í öllu fjörinu, alltént fann ég þarna afskaplega lítið af þeirri Gulleyju sem situr í mínu barnsminni, full af þeirri ógn og dul sem mér finnst að allir alvöru sjóræningjar eigi að búa yfir. Stefið fræga sem hljómar svo í hinni gömlu þýðingu Páls Skúlasonar: „Fimmtán menn upp á dauðs manns kistu – hæ og hó, og rommflaska með“; það var ekki með þarna og ég saknaði þess. Ætli það hafi ekki prentast inn í mig úr fram­ haldsleikriti Útvarpsins sem ég heyrði barnungur, gott ef Jón Sigurbjörnsson sönglaði það ekki þar með sinni dimmu raust? Svona hefur hver sínar væntingar til leikhússins, og það verður að hafa það. Það sem annars vakti eink­ um eftirtekt mína og ánægju í þessari poppuðu Gulleyju var góð frammistaða Einars Aðalsteinssonar í aðalhlut­ verkinu, Jim litla Hawkins, þess sem söguna segir. Einar er lipur og líflegur leikari sem hefur sýnt það áður að hann á auðvelt með að tjá tilfinningar – nokkuð sem er ekki endilega sterkasta hlið allra karlleikara af hans kynslóð. Það á að geta orðið spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni ef hann fær tækifæri. Upplestur hans á geisladisknum var þó svolítið yfirdramatískur á köfl­ um; hann þarf að vinna í því. Af öðrum var Björn Jörundur bestur sem Langi­Jón Silvur. Persónan er að vísu gerð kóm­ ísk fremur en háskaleg, en það er í samræmi við alla stefnu sýningarinnar – sem ég er sem fyrr segir ekki alveg tilbúinn til að kaupa fyrir mína parta. Eflaust er svo von á þessu sjói suður þegar það hefur gengið sinn gang fyrir norðan. Ég sé að sýningar eru skipu­ lagðar fram í mars, en mér kæmi ekki á óvart þó að þetta muni endast þar lengur. Leikfélag Reykjavíkur gerir ekki endasleppt við börnin; á Litla sviði Borgarleikhússins var frumsýnd um síðustu helgi sýn­ ingin Gói og baunagrasið. Þar segja þeir Guðjón Davíð Karls­ son og Þröstur Leó Gunnarsson söguna af Jóa og baunagrasinu – með sínu lagi. Þeir félagar eru svo klárir að þeir þurfa engan leikstjóra; að minnsta kosti er enginn nefndur á heimasíðu leikhússins: Guðjón Davíð er skrifaður fyrir leikgerð og tón­ list ásamt Vigni Snæ Vigfús­ syni. Mér fannst frekar gaman að þessu, þar sem Guðjón Dav­ íð er í hlutverki Jóa og sögu­ manns, en Þröstur Leó bregður sér í hvert gervið á fætur öðru af alkunnri snilli. En ég held nú samt að þetta hefði ekki orðið neitt verra, ef traustur leikstjóri hefði setið úti í sal og reynt að hafa hömlur á þeim félögum sem skemmtu sér bersýnilega konunglega þarna uppi á svið­ inu (og auðvitað stundum líka úti í sal); sprellið varð býsna hömlulaust og eiginlega full­ langdregið þegar á leið. Ég er ekki viss um að yngstu börnin hafi öll haft úthald í þetta. Samt var stemningin ágæt og ekki annað að sjá en megnið af áhorfendum fylgdist af at­ hygli og áhuga með bröltinu í Jóa upp og niður baunagrasið. Og Risinn hans Þrastar Leós, hann var líka svona hæfilega skuggalegur í kostulegu gervi, auðvitað spaugilegur, en samt … hann gat verið til alls vís, það fannst litlu dömunni sem sat við hliðina á mér greinilega. Og þannig á það að vera í ævintýr­ unum: horrorinn í hæfilegu magni og á sínum stað – í bland við góða sögu og góðan boð­ skap, eftir því sem við á. Sögur af skrímslum Hvað boðskapinn varðar þá vantaði hann ekki í skrímsla­ sýningarnar tvær sem ég náði einnig að sjá á sunnudaginn var. Í kjallara Þjóðleikhússins, Kúlunni, hafa tvö „skrímsli“ Áslaugar Jónsdóttur rorrað á fjölum um skeið; í kjallara Nor­ ræna hússins magnar Helga Arnalds fram skrímslið hana litlu systur. Báðar sýningarnar eru með sterkum ævintýrablæ, en hið uppeldislega erindi fer þó ekki á milli mála. Í leik Helgu er lýst þeirri erfiðu reynslu sem það getur verið að eignast nýtt systkini sem ógnar tilveru manns; í leik Áslaugar erum við minnt á það hversu ólík við erum og hversu gott getur verið að eiga félaga og vini sem eru ekki alveg eins og við erum sjálf. Vini sem bæta upp það sem okkur vantar. Það er ekki hægt að segja að söguefnið hafi verið mikið í leik Áslaugar; í rauninni var það ekki neitt neitt. En þetta var lipur og skemmtilega skrif­ aður samtalstexti, svo listilega Jón Viðar Jónsson leikminjar@akademia.is Leikrit Gulleyjan Gói og baunagrasið Litla skrímslið og stóra skrímslið Skrímslið litla systir mín Fyrir börn á öllum aldri Gulleyjan Hér er vel að verki staðið: leikendur yfirleitt vel valdir og þeim vanda vaxnir sem hlutverk leggja á þá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.