Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 28
28 Viðtal 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað
heillanga ritgerð þar sem ég útlist-
aði það og fjallaði um hvernig mig
langaði að kynna það fyrir ungu
fólki á nútímalegan hátt. Þegar ég
var að útskrifast kallaði skólastjór-
inn mig á sinn fund og spurði hvað
ég ætlaði að gera þegar ég kæmi
heim. Ég sagði honum að ég færi
kannski í Veginn eða Fíladelfíu. Þá
sagði hann að það væri ungt fólk
frá Reykjavík sem væri að fara að
stofna kirkju í miðbæ Reykjavíkur
og lýsti hvernig starfið yrði. Þetta
passaði allt svo vel við það sem ég
hafði skrifað í ritgerðina og og mín-
ar hugsanir á þessum tíma. Svo er
svo skrýtið – að þessi hjón komu
ekki í skólann fyrr en önnina á eft-
ir mér, þannig að það var eins og
það væri búið að ákveða þetta fyrir-
fram.“
Sigga fór heim og beið þess að
söfnuðurinn yrði settur á laggirnar.
„Það kom svo að því og við vorum
fimm sem vorum saman frá upp-
hafi, þrjú með þeim hjónum.“
Siggu óraði ekki fyrir því út í hvað
hún var að fara. „Maður var bara
heilaþveginn og ég get sagt það í dag
– algjörlega heilaþveginn á allan hátt.
Ég veit hvernig það er að vera heila-
þvegin. Það er kannski þess vegna
sem ég varð svona „extreme“ þegar
ég losnaði út úr þessu.
Gaf kirkjunni allt
Leiðtogarnir stjórnuðu söfnuðinum
á allan hátt. „Stjórnunin var rosaleg.
Ég sé það núna að þetta var í raun-
inni bara andlegt ofbeldi. Það gekk
allt út á það í hvernig skapi þau voru.
Það snerist mjög mikið um peninga
og þau misnotuðu peninga kirkjunn-
ar. Ég var einstæð móðir í láglauna-
vinnu og lét allan minn pening renna
til kirkjunnar. Ég hafði stundum ekki
efni á kókómjólk fyrir strákinn minn
því að kirkjan gekk fyrir. Ég var í fullri
vinnu og þar að auki var starfið í kirkj-
unni full vinna. Maður var þarna öll-
um stundum að gera eitthvað.“ Sigga
stóð ekki vel fjárhagslega en samt
sem áður lét hún alla sína peninga
renna til kirkjunnar.
„Það var kannski ekki kirkjunni
að kenna að ég skuldaði peninga en
trúin var svo sterk og óskynsemin svo
mikil að ég gaf kirkjunni allt. Ég gaf
þeim tíund af laununum, í byggingar-
sjóði, græjusjóði og alls konar svona.
Ég var bara einstæð móðir á skíta-
launum og með allt niður um mig í
fjárhagnum. Kirkjan kom fyrst. Borga
tíund, gefa þetta og hitt, svo voru
fórnir þrisvar í viku þar sem dreift var
umslögum og maður átti að gefa frjáls
framlög.“
Vanrækti soninn vegna
kirkjunnar
Sigga segist skammast sín fyrir að
hafa fylgt með en hún hafi verið heila-
þvegin. Eitt atvik er henni sérstaklega
minnistætt. „Ég veit ekki hvort ég á
að þora að segja frá því, ég skammast
mín svo fyrir það,“ segir hún alvarleg.
„Einu sinni var ég kölluð á fund hjá
kennara stráksins míns, sem þá var í
Vogaskóla. Kennarinn kallaði mig á
fund því hún hélt ég væri alkóhólisti
vegna þess að barnið mætti svo slitr-
ótt í skólann, var svo oft veikt og allt-
af þreytt,“ segir Sigga og augljóst er að
það tekur á að rifja þetta upp. „Það var
auðvitað vegna þess að ég var oftast
uppi í kirkju langt fram á kvöld, nán-
ast öll kvöld, með litla guttann með
mér. Kirkjan kom fyrst. Ég skamm-
ast mín svo hrikalega fyrir þetta,“ seg-
ir hún og dæsir. „Ég gerði mér ekki
grein fyrir þessu. Ég hélt bara ég væri
að gefa guði allt. Guð færi aldrei fram
á svona.“
Óreynd að hjálpa fólki í sjálfs-
vígshugleiðingum
Söfnuðurinn rak félagið Sókn gegn
sjálfsvígum. „Það varð svona ein
mesta peningamaskínan þeirra tel ég
í dag,“ segir Sigga. Sókn gegn sjálfs-
vígum rak neyðarsíma þar sem fólk í
sjálfsmorðshugleiðingum gat hringt
inn til þess að fá aðstoð. „Það var
mjög óábyrgt allt saman. Þar var ungt
fólk að svara símanum sem hafði
enga menntun eða kunnáttu til þess
að takast á við fólk í þessu ástandi.
Einn skar sig á púls meðan ég var
með hann á línunni. Sem betur fer
vorum við komin í samstarf við 112
þarna þannig að ég gat sent hjálp til
hans en þetta var mjög óábyrgt,“ segir
hún. Söfnuðurinn fékk líka lán til þess
að reka meðferðarheimili. „Þau fengu
lán til þess að byggja meðferðarheim-
ili. Fyrir lánið var keypt einbýlishús í
Grafarvogi sem þau innréttuðu fyrir
sig og fluttu inn í. Það var aldrei rekið
neitt meðferðarheimili en ef einhver
spurði þá stóð til að gera það í kjallar-
anum á húsinu.“
Algjörlega í beisli
Sigga bjó í raðhúsi með nokkrum
öðrum ungum konum úr söfnuð-
inum. Hún var í litlu sambandi
við fjölskyldu sína á þessum tíma.
„Ég var kannski ekki búin að slíta
öll tengsl við fjölskylduna en sam-
kvæmt þeim þá var fjölskyldan nán-
ast óvinur. Ég man að mamma var
alltaf að reyna að bjóða mér í mat
en ég hafði aldrei tíma. Fjölskylda
mín var að reyna að koma fyrir mig
vitinu en þá var litið á fjölskylduna
sem djöfla að hindra verk guðs,“
segir Sigga og andvarpar og heldur
svo áfram. „Þetta var svo klikkað allt
saman og í raun ótrúlegt að svona
hafi gerst á litla Íslandi.“
Mikil stjórnun átti sér stað innan
safnaðarins. „Það var alltaf einhver
tekinn fyrir og lagður í hálfgert ein-
elti. Ég man að einu sinni var sagt
að ég væri með einhvern Jezebel-
anda inni í mér og þá mátti enginn
tala við mig og það áttu helst bara
allir að forðast mig. Það gengu allir
í gegnum eitthvað svona, þetta var
náttúrulega bara viss aðferð til þess
að halda manni niðri. Ég man að
einu sinni átti ein stelpan sem bjó
í raðhúsinu með mér að hafa daðr-
að við forstöðumanninn og þá tal-
aði enginn okkar við hana. Þessi ár
þarna voru meira en að segja það.
Maður var algjörlega í beisli.“
Völdu maka fyrir fólkið
Leiðtogarnir þurftu að samþykkja
makaval safnaðarmeðlima. „Ef þú
hafðir tilfinningar til einhvers þá
þurftir þú að fara til þeirra og fá sam-
þykki. Ég var einu sinni skotin í strák
í kirkjunni og fór til þeirra til þess
að fá samþykki. Ég fékk það ekki og
þurfti þá að kyngja þeim tilfinningum
sem ég hafði. Maður var gjörsamlega
heilaþveginn. Enda var okkur sagt að
þjóna leiðtogum okkar eins og guði
og það gerðum við. Tvær stelpur sem
bjuggu með mér urðu svo heppnar að
fá samþykkta maka og þá var allt und-
ir þeirra umsjón. Þau skipulögðu öll
deit, hvert ætti að fara, hvenær skyldi
koma heim og allt það. Þær giftust
báðar mönnunum og önnur þeirra
kyssti í fyrsta skipti uppi við altarið.
Heldur þú að það sé klikkun?“ segir
Sigga.
Skírlífi var talið mikilvægt innan
safnaðarins og gerðu leiðtogar hans
mikið út á það. „Við fórum einu sinni
í trúboðsferð til Portúgal. Þegar við
vorum á ströndinni þá áttum við að
vera í bolum yfir sundfötunum til
þess við myndum ekki freista fólks.
Síðan var mælt með að við horfð-
um ekki á ákveðnar myndir, á víd-
eókvöldum var til dæmis spólað yfir
kynlífsatriði. Við erum að tala um
fullorðið fólk,“ segir Sigga.
Sprakk vegna framhjáhalds
Miðað við hversu mikla áherslu
leiðtogarnir lögðu á siðprýði safn-
aðarmeðlima þá var það töluvert
áfall þegar söfnuðurinn sprakk
vegna framhjáhalds annars leið-
togans. „Hún hélt við 21 árs strák
úr söfnuðinum. Það var allt mjög
skrýtið við það hvernig þetta end-
aði. Þessu var haldið leyndu fyrir
safnaðarmeðlimum í svolítinn
tíma. Síðan var haldin var samkoma
þar sem forstöðumaðurinn sagði
frá framhjáhaldi eiginkonu sinnar
en hann ætlaði að halda áfram með
söfnuðinn. Ég var ein af mörgum
sem gekk úr kirkjunni þennan dag.
Stuttu seinna lagði söfnuðurinn
upp laupana.“
Mikið sofið hjá
Við tók mikil uppbygging. Sigga
þurfti að læra á lífið upp á nýtt.
„Bara það að þurfa að taka ákvarð-
anir sjálf var heilmikið mál. Því að
að lifa svona lífi er svo ábyrgðarlaust.
Þú lést alla aðra taka ákvörðun fyrir
þig, biblíuna eða þau, leiðtoga safn-
aðarins og maður bara hlýddi. Fyrst
var bara erfitt að ákveða litla hluti, á
ég að fara til hægri eða vinstri, get-
ur ekki einhver sagt mér það … guð!“
segir hún hlæjandi.
Sigga flutti út úr raðhúsinu
og heim til mömmu með Elí Þór.
„Það var nú bara þannig að maður
hellti sér á djammið. Þetta var bara
djamm, helst fimmtudag, föstudag,
laugardag og sunnudag. Þannig fékk
maður útrás. Ég og vinkona mín sem
var í kirkjunni líka öskruðum og
grétum, og töluðum og urðum reið-
ar, og fórum svo á dansgólfið í fimm
tíma,“ segir hún og skellir upp úr.
„Þetta var bara svona mín heilun. Ég
var 30 að verða 31 árs þegar kirkjan
splundraðist. Þá hafði ég sofið hjá
tveimur mönnum um ævina. Og þú
getur ímyndað þér, að maður fór nú
aðeins að tékka á þessu,“ segir Sigga
óhrædd á sinn einstaka hátt. „Ég svaf
mikið hjá og bara gerði allt sem ég
hafði ekki mátt gera í söfnuðinum.“
Saknar hlustendanna
Eins og áður sagði lá leið hennar
eftir þetta allt saman svo í útvarp-
ið, þar sem hún undi hag sínum
vel. Hún hafði áður öðlast útvarps-
reynslu á trúarlegu útvarpsstöðinni
Stjörnunni. Hún segist helst sakna
tengslanna við hlustendur. „Ég er
alveg viss um að ég á eftir að fara í
útvarp aftur eða sjónvarp. Minn-
ingarnar frá þessum árum eins og
í Zúúber eru svo frábærar og ég
geymi þær alltaf í hjarta mér. Þetta
bara á svo vel við mig og mér þyk-
ir svo vænt um þetta mikla sam-
band sem ég náði við hlustendur.
Ef, eða ég segi eiginlega bara þeg-
ar, ég fer aftur í útvarp þá langar
mig aftur í þessi tengsl við fólkið,“
segir hún með tárin í augunum.
„Vá, ég fæ bara tár í augun við að
tala um þetta!“ segir hún og skell-
ir upp úr. „Svona er ég bara, ég er
svo mikil tilfinningamanneskja. En
ég er mjög spennt að þróa síðuna
og held að þetta eigi eftir að vera
mjög skemmtilegt. Og ég vona ég
geti komið á þessu sambandi við
lesendur þar sem ég hafði við hlust-
endur í útvarpinu.“
Uppgötvaði lífið í beinni Sigga segist hafa umfaðmað frelsið eftir að hún hætti í sér-
trúarsöfnuðinum. Hún segist hafa upplifað lífið í beinni útsendingu. „Þátturinn var eig-
inlega dálítið minn
sálfræðingur og þarna var
ég bara að upplifa lífið
dálítið í beinni útsendingu
með hlustendum.