Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 16
16 Fréttir 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað Fréttir 17 Framsóknarflokkurinn Þak á verðbólgu Haustið 2009 lögðu þingmenn Framsóknar- flokksins fram frumvarp sem kvað á um að hámarkshækkun verðtryggingar á ársgrund- velli yrði 4%. Frumvarpið hafði verið flutt áður, en komst í hvorugt skiptið til annarrar umræðu. Í því er fjallað um að nauðsynlegt sé að ábyrgð á að halda verðbólgu lágri verði í auknum mæli hjá lánveitendum og að áhættan vegna mikillar óvissu um verðbólgu skiptist jafnar á milli lánveitenda og lántaka. Frumvarpið komst ekki í aðra umræðu en sérstök verðtryggingarnefnd var stofnuð vegna frumvarpsins sem vann tillögur um hvernig draga mætti úr vægi verðtryggingar. Samstaða Samningaleið til afnáms „Við viljum fara samningaleið og afnema verðtrygginguna,“segir Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu. Hún segir samkomu- lag milli lántaka og lánveitenda nauðsyn- legt til þess að afnema verðtryggingu á þeim lánum sem þegar séu í gildi. Samstaða vill að Íbúðalánasjóður láni óverðtryggt sem fyrst. Þá leggur Lilja til að þak verði sett á verðtrygginguna með lögum á meðan verið er að vinda ofan af henni. Hægri grænir Sex mánuði til afnáms Það er mat Hægri grænna að verðtrygging eigi rétt á sér í einhverjum tilvikum en hana þurfi að færa af heimilum. Ríkissjóður muni þó áfram fjármagna sig með verðtryggðum lán- um sem ætti að skapa þrýsting á stjórnvöld til að halda verðbólgunni í skefjum. „Stærsti hluti verðtryggðra lána er hjá neytendum sem hafa almennt takmarkaða þekkingu á eðli og afleiðingum verðtryggingar og litlar varnir gagnvart óvæntum verðbólguskotum,“ segir í greinargerð flokksins. Hægri grænir hafa sett sér aðgerðaáætlun og telja að ekki þurfi meira en hálft ár til afnáms verðtryggingar af heimilum. Stefnu- og aðgerðaáætlun verður birt í heild sinni 21. apríl á þessu ári. Sjálfstæðisflokkurinn Ekki rétti tíminn fyrir afnám „Ekki kemur til greina að afnema verðtrygg- ingu á þegar gerðum samningum vegna þess að það brýtur eignarréttarákvæði stjórnar- skrárinnar,“ segir í séráliti Péturs Blöndal, fulltrúa Sjálfstæðisflokks í verðtrygg- inganefnd efnahagsráðuneytisins. Í staðinn sé hægt að kaupa slíka samninga upp. Pétur segir að raunar séu tvær myntir hér á landi, verðtryggð króna og króna. Slíkt sé fráleitt og því ætti að afnema verðtryggingu. Tor- tryggni sparifjáreigenda sé hins vegar mikil og því sé slíkt ekki mögulegt að svo stöddu. Samfylkingin Raunhæfast að taka upp evru „Verðtryggingin er afleiðing langvarandi óstöðugleika og agaleysis í íslenskri hag- stjórn,“ segir í áliti Vilhjálms Þorsteinssonar, fulltrúa Samfylkingarinnar í verðtrygg- inganefnd. Þá segir að raunhæfasta og fljótlegasta leiðin til afnáms sé að stefna að upptöku evru með inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Með því lækki vextir og samkeppni á markaði aukist; verðbólga færist til lengri tíma að meðaltali evrusvæðisins; rekstrarskilyrði atvinnulífs batni; og heimili geti gert betri áætlanir til lengri tíma um fjármál sín. VG Þak á vexti verðtryggðra lána Árið 2008 lögðu þrír þingmenn VG fram frumvarp þar sem kveðið var á um tveggja prósenta þak á verðtryggð lán. Tillagan var hugsuð sem bráðabirgðaákvæði til að bregðast við miklu verðbólguskoti. Í greinargerð með frumvarpinu segir að verðtrygging eigi að gera lánþegum kleift að veita lán á lægri vöxtum en ella. Hér á landi hafi lánveitendur getað tryggt lánsfjármagnið með verðtryggingu og breytilegum vöxtum, stundum meira að segja hvoru tveggja í senn. „Verðtrygging lána tryggir hagsmuni lánveitanda með þeim hætti að hann er varinn fyrir öllum sveiflum í verðlagi.“ Björt framtíð Samfélag án verðtryggingar Formleg stefna Bjartrar framtíðar hefur ekki verið mörkuð en Guðmundur Steingrímsson, formaður flokksins, sagði í samtali við DV að hann telji að efnahagsstefnan verði að miða að samfélagi þar sem verðtrygging er ónauðsynleg. Hann segir verðbólguna vera hinn raunverulega óvin og að þar sé krónan meginástæðan. Taka þurfi upp nýjan og traustari gjaldmiðil. „Ég tel að upptaka evru samhliða aðild að ESB sé sigurstrang- legasta leiðin. Fram að því ætti að gera samning við ESB um efnahagslegan stöðug- leika. Ef þetta er gert verður verðtrygging úr sögunni,“ segir Guðmundur. Verðtryggingin er bein afleiðing óstöðugleika n Samningaleið, evran og algjört bann eru meðal þess sem stjórnmálamenn leggja til S tór hluti landsmanna vill verðtryggingu lána burt. Í könnun sem Capacent gerði fyrir Hagsmunasamtök heim- ilanna árið 2001, kom fram að rúmlega áttatíu prósent svarenda væru hlynnt afnámi verðtryggingar, það er svipuð niðurstaða og fékkst í sams konar könnun sem gerð var árið 2008. Verðtrygging var innleidd með Ólafslögunum svokölluðu árið 1979. Það var í kjölfar handstýringar á vöxt- um og óðaverðbólgu sem rýrt hafði sparnað landsmanna og um leið höf- uðstól lána. Þannig var innleiðing verðtryggingar svar stjórnmálamanna við langvarandi fjármálaóstöðugleika. Því má færa fyrir því rök að verðtrygg- ingin hér á landi sé raunar einkenni langvarandi verðbólgu og óstöðug- leika. Flestir vilja verðtrygginguna burt Utan Sjálfstæðisflokks hafa þeir stjórn- málaflokkar sem hafa fulltrúa á þingi gefið út að þeir vilji verðtryggingu lána burt. Pétur Blöndal var fulltrúi Sjálf- stæðisflokks í verðtrygginganefnd efnahags- og viðskiptaráðs, sem stofn- uð var fyrir áeggjan, Eyglóar Harðar- dóttur, þingkonu Framsóknarflokks. Í nefndaráliti Péturs kemur fram að ekki komi til greina að afnema verðtrygg- ingu á þeim samningum sem þeg- ar hafi verið gerðir. Það stangist á við eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Sama ákvæði hefur raunar ítrekað komið til tals þegar hugsanlegt afnám er rætt. Meginreglan í íslenskri stjórn- sýslu, og reyndar stjórnsýslu um all- an heim, er að lög séu ekki afturvirk. Þetta sannast til dæmis í dómi Hæsta- réttar sem féll á miðvikudag um lög um breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu sem Alþingi samþykkti stuttu eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að gengistryggð lán væru raunar óheimil. Taka skal fram að dómurinn hefur ekki bein áhrif eða fordæmisgefandi gildi í umræðunni um verðtryggingu. Að öðru leyti en því að hann staðfest- ir að almenna reglan er sú að ekki er hægt að breyta lögum afturvirkt. Flóknara en að setja lög Í því ljósi er ljóst að umræða um af- nám verðtryggingar er raunar tvískipt, annars vegar eru aðgerðir til framtíð- ar og svo hugsanlega skammtímaað- gerðir til að laga eða leiðrétta þá stöðu sem þegar er komin upp. Meðal þeirra hugmynda sem hafa verið ræddar í því samhengi er hugmynd um breytta for- sendu við útreikning, þak á verðtrygg- ingu lána og jafnvel uppkaup á eldri samningum. Þess má svo geta að Sam- staða, hið nýstofnaða stjórnmálaafl Lilju Mósesdóttur, leggur til að farin verði samningaleið við eigendur lána- samninga. Þá hefur Samfylkingin lagt til inn- göngu í Evrópusambandið og upp- töku evru, það myndi ekki sjálfkrafa fella verðtrygginguna úr gildi. Á móti kemur að stöðugri gjaldmiðill dregur úr sveiflum sem minnka tilfinnanleg áhrif verðbólgu mikið. Fyrir þann hóp sem þegar er með verðtryggð lán er lík- lega langmikilvægast að böndum verði komið á verðbólgu og sveiflur í hag- kerfinu. Ráðagóðir lántakendur og lánveitendur Hagfræðingar eru ekki á einu máli um ágæti og ókosti verðtryggingar. Á það hefur verið bent að verðtrygging dragi úr sveiflum og minnki greiðslu- byrði í upphafi lánstímans. Það dragi úr eignamyndun en geri ungu fólki hægar um vik að fjárfesta í íbúð. „Það fólk sleppur þá við að borða núðlur og hafragraut fyrstu árin vegna þess að það getur frestað greiðslum fram í tíma þegar það getur átt von á hærri tekjum,“ segir Þórólfur Matthíasson hagfræðingur. Hann bendir einn- ig á að enginn endir sé á hugvitsemi lánveitenda og lántaka þegar kemur að því að þróa fjármálaafurðir sem henta miðað við gildandi aðstæð- ur. Með öðrum orðum, verðtrygging eður ei, lánveitendur og lántakend- ur munu finna aðferð til að tryggja aðgengi hvers annars nema að ráðist verði á undirliggjanda vanda, sem er óstöðuleiki. Þetta hafa flokkarnir sagt um afnám verðtryggingar 1 3 2 4 Lánsfjárhæð 17 milljónir Húsnæðislán Markaðsvirði eignar 25 milljónir Lánstími 40 ár Fyrsta greiðsla: 100.861 kr. Síðasta greiðsla: 100.861 kr.* *Miðað Við enGaR VaxtaBReytinGaR á 40 áRuM. Fyrsta greiðsla: 92.477 kr. Síðasta greiðsla: 92.475 kr.* *Miðað Við enGaR VaxtaBReytinGaR á 40 áRuM. Fyrsta greiðsla: 98.439 kr. Síðasta greiðsla: 98.440 kr.* *Miðað Við enGaR VaxtaBReytinGaR á 40 áRuM. Fyrsta greiðsla: 68.690 kr. Síðasta greiðsla: 183.858 kr.* *Miðað Við 2.5% VeRðBólGuSpá. Óverðtryggt lán með 6,60% föstum vöxtum í 60 mánuði Óverðtryggt lán með 5,90% breytilegum vöxtum Óverðtryggt lán með 6,40% föstum vöxtum í 36 mánuði Verðtryggt lán með 3,75% breytilegum vöxtum Þú borgar alls 48.413.447 kr. Þú borgar alls 44.387.534 kr. Þú borgar alls 47.250.814 kr. Þú borgar alls 56.152.083 kr. Þú borgar höfuðstólinn 2,6 sinnum Þú borgar höfuðstólinn 2,84 sinnum Þú borgar höfuðstólinn 2,78 sinnum Þú borgar höfuðstólinn 3,3 sinnum Vertryggð húnsæðislán Eru lang- samlega algengasta tegund skuldbindinga íslenskra fasteignaeigenda. Verðtrygging Hagfræðingar eru ekki á einu máli um ágæti og ókosti verðtrygg- ingar. Á það hefur verið bent að verðtrygg- ing dragi úr sveiflum og minnki greiðslubyrði í upphafi lánstímans. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.