Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 19
Fréttir 19Helgarblað 17.–19. febrúar 2012 Ármúli 38 | 568 5150 | gasar.is Gásar gallerí hefur fengið viðurkenningu frá Myndstef fyrir fagleg viðskipti og heiðarleika gagnvart listamönnum og kaupendum listaverka. 10% + virðisaukaskattur Söluþóknun Erum byrjuð að taka á móti verkum fyrir næsta listmunauppboð okkar. Áhugasamir hafi samband við Ólaf Morthens í síma 893 9663 eða oli@gasar.is. M aður fagnar þessu því þetta er náttúrulega bara réttlæti,“ segir Aðalsteinn Tryggvason sjómaður sem tók gengis- tryggt myntkörfulán hjá Lýsingu upp á 1,4 milljónir króna árið 2007 til þess að kaupa sér Honda Accord-bíl á 1,8 milljónir króna. Lánið gjörsamlega stökkbreyttist þegar gengi krónunnar hrundi og fóru afborganirnar af láninu úr um 20 þúsund krónum á mánuði í 70 þúsund krónur á mánuði. Þá hætti hann að ráða við afborganir af láninu og sumarið 2009 ákvað hann að hætta að borga af láninu og bíða þess að Lýs- ing vörslusvipti bílinn. Það var gert í desember 2009 en þrátt fyrir það mat Lýsing það sem svo að hann skuldaði fyrirtækinu 2,7 milljónir króna. „Þeir hirtu af mér bílinn í desember 2009 og síðan þá hef ég ekki fengið eitt einasta símtal eða bréf frá þeim. Eftir að dómurinn sem gerði gengistryggðu lánin ólögleg féll, þá var lánið komið niður í um 700 þúsund krónur, en þá var miðað við Seðlabankavextina. Nú væntanlega lækkar þetta enn meira. Ég er að vona að lánið fari langleiðina með að hverfa með þessum nýjasta dómi, enda átti bíllinn sem slíkur bara að standa eftir fyrir skuldinni.“ Þó að það hafi tekið langan tíman að greiða úr þessari flækju ólöglegra lána, þá er Aðalsteinn ánægður með að lántakendur séu smám saman að vinna áfangasigra í baráttunni fyrir réttlæti. „Þetta mjatlast allt inn – þetta eru prinsippsigrar. Maður veit reyndar aldrei hvernig þetta endar, en þetta er allt í áttina,“ segir hann. „Skapar gríðarlega sérstakar aðstæður“ Ég átti ekkert endilega von á þessu. Þetta er svo sem besta mál fyrir þá sem eru með svona lán en þetta eykur bara þann ójöfnuð sem verður á milli þeirra sem tóku erlendu og íslensku lánin og það mun valda einhverjum hræringum, það er alveg ljóst, og þrýsting á að það verði komið eitthvað til móts við þá sem voru með verðtryggð lán,“ segir Karl Sigfússon verkfræðingur sem kallað hefur sjálf- an sig kúgaðan millistéttaraula. Karl er einn þeirra fjölmörgu Íslendinga sem ákváðu að taka ekki gengisáhættu heldur fara það sem átti að vera örugg- ari leið með því að taka verðtryggð ís- lensk lán en ekki gengistryggt en situr nú uppi með hærri skuldir en þeir sem tóku áhættuna. Gengistryggingin hefur verið af- numin og nú með dómi Hæstaréttar frá því á miðvikudag er lagasetningu Árna Páls Árnasonar, fyrrverandi efna- hags- og viðskiptaráðherra, um breytta vexti á lánunum hrundið úr vegi og lágir samningsvextir látnir gilda þess í stað. Ástæðan fyrir því að samnings- vextirnir voru jafn lágir og þeir voru var sú að gengisþróunin yrði áhrifavaldur á endurheimtur á láninu til jafns við vextina. Þeir sem tóku áhættu sigurvegarar „Það er ekkert gefið að það verði far- ið í einhverjar beinar aðgerðir varð- andi verðtryggðu lánin. Þessi dómur snertir ekki á því með beinum hætti á neinn máta,“ segir Karl. Hann tel- ur ljóst að ef ekki verði farið í aðgerð- ir fyrir þá sem tóku verðtryggð íslensk lán séu þeir sem tóku mesta áhættu að koma út sem eins konar sigurveg- arar úr hruninu. „Miðað við þetta og ef við gefum okkur að ekki verði farið í sérstakar aðgerðir fyrir þá sem eru með verðtryggðu lánin þá er það al- gjörlega þannig að bilið stækkar bara. Ég samgleðst samt þeim sem eru með erlendu lánin, það er bara þannig, en þetta setur stöðu hinna í mjög sérstakt samhengi.“ Sjálfur er Karl með erlend lán að litlum hluta. „Ég var með um það bil einn fjórða af mínum lánum í erlend- um myntum. Ég fór þá leið að dreifa áhættunni og tók lítinn hluta að láni í erlendu. Þetta snertir mig eitthvað en ekki þar sem skiptir máli,“ segir hann en langstærstur hluti lána hans er ís- lensk verðtryggð lán. Hefði tekið sömu ákvörðun aftur Í samtali við DV í nóvember í fyrra sagði Karl að hann hefði getað fyllt heimili sitt af málverkum og verðmæt- um en samt ekki verið verr settur en í dag. Aðspurður hvort hann sjái í dag enn meira eftir því að hafa ekki far- ið geyst í einkaneyslu fyrir hrun segir hann svo vera. „Auðvitað geri ég það en ég fer ekki ofan af því að miðað við þær leikreglur sem voru í gangi þegar ég tók lánin þá tel ég mig hafa tekið rétta ákvörðun. Síðan var bara leik- reglunum breytt.“ Karl er þó ekki á því að hann hafi tekið ranga ákvörðun á sínum tíma. „Ég myndi ekki taka aðra ákvörðun ef ég gerði þetta aftur miðað við þær leikreglur sem giltu. Það gat engin vit- að að þetta myndi gerast,“ segir Karl og bætir við að framhaldið sé óljóst. „Þetta skapar í raun og veru gríðar- lega sérstakar aðstæður í framhald- inu. Það mun fara af stað einhver at- burðarás sem ég veit ekki hvernig endar. Ég held að þetta sé stærsta mál eða stærsti dómur sem fallið hefur eft- ir hrun,“ segir Karl og segir að dómur- inn sé í það minnsta á pari við dóm- inn þar sem gengislánin voru dæmd ólögmæt. Skapar kannski meiri óvissu Karl segir að koma þurfi til móts við þá neytendur sem sitja uppi með verð- tryggð íslensk lán. Hann viðurkennir þó að dómurinn skapi líklega meiri óvissu en áður um hvort raunverulega sé hægt að leiðrétta verðtryggðu lánin aftur í tímann. „En það er náttúrulega hægt að gera ýmislegt með pólitískum hætti. Það verður að gera þetta með sam- komulagi en ekki einhliða aðgerðum. En hvernig er hægt að ná sátt í samfé- laginu með þessa niðurstöðu? Ef ekkert verður gert verðum við með samfélag klofið í herðar niður og það er versta niðurstaðan,“ segir Karl sem bætir við að hann telji það óhjákvæmilegt að gripið verði til einhverra aðgerða. „Það verður ekkert unað við þetta ástand, það er bara ekki hægt. Þetta er orðin svo mikil mismunun að það er leit að öðru eins,“ segir Karl sem segist þó ekki hafa hugsað dóminn út frá laga- legum sjónarmiðum varðandi aðgerð- ir vegna verðtryggðra lána. Hann seg- ir það þó einfaldlega vera svo að grípa verði til aðgerða til að jafna stöðu skuld- ara. „Samfélag klofið í herðar niður“ n Dómurinn eykur enn á ójöfnuð fyrir þá sem tóku verðtryggð lán n Lýsing hirti bílinn og ætlaði að rukka um 2,8 milljónir króna „Þetta eru prinsippsigrar“ Aðalsteinn Tryggvason „Ég er að vona að lánið fari langleiðina með að hverfa með þessum nýjasta dómi.“ Karl Sigfússon „Það er ekkert gefið að það verði farið í einhverjar beinar aðgerðir varðandi verð- tryggðu lánin.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.