Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað Þjófar eyðilögðu hveitibrauðsdagana „Atvikið eyðilagði algjörlega fyrsta daginn okkar sem hjón,“ sagði Lynsey Morris við DV á mánu- dag en Íslending- ar hafa undan- farið kynnst sögu hennar og Ians, eiginmanns hennar, eftir að brotist var inn á heimili þeirra á meðan þau voru fjarverandi vegna eigin brúðkaups. Atvikið varð til þess að þau urðu að hætta við ferð til Ís- lands sem fyrirhuguð var dagana eftir brúðkaupið enda var vegabréfi Ians stolið. Hjónin eru þó væntanleg til landsins á næstunni þrátt fyrir allt því Iceland Express hefur boðið þeim ókeypis ferð til Íslands. Fölsun Bjarna í Vafningsmáli Umboð- in sem Bjarni Bene- diktsson, þáver- andi stjórnar- formaður BNT og N1 og nú- verandi for- maður Sjálf- stæðisflokksins, fékk til að veðsetja hlutabréfin í eignarhaldsfélaginu Vafningi voru send til Glitnis klukkan 16.38 þann 11. febrúar 2008. DV greindi frá þessu á mánudag. Umboðin voru hins vegar veitt vegna viðskipta sem sögð voru hafa átt sér stað þann 8. febrúar, þremur dögum áður. Dagsetning- in á umboðunum var sömuleiðis 8. febrúar 2008. Faxið sannar falsanir í skjalagerðinni í Vafningsmálinu. Í skíðaferð í veikindaleyfi Jens Kjart- ansson lýta- læknir fór í skíða- ferð til Austurríkis á dögunum, sam- kvæmt heimild- um DV en blaðið greindi frá þessu á miðvikudag. Jens er þessa dagana í launuðu veikindaleyfi frá störfum sínum sem yfirlæknir á lýtalækninga- deild Landspítalans og einkarekstr- inum á Domus Medica. Heimildirn- ar hermdu að kurr hafi verið meðal starfsfólks spítalans vegna utan- landsferðar yfirlæknisins á sama tíma og PIP-brjóstapúðamálið svokallaða hefur verið í hámæli. Það þyki takt- laust og óviðeigandi. Fréttir vikunnar í DV w w w .d v .i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 13.–14. febr úar 2012 mánudagur/þriðjudagur 18 . t b l . 10 2 . á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . Bresk brúðhjón rænd fyrir Íslandsferð„Mikið til af góðu fólki Ísland eins og önnur pláneta n Fjöldi íslenskra fyrirtækja bauð hjálp n Lynsey og Ian væntanleg til Íslands Viðtal Sparaðu með því að kaupa á netinu n Barnavagninn allt að helmingi ódýrari á netinu n DV birtir gögn sem staðfesta falsanir 2–3 9 Fölsun Bjarna í VaFningsmáli Síðustu dagar Whitney Houston 12 Greta Salóme fer til Bakú „Ég er í skýjunum“ Yrsa og Mugison ekki ríkisstyrkt 18 Þau þiggja ekki lista- mannalaun 22 11 Gefur ekki eftir nafnið Samstöðu Lilja á Beinni línu DV 14–15 Whitney Houston 1963 – 2012 w w w .d v .i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 15.–16. febrúar 20 12 miðvikudagur/fimmtudagur 19 . t b l . 10 2 . á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . Jens KJartansson Feitastur í heimi eftir móðurmissi Hundaeigandi fyrir dómi 3 Ofurlaunamenn heimta milljarða Bankamenn vilja bætur frá þrotabúum 2–3 Andlit EasyJet án þess að vita það 23 10–11 Keith vegur 368 kíló 13 LýtaLæKnir í sKíðaferð í veiKindafríi n Á launum hjá Landspítala n Forstjórinn aðhefst ekkert n Mistök í meðferð stúlku sem brenndist n „Allt gert rangt“ 7–9 Úttekt Bein línaMæltu með Glitni en seldu samt n Blekkingar vegna bankans Jón Ásgeir á Beinni línu DV n Bentley-inn er frosinn n Hefði betur selt fyrir hrun eKKi fLytJa frá ísLandi 4 Bitin og hræðist gelt í hundum Spurningar DV sem Bjarni hefur ekki svarað 1 Hvenær var skrifað undir umboðsskjölin sem veittu þér umboð til að veðsetja hlutabréfin í Vafningi fyrir hönd Hrómundar, Hafsilfurs og BNT? 2 Hvenær skrifaðir þú undir veðsetningarskjölin vegna lánsins frá Glitni til Vafnings? Var það fyrir eða eftir 8. febrúar 2008? Þú hefur sagt, í viðtali við DV á sínum tíma, að legið hafi á að ganga frá lánapappírunum „þennan dag“. Hvaða dagur var það? 3 Þegar þú skrifaðir undir veðsetningarskjölin vegna veðsetningarinnar á hlutabréfum Vafnings vissir þú þá að Glitnir hefði lánað Milestone beint þann 8. febrúar 2008 til að borga upp lán Þáttar International við Morgan Stanley? 4 Ef svarið við spurningu (3) er já vissir þú þá að Vafningur ætti að taka yfir lán sem Glitnir var þá þegar búinn að veita Milestone? 5 Þegar þú skrifaðir undir veðsetningarskjölin og tókst þátt í endurfjármögnuninni á Glitnisbréfum Þáttar International varstu þá meðvitaður um að starfsmenn Glitnis hefðu hugsanlega gerst brotlegir við lög í viðskiptunum, sbr. ákæruna á hendur Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni í Vafningsmálinu? 6 Var Glitnir í ábyrgð fyrir láninu sem Morgan Stanley veitti Þætti International? 7 Spilaði endurfjármögnunin á Glitnisbréfum Þáttar International, sem hér er rætt um, inn í þá ákvörðun þína að selja hlutabréf sem þú áttir persónulega í Glitni? Líkt og komið hefur fram gjaldfelldi Morgan Stanley lán Þáttar International vegna ákvæða í lánasamningi félagsins við bankann þar sem fram kom að gera mætti veðkall hjá Þætti International ef gengi bréfa í Glitni færi niður fyrir tiltekið lágmark. Þú vissir það á þessum tíma að áhætta vegna 7 prósenta hlutar í Glitni hafði nú færst yfir á bankann sjálfan vegna aðgerða Morgan Stanley. 2 Fréttir 13. febrúar 2012 Mánudagur Fréttir 3 Mánudagur 13. febrúar 2012 G ámur Skafta Jónssonar og Kristínar Þorsteinsdótt- ur var sá eini sem varð fyrir tjóni í flutningum frá Íslandi til Bandaríkjanna. Íslenska ríkið borgaði samtals 74 milljónir króna í tjónabætur vegna tjónsins en í gámnum var hluti búslóðar þeirra hjóna. Ríkið tók ábyrgð á flutningun- um þar af því að Skafti, sem starfar í utanríkisþjónustunni, var gerður að sendiráðsnaut í íslenska sendiráðinu í Washingtonborg. Mikil leynd hefur hvílt yfir mál- inu og hefur reynst erfitt að fá upp- lýsingar um það hjá utanríkisráðu- neytinu. Skafti og eiginkona hans hafa líka verið þögul um málið. Eftir stendur að íslenskir skattgreiðendur þurfa að borga gríðarlega háar bæt- ur. DV greindi frá því á föstudag að ríkisendurskoðun hafi bótamálið til skoðunar. Þurfti að gera við skipið Samkvæmt upplýsingum frá Eim- skipafélagi Íslands, sem sá um flutning á gámnum, voru tveir aðr- ir gámar sem urðu fyrir því að sjór flæddi inn í þá. „Já, það komst sjór í tvo aðra gáma, varan var þess eðl- is að hún skemmdist ekki,“ segir Ólafur Hand, upplýsingafulltrúi Eimskips, aðspurður hvort fleiri gámar hafi orðið fyrir tjóni. Gámarnir voru allir um borð í skipinu Reykjafossi sem lagði úr höfn á Íslandi 8. apríl 2011. Dag- ana 10. og 11. apríl, eftir tveggja daga siglingu, fékk skipið á sig mjög slæmt veður og brotsjó. „Annað ankerið slitnaði af og fór í sjóinn, siglingaljós brotnuðu af, festingar fyrir landgang skemmd- ust og sjór braut sér leið í eina lest skipsins,“ segir Ólafur aðspurður hvort skipið sjálft hafi orðið fyrir skemmdum vegna þessa. „Gert var við skemmdirnar við fyrsta tæki- færi,“ bætir hann við. Gámurinn í nafni utanríkisráðu- neytisins Gámurinn sem búslóð Skafta og Kristínar var í var fluttur í nafni utan- ríkisráðuneytisins og var hann stað- settur í fyrstu lest fremst í skipinu. Eimskipafélagið hefur ekki upplýs- ingar um hvort fleiri gámar hafi verið fluttir á vegum ráðuneytisins í sömu ferð en samkvæmt gögnum sem DV hefur undir höndum er ekki annað að sjá en að aðeins hluti búslóðar Skafta og Kristínar hafi verið í um- ræddum gámi. Ríkið borgaði eins og áður segir 74 milljónir króna í tjónabætur vegna tjónsins en samtals fengu Skafti og Kristín 78 milljóna króna greiðslur þar sem fjórar milljónir til viðbót- ar við ábyrgð ríkisins voru greiddar af tryggingafélagi sem tryggði lítinn hluta gámsins. Tjónið er að mestu til- komið vegna listaverka sem voru um borð í gámnum en mörg þeirra voru verðmetin hátt af bandaríska fyrir- tækinu Amrestore Inc. en fyrirtækið mat tjónið á öllum listmunum í gám- inum fyrir ríkið. n Búslóð sendiráðsnauts það eina sem skemmdist í Reykjafossi Ekkert annað skemmdist Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Gámurinn Þessi mynd var ein af þeim sem notaðar voru í skýrslu vegna tjónsins.„Annað ankerið slitnaði af og fór í sjóinn Þurfti að gera við skipið Gámurinn var fluttur með Reykjafossi en gera þurfti við skipið eftir ferðina vegna mjög slæms veðurs. U mboðin sem Bjarni Bene- diktsson, þáverandi stjórn- arformaður BNT og N1 og núverandi formaður Sjálf- stæðisflokksins, fékk til að veðsetja hlutabréfin í eignarhalds- félaginu Vafningi voru send til Glitnis klukkan 16.38 þann 11. febrúar 2008. Þetta kemur fram í afriti af faxi með umboðunum sem Gunnar Gunn- arsson, lögmaður Milestone, sendi til Glitnis þennan dag og DV hefur undir höndum. Umboðin voru hins vegar veitt vegna viðskipta sem sögð voru hafa átt sér stað þann 8. febrú- ar, þremur dögum áður. Dagsetning- in á umboðunum var sömuleiðis 8. febrúar 2008. Faxið sannar falsanir í skjalagerðinni í Vafningsmálinu. Lána- og veðsamningurinn sem umboðin voru veitt til að ganga frá til að Glitnir gæti lánað eignarhalds- félaginu Vafningi rúmlega tíu millj- arða króna voru hins vegar dagsettir þann 8. febrúar. Bjarni Benediktsson skrifaði undir veðsamninginn sem dagsettur var 8. febrúar. Vafningur tók við láninu frá Glitni til að end- urgreiða Milestone þá rúmlega tíu milljarða króna sem félagið hafði notað til að endurgreiða bandaríska fjárfestingabankanum lán Þáttar International hjá bandaríska fjár- festingabankanum Morgan Stanley fjórum dögum áður. Morgan Stanley hafði veitt Þætti International lán- ið til að fjármagna hlutabréfakaup í Glitni. Morgan Stanley hafði gjald- fellt lánið nokkrum dögum áður. Dagsett aftur í tímann Afritið af faxinu til Glitnis er enn ein sönnun þess að skjalagerðin í Vafningsmálinu var unnin aftur í tímann. Í faxinu stendur: „Til Glitn- is banka hf. - Kirkjusandi 2 - 155 Reykjavík“ og var það sent úr faxn- úmeri „+354 4141808“, númeri á skrifstofu Milestone á Suðurlands- braut, af Gunnari Gunnarssyni. Neðst á fyrstu síðu umboðanna, sem virðast hafa verið send til Glitnis öll í einu, stendur hvenær faxið var sent: „11/02 2008 16:38 FAX.“ Í faxinu stendur skýrum stöf- um að það hafi verið 22 mínútur í fimm þann ellefta febrúar 2008. Umboðin sem Bjarni Benedikts- son fékk til ganga frá viðskiptunum fyrir hönd eignarhaldsfélaga skyld- menna sinna, Hrómundar, Hafsilfurs og BNT, voru lykilatriði í því að hægt væri að ganga frá láni Glitnis til Vafn- ings. Ástæðan er sú að umrædd félög voru hluthafar í Vafningi og þurftu að veita samþykki sitt fyrir veðsetn- ingunni á hlutabréfum félagsins fyr- ir láninu frá Glitni. Fyrst umboðin sem veittu honum rétt til að veðsetja hlutabréfin í umræddum félögum voru send til Glitnis síðdegis þann 11. febrúar getur ekki verið að gengið hafi verið frá láni Glitnis til Vafnings þann 8. febrúar, þremur dögum áður. Þrátt fyrir þetta var lána- og veð- samningur Glitnis og Vafnings, sem DV hefur undir höndum, dagsettur þann 8. febrúar 2008. Ákæran og dagsetningarnar Í ákæru sérstaks saksóknara í Vafn- ingsmálinu yfir þeim Lárusi Weld- ing, bankastjóra Glitnis, og Guð- mundi Hjaltasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans, sem gefin var út um miðjan desember síðastliðinn, kemur fram að skjalagerðin í Vafningsmálinu hafi verið unnin aftur í tímann. Lárus og Guðmundur eru ákærðir fyrir um- boðssvik í málinu. Í ákærunni segir að Lárus og Guð- mundur hafi veitt lánið beint til Mile- stone þann 8. febrúar en þann 12. febrúar hafi verið útbúin skjöl þar sem Vafningur var sagður hafa tek- ið lánið þann dag. Í ákærunni segir orðrétt: „Gögn málsins bera með sér að látið var líta út fyrir að Vafning- ur ehf. hefði tekið lánið í stað Mile- stone ehf. 8. febrúar 2008, með því að dagsetja lánasamninginn milli Glitnis og Vafnings ehf. 8. febrúar 2008. Greiðslugögn og bókhald bera hins vegar með sér lánveitinguna til Milestone ehf. 8. febrúar 2008 og ráð- stöfun andvirðisins af reikningi Mile- stone til greiðslu láns Þáttar Inter- national hjá Morgan Stanley.“ Faxið sem Gunnar Gunnarsson sendi er óræk sönnun fyrir því að umræddar undirskriftir í Vafningsmálinu, und- irskriftirnar á umboðunum, í veð- samningnum og lánasamningnum, eru ekki réttar. Vottar að réttum dagsetningum Í faxinu eru undirskriftir Einars og Benedikts Sveinssona, eigenda Hró- mundar og Hafsilfurs, og stjórnar- manna í BNT, þeim Jóni Benedikts- syni, Gunnlaugi Sigmundssyni og Bjarna Benediktssyni, þar sem Bjarna er veitt heimild til að veð- setja hlutabréf félaganna í Vafningi fyrir láninu frá Glitni. Í texta um- boðsins er vísað til veðsamningsins sem Bjarni skrifaði undir sem sagð- ur er hafa verið undirritaður þann 8. febrúar. Nú er hins vegar vitað að þessi texti var ekki réttur heldur að gengið hafi verið veð- og lánasamn- ingnum nokkrum dögum síðar. Texti umboðanna er því líka rangur. Í umboðunum eru einnig vottar að réttum dagsetningum þeirra en undir þau rita meðal annarra Bjarni sjálfur, Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, og Gunnar Gunnars- son, lögmaður Milestone sem bjó umboðin til og gekk frá skjölunum í málinu. DV hefur áður sýnt fram á að umboðin sjálf sem Bjarni fékk til veð- setningarinnar á hlutabréfunum í Vafningi hafi verið búin til að morgni 11. febrúar 2008, þremur dögum síð- ar en dagsetning þeirra sýndi. Miðað við þetta voru umboðin bæði gerð eftir 8. febrúar 2008 auk þess sem fyrir liggur að þau voru send til Glitn- is eftir það, eða laust fyrir klukkan fimm síðdegis. Samt voru öll skjölin í lánaviðskiptunum Glitnis og Vafn- ings dagsett þann 8. febrúar 2008 og voru því í reynd fölsuð til að láta líta út fyrir að lánið hefði verið veitt þann 8. febrúar 2008 en ekki 12. febrúar í sama mánuði. Bjarni Benediktsson hefur ekki verið reiðubúinn til að svara spurningum DV um tímasetningu þeirra gerninga sem hann tók þátt í í Vafningsviðskiptunum. DV hefur ítrekað sent honum spurningarn- ar með beiðni um svör, nú síðast á sunnudaginn. Blaðið hefur hins vegar ekki fengið nein svör frá for- manninum. n Fax til Glitnis sannar falsanir í Vafningsmáli n Vafningsumboðin dagsett aftur í tímann n Skrifuðu undir fölsuð skjöl í sakamáli Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Sent þann 11. febrúar Umboðin voru send frá skrifstofu Milestone á Suðurlandsbraut og til Glitnis klukkan 16.38 þann 11. febrúar. Umboðin voru hins vegar veitt vegna viðskipta sem sögð voru hafa átt sér stað þremur dögum áður. Fax sannar falsanir Faxið frá Milestone til Glitnis með umboðunum í Vafningsmálinu staðfestir að umboðin sem Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk til að veðsetja hlutabréfin í eignarhaldsfélaginu Vafningi voru dagsett aftur í tímann. Framkvæmdastjóri LSR: Upplýsir ekkert um boðsferðir Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri lífeyrissjóðs ríkis- starfsmanna LSR, segist ekki sjá ástæðu til þess að upplýsa um dagsetningar boðsferða sem starfsmenn sjóðsins fóru í fyrir hrun í boði fyrirtækja. Hann vill heldur ekki gefa upp hvaða fyrirtæki buðu starfsmönnum sjóðsins í ferðir. Haukur segir í svari sínu að á árunum 2004– 2008 hafi sjóðurinn haft að jafn- aði um tvo milljarða króna sem honum bar að verja til fjárfest- inga í hverjum mánuði. „Á þessum árum fóru sex nú- verandi og fyrrverandi starfs- menn LSR í samtals 30 ferðir út fyrir landsteinana þar sem kostnaður var greiddur af öðrum en sjóðnum. Í öllum tilfellum var um kynningu á starfsemi eða nýjum fjárfestingartækifærum að ræða. Fundirnir voru haldnir í Bandaríkjunum, Danmörku, Englandi, Frakklandi, Hollandi, Noregi, Rússlandi, Skotlandi, Spáni,Tékklandi og Þýskalandi. Skoðun á viðskiptum sjóðsins í kjölfar þessara funda leiðir ekkert í ljós sem tilefni gefur til tortryggni. Á þriggja mánaða tímabili í kjölfar hverrar ferðar var sala hlutabréfa sem tengdust þessum aðilum í þriðjungi til- vika meiri en kaup. Í helmingi tilvika voru kaup meiri en sala. Er þetta í samræmi við það fyrr- nefnda hlutverk sjóðsins að ráð- stafa meiri fjármunum í hverjum mánuði til kaupa á verðbréfum en sölu úr eignasafni hans.“ Þá segir Haukur að stjórnend- ur sjóðsins beri ábyrgð á fjár- festingum hans og einnig hverjir af starfsmönnum hans fari á kynningarfundi vegna einstakra fjárfestingatækifæra. Hann segir að allar fjárfestingar hafi verið í samræmi við lög. Hann bendir einnig á að afkoma sjóðsins í aðdraganda hruns fjármálakerfisins sé í eðli- legu samræmi við sambærilega sjóði bæði hérlendis og víða í nágrannalöndum. „Enda þótt tjón sjóðsins hafi verið mikið ber að hafa það í huga að eignir hans voru og eru mestar allra líf- eyrissjóða landsins og hlutfalls- legt tap hans sambærilegt við aðra.“ 1 2 3 www.xena.is AF ÖLLUM BARNASKÓM S T Æ R Ð I R 1 8 - 3 5 Opið virka daga 11-18 - laugardag 11-16 Grensásvegi 8 - Sími 517 2040 2 FYRIR 1 Í slenska ríkið var á miðvikudag dæmt til að greiða sambýlisfólki skaðabætur fyrir að hafa veitt ut- anaðkomandi aðila upplýsing- ar um mál sem var til lögreglu- rannsóknar. Parið fór fram á eina milljón hvort í skaðabætur og sögðu að að- gerðin hefði valdið þeim og fjöl- skyldu þeirra miklu hugarangri sem hefði komið fram í kvíða, þunglyndi og svefntapi. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að þau ættu rétt á miskabótum upp á 100 þúsund krónur hvort um sig og gjafsókn. Lögmaður parsins, Vil- hjálmur Hans Vilhjálmsson, fékk greiddar 700 þúsund frá ríkissjóði. Lokað þinghald Við fyrirtöku málsins í apríl 2011, fór lögmaður parsins fram á að þinghaldið yrði lokað þegar hon- um var ljóst að blaðamaður DV sat í dómsal, en hann var sá eini sem var viðstaddur þinghaldið sem áhorfandi. Þegar dómari fór fram á rökstuðning þess að loka ætti þing- haldinu benti lögmaðurinn á að parið ætti börn sem skyldi hlífa við umfjöllun fjölmiðla. Dómari spurði því næst blaðamann frá hvaða fjöl- miðli hann væri og þegar svarið var DV mundaði hann hamarinn um- svifalaust og dæmdi þinghaldið lokað. Blaðamanni bar því að víkja úr salnum tafarlaust. Málið snýst um húsleit lögreglu sem framkvæmd var á heimili pars- ins án þeirra vitneskju, en lögregl- an taldi sig hafa rökstuddan grun að þar gæti verið að finna fíkniefni. Með í för lögreglu var myndatöku- maður frá Kastljósi. Lögreglan kall- aði til lögmann á heimilið sem full- trúa sambýlisfólksins en þau voru í flugvél á leið heim frá Spáni þeg- ar húsleitin fór fram. Við komuna til landsins var parið handtekið og haldið í sólarhring áður en því var sleppt. Húsleitin leiddi ekki til ákæru og fundust engin fíkniefni við húsleitina. Liður í að upplýsa almenning Húsleitin fór fram árið 2009 en það ár og í lok árs 2008, upplýsti lög- reglan fjölda mála þar sem grunur lék á að kannabisræktun færi fram. Einn stefnanda var skráður eigandi húsnæðis þar sem slík ræktun fór fram og í dómnum kemur fram að lögregla hafði rökstuddan grun um að sambærileg brotastarfsemi færi fram í öðru húsnæði sem stefnend- ur væri eigendur að. Í dómnum kemur fram að samvinna lögreglunnar og Kast- ljóss hafi verið liður í því að upp- lýsa almenning um þessa tegund brotastarfsemi og gera almenning meðvitaðan um ummerki slíkrar starfsemi og stuðla að því að borg- arar tilkynntu ef grunur væri um slík brot. Lögreglan hafi þó sett þau skilyrði að starfsmenn RÚV skyldu gæta fullkomins trúnaðar um það sem þeir yrðu vitni að og þeir myndu haga efnisöflun sinni þann- ig að ekki yrði hægt að greina eða rekja það til einstaklings, húsnæðis eða kennileita. Lögreglan og starfsmenn Kast- ljóss voru þó ekki sammála fyrir dómi um hvort að lögreglan hefði átt að eiga síðasta orðið með hvaða myndefni yrði birt en lögreglan krafðist þess að skoða myndefnið fyrir birtingu þess. Lögreglan rauf þagnarskyldu Stefndu vildu þó meina að þagn- arskylda lögreglu hefði verið rofin um leið og myndatökumaður Kast- ljóss fékk upplýsingar um heim- ilisfang þar sem húsleitin fór fram og bentu á að nöfn þeirra og barna þeirra kæmu fram við útidyrahurð og inni á heimilinu væri fjöldi fjöl- skyldumynda. Því væri hægðarleik- ur að komast að því hverjir byggju á heimilinu. Dómari komst að þeirri niður- stöðu að lögreglu sé óheimilt að veita utanaðkomandi aðilum upp- lýsingar um mál sem er til rann- sóknar án þess að slíkt sé nauð- synlegt í þágu rannsóknarinnar. Lögreglumaður sem bundinn er þagnarskyldu geti sjálfur ekki ákveðið hver eigi að fá slíkar upp- lýsingar. Þaðan af síður geti hann ekki tryggt að sá sem fær upplýs- ingarnar beri sambærilega ábyrgð og lögreglumaðurinn, sé misfarið með upplýsingar, til dæmis með refsiábyrgð. n Óheimilt var að veita tökumanni Kastljóss upplýsingar um húsleit Leynimaður fær hundrað þúsund „Dómari spurði því næst blaðamann frá hvaða fjölmiðli hann væri og þegar svarið var DV mundaði hann ham- arinn umsvifalaust og dæmdi þinghaldið lokað. Tökumaður mátti ekki vera með Rökstuddur grunur lögreglu um að í húsnæði í eigu parsins gæti verið að finna fíkniefni var ástæða húsleitarinnar þar sem mynda- tökumaður Kastljóss var með í för. Réðust á mann með felgulykli: Ætluðu að „sekta“ hann Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru í vikunni dæmdir í Héraðs- dómi Reykjavíkur til tólf mán- aða fangelsisvistar, þar af níu mánaða skilorðsbundinna, fyrir sérstaklega hættulega líkams- árás. Þá þurfa þeir að greiða fórnarlambinu fjögur hundruð þúsund krónur í skaðabætur. Mönnunum er gefið að sök að hafa ráðist á karlmann við bensínstöð Olís við Skúlagötu þann 18. júlí árið 2009 og veitt honum ákverka á höfði og fót- um, meðal annars með felgu- lykli. Hlaut fórnarlambið við það ýmis sár, þar á meðal kinn- beinsbrot vinstra megin sem náði inn að kinnholu og augn- tóft. Tilefni árásarinnar mun hafa verið að mennirnir tveir töldu brotaþola hafa framið kynferðis- brot gagnvart kærustu annars þeirra. „Umrædd stúlka hafi hringt í brotaþola og beðið hann um að hitta sig þennan dag. Stúlkan hafi komið að Olís og verið ein í bifreið. Hafi brotaþoli sest inn í bifreið til hennar. Þau hafi rætt saman í stutta stund. Þá hafi stúlkan sagt að kærasti hennar ætlaði að ,,sekta“ hann fyrir það sem gerst hafi þegar stúlkan hafi verið 14 ára gömul,“ segir í skýrslu lögreglu frá kvöld- inu en þannig lýsti brotaþoli at- vikum á vettvangi. Stúlkan stað- hæfði að hann hefði misnotað hana en í kjölfarið komu menn- irnir tveir aðvífandi á bifreið, ásamt þriðja manni sem var bíl- stjóri. Mennirnir tveir játuðu sök að hluta. Athyglisvert er að annar þeirra mun, samkvæmt heimild- um DV, hafa ráðist á karlmann á áttræðisaldri á Þórshöfn um síð- ustu helgi. Heimildirnar herma að það hafi einnig verið uppgjör vegna gruns um kynferðisbrot. solrun@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.