Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað
L
ögmaður Gunnlaugs felldi
þessa kröfu niður. Ég var að
vísu búin að gera frávísun-
arkröfu á skaðabótakröfuna
vegna þess að ég taldi hana
ekki vera réttilega gerða. Það mun
hins vegar ekkert reyna á hana því
hún tók sig til og felldi hana nið-
ur,“ segir Sigríður Rut Júlíusdótt-
ir, lögmaður bloggarans Teits Atla-
sonar. Eins og komið hefur fram
stefndi auðmaðurinn Gunnlaugur
M. Sigmundsson, ásamt eiginkonu
sinni, Teiti á síðasta ári fyrir meið-
yrði. Ástæða stefnunnar var sú að
Teitur fór mikinn á bloggsíðu sinni
á DV.is í febrúar í fyrra þegar hann
fjallaði um viðskipti Gunnlaugs
með fyrirtækið Kögun sem Gunn-
laugur fór fyrir á sínum tíma.
Ástæður þess að fallið var frá
skaðabótakröfunni eru tíundaðar
nánar hægra megin á síðunni.
Fór fram á milljónir
Í stefnunni var meðal annars farið
fram á að Teitur myndi greiða Gunn-
laugi og eiginkonu hans samtals 4,5
milljónir króna í skaðabætur vegna
umfjöllunarinnar, að sögn Sigríðar.
Hann framhaldsstefndi síðan nýj-
um ummælum inn í málið og hefur
Sigríður farið fram á að þeim um-
mælum verði vísað frá dómi. „Það
verður flutt í næstu viku og eftir það
verður sennilega ákveðin aðalmeð-
ferð í málinu,“ segir Sigríður. Mál-
inu er því hvergi nærri lokið. Þó svo
að Teitur muni ekki þurfa að greiða
Gunnlaugi skaðabætur vegna um-
mæla sinna sem Gunnlaugur taldi
„stórkostlega móðgandi og meið-
andi“ standa eftir nokkrar kröfur.
„Það sem eftir stendur er ómerking-
arkrafan á ummælunum, máls-
kostnaðarkrafa og gott ef
það var ekki líka krafa um
birtingu dóms í fjölmiðl-
um.“
Teitur sáttur
„Ég er bara ánægð-
ur með þetta,“
segir Teitur
Atlason um
ákvörðun
lögmanns
Gunn-
laugs í
samtali við blaðamann. Aðspurður
hvort hann sé bjartsýnn á að hann
muni vinna málið segist Teitur vera
miklu meira en bjartsýnn. „Ég vinn
þetta mál. Það er alveg pottþétt,“
segir hann. „Það versta sem gerist
héðan í frá er að ég mun sitja uppi
með hans málskostnað. Og hann
getur hlaupið á einhverjum millj-
ónum.“ Hann á þó alveg eins von á
að málið endi fyrir Hæstarétti. „Ef
ég tapa þá mun ég áfrýja til Hæsta-
réttar og ég er nokkuð viss um að ef
hann tapar þá muni hann gera það
sama.“
Teitur viðurkennir að eftir að
málið kom upp sé hann mun var-
kárari í bloggskrifum sínum en
áður. „Það vill enginn standa í
þessu. Já, ég er varkárari.“
Gerir heimildarmynd
Teitur vinnur nú að gerð heimildar-
myndar um málið sem hann seg-
ist binda miklar vonir við. „Þetta
er bara mynd um þetta mál. Það
var fyrirtæki sem hafði samband
við mig og lýsti yfir áhuga á þessu.
Þarna verða sagðar nokkrar sögur
eins og í heimildarmyndum. Ann-
ars vegar er þetta sagan mín um
það þegar ég bloggaði um málið og
sem endaði með réttarhöldunum.
Þetta er saga Kögunar og víðari skír-
skotunin er sagan af einkavæðingu
ríkisfyrirtækjanna,“ segir Teitur sem
býst við að myndin verði að minnsta
kosti 50 mínútur að lengd. „Vonandi
endar hún þó í 90 mínútum.“
Milljónakrafa gegn
Teiti dregin til baka
n Fellur frá skaðabótakröfu n Teitur bjartsýnn á sigur„Það versta sem
gerist héðan í frá
er að ég mun sitja uppi
með hans málskostnað.
Ástæður þess að skaðabótakrafan var felld niður
Snýst um ærumeiðingar, ekki peninga
„Í þinghaldi í málinu þann 27. janúar sl. féllu stefnendur frá miskabótakröfum í á
hendur stefnda, Teiti Atlasyni. Ástæða þess er eftirfarandi:
Eins skýrt kemur fram í framhaldsstefnu í málinu hefur stefndi ítrekað haldið því
opinberlega á lofti að tilgangur stefnenda með málssókninni sé einhvers konar
hótun um að leggja fjárhag hans í rúst og fjárhagslegri afkomu stefnda og fjöl-
skyldu hans sé verulega ógnað með málarekstrinum. Til þess að undirstrika það
að mál þetta snýst efnislega eingöngu um nánar greindar grófar ærumeiðingar,
en ekki um persónu stefnda sem slíka eða fjárhagsstöðu aðila og meintan að-
stöðumun, hafa stefnendur ákveðið að falla frá öllum miskabótakröfum í mál-
inu. Framangreind breyting á kröfugerð er gerð í þeirri von að þannig megi kjarni
málsins fá aukið vægi, jafnframt því sem það ætti að ónýta tilburði stefnda til
þess að reyna að ljá málssókn stefnenda á hendur sér annarlegan tilgang.
Stefnendur telja sig á hinn bóginn eiga fullan rétt á miskabótum ef þau kysu að
sækja þær.“
– Yfirlýsing Gunnlaugs og eiginkonu hans vegna miskabótakröfu í máli þeirra gegn Teiti.
Ummæli sem
stefnt er fyrir*
„Höfum í huga að fjölskylda hans
á allan sinn auð undir pólitískum
tengslum. Faðir Sigmundar var þing-
maður í nokkra mánuði og kom sér
þannig fyrir að hann hafði aðgang að
innherjaupplýsingum sem vörðuðu
fyrirtækið Kögun sem var ríkisfyrir-
tæki sem verið var að einkavæða. Sá
lét konuna sína bjóða í fyrirtækið og
vitandi að risa-samningur var fyrir-
liggjandi við Nató, var fjármögnun
auðveld.“
*Ummælin sem Gunnlaugur
stefndi Teiti fyrir eru fleiri.
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Bjartsýnn á sigur „Ég
vinn þetta mál,“ segir
Teitur spurður hvort hann
sé bjartsýnn á að vinna
málið sem Sigmundur hefur
höfðað gegn honum.
Heldur málinu til streitu Þó að Gunn-
laugur hafi fallið frá skaðabótakröfunni ætlar
hann að halda áfram með málið. Í yfirlýsingu
segir hann að málið snúist ekki um fjárhag
Teits heldur um „grófar ærumeiðingar.“
Iceland Ex-
press bætir
stundvísi
Stundvísi Iceland Express hefur
batnað mikið eftir að fyrirtækið
fækkaði áfangastöðum sínum nið-
ur í tvo. Síðustu tvær vikur seink-
aði aðeins einni af þeim tuttugu
ferðum sem félagið fór til London
og Kaupmannahafnar. Þetta kem-
ur fram á vefnum turisti.is
Hjá Icelandair stóðust tíma-
setningar í 89 prósentum brottfara
en komutímar í aðeins helmingi
tilvika. Sjö af hverjum tíu ferðum
félagsins, til og frá Keflavík, voru
því á tíma en hjá Iceland Express
var hlutfallið 83 prósent í heildina.
Fjöldi flugferða á vegum félag-
anna tveggja er mjög misjafn því
Icelandair flýgur um átta sinnum
oftar en Iceland Express til og frá
landinu þessar vikurnar.
Tafir á ferðum beggja fyrirtækja
voru ekki miklar á tímabilinu.
Fjölskylduhjálp
biðlar til aflögu-
færra
Tugir sjálfboðaliða Fjölskyldu-
hjálpar Íslands verða þrjár fyrstu
helgarnar í marsmánuði með
sölubása í Kolaportinu og selja
allt á milli himins og jarðar en þó
aðallega notaðan og nýjan fatnað
til styrktar starfinu. Í tilkynningu
frá Fjölskylduhjálpinni segir: „Nú
biðlum við til landsmanna að fara
nú í gegnum fataskápana sína og
koma með það sem þeir eru löngu
hættir að nota og leyfa okkur að
gera matarpeninga úr því. Inn-
koman fer í matarsjóð Fjölskyldu-
hjálpar Íslands. Við tökum á móti
alla virka daga frá kl. 10.00 til 14.00
í Eskihlíð 2–4 í Reykjavík og eftir
samkomulagi.“
Fyrsta reglulega úthlutun Fjöl-
skylduhjálparinnar á þessu ári fer
fram 22. febrúar í Reykjavík og 23.
febrúar á Reykjanesi.
Ljósmynda-
skólinn
tæmdur
„Það er synd að einhver þurfi að
lifa á einhverju svona,“ segir Sig-
ríður Ólafsdóttir, betur þekkt sem
Sissa ljósmyndari, skólastjóri Ljós-
myndaskólans að Hólmaslóð í
Reykjavík. Óprúttnir aðilar brutust
þar inn aðfaranótt fimmtudags og
létu greipar sópa. Þjófarnir hrein-
lega tæmdu skólann af öllum
verðmætum.
Að sögn Sissu hurfu þarna á
einu bretti 20 Apple-borðtölvur
skólans, stórt safn myndavéla og
linsur og skjávarpi.
„Það var greinilega unnið mjög
hratt. Það eru allar tölvur teknar úr
sambandi og allt annað skilið eftir.
Skjávarpar voru rifnir niður. Maður
sér hvernig það var sópað úr hillum
þar sem myndavélar eru og undir
þetta allt saman notaðar töskur
sem voru inni í tækjaherbergi hér.“