Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Side 13
Halldór Blöndal fyrrv. alþm. og ráðherra Fréttir 13Helgarblað 17.–19. febrúar 2012 Flæktust í sakamál eftir átök um Glitni n Engeyingarnir og Vafningsmálið n Misstu undirtökin í Glitni með dramatískum hætti Wernersson eða félög tengd þeim ráðstafa samtals hlutafé að nafn- verði 1.041.649.091 kr. eða sem nem- ur 7,00% af heildarhlutafé félagsins til tengds aðila sem þeir tilnefna. Það skal þó alfarið vera á þeirra ábyrgð að því hlutafé verði ráðstafað og til hvaða tengds aðila.“ Þetta var hlutur- inn sem Þáttur International endur- fjármagnaði hjá Glitni í febrúar 2008. Síðar í sölutryggingarsamningn- um kom fram að Kaupþing lagði bann við því að þeir Karl og Einar seldu þennan sjö prósenta hlut í Glitni næsta árið eftir undirritun samningsins. Fram að Vafningsflétt- unni, og í um tvo mánuði eftir hana, var Þáttur International því skuld- bundið til að eiga hlutabréfin í Glitni. Eigið fé Þáttar 14 milljarðar Karl og Einar gengu í kjölfar þessa frá samningi sín á milli um hvernig hald- ið skyldi utan um hlutabréfin í Glitni. DV hefur samninginn undir höndum og var hann undirritaður af þeim Karli og Einari þann 2. maí 2007. Í samn- ingnum var ákveðið hvernig eignar- haldið á Þætti International ætti að vera. Fram að þessum tíma hafði fé- lagið alfarið verið í eigu Karls Wer- nerssonar og Milestone og hélt það utan um nærri 9 prósenta hlut þeirra í Glitni sem var fjármagnaður af Morg- an Stanley. Félagið komst nú að hluta í eigu Engeyinganna. Í samningnum kom fram að eftir söluna á bréfunum til Kaupþings væri eigið fé Þáttar Int- ernational 14 milljarðar króna. Í samningnum var hins vegar fyr- irvari um að samningar næðust við lánardrottna félaga Einars og Karls, Morgan Stanley og Glitni. Morgan Stanley hélt áfram að fjármagna þann 7 prósenta hlut í félaginu sem Karl og Einar héldu eftir inni í Þætti International. Í undirrituðu skjali frá Morgan Stanley, sem DV hefur und- ir höndum, kemur fram að Morgan Stanley aflétti veðum af rúmlega 270 milljónum hluta í Glitni sem Þátt- ur International átti. Þetta var gert vegna sölu á hluta af bréfum Þáttar International til Kaupþings. Eftir stóð að Þáttur International átti tæplega milljarð hluti í Glitni sem Morgan Stanley fjármagnaði. Stífir skilmálar Lánasamningurinn á milli Morgan Stanley og Þáttar International var gerður þann 7. febrúar árið 2007 og var mjög stífur. Í samningnum kom meðal annars fram að hlutabréfa- verð í Glitni mætti ekki vera minna en 20,175 í ákveðið marga daga í röð. Hlutabréfaverðið sem samningurinn byggði á var 26.90 og miðað við að verðið mætti ekki fara undir 75 pró- sent af því í ákveðinn tíma. Þetta gerðist í lok janúar 2008, líkt og Morgan Stanley tilkynnti stjórn- endum Þáttar International með bréfi þann 28. janúar 2008. Í bréfinu segir að vegna þessa hafi Morgan Stanley gjaldfellt lánið. Bandaríski bankinn fór fram á það við Þátt International að félagið greiddi lánið, samtals tæp- lega 160 milljónir evra, um 16 millj- arða króna þann 2. febrúar 2008. Fyr- irvarinn sem Þáttur International hafði til að ganga frá greiðslunni var því afar skammur. Svo fór reyndar á endanum að Þáttur International náði ekki greiða lánið til Morgan Stanley fyrr en þann 8. febrúar 2008. Þetta var gert með láni sem fór beint frá Glitni til Milestone og þaðan til Morgan Stanley. Vafningsfléttan var svo útbú- in þremur dögum síðar og var búið þannig um hnútana að svo virtist sem Vafningur hefði fengið lánið sem fór til Morgan Stanley en ekki Milestone. Bjarni Benediktsson tók þátt í þeim gerningi, líkt og fjallað hefur verið um í DV, og sæta tveir menn nú ákæru fyr- ir lögbrot vegna hans. Ættingjar Bjarna fóru því frá því að vera ráðandi aðilar í Glitni og leiða stjórn bankans yfir í að missa yfirhöndina í bankanum til FL Gro- up. Auðvitað þarf að taka fram að þeir fengu mjög gott verð fyrir hluta- bréf sín í bankanum, eða 27,82 á hlut, sem var nokkurn veginn hæsta markaðsverð hlutabréfa í Glitni á ár- unum fyrir hrunið. Í kjölfarið, eftir hrunið 2008 þegar þeir töpuðu þeim eignarhlut í bankanum sem eftir var, drógust þeir Einar og Bjarni inn í sakamálarannsókn sérstaks sak- sóknara á Vafningsmálinu vegna að- komu sinnar að því. Guðrún Zoega verkfræðingur og fyrrv. borgarfulltrúi Benedikt Benediktsson framkvæmdastjóri Björn Bjarnason fyrrverandi alþm. og ráðherra Ólöf Pétursdóttir dómstjóri Valgerður Bjarnadóttir alþm. Samfylkingar Guðrún Pétursdóttir framkvæmdastj. og fyrrv. borgarfulltr Pétur Benediktsson alþm. og sendiherra Ólöf Benediktsdóttir fyrrv. mennta- skólakennari Guðrún Guðjónsdóttir kennari Kristjana Benediktsdóttir húsm. í Rvk. Benedikt Blöndal Hæstaréttardómari Guðrún Benediktsdóttir húsm. í Rvk. BenediktSveinsson bankastj. alþm. og bæjarfulltrúi í Rvk. Guðrún Pétursdóttir húsm. í Rvk. Benedikt Sveinsson fjárfestir og fyrrv. stjórnarform. Sjóvár og Eimskip Ingimundur Sveinsson arkitekt Einar Sveinsson fjárfestir og fyrrv. framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra Bjarni Benediktsson forsætisráðherra Sveinn Benediktsson framkvæmdastjóri Bjarni Benediktsson alþingismaður Hluti Engeyjarættarinnar Vildu formennskuna Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson ásældust stjórnar- formennskuna í Glitni á fyrri hluti árs 2008. FL Group tók bankann yfir í apríl það ár.„Ég veit ekkert um málið enda vann ég ekki á sölutryggingar- sviði Kaupþings. Flæktust í sakamálarannsókn Bjarni Benediktsson og Einar Sveinsson flæktust í sakamálarannsókn sérstaks saksóknara vegna aðkomu sinnar að Vafningsmálinu. 7. febrúar 2008 n Milestone selur væntanlegum hlut- höfum í Vafningi hluti í félaginu. 8. febrúar 2008 n Milestone fær lán frá Glitni upp á rúma 10 milljarða til að endur- greiða Morgan Stanley lán Þáttar International. Lánið þarf að greiða fyrir klukkan þrjú síðdegis. Lánareglur Glitnis eru brotnar og áhættuskuldbindingar Milestone fara yfir lögbundið hámark. Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason ganga frá lánasamningnum. 11. febrúar 2008 n Bjarni Benediktsson fær um- boð frá föður sínum og frænda til að veðsetja hlutabréf BNT, Haf- silfurs og Hrómundar í Vafningi. Umboðin send til Glitnis. 12. febrúar 2008 n Vafningur fær lán frá Glitni sem notað er til að endurgreiða Milestone lánið frá 8. febrúar. 9. desember 2009 n DV greinir frá aðkomu Bjarna Benediktssonar að Vafningi. 21. desember 2009 n DV greinir frá því að Vafningsfléttan hafi verið útbúin til að bjarga Glitnisbréfum Þáttar International. 19. október 2011 n DV greinir frá því að Bjarni Benediktsson hafi verið yfirheyrður sem vitni í Vafnings- málinu. 14. desember 2011 n Lárus Welding og Guðmundur Hjaltason ákærðir fyrir umboðs- svik í Vafningsmálinu. 201120102009

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.