Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.2012, Blaðsíða 20
20 Fréttir 17.–19. febrúar 2012 Helgarblað Jón Steinar Mýrdal: Sæll, Snorri. Hefur þú einhvern tímann lýst því fyrir nemanda eða nemendum þínum eða í návist þeirra að þér þyki það rangt að vera samkynhneigður?  Snorri: Ég minnist þess ekki en það má þó vera. Þetta efni hefur aldrei verið til umfjöll- unar í tímum nema að nemendur hafi viljað spyrja en það hefur ekki orðið ofan á. Aðalsteinn Kjartansson: Tekur þú öllu sem segir í Biblíunni bókstaflega? Er ekkert rými til túlkunar? Réttlæta frásagnir af Lot og dætrum hans til dæmis sifjaspell?  Snorri: Biblían fjallar um mjög mikið efni og sum skilaboðin eru í gegnum dæmisögur, önnur ljóð og þannig skil ég Biblíuna – kynni mér efni hennar og tek afstöðu. Páll Svansson: Hvaða kostum telur þú þig vera gæddan framar öðrum til að leiða fólk í andlegu lífi?  Snorri: Engum. Kristján Sigurðarson: Hvers vegna heldur þú að þér komi kynhneigð annarra við?  Snorri: Mér kemur við líf og hegðun sam- borgaranna. Kynhneigðin er núna á dagskrá og krafan er að taka hana út af syndalist- anum, það er kjarni málsins. Tryggvi Tómasson: Nú er Ísland þátttakandi í alþjóðasamfélaginu og jafnframt með umburðalyndari þjóðum. Þú ert á móti samkynhneigð, hvernig vilt þú kenna börnum og unglingum umburðarlyndi? Hvaða leiðir vilt þú fara?  Snorri: Ræða við þá, opna á rétta sam- hengið, að þú getur verið á móti án þess að hata og vilja hefna. Umburðarlyndið þýðir að vera ósammála en sýna samt kærleika og vinsemd. Ásta Sigrún Magnúsdóttir: Þegar Guð skapaði heiminn – að því gefnu að það sé bara einn Guð – hver skapaði þá samkynhneigða?  Snorri: Ritningarnar tala um „kynvilluna sem ávöxt hjáguðadýrkunar“ – ég held að það sé mikið til í þessu. Kynvillan var þekkt fyrirbæri á dögum Biblíunnar. Ísak Jónsson: „Kynni mér efni hennar og tek afstöðu.“ Þannig að það er í raun þín persónulega ákvörðun að taka yfirlýsingum um samkynhneigða í Biblíunni bókstaflega á meðan þú lítur annað öðrum augum?  Snorri: Sá sem trúir Biblíunni tekur orð Jesú bókstaflega en hefur postulana og spámenn- ina að grundvelli – þegar þeim ber saman þá er það fullkominn Guðs vilji. Valgeir Ragnarsson: Þú vísar oft í Biblíuna máli þínu til stuðnings. Hér kemur ein spurning sem ég fór að velta fyrir mér eftir að hafa gluggað í 5. Mósebók. Hversu þrjóskur þarf sonur manns að vera til þess að maður fari með hann að þingstaðnum við borgarhliðið, þar sem öldungarnir sitja, til þess að láta grýta hann til bana? (5. Mósebók 21:18-21)  Snorri: Mjög þrjóskur, við höfum engan mælikvarða tengdan þessu efni. En eitt er víst, að Guð veitir AUÐMJÚKUM náð, þrjóskan er mikill tálmi í að kynnast Guði og taka við Jesú Kristi sem syni Guðs. Mandy Jóhannesdóttir: Guð skapaði manninn í sinni mynd og Kristur predikaði að allir menn væru jafnir. Hver gefur þér leyfi til að ganga í berhögg við orð hans og boðskap? Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum.  Snorri: Satt segir þú, við erum öll jöfn, synd- arar, fallið mannkyn. Leiðin er út úr ruglinu og upp á hærra plan siðferðilega. Kristján Sigurðarson: Þú svarar ekki fyrri spurningu minni. Hvers vegna telur þú að þér komi EINKAmál annarra við? Það skiptir sér enginn af því hvað þú gerir í svefnherberginu, hví skiptir þú þér af öðrum?  Snorri: Hvaða einkamál ertu að tala um? Telur þú samkynhneigðina einkamál þegar lög- gjafar, prestar, skólar, kennarar, þú og ég erum öll leidd til að taka afstöðu með eða á móti? Tryggvi Tómasson: Myndir þú mæta á gaypride gleðigöngu samkynhneigðra til að sýna stuðning þinn? Styður þú baráttu samkynhneigðra í að hafa sömu réttindi og gagnkynhneigðir?  Snorri: Ég styð það að allir menn hafi sömu mannréttindi – þeir eru komnir með meiri réttindi þegar mér er meinað að blogga um þetta og er rekinn frá störfum vegna þess. Heldur þú að gangan myndi styðja minn rétt? Hildur Steindórsdóttir: Sæll. Hvernig myndir þú bregðast við ef barnið þitt kæmi til þín og segði þér að hann/hún væri samkynhneigð?  Snorri: Ég myndi faðma barnið mitt og elska, styðja það með ráðum og dáð en ekki sam- þykkja þennan lífsmáta. Ég mundi hvetja það til að taka ekki þátt í því sem erfir ekki Guðs ríkið. Heimir Bergmann: Sæll, Snorri:, nú lagðir þú að jöfnu samkynhneigð (kynvillu eins og þú kýst svo auðmjúklega að túlka það) og bankarán, getur þú útskýrt þetta betur?  Snorri: Ég hef í huga versið í 1. Korintubréfi 6:9 en þar kemur þetta samhengi; hórdóms- menn, saurlífismenn, kynvillingar, þjófar né ásælnir … Guðs ríki erfa. Þessi atriði eru á syndalistanum. Eyþór Jóvinsson: Ef tilfinningar manna og ástir stangast á við Biblíuna, hverju á maður þá að fylgja? Og af hverju?  Snorri: Þú mátt ekki láta tilfinningar ráða, það var eitt að atriðunum sem Móse lagði fyrir Ísraelsmenn, láta orðið ráða (4. Mós. 15:39) til að spillt hjarta ráði ekki för. Sjáum við það ekki á hruninu? Ingvar Gíslason: Er einhver þér nákominn samkynhneigður?  Snorri: Já, nokkrir náungar. Ísak Jónsson: Ert þú sammála þessu uppeldisheilræði: Aga þú son þinn, því að enn er von, en farðu eigi svo langt, að þú deyðir hann. (Orðskviðir 19:18.)  Snorri: Þetta er fínt hjá Salómon, auðvitað drepum við engan mann en agaleysið hefur drepið mikinn fjölda! Sighvatur Jónsson: Af hverju telur þú trúarbrögð yfir höfuð hafa svona miklar áhyggjur af kynhneigð og kynlífi fólks?  Snorri: Trúarbrögð hafa þá tilhneigingu að stilla þjóðfélagið í samskonar hegðun og reglu. Þorgeir sagði Ef ver brjótum í sundur lögin þá brjótum vér og í sundur friðinn. Þetta er því kjarnaatriði. Björn Gunnarsson: Sæll, Snorri:. Er möguleiki á að þú sért samkynhneigður sjálfur?  Snorri: Nei. Franz Gunnarsson: Af hverju er þér fyrirmunað að fara eftir starfsreglum sem þér eruð settar sem kennara?  Snorri: Það eru aðeins munnleg fyrirmæli sem stangast á við grundvallarrétt og stjórnarskrá Íslands. Þeir mega ekki fara fram á þetta, það er stjórnarskrárbrot. Pétur Harðarson: Af hverju að einblína svona á samkynhneigð? Hvað segir Biblían t.d. um giftingarsáttmálann? Má rjúfa hann samkvæmt ströngustu skilgreiningu Biblíunnar?  Snorri: Einblína? Ég hef bloggað um margs- konar efni, núna er þetta hitamálið og ég sit fyrir svörum – Ég gerði þetta ekki að hita- máli! Logi Björnsson: Telur þú að „að kona sem ekki er hrein mey við giftingu skuli dregin að húsi föður síns og grýtt þar til bana?“ (5. Mós, 22:21) Hvort fellur þetta undir „dæmisögur“ eða „önnur ljóð“?  Snorri: Nei, þetta gerum við ekki. Þetta fellur undir Jóhannes 8; sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana – og þeir gengu allir í brott! Sighvatur Jónsson: Af hverju velur þú samkynhneigð sérstaklega úr Biblíunni til að níðast á en ekki margt annað sem einnig þykir tabú í dag, t.d. nauðganir og grýtingar sem þykja allt í lagi í Biblíunni?  Snorri: Ég valdi hana ekki, það voru aðrir sem völdu að kalla hana ekki synd. Með hin atriðin þá ferðu með staðlausa stafi með nauðganir, en grýtingar voru aftökuaðferð, þá vantaði byssu eða svefnlyf! Jón Steinar Mýrdal: Hefur þú á einhverjum tímapunkti lent í því að þurfa að kenna efni sem stangast á við þína trú? Kannski þróunarkenninguna eða jarðfræðikenningar?  Snorri: Já, já, og farið létt með. Þá kynnir maður efnið og kennir sem kenningu – það er afar létt! Ólafur Kristjánsson: Þú sem fullveðja maður, að ég held, sérð þú virkilega ekkert athugavert við það að nota bók sem skrifuð var á bronsöld, sem siðferðislegan áttavita og lífsleiðarvísi núna þegar árið er 2012?  Snorri: Nei, hún leiðir fram mannlífið í 4.000 ár og skv. henni þá hefur ekki orðið ör þróun í mannheimum! Katrín Aðalsteinsdóttir: Hvernig er það, ef einstaklingur í söfnuðum þínum kemur út úr skápnum, hvernig bregst þú við?  Snorri: Ég tala við hann og heyri hvað hefur komið upp á, það eru viðbrögð hans sem ráða hvert framhaldið er! Sigurður Björnsson: Í biblíuþýðingunni frá 2005 var textanum í KÓR 6:9 breytt þannig að kynvilla var felld út. Telur þú að þessi þýðing sé röng?  Snorri: Þessi þýðing er líkari því sem Oddur Gottskálksson ritaði 1540 – margt annað sem stendur í nútíma Biblíunni stenst ekki, t.d. að kalla allt systkin þar sem frummálið segir „bræður“. Elías Þórsson: Ef ást og kærleikur er hornsteinn kristni, og eitt það besta sem guð gaf okkur, hvernig getur þá ást milli tveggja fullorðinna einstaklinga verið af hinu illa? Er ást ekki alltaf frá guði?  Snorri: Ást og kærleikur er aldrei af hinu illa. Okkur er uppálagt að elska óvini okkar! Við erum að fjalla um hegðun manna, viðhorf og gjörðir. Ólafur Ólafsson: Nú segir Biblían líka að ef maki konu deyr barnlaus, eigi ekkjan að sofa hjá bræðrum hins látna þar til hún eignast son (Mark12:18-27). Getum við virkilega fylgt lögum Biblíunnar?  Snorri: Þetta atriði var lögbundið í samfélagi gyðinga og til þess gert að varðveita arf fjölskyldunnar. Þér er frjálst að gera slíkt hið sama en ert ekki þrælbundinn í slíku efni, segir Páll postuli. Elmar Viðarsson: Ferðu eftir öllu sem stendur í Biblíunni? Hefurðu aldrei á ævinni sagt ósatt? Er mögulegt að lifa samkvæmt öllu sem Biblían segir?  Snorri: Ég reyni að temja mér að fara eftir öllu, ég hef sagt ósatt og ég hef stolið og ég hef … viltu vita meira? Þessi atriði er hægt að fyrirgefa og þar hvíli ég í voninni. Rúnar Sigurjónsson: Hver er þín skoðun á þróunarkenningunni, trúir þú á hana? Eða ertu með sköpunarkenninguna sem hinn eina sannleik?  Snorri: Ég tel þróunarkenninguna ranga. Ég sé samt að barnið þróast upp í fullorðinn mann og getur stundum orðið óargadýr. Ég sé líka öfugþróun þegar menn verða eins og svín, aða af aurum apar! Brynja Dögg: Þú segir að þetta sé stjórnarskrárbrot. En er það ekki lögbrot að vera með hatursáróður gegn náunganum? Hvort sem það er vegna kynhneigðar, trúar eða annars?  Snorri: Hatursáróður? Hvaða áróður? Þið hafið fermst og teljið ykkur kristin – er ekki kominn tími til að vita hvað kristnin inniheldur? Hún segir okkur með hvaða augum Guð lítur þetta atriði. Baldvin Sigurðsson: Gerir þú þér grein fyrir því að þegar þú ýtir undir fordóma gagnvart minnihlutahópum þá er það stjórnarskrárbrot sem málfrelsið ver ekki?  Snorri: Ég ýti ekki undir fordóma þegar ég hef kynnt mér efnið, lesið lærðar greinar og bækur. Þegar niðurstaðan rímar við Biblíuna þá má sannleikurinn heyrast, það er von fyrir manninn að Guð geri okkur betri. Atli Þórðarson: Að þínu mati, Snorri:: Er einhver munur á manni sem dregur fólk í dilka eftir kynhneigð, og manni sem dregur fólk í dilka eftir t.d. kynþætti, stjórnmála- skoðunum og/eða trúarbrögðum?  Snorri: Við höfum ekki leyfi né efni á að draga fólk í dilka, og það tel ég mig ekki gera, en þeir sem vilja njóta mannréttinda mega líka heyra hina hliðina, ekki satt? Jón Steinar Mýrdal: Hver er afstaða þín til getnaðarvarna, t.d. smokksins? Hvað finnst þér um að einhverjir talsmenn kirkjunnar hafa talað gegn smokknum t.d. í Afríku þar sem HIV-faraldur geisar?  Snorri: Ég veit að smokkurinn hjálpar mönnum að komast upp með framhjáhald. Hjónum sem velja að nota smokk eða pillu er frjálst að fara að eins og þau vilja. En þeim er ekki frjálst að eyða fóstri. Siggi Sigurðsson: Þú hefur sagt að þú myndir „tala við“ samkynhneigða nemendur þína um villu þeirra. Fyndist þér í lagi ef kennari sem aðhyllist múhameðstrú reyndi að sannfæra dóttur þína um að nota blæju utandyra?  Snorri: Þegar stúlka eða drengir fá valið þá er þetta í lagi, við getum ekki ráðið meiru um manninn en að valið verði til staðar, svo tekur einstaklingurinn ákvörðun. Katrín Aðalsteinsdóttir: Segir þú frá því í skólanum að þú teljir þróunarkenn- inguna ranga?  Snorri: Já, og bendi t.d. á að aldur jarðar sé álitamál, ef ég er spurður. Rúnar Sigurjónsson: Þú telur þróunarkenninguna ranga, gott og vel. En hvað er alheimurinn þá gamall?  Snorri: Um daginn var hann sagður 18 millj- arða ára. Svo yngdist hann um 4 milljarða og er talinn 14 milljarða ára í dag. Ég tel lífið ungt og alheiminn ekki svo gamlan en þó talsvert eldri en ég er. Indíana Hreinsdóttir: Hvað finnst þér um þá staðreynd að samkynhneigðir íslenskir unglingar eru mun líklegri til að reyna að taka eigið líf en aðrir unglingar, samkvæmt nýrri rannsókn? Af hverju telurðu að svo sé?  Snorri: Það er alveg hræðilegt að taka sitt eigið líf. En nú hefur þjóðfélagið allt sam- þykkt þessa hneigð sem eðlilega. Af hverju finna þeir ekki fyrir meiri vellíðan, getur verið að eitthvað hið innra nagi? Valgeir Ragnarsson: Þegar maður kaupir hebreskan þræl, þá á hann að vinna sem þræll í sex ár en svo þarf að veita honum frelsi. (2. Mósebók 21:2) Er þetta hæfilegur tími að þínu mati?  Snorri: Já, og mætti stytta hann. Orðið „þræll“ má einnig vera þýtt sem vinnumaður. Því gat þetta verið baktrygging fyrir manninn að hann fengi viðurværi sitt og öryggi í 6 ár. Hafsteinn Árnason: Ef konan þín heldur framhjá þér, ætti þá ekki að drepa hana eins og kveðið er á um í 22. kafla 5. Mósebókar?  Snorri: Nei, það ætti ekki að drepa hana, en þetta er skilnaðarorsök og allavega hjónabandið deyr, traustið deyr og það vil ég ekki heldur! Kelly Cahill: Nú stendur í Biblíunni að það sé synd að vera sköllóttur og raka sig, má ekki álykta að guð hafi ákveðið að taka hárið þitt vegna synda?  Snorri: Jú, það er ljómandi skýring. En ég á samt miskunnsaman og kærleiksríkan föður sem gæti gert mig hárfínan á ný! Anton Bergland: Ef þú ert svona trúaður, af hverju stendur þá í Biblíunni að guð gefi öllum tilgang í lífinu? Ég er sjálfur gay og hann gaf mér þann tilgang. Oft hugsa ég til þess að fá að vera straight. Ég get ekki breytt sjálfum mér, eða hvernig guð skapaði mig.  Snorri: Má vera að þú sért kominn að þessari spurningu til að Guð fái aðgang að þér og gera þig að tákni á Íslandi, að hann endurfæðir og umbreytir þér? Við trúaðir höfum séð mörg undur í umbreytingu manna. Árni Árnason: Telur þú það eðlilegt að á meðan samkynhneigðir unglingar eru í áhættuhóp varðandi sjálfsvíg telji kennari samkynhneigð dauðadóm?  Snorri: Páll postuli var kallaður „skaðræði“, fór um, drap og tortímdi. Hann breyttist – þú ert ekki verri en hann, þess vegna áttu von. Jesús endurfæðir, hreinsar og uppbyggir. Jóhann Jónsson: Hví ætti ég að leggja allt undir á að Biblían sé hið rétta rit Guðs, en ekki Kóraninn? Af hverju ekki Óðinn, Þór, sólarguðinn Ra, Allah, Múhameð eða einhver annar af þúsund guðum sem „hafa verið til“?  Snorri: Innihald Biblíunnar hefur reynst vera svo áreiðanlegt, t.d í fornleifafræði. Ef hún væri ekki til staðar þá vissu menn ekkert um stóran hluta mannkynssögunnar. Það bendir á sannleiksgildi hennar! Siggi Sigurðsson: Þú sagðir áðan að hórdómur ætti ekki að vera dauðasök, þrátt fyrir að það standi í Biblíunni. Ertu að velja eftir hentugleikum hvaða ritningartexta þú kýst að telja til eftirbreytni?  Snorri: Nei, Jesús sagði: „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum.“ Dauðarefsingin var ekki felld úr gildi heldur sett í þann farveg að við höfum ekki efni á að farga hórkonu, ekki heldur fóstri. Daníel Guðlaugsson: Er ekki rétt að þú kærir brottvikninguna til að fá úr því skorið hvað má hafa eftir Biblíunni og hvað ekki?  Snorri: Nei, ég hef ekki kært neitt. KÍ, mitt stéttarfélag, sér um þetta og málið er í „ferli“ hjá þeim. En ég vil líka benda á að ég áskil mér allan rétt til að kæra. Hólmar Finnsson: Stjórnarskráin verndar málfrelsi en því má setja skorður með lögum, sem er einmitt gert með 233. gr. almennra hegningarlaga. Telur þú að ummæli þín um samkynhneigða samrýmist ákvæðum þeirrar greinar?  Snorri: Já, algerlega, ég hef ekki veist að neinni persónu með fúkyrðum. En því er ekki að heilsa hjá mörgum sem fjalla um mig. Þar er munurinn – ég tala um málefnið en ekki persónuna. Ester Og Jens Ívar: Ætlar þú að mótmæla aðgerðum Akureyrarbæjar? Og ef svo, hvernig ætlarðu að gera það?  Snorri: Ég lét bóka að þessi aðgerð stæðist ekki stjórnarskrá né grein 14:8 í kjarasamningi milli kennara og sveitarstjórna. KÍ er með málið í skoðun. Snorra Óskarssyni grunnskólakennara var vikið tímabundið frá störfum eftir að hann lét þau ummæli falla að samkynhneigð væri synd. Á Beinni línu á DV.is gafst lesendum tækifæri til að spyrja hann spjörunum úr og óhætt er að segja að hart hafi verið að honum sótt. „Ég tel þróunar- kenninguna ranga“ Nafn: Snorri Óskarsson. Aldur: 49 ára. Starf: Framhaldsskólakennari. Menntun: Kennaramenntun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.