Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað Mátti fara nakinn í pottinn n Hæstiréttur sýknar Isavia af kröfu konu sem starfaði þar H æstiréttur sýknaði á fimmtu- dag fyrirtækið Isavia af kröfu konu sem starfaði hjá fyrirtæk- inu. Í Héraðsdómi Reykjaness voru konunni dæmdar átján hundr- uð þúsund krónur í bætur og ógreidd laun vegna málsins. Konan sagðist hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni af hálfu háttsetts yfirmanns innan Isavia. Þá sagði konan að breytingar hefðu verið gerðar á starfi sínu þannig að hún gæti ómögulega sinnt því. Fékk hún því átján hundruð þúsund krónur dæmdar í bæt- ur hjá Héraðsdómi Reykjaness en Hæstiréttur sneri þeim dómi við á fimmtudag sem fyrr segir. Hæsti- réttur hafnaði því að að hegðun yf- irmannsins hafi verið kynferðisleg áreitni í garð konunnar, út frá skil- greiningu hugtaksins samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Forsaga málsins er sú að konan fór ásamt yfirmanni sínum, fram- kvæmdastjóra öryggissviðs Keflavík- urflugvallar, og yfireftirlitsmanni fyr- irtækisins í sumarbústað í Grímsnesi. Tilgangur ferðarinnar, sem var farin í mars árið 2009, var að fara yfir breyt- ingar á starfi hennar sem áttu meðal annars að fela í sér aukna ábyrgð. Eftir að hafa lokið störfum fóru framkvæmdastjórinn og yfireftirlits- maðurinn í heitan pott sem var við bú- staðinn. Framkvæmdastjórinn reyndi ítrekað að fá konuna í pottinn en þar sem hún var ekki með sundföt neitaði hún. Fyrir áeggjan mannanna fór hún með stól út til að sitja við pottinn en tók þá eftir því að framkvæmdastjór- inn var nakinn í pottinum. Hæstiréttur taldi einnig að ekki hafi verið sýnt fram að konan hafi ver- ið beitt óréttlæti í starfi með tilliti til starfsöryggis og starfskjara. F yrirtæki og eignarhaldsfélög sem tengjast Bjarna Bene- diktssyni, formanni Sjálf- stæðisflokksins, beint skulda rúmlega 150 milljarða króna í íslenska bankakerfinu. Að minnsta kosti rúmlega 66 milljarðar króna af þessum skuldum hafa nú þegar ver- ið afskrifaðir og frekari skuldir verða afskrifaðar síðar. Skilgreiningin í út- reikningunum á tengslum Bjarna Benediktssonar og viðkomandi fé- laga er á þá leið að hann hafi annað- hvort setið í stjórn þeirra eða að þau hafi verið í eigu félaganna sem hann sat í stjórn í. Meðal þessara félaga eru olíu- félagið N1 og móðurfélag þess, BNT, en Bjarni var stjórnarformaður þeirra beggja þar til í desember 2008. Þá var Bjarni stjórnarmaður í Fjárfestingar- félaginu Mætti þar til í lok þess árs. BNT og Máttur voru hluthafar í fjöl- mörgum félögum sem fjárfestu með- al annars í hlutabréfum í Glitni og Icelandair. Eignarhaldsfélag föður Bjarna, Hafsilfur ehf., er til að mynda ekki flokkað þar á meðal, jafnvel þó Bjarni eigi óbeinna hagsmuna að gæta í félaginu. Bjarni harmar tap annarra Bjarni Benediktsson tjáði sig um tap lífeyrissjóða og fjármálafyrirtækja af fyrirtækjum sem tengdust hon- um í Kastljósþætti í vikunni. Í við- talinu sagðist Bjarni harma það að lánastofnanir og lífeyrissjóðir hefðu tapað á fyrirtækjum sem tengdust honum. „Mér finnst það hræðilegt; mér finnst það mjög slæmt að nokk- ur einasti maður hafi tapað á fyrir- tækjum þar sem ég hafði aðkomu að stjórnuninni. Mér finnst það mjög vont. Þar töpuðu hluthafar, bankar og lífeyrissjóðir líka. En við skulum bara horfast í augu við það að þátt- taka mín í atvinnulífinu var ekki byggð á neinum svikum og prettum.“ Þegar spyrill Kastljóssins sagði við Bjarna að árangur þeirra fyrir- tækja sem hann stýrði hefði ekki ver- ið mjög góður sagði Bjarni: „Árang- urinn er sá, Helgi, af því verkefni sem við fyrst og fremst vorum að stýra, það er að segja að kaupa Esso gamla og búa til nýtt og öflugt félag, var ein- faldlega frábær.“ Hann útskýrði þessi orð sín með því að rekstur N1 væri góður og hefði farið fram úr vænt- ingum þeirra en að lánin sem fé- lagið tók hefðu stökkbreyst í aðdrag- anda hrunsins og eftir það, líkt og lán margra annarra félaga á Íslandi. Bjarni sagði aðspurður að hann teldi ekki erfitt að vera stjórnmála- leiðtogi og hugsanlega síðar for- sætisráðherra í ljósi viðskiptasögu sinnar. „Nei, ég skammast mín ekki fyrir mína atvinnuþátttöku. Ég kem reynslunni ríkari eftir að hafa tekið þátt í atvinnulífinu. [...] Félagið sem ég var í forsvari fyrir var ekki eina félagið sem lenti í erfiðleikum á Ís- landi; kauphöllin á Íslandi þurrkað- ist út. [...] Ég ætla að leiða flokkinn minn aftur til forystu í íslenskum stjórnmálum,“ sagði Bjarni. Félög tengd Bjarna skulda 150 milljarða N1 Bjarni stjórnarformaður 22 milljarðar – óljóst með afskriftir. BNT Bjarni stjórnarformaður 17,6 milljarðar – allt afskrifað. Umtak Fasteignafélag N1 25 milljarðar – óljóst með afskriftir. n Olíufélagið N1, móðurfélag þess, BNT, og fasteignafélagið Umtak, skulda samtals tæplega 65 milljarða króna. N1 skuldaði rúma 22 milljarða króna í árslok 2010 og Umtak skuldaði rúma 25 milljarða á sama tíma. Heildarskuldastaða BNT liggur ekki fyrir þar sem félagið hefur ekki skilað ársreikningi síðan árið 2007. Heimildir DV herma hins vegar að þessar skuldir nemi 17,6 milljörðum króna og að þær hafi verið afskrifaðar úr bókum kröfuhafa félagsins. Lánardrottnar N1, Arion banki, Íslandsbanki og skuldabréfaeigendur, yfirtóku það í apríl í fyrra. Áætlaðar heildaraf- skriftir vegna skulda þessara félaga liggja ekki fyrir en áætla má að þær verði á bilinu 40 til 50 milljarðar króna í heildina. Máttur Bjarni stjórnarmaður 21 milljarður Tæplega 21 milljarður afskrifaður eftir gjaldþrot. n Eignarhaldsfélag í eigu Milestone og eignar- haldsfélaga Einars og Benedikts Sveinssona, Hrómundar og Hafsilfurs. Áður hafði Íslands- banki átt hlut í félaginu. Máttur átti meðal annars hlutabréf í Icelandair og BNT. Íslands- banki leysti til sín hlut félagsins í Icelandair í maí 2009. Félagið var úrskurðað gjaldþrota í lok árs 2010. Kröfuhafar félagsins lýstu kröfum upp á 21 milljarð í búið en þar af var Íslandsbanki með kröfu upp á 20,8 milljarða. Í skýrslu sem skiptastjóri Máttar, Jóhannes Ásgeirsson, vann um starfsemi félagsins fyrir kröfuhafa þess í fyrra kom fram að rekstur Máttar hefði verið glórulaus að hans mati. „Í stuttu máli verður að segja að rekstur félagsins hafi verið glórulaus. Þáttur lánveitandans, Íslandsbanka hf., er með ólíkindum og er réttmæt ástæða til að efast um dómgreind yfirmanna bankans, en sumir hverjir eru enn við störf. Að veita há erlend lán til kaupa á ofmetnum íslenskum hlutabréfum, eingöngu með veði í bréfunum sjálfum, er ámælisverð háttsemi, svo vægt sé til orða tekið.“ Tekið skal fram að Íslandsbanki, síðar Glitnir, var um tíma hluthafi í félaginu, þar til árið 2007, auk þess sem Milestone og Einar og Benedikt Sveinssynir voru meðal stærstu hluthafa bankans þar til í apríl 2007. Þessi staðreynd skýrir að hluta hin miklu tengsl félagsins við Íslandsbanka og þau háu lán sem félagið fékk frá honum: Eigendur Máttar voru meðal stærstu hluthafa Íslandsbanka og sátu í stjórn bankans. Þáttur International BNT og Máttur meðal hluthafa 24 milljarðar Allt afskrifað eftir gjaldþrot. n Kröfuhafar Þáttar International lýstu 24 milljarða króna kröfum í þrotabú félagsins árið 2010. Þáttur International var félag þeirra Wernersbræðra, Karls og Steingríms, og Engey- inganna Einars og Benedikts Sveinssona sem stofnað var til að halda utan um hlutabréf þeirra í Glitni. Þáttur var úrskurðaður gjaldþrota í lok janúar 2010 en eina eign félagsins var 7 prósenta hlutur í Glitni. Því var nokkuð ljóst að félagið yrði gjaldþrota í kjölfar bankahrunsins þegar hlutur félagsins í Glitni varð verðlaus. IAG Holding ehf. áður Naust ehf. Var í eigu BNT og Máttar meðal annars 3,5 milljarðar 3,5 milljarðar afskrifaðir eftir gjaldþrot. n Eignarhaldsfélagið IAG Holding ehf., áður Naust ehf., var tekið til gjaldþrotaskipta í maí 2009. Skiptum á félaginu lauk í febrúar 2011. Um 25 milljónir króna fengust upp í ríflega 3,5 milljarða króna kröfur sem Landsbankinn lýsti í búið. Afskriftir vegna Nausts námu því ríflega 3,5 milljörðum króna. Stærstu hluthafar Nausts voru eignarhaldsfélagið BNT með 50 prósenta hlut og Fjárfestingar- félagið Máttur með 30 prósenta hlut. Aðrir hluthafar voru eignarhaldsfélögin Hrómundur, sem er í eigu Einars Sveinssonar, og Hafsilfur, sem er í eigu Benedikts Sveinssonar. Bjarni var stjórnarformaður BNT þar til í desember 2008 og stjórnarmaður í Mætti þar til í lok sama árs. Fé- lagið var stofnað árið 2011 til að kaupa tæplega 15 prósenta hlut í Icelandair. Landsbankinn leysti hlut þess í Icelandair til sín um mitt ár 2009. Földungur áður Vafningur. Var í eigu BNT og Máttar meðal annars 37,5 milljarðar Yfirtekið af skilanefnd Glitnis. Megnið af skuldum afskrifað. n Vafningur tók við milljarða króna lánum frá Glitni og Sjóvá í ársbyrjun 2008 til að endur- greiða lán sem Þáttur Inter- national og Racon Holding, félag í eigu Milestone, átti útistandandi við bandaríska fjárfestingarbankans Morgan Stanley. DV hefur fjallað ítarlega um þátt Vafnings við endurfjármögnunina á láni Þáttar International hjá Morgan Stanley og aðkomu Bjarna Benediktssonar að því. Félagið skuldar 37,5 milljarða króna og hefur verið yfirtekið af skilanefnd Glitnis. Skuldirnar eru við Glitni og Sjóvá. Samtals skuldir 150,6 milljarðar Afskrifað hingað til hið minnsta 66,1 milljarður n Búið að afskrifa 66 milljarða n Bjarni Benediktsson harmar tapið Skuldir eignarhaldsfélaga sem Bjarni Benediktsson tengist beint (félög þar sem hann sat í stjórn eða félög sem voru í eigu þeirra félaga) 66 milljarðar afskrifaðirIngi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Í stuttu máli verður að segja að rekstur félagsins hafi verið glórulaus Milljarða skuldir og afskriftir Lánardrottnar félaga sem Bjarni Benedikts- son tengist hafa afskrifað um 66 milljarða króna af skuldum þeirra. Útistandandi skuldir nema um 150 milljörðum króna. Bjarni harmar tap banka og lífeyrissjóða vegna félaga sem hann stýrði. Keflavíkurflugvöllur Framkvæmda- stjórinn starfaði á öryggissviði Keflavíkur- flugvallar en atvikið í heita pottinum varð í sumarbústað í Grímsnesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.