Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 17
Helgarblað 17.–19. febrúar 2012 Skólavörðustíg 2 • Sími 552 5445 Íslenskt skart á konudaginn Fréttir 17 Þekktu Þitt magamál ... og náðu tökum á mataræðinu Í þessari bók er kynnt aðferð við að ná stjórn á matarvenjum sínum sem höfundurinn hefur þróað á síðastliðnum 15–20 árum. Aðferðin hefur verið nefnd „þjálfun svengdarvitundar“ og byggir á hugrænni atferlismeðferð. Aðferðin er notuð á næringar- og offitusviði Reykjalundar, á Landspítalanum og víðar í íslenska heilbrigðiskerfinu. Reynslan hefur sýnt að þjálfun svengdarvitundar gagnast vel þeim sem glíma við offitu og hvers kyns átraskanir. Í offitumeðferðinni á Reykjalundi höfum við notað þjálfun svengdarvitundar í nokkur ár. Hún hefur gefist mjög vel og hjálpað fjölmörgum að skilja mun á svengd og löngun í mat og auðveldað þeim að hafa stjórn á stærð máltíða. Það hefur aftur auðveldað þeim að ná tökum á „eðlilegri“ næringu. Við sjáum þjálfun svengdarvitundar því sem mjög gott hjálpartæki í meðferð offitu. Ludvig Guðmundsson, yfirlæknir næringar- og offitusviðs Reykjalundar Neyslusamfélagið léttir okkur ekki ævinlega lífið. Knúið áfram af æ meiri framleiðslu, sölu og neyslu á alls kyns varningi, hvetur það leynt og ljóst til ofneyslu og sóunar. Öll ofgnóttin verður hvað sýnilegust og afdrifaríkust þegar neysluvaran er matur eða drykkur. Afleiðingarnar eru aukin líkamsþyngd milljóna manna um víða veröld. Við þurfum að læra að borða, drekka og velja rétt og hlusta á líkamann. Þessi bók kennir einmitt það. Dr. Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur og prófessor við H.Í. Við þjálfun svengdarvitundar er áhersla lögð á að velja mat af kostgæfni, fylgjast með áti á meðan því stendur, hætta að borða hóflega saddur og meta líðan að máltíð lokinni. Þetta er gagnreynd meðferð, sem kennir að þekkja sitt magamál. Þýðendum hefur tekist vel að þýða bókina, sem á erindi við hina fjölmörgu, sem eiga við ofþyngd að stríða. Dr. Eiríkur Örn Arnarson, prófessor í sálfræði við H.Í. SKRUDDA www.skrudda.is Umsagnir um bókina: Verðtryggingin er bein afleiðing óstöðugleika Um mitt ár 2011 skilaði verðtryggingarnefnd efnahags- og viðskipta- ráðuneytis skýrslu þar sem farið var yfir aðgerðir til að draga úr vægi verðtryggingar í íslensku hagkerfi. Hér að neðan er stiklað á stóru um niðurstöður skýrslunnar. Bann við verðtryggingu í öllum fjármálageirum Myndi marka endalok verðtryggingar fljótt og örugglega á öllum sviðum hvort sem um er að ræða sparnað eða á lánum. Bann við verðtryggingu aftur í tímann er líklega and- stætt ákvæðum stjórnarskrár um eignarrétt. Bann er því ekki lausn fyrir þá sem þegar eru í vanda heldur breytingar á leikreglum við útlánastarfsemi. Þó má benda á að líklegt er að lánveitendur og lántakendur séu líklegir til að finna leið til að gera samninga sem henta aðstæðum. Annar gjaldmiðill Krónan er veikburða gagnvart ytri og innri áhrifavöldum, það eykur sveiflur og stuðlar að verðbólgu. Ítrekað kom fram við umfjöllun verðtryggingarnefndar að verðtrygging væri viðbragð við þeim óstöðugleika sem hefur verið viðvarandi í íslensku efnahagslífi. Nýr gjaldmiðill hefur því verið nefndur sem hugsanleg lausn. Þar er evran oftar en ekki nefnd en þar utan hafa hugmyndir eins og norsk króna, svissneskur franki, Bandaríkjadollar sem og Kanadadollar og jafnvel samnorræn króna komið til tals. Enginn viðmælenda verðtryggingarnefndar kom með tillögu um að taka upp annan gjaldmiðil en evru. Verð- trygging yrði ekki sjálfkrafa afnumin með upptöku evru, stöðugur gjaldmiðill myndi þó gera auðveldara að bjóða upp á óverðtryggðar lánafyrirgreiðslur enda áhætta og sveifla minni. Ná valdi á verðbólgu Það myndi snarlega draga úr vægi verðtryggingar eða allavega tilfinnanlegum áhrifum hennar. Upphaflega varð verðtryggingin sett til að ná valdi á óðaverðbólgu. Hún er því raunar birtingarmynd ástandsins en ekki endilega vandinn. Bann við verðtryggðum húsnæðislánum Líklegt til að draga hægt og rólega úr vægi verðtryggingar. Mögulega væri hægt að semja um endurfjármögnun lána á óvertryggðum kjörum til að flýta fyrir. Slíkt væri þó alltaf háð samkomulagi lánveitenda og lántakenda enda verðtrygging lögleg á þeim tíma sem samningar eru gerðir. Bann við verðtryggðum jafngreiðslulánum Myndi ef til vill draga úr vægi verðtryggðra lána. Verðtryggð jafngreiðslulán virka þannig að greiðslur eru lægstar í upphafi lánstíma og því algeng tegund lána fyrir ungt fólk sem gerir ráð fyrir að hækka í tekjum yfir ævina. Á móti getur það freistað fólk til vanmats á skuldbindingum og hærri skuldsetningu. Staðgreiðsla verðbóta, verðtryggingin, sérstaklega í tilfelli jafngreiðslulána Þýðir að lántakandi fær sjálfkrafa aukið lán fyrir verðbótum sem veldur hækkun höfuð- stóls framan af lánstímanum. Sú hugmynd hefur verið rædd að þessu fyrirkomulagi verði breytt þannig að lántakandi staðgreiði verðbætur jafnóðum. Hugmyndin er sú að þetta tryggi að höfuðstóll láns lækki, svo lengi sem staðið er við greiðslur. Þak á verðtryggingu Nokkrir þingmenn Framsóknarflokksins lögðu haustið 2009 fram frumvarp þar sem sett var fjögurra prósenta þak á hámarksverðbólgu á ársgrundvelli. Hagsmunasamtök heimilanna hafa einnig talað fyrir þessari hugmynd. Meginmarkmið tillögunnar er að knýja lánveitendur til þátttöku í að halda verðbólgu niðri enda þeirra hagur að verðbólga fari ekki yfir ársviðmið. Þá má benda á að þrír þingmenn VG lögðu á sínum tíma til þak á vexti verðtryggðra lána til að koma í veg fyrir að lán bæru bæði vertryggingu og breytilega vexti. Önnur viðmið til verðtryggingar Ef til vill mætti draga úr vægi verðtryggingar með breyttum viðmiðum sem hefðu það markmið að draga úr sveiflum. Vaxtabætur aðeins greiddar með óverðtryggðum lánum Hugmyndin er sú að með þessum breytingum skapist hvati fyrir fólk til að taka óverð- tryggð lán frekar en verðtryggð. Það ætti að gera miðlun peningastefnunnar auðveldari. Þá er hugmyndin sú að bæði fjármagnseigendur og lántakendur hafi sömu hagsmuni af stöðugu verðlagi. Óvíst er hvort það standist jafnræðisreglu að gera þessa breytingu á þegar teknum lánum. Aukið framboð af ólíkum tegundum lána Verðtryggð jafngreiðslulán eru langalgengasta form húsnæðislána á Íslandi og hafa verið undanfarna áratugi, enda bundin í lögum um Íbúðalánasjóð. Aukið framboð annarra tegunda lána myndi hægt og bítandi draga úr vægi verðtryggingar enda minni hlutdeild skuldara með verðtryggðar afborganir. Chileska leiðin Verðtrygging er ekki eingöngu bundin við Ísland. Verðbólga er svo mikill vandi í Chile að komið var upp sérstakri mælieiningu til að sýna raunvirði fjárskuldbindinga. Þessi leið er ekki til þess gerð að afnema verðtryggingu heldur á að auka fjármálalæsi og skilning. Þetta gæti virkað á svipaðan máta og gengisreikningur milli gjaldmiðla. Bætt neytendavernd Verðtryggð lán þykja flókin og ógegnsæ. Margir lántakendur telja óréttmætt að horfa á höfuðstól hækka stóran hluta lántökutímans. Það getur skapað óánægju og ýtt undir kröfur um íhlutun stjórnvalda. Því gæti það verið til bóta að efla neytendavernd og fjármálalæsi. Þetta ákvæði myndi eitt og sér ekki afnema hana en gæti dregið úr óánægju. Aðgerðir til afnáms eða minna vægis verðtryggingar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.