Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 58
58 Lífsstíll 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað
Á uppleið í New York
n Kolfinna Kristófersdóttir sýndi hausttískuna fyrir Marc Jacobs
F
yrirsætan Kolfinna Kristófers-
dóttir sýndi hausttískuna 2012
fyrir hönnuðinn Marc Jacobs á
tískuvikunni í New York nýverið.
Kolfinna lokaði sýningunni sem telst
upphefð og vekur athygli.
Sýning Marc Jacobs er sú sem
hvað mesta athygli vekur á tískuvik-
unni í New York og það þykir til marks
um blómlegan fyrirsætuferil að fá að
ganga á pöllunum fyrir hann.
Kolfinna hefur verið á samningi hjá
Eskimo Models en á síðasta ári skrifaði
hún undir samning við Next sem er ein
stærsta fyrirsætuskrifstofa Bretlands.
„Við erum afar ánægð með árangur
Kolfinnu,“ segir Tinna Aðalbjörnsdótt-
ir hjá Eskimo Models. „Andrea kom
auga á hana og fékk hana til þess að
taka þátt í Ford-keppninni. Hún náði
ekki einu sinni í úrslitin en útsendarar
frá Next Models komu auga á hana og
veittu henni samning. Eftir það hefur
velgengni hennar verið með ólíkind-
um.“ Tinna segir ekki sjálfsagt að hefja
fyrirsætuferilinn á því að ganga á pöll-
unum og þá síst á svo stórri og vinsælli
sýningu.
„Hún hafði þetta í sér og var mjög
fljót að ná upp góðu göngulagi. Hún
hefur svo hlotið frekari þjálfun úti. En
margar stelpur þurfa að æfa ganginn í
marga mánuði áður en þær fá að fóta
sig á pöllunum.“
Mörgum þótti lína herra Jacobs vel
heppnuð. Rauðir, bláir, svartir og gráir
litir voru áberandi en líka gull og glitr-
andi áferð. Kaskeiti og húfur minntu á
japanska hermenn og rauður varalit-
urinn á geisjur. Hermannaskór, bæði
grófir og fínlegir, voru áberandi og
minntu enn frekar á stríðsárin.
iess
járnsmíði
Dalvegi 24 • 544 4884 • iess@iess.is
Systurnar María Björg og Guðrún undirbúa stóra línu
fyrir Reykjavik Fashion Festival. Flíkurnar eru úr léttu
silki með handteiknuðu munstri.
S
ysturnar María Björg og
Guðrún Sigurðardætur
hanna fallegan tískufatn-
að undir nafninu Klukka
og hanna nú nýja línu fyrir
Reykjavik Fashion Festival.
Fyrsta lína systranna kom út síð-
astliðinn vetur og fæst meðal ann-
ars í versluninni Kiosk. „Nýja línan
verður kynnt á RFF og mun fást í
Kiosk í mars,“ segir María Björg.
„Við erum í óðaönn að ljúka við
hana. Við tökum þátt í „off-venue“
atburði á tískuhátíðinni og hlökkum
mikið til.“
Léttur silkifatnaður
Fatnaðinn segir María helst verða
úr silki, léttan í sniðum og í mjúkum
pastellitum með ögn af skærum litum
með til áherslu. „Kjólarnir eru úr silki
og með handteiknuðu munstri sem
er síðan prentað beint á efnið. Litirnir
eru í pasteltónum í jarðtónum. Vetrar-
línan var í þungu silki en vor- og sum-
arlínan verður leikandi létt.“ Vetrarlín-
an seldist reyndar upp og þær systur
stefna því á að framleiða enn meira af
fatnaði fyrir vorið. „Við erum ánægðar
með viðtökurnar og okkur er ljóst að
við verðum að hafa vorlínuna stærri.“
Vann sem innkaupastjóri í
Harrods
María vann sem aðstoðarinnkaupa-
stjóri tískudeildar Harrods í London
og systir hennar Guðrún hjá sömu
verslun í eitt ár. „Ég er undir mikl-
um áhrifum frá uppvextinum í Bret-
landi. Ætli flestir sæki ekki innblást-
ur í umhverfi sitt. Bretar eru ákaflega
sígildir og ég lærði mikið af störfum
mínum fyrir Harrods. Kynntist góð-
um efnum og sniðum og lærði að
hafa gott auga fyrir því sem virkar
fyrir konur. Ég vil að kaupandinn
geti notað fatnaðinn mikið, finnist
hann þægilegur og fallegur.
Allar nánari upplýsingar má
finna á heimasíðu þeirra systra: my-
klukka.is
Leikandi létt silki
Úr vetrarlínu Klukku Kjólar vetrar-
línunnar voru úr þungu silki og kápan úr
fínni lambsull. Vetrarlínan seldist upp í
versluninni Kiosk.
Á vinnustofunni María og systir hennar
Guðrún undirbúa stóra línu sem þær munu
kynna á Reykjavik Fashion Festival. Kjólarnir
verða margir úr silki og með handteiknuðu
munstri eins og hún sýnir á þessari mynd.
Litríkar
angórupeysur
Prjónaæðið heldur áfram og nú
eru litríkar angórupeysur heitar
í öllum skilningi. DKNY, Joseph
og fleiri kynna fallegar og litríkar
peysur í línum sínum. Bleika
peysan er frá DKNY, sú hvíta frá
J.W Anderson, brún með hvítum
doppum frá Madewell og gul frá
Joseph.
Innblástur frá Adele
Hin gullfallega Adele
er á forsíðu ameríska
Vogue í viðtali. Hún
talar um líkams-
vöxtinn, ástina og
framann. Það er
ekki langt síðan Karl
Lagerfeld sagði
Adele feita. Adele
svaraði honum
fullum hálsi og
sagðist fullkom-
lega ánægð með
línurnar. Það
er óneitanlega
falleg og gríp-
andi forsíðan en
venjulega prýða
grannar konur
forsíður tísku-
tímarita og von-
andi að hún
reynist ritstjór-
um tískutíma-
rita innblástur.
Kolfinna á pallinum Kolfinna Grétars-
dóttir gekk eftir pallinum hjá Marc Jacobs og
lokaði sýningunni.
Baksviðs á
tískuviku í NY
Fallegar neglur
Kynningarfulltrúi
MAC, Mary Beth
Donohue, var
með fallega
snyrtar neglur í
pasteltónum. Daufur
tangerínuliturinn er í
raun rautt naglalakk frá MAC sem
er blandað við glært naglalakk.
Prófið að blanda glæru naglalakki
við nokkra litatóna og reynið þessa
fallegu naglasnyrtingu.
Dakota Fanning
Dakota Fanning
er vinsæl tísku-
fyrirmynd stelpna í
Bandaríkjunum og í
miklu uppáhaldi hjá
tískuhönnuðum sem
allir vilja klæða hana í hönnun sína.
Dakota sat í fremstu röð hjá Rodarte.
Takið eftir glimmerskónum og gulum
og silfruðum tónum.
Hárgreiðslur
fyrir hatta
Guido Paulo er hár-
greiðslumeistari
Marc Jacobs og
vandaði sig við að
finna hárgreiðslur sem
hentuðu undir kaskeitin og hattana
sem prýddu sýningar hans.
Hér er ein þessara hárgreiðslna,
tveir hnútar sem liggja lágt niðri til
hliðanna.
Hárteygjur úr
kynlífsbúð
Há hártögl með
vínilbandi vöktu
athygli á sýningu
Jason Wu. Hárgreiðsl-
an þótti vísa í masókisma
og hárgreiðslumeistari Jasons, Odile,
gengst við því. „Ég fann þessa plast-
fjötra í kynlífsbúð í París,“ sagði hún
við ljósmyndara Harpers Baazars sem
fengu að kíkja baksviðs.
Vor- og sumarlína
Kron by Kronkron
Vor- og sumarlína Kron by Kronkron er
komin í verslanir. Gagnsæir kjólar og
buxur úr léttum siffonefnum með exót-
ískum mynstrum og fallegir kjólar í létt-
um vorlitum einkenna línuna. Vertu morgunhress
Þeir sem vakna við glymjandi vekjaraklukku, sleppa
sturtu og hlaupa af stað út í bíl með kaffið í máli eru
líklegri til að stríða við mun fleiri heilsufarsvanda-
mál en þeir sem leggja rækt við að vakna fyrr á
morgnana og taka því rólegar.
Annie Murphy Paul skrifar um hugtakið morg-
ungleði í Time-tímaritið og leggur til að þeir sem
vilji öðlast betri heilsu og farsæld vakni nokkrum
mínútum fyrr. Noti þær til að hugleiða um daginn,
skrifa jafnvel nokkrar hugleiðinganna niður. Sértu
nokkrum mínútum fyrr sleppa morgunhanarnir við
umferðarhnútana og streituna sem þeim fylgja. En
hvenær má þá fá sér langþráðan kaffibolla? Um leið
og þú ert komin í vinnuna, segir Anne. En síðan áttu
að setjast niður við tölvuna og horfa á eitthvað sem
gleður þig í nokkrar mínútur áður en þú byrjar að
vinna. Mundu þetta, og þú verður morgunhress.