Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 36
36 Rómantík og konur 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað Síðumúla 20 www.blomabud.is sími 553 1099 í 45 ár Konudagsblóm DV lagði spurningar um rómantík fyrir nokkrar annálaðar kjarnakonur. Þær Saga Garðarsdóttir, Bryndís Gyða Michelsen, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Ólöf Jara Skagfjörð og Íris Hólm eru allar sammála um að hvað rómantíkina varðar sé fín línan á milli rómantíkur og smekkleysis. Hvað finnst þér ekki rómantískt? „Að barna mig vísvitandi án þess að láta mig vita.“ Maðurinn þinn lætur húðflúra nafn þitt á bringuna. Þín viðbrögð? „En sniðugt, nú getur þú bara bætt „sorgar“ fyrir framan og þá er þetta nokkuð lýsandi fyrir tilvist þína. Annars er ég á leiðinni út að hitta mann sem er með heila. Bæ.“ Frumsamin ástarljóð? Góð hug- mynd eða slæm? „Mjög góð hugmynd. Frumsamdar drápur eða mjög flókin fimmundarlög útsett fyrir fullmannaðan karlakór sem kemur og syngur með erma- hnappa er grunnforsenda þess að ég nenni að elska einhvern til baka. Tilfinningalíf mitt í heild gengur fyrir karlakórum. Svo já, ljóð væri góð byrjun.“ Hjartalaga sælgæti og bangsar með ísaumuðum ástarjátningum? Hvað finnst þér um það? „Mér finnst sælgæti ógeðslegt óháð lögun og bangsar ágætir fyrir hunda og börn. Mér þætti leiðinlegt að vera ruglað saman við hund eða barn og svo gefið eitthvert ólögulegt ógeð að japla á. Þá þætti mér súkkulaðigosbrunnur eða lifandi panda merkt mér mun fullorðinslegra og meira elegant.“ Bónorð? Hvernig á kærastinn ekki að biðja þín? „Það eru bara tvær leiðir færar að hjarta mínu. Önnur er í gegnum kallkerfi Kringlunnar, hin er í gegnum föður minn. Allt annað er bara feik.“ Gjafapakkning frá kynlífsbúð á konu- daginn. Eru það núna titrandi eggin sem tala en ekki blómin? „Fæst kynlíf í búðum? Hvar eru þær? Hvar hef ég verið? Og hvað hef ég verið að gera? Einu sinni þá hitti ég svona talandi gervigreindaregg og við áttum mjög gefandi samræði. Aftur á móti þá hef aldrei hitt blóm sem hefur lagt eitthvað gáfulegt til málanna og hvað þá fullnægt mér. Þetta eru kannski bara fordómar en mér finnst þessi innfluttu blóm ekki hafa neinn áhuga á að kynnast mér eða læra að eiga í samskiptum við mig. Túlípanar eru þó skástir, mér hefur gengið ágætlega að tengja við þá enda tala ég reiprennandi flæmsku. Eggið hins vegar var algjör snillingur, mjög hresst og hefði vel getað endað í skemmtanabrans- anum. Ég sagði það oft við það „ Kýldu bara á það af fullum krafti – þú átt eftir að spæla allt þetta lið!“ og svo hlógum við. Ég veit hins vegar ekkert hvar það er í dag en ég vona bara að það hafi það gott.“ Hvað finnst þér rómantískt? „Allar ófabríkeraðar gjafir hjartans. „Hæ fæv“ getur verið alveg ferlega rómantískt.“ „Hæ fæv“ getur verið rómantískt Saga Garðarsdóttir leikkona Konur tjá sig um rómantík Hvað finnst þér rómantískt? „Þegar hann gerir eitthvað sem ég býst ekki við. Eitthvað sem hann gerir bara til þess að gleðja mig en myndi aldrei annars gera.“ Hvað finnst þér ekki rómantískt? „Svona „show-off“ rómantík. Hún er ekki frá hjartanu og ekki 100% einlæg. Mjög órómantískt.“ Má konan fara niður á hné og biðja um hans hönd? „Að sjálfsögðu. Ég myndi samt líklega vilja fá bónorð!“ Eru konur rómantískari en karl- menn? „Nei, alls ekki. Mjög misjafnt eftir fólki. Ég held að almennt sé samt meiri pressa á þeim en okkur.“ Þýða blóm á öðrum degi en á afmæli og konudegi að hann hafi gert eitthvað af sér? „Nei, það þýðir bara að það hlýtur að vera frum- sýningardagur…“ Maðurinn þinn lætur húðflúra nafn þitt á bringuna. Þín við- brögð? „Bara jákvæð. Það væri algjört diss að fara taka einhverja mömmu á þetta og benda honum á hversu óskyn- samlegt þetta sé. Ef það væri hins vegar maður einhvers annars þá myndi ég sjálfsagt fussa og sveia.“ Gæinn sem þú ert að deita gefur þér hjartalaga sælgæti og bangsa með ísaumuðum ástar- játningum? Hvað finnst þér? „Það fer eftir því hvort það er „show-off“ rómantík eða eitthvað einlægt. Maður sér nú vanalega í gegnum það strax.“ Bónorð? Er eitthvað bannað í þeim efnum? „Ekki nú til dags held ég, alla vega ekki miðað við YouTube-mynd- böndin sem ég hef séð. Ég held samt að ég, persónulega, myndi ekki vilja að það yrði gert fyrir framan fullt af fólki.“ Gjafir á konudaginn. Eru titrandi egg að taka við af blómum? „Eeee, ég vona ekki. Selja þeir þau í búntum? Ég myndi alla vega ekki vilja fá tylft titrara á konudaginn.“ Ólöf Jara Skagfjörð leik- og söngkona Pressan er á strákunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.