Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 32
Kjútípæ Smjördeig Fylling sett í muffins-form úr áli eða silíkoni Fylling: 1 Granny Smith-epli 2 msk. sykur 1 msk. hveiti 1 tsk. kanill Epli skorin í litla bita og velt upp úr hveiti, sykri og kanil. Sett í form með deiginu og bakað í 15 mín. á 170 gráðum. 32 Rómantík og konur 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is Viltu vellíðan? Komdu í heilsudekur Á mundi Johansen eignaðist sitt fyrsta barn í desember með unnustu sinni Gunnþór- unni Jónsdóttur. Hann opn- aði veitingastaðinn og vínbar- inn Borgartún á svipuðum tíma. Hann hefur því haft feykinóg að gera en læt- ur það ekki hindra sig í því að dekstra við unnustuna. „Ég á góða konu sem ég ætla að dekra við á sunnudaginn,“ segir Ámundi og leyfir lesendum DV að njóta góðs af hugmyndaauðgi sinni. Veitingastaðurinn Borgartún er staðsettur í Borgartúni 16. Ámundi opnaði staðinn í samstarfi við föður sinn sem er þekktur matreiðslumeist- ari, Carl J. Johansen. Carl rak til að mynda Veislumiðstöðina, Skíðaskál- ann í Hveradölum og Grand Hótel til langs tíma. Ámundi kynnir daglega nýjan hádegisverðarmatseðil þar sem réttirnir eru allir á viðráðanlegu verði. Algengt verð á hádegisrétti er 1.250 – 1.500 krónur. „Það hefur verið mikið að gera hjá mér síðustu vikur, ég gæti þetta ekki ef Gunnþórunn væri ekki svona frábær, segir hann og hlær. Þetta er tóm gleði og ég nota hvert tækifæri til þess að gera vel við hana.“ Spurð- ur hvort góður matur bræði kon- ur segist hann alveg viss um það. „Hvort hann gerir. Góður matur gleður alltaf. Það verður líka að vera einhver fyrirhöfn. Konan verður að finna fyrir því að það sé eitthvað haft fyrir dekrinu. Það er miklu meira varið í það að elda handa konunni eða bjóða henni út að borða heldur en að gefa henni konfekt eða blóm,“ segir Ámundi. Vefjur, kjútípæs og hjartalaga góðgæti Ámundi mælir með því að karl- menn landsins taki sig til og útbúi sannkallaðan dekurbröns fyrir kon- ur sínar. „Ég fann þessar leiðbein- ingar um hvernig má gera hjarta- laga egg á netinu og finnst þær skemmtilegar. Þetta er einföld leið til þess að lífga upp á brönsinn. Þá mæli ég með því að skera út hjarta- laga form úr vatnsmelónu. Það má nota smákökumót í verkið. Það er síðan tilvalið að hræra út fetaost til að bera fram með vatnsmelónum. Fetaostur og vatnsmelónur eiga mjög vel saman.“ Í uppáhaldi hjá Ámunda eru vefjur. „Vefjur eru bæði einfald- ar og ljúffengar. Mér finnst gott að setja í þær það sem hugurinn girn- ist, kannski kjúkling, kóríander og grænmeti eða lax og avókadó. Ég vef þær upp og sker svo í bita eins og sushi. Það verður að vera eitthvað sætt á borðinu,“ bendir Ámundi á. „Ég mæli með því að fólk reyni að útbúa sæt pæ, sem ég kalla kjútí-pæs. Þeir sem eru vanari geta búið til makka- rónur. Eða keypt þær,“ segir hann og hlær. „Það er einfalt að laga lítil, sæt pæ,“ segir Ámundi og mælir með því að nota bollakökumót, fóðra að innan með pædeigi og setja fyllingu í. Leggja svo pædeig yfir. Pædeigið má jafnvel kaupa tilbúið. „Fyllingin getur verið með ýmsu móti og hún þarf ekki endilega að vera sæt. Pæin geta líka verið eins og brauðrétt- ir. Það geta verið ber og sykur eða aspas, skinka og sætt sinnep,“ segir Ámundi. Dekurbröns DV bað Ámunda Johansen, nýbakaðan föður og veitingastaðareiganda, að koma með góðar hug- myndir að konudagsdekri. Hjartalaga egg og vatns- melónur, kjútípæs og vefjur prýða góðan dekurbröns að mati Ámunda. Svona gerir þú hjartalaga egg 1 Hjartnæm fyrirhöfn „Smá fyrirhöfn skiptir máli,“ segir Ámundi sem býr til hjartalaga egg handa konunni sinni á konudaginn. 2 Þetta þarftu Karton, teygjur og sushi-prjónn. 3 Svona gerir þú eggin Settu soðið egg í kartonið. Þrýstu endunum saman og settu prjóninn í miðju eggsins. Festu niður með teygjum. Losaðu eggið úr forminu, skerðu til helminga og leggðu á borð. Vatnsmelónuhjörtu Einfalt og fallegt á morgunverðarborðið á konudag. Egg í lárperu Einfaldur og hollur réttur. Einfaldar en bragðgóðar vefjur Vefjur eru frábærar í bröns, segir Ámundi. Kjútípæs Það er einfalt að laga lítil, sæt pæ. Nýbakaður faðir og veitingastaðareigandi „Ég á góða konu sem ég ætla að dekra við á sunnu- daginn,“ segir Ámundi og leyfir lesendum DV að njóta góðs af hugmyndaauðgi sinni. Vefjur með fyllingu Reyktur lax (má sleppa) 4 sveppir 1/2 hvítlauksrif 3 egg Cheddar-ostur Lúka af spínati Tortillur – ég nota með spínatbragði eða sólþurrkuðum tómötum Sýrður rjómi til að hafa með Sveppir og hvítlaukur eru skornir og settir á pönnu með smá smjöri. Á meðan eru eggin hrærð í skál. Síðan færir þú sveppina til á pönnunni og steikir hræruna. Þegar eggin eru að klárast setur þú spínatið á pönnuna. Þetta er tilbúið þegar spínatið er orðið mjúkt. Þetta er sett á hveitiköku, lax, ostur, eggjablanda og svo smá sýrður rjómi. Þetta er svo skorið í bita, gott heitt sem kalt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.