Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 46
Þ orgrímur fæddist í Reykja- vík og ólst þar upp við Unnarstíginn auk þess sem hann var í sveit á sumr- in í Mjóanesi í Þingvalla- sveit og á Reykjahvoli í Mosfells- sveit. Hann var í Landakotsskóla til tíu ára aldurs og síðan í Miðbæjar- skólanum, brautskráðist úr Versl- unarskóla Íslands 1942 og stundaði framhaldsnám í verslunarfræðum, spænsku, ensku og blaðamennsku við Rider College í Trenton í New Jersey í Bandaríkjunum. Þorgrímur var sem strákur við saltfiskbreiðslu á Baldursstöð við Skerjafjörð, var fisksendill hjá Kristni Magnússyni og bar út póst í aukavinnu. Hann var hjálparkokkur á togaranum Baldri á síldveiðum og síðar háseti á sama skipi, en það sigldi til Englands á stríðsárunum. Þorgrímur starfaði á skrifstofu síldarverksmiðjunnar á Djúpavík sumarið 1940, hjá heildversluninni Columbus í Reykjavík 1942, starfaði hjá Fiskimálanefnd 1945, skipulagði afgreiðslustöð ms Laxfoss í Reykja- vík 1945 og starfrækti hana fyrsta árið fyrir skipafélagið Skallagrím hf. í Borgarnesi og starfaði hjá fyrirtæk- inu Gísla Halldórssyni hf. 1947. Þorgrímur starfrækti eigið fyrir- tæki, heildverslunina Þ. Þorgríms- son & Co, frá 1942 með tveggja ára hléi og um langt árabil. Fyrirtækið, sem selur byggingavörur, er sjötíu ára í ár og er nú rekið af syni hans. Þá starfrækti Þorgeir í þrjátíu og þrjú ár verksmiðjuna Varmaplast, sem framleiddi plasteinangrun húsa. Þorgrímur sat í stjórn Sálarrann- sóknarfélags Íslands um árabil frá 1977, sat í stjórn Alliance Française 1990, er einn af stofnendum Club Romania, félags áhugamanna um rómönsk tungumál, og var ræðis- maður Chile 1977–92. Fjölskylda Þorgrímur kvæntist 30.8. 1951 Jó- hönnu Kjartansdóttur Örvar, f. 26.7. 1927, frístundamálara og frístunda- ljósmyndara. Hún er dóttir Kjartans Guðjóns Tómassonar Örvar, f. 23.1. 1892, d. 26.9. 1970, yfirvélstjóra við rafstöðina við Elliðaár, og k.h., Clöru Birgette Örvar, f. Hyrup 12.8. 1896, d. 21.3. 1980, húsmóður. Börn Þorgríms og Jóhönnu eru Hanna Þóra, f. 7.6. 1952; Hrafnhild- ur, f. 1.5. 1954; Þorgrímur Þór, f. 2.7. 1956, kvæntur Elisabet Saguar, f. 1956, og eru börn þeirra Astrid El- isabet, taugasálfræðinemi í Banda- ríkjunum, og Daníel Þór, nemi í líffræði við Háskóla Íslands. Systkini Þorgríms eru Margrét, f. 8.12. 1913, d. 18.8. 2004, var gift Þór- oddi Oddssyni menntaskólakenn- ara sem lést 1986; Guðrún, f. 13.11. 1915, d. 1.9. 1936; Ólafía, f. 10.12. 1916, d. 1998, var gift Kjartani Ragn- ars stjórnarráðsfulltrúa; Ólöf Jóna, f. 27.10. 1919, d. 13.12. 1941; Sigurður, f. 11.6. 1911, nú látinn, yfirhafsögu- maður, kvæntur Þóru Steingríms- dóttur; Hjalti Jón Þorgrímsson, f. 30.7. 1926, fyrrv. stýrimaður, kvænt- ur Eyrúnu Eiríksdóttur. Foreldrar Þorgríms voru Þor- grímur Sigurðsson, f. 3.10. 1890, d. 31.8. 1955, togaraskipstjóri, lengst af á Baldri, og Guðrún Jónsdóttir Mýr- dal, f. 17.1. 1890, d. 21.3. 1970, hús- móðir. Ætt Þorgrímur skipstjóri var sonur Sig- urðar, sjómanns í Vík og að Minna- Knarrarnesi á Vatnsleysuströnd, bróður Gísla að Minna-Knarrarnesi, föður Sigurðar loftskeytamanns og Ingibjargar, móður Sigurðar loft- skeytamanns, Eiríks, loftskeyta- manns og rafvirkja og Sigurborgar, magisters í frönsku, þýsku og mál- vísindum, Jónsbarna. Sigurður í Vík var sonur Sigurðar Gíslasonar. Móðir Þorgríms skipstjóra var Mar- grét Magnúsdóttir frá Auðnum á Vatnsleysuströnd. Guðrún var hálfsystir Sigurjóns Mýrdal, skipstjóra í Hafnarfirði, föð- ur Jóns Mýrdal, deildarstjóra hjá ríkistollstjóra, föður Garðars Mýr- dal, forstöðumanns geislaeðlis- fræðideildar Landspítala Háskóla- sjúkrahúss. Guðrún var dóttir Jóns Mýrdal, bróður Eldeyjar-Hjalta, afa Hjalta Geirs Kristjánssonar, fyrrv. forstjóra, föður Ragnhildar, ráðu- neytisstjóra í samgönguráðuneyt- inu og Vigdísar fréttamanns hjá rík- issjónvarpinu. Jón var sonur Jóns, b. á Fossi í Mýrdal, bróður Gísla í Norður-Götu, langafa Erlends Ein- arssonar forstjóra SÍS, og dr. Jóns Þórs Þórhallssonar, fyrrv. forstjóra SKÝRR. Jón var sonur Einars, b. í Þórisholti í Mýrdal Jóhannssonar. Móðir Jóns sjómanns var Guðný Jónsdóttir, pr. á Stóru-Heiði sem talinn er sonur Jóns, pr. og skálds á Bægisá. Móðir Guðnýjar var Guðný, systir Þórunnar, ömmu Jóhannes- ar Kjarval. Önnur systir Guðnýjar var Guðríður, langamma Sveins á Fossi, afa Sveins Runólfssonar land- græðslustjóra og Brynju Benedikts- dóttur leikstjóra, móður Benedikts, leikara og leikstjóra. Útför Þorgríms fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu 8.2. sl. 46 Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kjartan@dv.is 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað S norri fæddist á Flateyri við Önundarfjörð. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1947, stundaði nám við Flug- skólann Cumulus og Flugskólann Pegasus 1946–50, lauk atvinnuflug- mannsprófi árið 1950 og blindflugs- prófi 1952, fyrstur til að ljúka slíku prófi hér á landi. Snorri var lausráðinn flugmaður hjá Flugfélagi Íslands hf. 1950–51, var flugmaður og flugstjóri hjá Flug- félagi Íslands og síðar Flugleiðum hf. 1952–81 á DC-3, Katalína-flugbát- um, DC-4, Vickers Viscount, DC-6B og Boeing 727. Snorri stofnaði Sólarfilmu, ásamt Birgi Þórhallssyni, árið 1961, en seldi sinn hlut í fyrirtækinu árið 1980. Hann hafði alla tíð mikinn áhuga á ljósmyndun, átti mikið safn íslenskra báta- og skipaljósmynda og var mjög fær náttúruljósmyndari eins og víða hefur sést, m.a. í blöðum, bókum og á almanökum. Á síðustu árum vann Snorri að varðveislu íslenskrar flug- sögu í myndum og máli, sem lauk með útgáfu bókarinnar Íslenskar flugvélar í 90 ár, útg. 2010. Fjölskylda Snorri kvæntist 30.4. 1950, eftirlif- andi eiginkonu sinni, Nönnu Nagt- glas Snorrason, f. 9.3. 1930. Foreldr- ar Nönnu voru Helga Gísladóttir Ólafsson, f. 25.7. 1910, d. 1.4. 1985, húsfreyja, og Henri Lucien Nagt- glas, f. 21.3. 1906, d. 15. 4. 1966, sjó- liðsforingi í hollenska sjóhernum. Börn Snorra og Nönnu eru Jón Karl, f. 26.3. 1950 en kona hans er Þórey Jónsdóttir, f. 13.4. 1970, börn Jóns Karls og fyrrv. eiginkonu, Ingibjarg- ar Marteinsdóttur, f. 30.11. 1952, eru Sigríður Nanna, f. 1971, gift Ingvari Mar Jónssyni og eiga þau þrjú börn, en Sigríður Nanna á eina dóttur fyr- ir; Snorri Bjarnvin, f. 1979, í sam- búð með Erlu Kristinsdóttur og eiga þau eina dóttur; Þórhildur Marta Ósk, f. 1982, í sambúð með Þorsteini Pálssyni og eiga þau tvær dætur, en börn Jóns Karls og Þóreyjar eru Sóley Hrefna, f. 2001; Heiður Helga, f. 2004. Snorri, f. 24.3. 1954 en kona hans er Guðrún Magnea Rannversdóttir, f. 20.10. 1960 og eru börn þeirra Gunn- hildur Hlín, f. 1984, í sambúð með Karli Sæmundi Sigurðssyni og eiga þau tvo syni; Nanna Bryndís, f. 1988, í sambúð með Grétari Erni Sigurðs- syni; Rannveig Eva, f. 1998. Helga Guðrún, f. 28.4. 1959, í sambúð með Gísla Tryggvasyni, f. 6.6. 1967 en sonur Helgu og Þórðar Ragnarssonar, f. 25.3. 1964, er Snorri Páll Þórðarson, f. 1.9. 1986, í sambúð með Hlín Gunnlaugsdóttur. Haukur, f. 28.6. 1968, í sambúð með Höddu Björk Gísladóttur, f. 22.8. 1962 og er sonur þeirra Sigurð- ur Snorri, f. 18.5. 2004. Systkini Snorra voru: Örn, f. 1912, d. 1985. Hildur, f. 1914, d. 1915. Haukur, f. 1916, d. 1958. Jóhannes Reykjalín, f. 1917, d. 2006. Anna Sig- rún, f. 1920, d. 2009 og Gunnhildur, f. 1922, d. 2011. Foreldrar Snorra voru hjón- in Snorri Sigfússon, f. 31.8. 1884 á Brekku í Svarfaðardal, d. 13.4. 1978, skólastjóri á Flateyri og á Akureyri og síðar námsstjóri Norðurlands á Ak- ureyri, og Guðrún Jóhannesdóttir, f. 24.10. 1885 á Þönglabakka í Grýtu- bakkahreppi, Suður-Þingeyjarsýslu, d. 17.1. 1947, húsfreyja. Ætt Snorri Sigfússon var bróðir Björns, b. í Tjarnargarðshorni í Svarfaðardal afa Leifs Hannessonar verkfræðings og Helgu Hannesdóttur, barna- og ung- lingageðlæknis. Systir Snorra náms- stjóra var Ingigerður, amma Snorra skipstjóra og Júlíusar framkvæmda- stjóra Snorrasona. Snorri námsstjóri var sonur Sigfúsar, skipstjóra og b. á Brekku og á Grund í Svarfaðar- dal Jónssonar, b. í Syðra-Garðshorni Jónssonar, b. í Syðra-Garðshorni Sigfússonar, b. á Melum Jónssonar. Móðir Jóns Sigfússonar var Sigríður Halldórsdóttir. Móðir Jóns Jónssonar var Solveig Ólafsdóttir, b. á Hærings- stöðum Sigurðssonar, og Helgu Jóns- dóttur. Móðir Sigfúsar var Guðlaug Gunnlaugsdóttir frá Hellu. Móðir Snorra námsstjóra var Anna Sigríður Björnsdóttir, b. á Grund, bróður Guðrúnar, ömmu Tryggva Sveinbjörnssonar skálds, Péturs Zóphóníassonar ættfræðings, og Páls Zóphóníassonar, alþm. og búnaðarmálastjóra, föður Hannes- ar bankastjóra, Páls Agnars yfirdýra- læknis, Hjalta, framkvæmdastjóra hjá Sambandi íslenskra samvinnu- félaga, Zóphóníasar, verkfræð- ings og skipulagsstjóra ríkisins og Vigdísar, móður Páls bókmennta- gagnrýnanda og Ingu Láru safn- varðar Baldvinsbarna. Önnur syst- ir Björns var Guðný, amma Pálínu ljósmóður, móður Hermanns Jónas- sonar forsætisráðherra, föður Stein- gríms forsætisráðherra, föður Guð- mundar, alþm., en systir Pálínu var Anna, amma Sigurðar Björnssonar, fyrrv. bæjarverkfræðings Kópavogs, og langamma Héðins Steingríms- sonar, stórmeistara í skák og núver- andi Íslandsmeistara. Þá var Guðný amma Þorkels Þorkelssonar veður- stofustjóra og langamma Sigurjóns Rist vatnamælingarmanns, föður Rannveigar Rist, forstjóra Alcan á Íslandi. Þriðja systir Björns var Mar- grét, langamma Zóphóníasar, yfir- tollvarðar á Akureyri, föður Lárus- ar, fyrrv. amtbókavarðar á Akureyri. Björn á Grund var sonur Björns, b. í Ytra-Garðshorni Arngrímssonar, b. í Ytra-Garðshorni Sigurðssonar. Móðir Björns á Grund var Margrét Oddsdóttir. Móðir Önnu Sigríðar var Ingigerður Jónsdóttir, b. á Jarðbrú Ólafssonar, og Ingigerðar Jónsdóttur. Guðrún var dóttir Jóhannesar, b. á Kussungsstöðum í Fjörðum Jóns- sonar Reykjalín, pr. á Þönglabakka Jónssonar Reykjalín, pr. á Rípum Jónssonar, pr. á Breiðabólstað í Vest- urhópi Þorvarðssonar, föður Frið- riks, langafa Ólafs, afa Ólafs Ragn- ars Grímssonar forseta. Móðir Jóns á Þönglabakka var Sigríður Snorra- dóttir, pr. á Hofsstöðum Björns- sonar, bróður Jóns, langafa Pálínu, móður Hermanns Jónassonar for- sætisráðherra, föður Steingríms for- sætisráðherra, föður Guðmundar alþm. Móðir Sigríðar var Steinunn Sigurðardóttir, bróður Ingibjargar, konu Gísla Magnússonar, biskups á Hólum, og Sigríðar, móður Sigurðar Stefánssonar, biskups á Hólum. Sig- urður var sonur Sigurðar, lögsagnara á Geitaskarði Einarssonar, biskups á Hólum Þorsteinssonar. Móðir Sig- urðar Sigurðssonar var Kristín Mark- úsdóttir, systir Magnúsar, föður Gísla biskups á Hólum. Móðir Jóhannesar var Sigríður Jónsdóttir, b. á Kimba- stöðum í Skagafirði Rögnvaldssonar, og Ragnhildar Þorfinnsdóttur, lrm. á Brenniborg Jónssonar. Móðir Þor- finns var Sesselja Sigurðardóttir, b. á Hofsstöðum Gíslasonar, og Stein- unnar Steingrímsdóttur, b. á Hofi Guðmundssonar, ættföður Stein- grímsættar yngri. Móðir Guðrúnar var Guðrún Hallgrímsdóttir, b. á Hóli í Fjörðum Ólafssonar, og Ingveldar Árnadótt- ur, b. á Sveinsströnd við Mývatn Ara- sonar, b. á Skútustöðum Ólafssonar. Móðir Árna var Þuríður Árnadóttir, b. á Halldórsstöðum í Laxárdal Gísla- sonar, og Sigríðar Sörensdóttur, b. á Ljósavatni Jensen. Móðir Sigríðar var Guðrún Þorvaldsdóttir, pr. og skálds á Hofi í Vopnafirði Stefánssonar, pró- fasts og skálds í Vallanesi Ólafssonar, prófasts og skálds á Kirkjubæ Einars- sonar, prófasts og skálds í Heydölum Sigurðssonar. Móðir Guðrúnar var Kristín Björnsdóttir, sýslumanns á Munkaþverá Magnússonar, og Helgu Guðmundsdóttur, sýslumanns á Þingeyrum Hákonarsonar. Móðir Helgu var Halldóra Aradóttir, sýslu- manns í Ögri Magnússonar, og Krist- ínar Guðbrandsdóttur, biskups á Hólum Þorlákssonar. Útför Snorra fór fram frá Vídalíns- kirkju í Garðabæ 13.2. sl. Snorri Snorrason Flugstjóri og áhugaljósmyndari f. 2.5. 1930 – d. 21.1. 2012 Andlát Andlát Þorgrímur Þorgrímsson Stórkaupmaður f. 4.2. 1924 – d. 29.1. 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.