Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 25
Dómstóll götunnar Takk fyrir að sýna fram á pólitísk áhrif fjölmiðla Mér kemur við líf og hegðun samborgaranna Jónína Benediktsdóttir þakkaði Bjarna Benediktssyni – FacebookSnorri í Betel var á Beinni línu DV á miðvikudag – Bein lína DV Að gagnrýna gagnrýni „Já, hann kom og fór þannig að ég er bara mjög sáttur.“ Ragnar Guðmundsson 26 ára arkitektanemi „Það er alltaf gott að sjá snjóinn. Mér líst mjög vel á þetta.“ Vífill Rútur Eiríksson 22 ára arkitektanemi „Smá snjór, það er bara menning- arstemning í því. En maður nennir samt ekki að fá allt slabbið.“ Sigurður Baldursson (Siggi B.) 19 ára spilar með Breakbeat.is. „Bara fínt. Ég er hrifinn af snjónum, sérstaklega því ég á ekki bíl.“ Kári Sigurðsson 20 ára vinnur á Faktorý. „Æðislegt!“ Hafdís Ársælsdóttir 26 ára verkefnastjóri. Hvernig finnst þér að fá snjóinn aftur? Skjaldborgin hrundi Þ að er hreint út sagt dásam- legt að sjá hversu samhentur þingheimur hefur verið við að reisa skjaldborg um skuldir. Rétt eins og Jóhanna Sigurðardótt- ir forsætisráðherra hefur marglof- að var mikið lagt í umrædda vörn. Vandinn er kannski sá að varnirnar voru reistar í þágu hrægammanna sem eignuðust bankana. Skuldar- ar úr hópi almennings lentu utan við skjaldborgina en innan hennar kumrar í söddum hrægömmum sem náðarsamlegast fengu hvers kyns lán Íslendinga á slikk og innheimtu af fullum þunga. Og þegar svo virtist sem þjakaðir skuldarar landsins væru að fá af- slætti frá gömmum bankanna greip Alþingi til þess að setja verndarlög svo hrægammarnir hefðu nóg að bíta og brenna. Alþingi Íslendinga sam- þykkti lögin með miklum meirihluta að frumkvæði Jóhönnu og Steingríms J. Sigfússonar. Sett var undir þann leka sem hefði getað gert hrægamm- ana svanga og máttfarna. Aðeins þingmenn Hreyfingarinnar voru á móti lagasetningunni en aðrir sátu hjá. Þess ber þó að geta að Þór Saari og félagar eru alltaf á móti. Nú hefur Hæstiréttur úrskurðað að hrægammalögin hafi verið brot á stjórnarskrá. Þetta er auðvitað hrika- leg árás Hæstaréttar á ríkisstjórn og Alþingi. Það má auðvitað ekki létta á skuldaklafa Alþingis. Það kostar þá sem keyptu lán landsmanna á slikk stórfellt fjártjón. Í stað þess að fá tí- faldan gróða af braskinu gæti ávinn- ingurinn farið niður úr öllu valdi. Árás Hæstaréttar á banka vog- unarsjóðanna er þess eðlis að nauð- synlegt er að Alþingi finni upp nýja brellu til að endurreisa skjaldborg um hrægammana. Nú þurfa allir góðir menn og konur að koma til hjálpar. Það verður þegar í stað að þagga niður þær raddir sem krefj- ast þess að þing verði rofið og efnt til kosninga. Góða fólkið sem reyndi að bjarga gömmunum verður að fá ann- að tækifæri til að klekkja á skuldug- um og spilltum almenningi. Nú gildir það eitt að standa saman í nauðum þeirra sem í sakleysi sínu keyptu skuldir á slikk en virðast ætla að sæta skerðingum. Áfram Jóhanna. Þetta er bara hálfleikur. Svarthöfði H allur (stundum kenndur við Keikó) Hallsson, ritaði um dag- inn grein í Moggann og segir þar að RÚV sé málpípa valdhaf- anna. Þegar hann heldur því fram að maðkur sé í mysunni og að fámenn klíka stjórni stofnuninni með hroka og hlutdrægni, þá er einsog hann sé að opinbera okkur leifar þess stalín- íska tíma þegar, hinn núverandi blað- burðardrengur, Dabbi litli, hrækti að mönnum hótunum og stjórnaði öllum hrunadansinum af sannri siðblindu. Hallur virðist ekki hafa áttað sig á því að stjórnarskipti fóru fram fyrir nokkrum misserum. Hann er núna að gagnrýna það sem hann hefði átt að hafa rænu á að gagnrýna þegar hér var virkilega um óeðlilegan frétta- flutning að ræða. Ég er að tala um þá gömlu góðæristíma þegar blaða- mannastéttin minnti á hlýðna hunda sem fóru í einu og öllu að fyrirmæl- um þeirra sem tóku góðærið að láni, með góðfúslegu leyfi helmingaskipta- klíku Sjálftökuflokksins og þjófafélags Framsóknar. Hallur hefði bæði mátt hlusta og rýna í þingfréttaflutning þann sem RÚV býður okkur, og hefði þá vænt- anlega skilið að þar fer fremst í flokki sjálfstæðiskona sem veitir núverandi stjórnarandstöðu allan þann styrk sem hugsanlega má veita. Sú ágæta kona fjallar yfirleitt um öll mál útfrá þeim forsendum sem sjálfstæðis- mönnum eru í hag. Ef Jóhanna Vigdís fjallar um mál á þingi þá opinberar hún skoðanir flokkssystkina sinna og gætir þess vandlega að halla á hlut Jóhönnu og Steingríms. Hún hefur meira að segja náð að setja kúlulánap- arið Bjarna Ben og Ólöfu Nordal á stall. En það er stórkostlegt afrek, útaf fyrir sig. Þegar Hallur Hallsson spyr einsog fréttamaður frá kaldastríðsárum sið- blindunnar hefði átt að gera, hvort RÚV sé ógnun við lýðræðið, get ég svarað og sagt: -Já, Hallur, RÚV er ógnun við lýðræðið á meðan þing- fréttaritari stofnunarinnar er gjör- sneiddur allri gagnrýninni hugsun. En Hallur heldur áfram: „Ríkisútvarpið hefur ríkar skyldur, ber að gæta sann- girni og óhlutdrægni í fréttum og fréttatengdu efni og kynna sjónarmið jafnt, eins og segir í reglum.“ Vissulega er þetta allt gott og bless- að og verðugt umhugsunarefni fyrir menn einsog Hall, menn sem geta les- ið um það í skýrslu rannsóknarnefnd- ar Alþingis um aðdraganda banka- hrunsins, hvernig fjölmiðlar brugðust skyldum sínum. Og þar má einnig lesa um það hvernig ástand þeirra mála hefur batnað eftir hrun. Í heita pottinn kom, nokkuð reglu- lega hér á árum áður, ágætur eldri herra, sem sagði: -Íslendingar eru yfir- leitt blábjánar; 33% eru þó nokkuð ágætir einstaklingar, 33% eru afætur, 33% eru siðblindir eiginhagsmuna- seggir og 1% er fólk einsog hundurinn Hannes – þeir sem flæmdir eru upp úr pottinum. En um þann Hannes var eitt sinn ort eftirfarandi vísa: Hann fáa góða frasa á sem fýsir menn að heyra en vitnað getur vel í þá sem vitið hafa meira. Birtir til að lokum Það var heldur drungalegt um að litast í Njarðvíkurhöfn þegar ljósmyndara DV bar þar að garði einn morguninn í vikunni. Það birti þó fljótlega til enda fer sólin hækkandi með hverjum degi sem líður. Mynd Eyþór ÁrnasonMyndin „Nei, en þingmenn mættu koma betur fram hver við annan,“ segir Vigdís Hauksdóttir. Gunnar Bragi Sveinsson lagði til á Alþingi að Steingrímur J. Sigfússon yrði rassskelltur fyrir að segja Sigmundi Davíð að þegja. Skortir aga á Alþingi? Umræða 25Helgarblað 17.–19. febrúar 2012 1 Kominn út úr skápnumBandaríski leikarinn Matt Bomber er samkynhneigður. 2 Fegurðardrottning stefnir lýtalækni Fanney Lára Guðmundsdóttir hefur stefnt Ólafi Pétri Jakobssyni lýtalækni. 3 „Ég bara réð ekki við þetta“Hafsteini Númasyni stefnt af Avant vegna bílaláns sem hann gat ekki staðið í skilum með. 4 „Það er bara til svona fólk“Eiríkur Ingi, sem lifði af þegar Hall- grímur SI sökk, heyrði af póstum þar sem honum var kennt um slysið. 5 Steinunn Ólína flutt heim og undirbýr forsetaframboð Komin heim frá Bandaríkjunum og býr sig undir baráttuna um Bessastaði. 6 Coco í klandri: Nakin með litla frænda sinn Glamúrfyrirsætan Coco blæs á gagn- rýnisraddir vegna vafasamrar myndar. 7 „Formaður Sjálfstæðis-flokksins er kjáni“ Mörður Árnason fer hörðum orðum um Bjarna Benediktsson og Vafnings- málið. Mest lesið á DV.is Skáldið skrifar Kristján Hreinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.