Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 72
Heil Hugleikur! Þorbjörg eignaðist dóttur á Spáni n Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, eignað- ist dóttur á fimmtudagsmorgun. Litla stúlkan, sem var þrjú kíló, kom í heiminn á Spáni en Þorbjörg hefur dvalið í stórborginni Barcelona síðan í haust ásamt fjölskyldu sinni. Þetta er fjórða barn hennar og eig- inmanns hennar, verkfræðingsins Hallbjörns Karlssonar. Þorbjörg hafði verið áberandi í borgarpólitíkinni áður en hún flutti til Spánar en hún fór í leyfi frá borgar- málunum í haust. Þorbjörg og Hall- björn þekkja það vel að búa annars staðar en á Íslandi því þau hafa áður búið í Banda- ríkjunum og í Frakk- landi. Bauð Jakobi knús n Jakob Bjarnar Grétarsson, fyrrver- andi blaðamaður á Fréttablaðinu, liggur sjaldan á skoðunum sínum um menn og málefni. Jakob hefur sterkar skoðanir á femínistum og myndast gjarnan líflegar um ræður á Facebook-síðu hans þegar þau mál eru rædd. Nú síðast tjáði Jakob sig um nýjasta pistil Maríu Lilju Þrastar dóttur þar sem hún líkir saman dvergakasti og vændi. Segir Jakob meðal annars að hann standi með litla manninum en María Lilja ekki. María Lilja svarar Jakobi fullum hálsi og segir honum að hætta að „tagga“ sig í fúlum Face- book-statusum. „Hittu mig frek- ar á happy hour og segðu mér hvað þér ligg- ur á hjarta. Ég gæti jafn- vel gefið þér knúz.“ Lilja ánægð með Móa n Lilja Pálmadóttir, athafnakona og ábúandi á Hofi í Skagafirði, vann í fjórgangi á Skagfirsku mótaröð- inni á miðvikudaginn þar sem hún keppti í meistaraflokki á hestinum Móa frá Hjaltastöðum. Lilja var að vonum ánægð með árangurinn, það má sjá á stöðuuppfærslu henn- ar á Facebook frá miðvikudags- kvöldi en þar segir: „Fyrirgefiði, montstatus: Vann í kvöld fjórgang meistara á nýja kærastanum mín- um honum Móa frá Hjaltastöðum!! Fengum 7,47 sem er hæsta einkunn sem ég hef landað í íþróttakeppni :) Þvílíkur eðalklár, jibbíjei og liggalig- galá :) :) !!!“ Lilja er eiginkona Baltasars Kormáks sem hefur verið að gera það gott sem leikstjóri en eins og kunnugt er sló nýjasta mynd hans, Contraband, í gegn í Bandaríkj- unum. Þ etta er alltaf sama umræð- an,“ segir teiknarinn og rithöf- undurinn Hugleikur Dagsson sem tók sig til og útbjó mynd- band með Adolf Hitler þar sem Hitler snögg reiðist þegar honum er tilkynnt að 217 einstaklingar eða hópar fái listamannalaun á Íslandi í ár. Mynd- bandið er fengið úr þýsku kvikmynd- inni Der Untergang þar sem Hitler er leikinn af Bruno Ganz. Á myndbandavefnum YouTube má finna þetta sama myndband með mismunandi þýðingum. Þar er Hitler látinn snöggreiðast vegna einhvers málefnis sem er hvað umræddast þá stundina. Hugleikur segir umræðuna um listamannalaunin vera þá sömu ár eftir ár. „Það er alltaf verið að kasta sömu staðreyndunum upp,“ segir Hugleikur en hann segir þá einstak- linga, sem eru með hvað sterkustu skoðanirnar gegn listamannalaunun- um, ekki hlusta á staðreyndir máls- ins. Hugleikur lætur því Hitler krist- alla umræðu þeirra sem eru á móti laununum. „Ég ákvað að taka ekki þátt í þess- ari umræðu í ár. Síðan datt ég niður á þessa pælingu að gera þetta mynd- band sem hefur verið textað svo margoft á netinu. Það var eina leiðin sem ég fann til að tjá mig um þetta,“ segir Hugleikur sem hefur fengið góð viðbrögð við myndbandinu. Hug- leikur lætur Hitler til dæmis skjóta föstum skotum á sig sjálfan. Seg- ir Hitler í myndbandinu Hug- leik ekki kunna að teikna. „ Hitler þolir mig ekki, það er kannski vegna þess að ég lít út eins og gyð- ingur,“ segir Hugleikur að lokum. birgir@dv.is „Hitler þolir mig ekki“ n Hugleikur Dagsson gerir myndband um listamannalaunin Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 17.–19. feBrúar 2012 20. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Sama umræðan Hugleikur segir umræðuna um listamanna- launin vera þá sömu ár eftir ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.