Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 1.–3. júní 2012 Helgarblað A rður útgerðarfélagsins Samherja af veiðum verk­ smiðjutogara félagsins við Afríku er ekki skattlagður á Miðjarðarhafseyjunni Kýp­ ur. Arðgreiðslur erlendra eignar­ haldsfélaga þar í landi eru ekki skattskyldar og skipafélög á Kýpur þurfa heldur ekki að greiða skatt þar í landi. Þetta kemur fram í yfirliti um skattaumhverfið á Kýpur sem end­ urskoðendaskrifstofan Deloitte hef­ ur unnið sem aðgengilegt er á vef­ síðu fyrirtækisins. Á milli 30 og 40 prósent af heildartekjum Samherja, rúmlega 20 milljarðar króna, eru til­ komin vegna veiða fyrirtækisins í Afríku. Líkt og komið hefur fram í DV á Samherji íslenska dótturfélagið Pol­ aris Seafood sem heldur utan um eignarhaldið á tveimur kýpverskum félögum, Fidelity Bond Investments og Miginato Holdings Limited, sem aftur halda utan um útgerðina í Afríku. Í lok árs 2010 voru eignar­ hlutirnir í þessum tveimur dóttur­ félögum metnir á rúmlega 71 millj­ ón dollara, rúmlega átta milljarða króna, eða nærri þriðjung af heild­ areignum Polaris. Heildareignir Polaris námu þá tæplega 255 millj­ ónum dollara. Erlend félög borga ekki skatt Í yfirliti Deloitte kemur fram að tekjur og arður af starfsemi fyrirtækja utan Kýpur sem eru í eigu eignarhalds­ félaga þar í landi séu undanþegin frá skatti. Í yfirlitinu segir að allar tekjur og allur arður sem tilkominn er með þessum hætti séu undanþeginn skatti. Tekjuskattur á fyrirtæki nem­ ur almennt 10 prósentum á Kýpur en þetta á ekki við þegar tekjur fyrir­ tækisins eru tilkomnar í öðru landi. Orðrétt segir um þetta í yfirlitinu þar sem rætt er um skilyrði fyrir því að fyrirtæki þurfi ekki að greiða skatt: „Tekjur frá fyrirtækjum utan Kýpur.“ Sama á við um arðgreiðslur frá fyrir­ tækjum sem ekki eru skráð á Kýpur. Þetta þýðir að Samherji hefur ekki þurft að greiða tekjuskatt eða skatt af arðinum sem móðurfélög Afríkuútgerðarinnar hafa tekið við síðastliðin ár. 17 milljarða hagnaður Samanlagður hagnaður Polaris Sea­ food frá árinu 2007, þegar Samherji keypti útgerðina í Afríku, nemur tæplega 139 milljónum dollara. Mið­ að við gengi dollarans nemur þessi upphæð tæplega 17,6 milljörðum króna en þegar upphæðin er reiknuð út frá gengi krónunnar í lok árs 2008 nemur hún tæplega 16,7 milljörðum króna. Mestur var hagnaður félag­ anna tveggja árið 2008 en þá nam hagnaður Mercury Seafood rúmlega 62 milljónum dollara, nærri 7,5 millj­ örðum króna, og hagnaður Polaris Seafood tæplega 37 milljónum doll­ ara, um 4,4 milljörðum króna. n Erlend fyrirtæki greiða ekki skatt á Kýpur n 17 milljarða tekjur Hagstætt skattaumhverfi Tekjur Samherja af veiðunum við strendur Norður-Afríku nema um 30 til 40% af heildarveltu fyrirtækisins. Þor- steinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson, eigendur Samherja, sjást hér með eigendum Sjólaskipa sem seldu þeim Afríkuútgerðina 2007. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Íslendingar borga í NATO Borgum mest í hermála- sjóðinn Íslendingar juku framlög sín til Atlantshafsbandalagsins í kjölfar þess að bandaríski herinn yfirgaf varnarliðssvæðið á Suðurnesjum árið 2006. Þá ákvað ríkisstjórn Sjálf­ stæðisflokks og Framsóknarflokks að Ísland gerðist aðili að mann­ virkjasjóði NATO. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn DV um framlög Ís­ lands til bandalagsins. Skylduframlög aðildarríkja NATO, þar með talið Íslands, skiptast niður á þrjá sjóði. Sjóð­ irnir sem greitt er í eru borgara­ legur sjóður (e. civil budget), her­ málasjóður (e. military budget) og áðurnefndur mannvirkjasjóður (e. NATO Security Investment Pro­ gramme). Þar að auki greiða að­ ildarþjóðirnar í sérstakan sjóð sem ætlað er að standa straum af bygg­ ingu nýrra höfuðstöðva bandalags­ ins en fyrirséð er að vinnu við það ljúki árið 2016 og þar með geti Ís­ land hætt að greiða í sjóðinn. Þrátt fyrir að framlag Íslands til NATO sé mikið í krónum talið er kostnaðurinn afar lítill hluti rekstr­ arkostnaðar sambandsins í heild, eða 0,0492 prósent af heildarfram­ lögum aðildarríkjanna. Framlagið hækkar ekki í evrum talið á milli ára fyrir utan leiðréttingu vegna verðbólgu. Stærsti hluti hækkan­ anna er því vegna mikilla gengis­ breytinga. Eins og kom fram í frétt DV frá því 24. maí síðastliðnum hefur framlag Íslands til banda­ lagsins numið samtals 910,7 millj­ ónum króna, samkvæmt fjárlögum og fjáraukalögum, frá árinu 2007. Stærstur hluti framlags Ís­ lands í sjóði Atlantshafsbanda­ lagsins renna í hermálasjóðinn, eða 48 prósent af heildarframlag­ inu. Peningarnir sem fara í þann sjóð eru notaðir til reksturs fastra herstjórna bandalagsins, stjórn­ stöðva fyrir aðgerðir, AWACS­rat­ sjárvéla bandalagsins, ratsjár og fjarskipta bandalagsins og her­ stjórnartengdra stofnana sem víða er að finna í bandalagsríkjum. Næstmest af framlagi Íslands fer í mannvirkjasjóðinn, eða um 43 prósent. Sá sjóður er notaður til að fjármagna stofnkostnað og viðhald bygginga sem Atlantshafsbanda­ lagið hefur til umráða eins og flug­ vallarmannvirki, hafnarmannvirki og olíuleiðslur. Restin, um 9 pró­ sent, fer svo í borgaralega sjóðinn sem stendur straum af kostnaði við rekstur höfuðstöðva bandalagsins. Arðurinn á kýpur ekki skAttlAgður 10 Fréttir 16. maí 2012 Miðvikudagur S amanlagður hagnaður tveggja íslenskra eignar­ haldsfélaga í eigu Samherja sem halda utan um eignar­ hluti fyrirtækisins í útgerð­ inni Kötlu Seafood á Kanaríeyjum nemur tæplega 139 milljónum doll­ ara. Þetta eru tölur sem fram koma á ársreikningum eignarhaldsfélag­ anna tveggja, Mercury Seafood ehf. og Polaris Seafood ehf., á árabilinu 2007 til 2010. Þessi tvö félög eiga dótturfélögin Miginato Holdings og Fidelity Bond Investments sem aftur eru skráðir eigendur útgerðarinnar á Kanaríeyjum. Útgerðin á Kanarí­ eyjum stundar fiskveiðar við vestur­ strönd Afríku. Miðað við gengi dollarans um þessar mundir nemur þessi upp­ hæð tæplega 17,6 milljörðum króna en þegar upphæðin er reiknuð út frá gengi krónunnar í lok árs 2008 nemur hún tæplega 16,7 milljörðum króna. Mestur var hagnaður félag­ anna tveggja árið 2008 en þá nam hagnaður Mercury Seafood rúmlega 62 milljónum dollara, nærri 7,5 millj­ örðum króna, og hagnaður Polaris Seafood tæplega 37 milljónum doll­ ara, um 4,4 milljörðum króna. DV hefur fjallað um þessa útgerð Sam­ herja í Afríku síðustu vikurnar. Meðal þess sem komið hefur fram í umfjöllun DV er að tekjur Samherja af þessari útgerð nemi á milli 30 og 40 prósenta af heildartekjum félagsins. Þetta þýðir að árið 2010 hafi tekjur Samherja af Afríkuveiðunum numið á bilinu 22 til 24 milljarða króna. Hafa greitt á arð upp á tæpa þrjá milljarða Á tímabilinu 2007 til ársins 2010, frá því útgerðin í Afríku var keypt, hafa arðgreiðslur Samherja til hluthafa sinna numið tæplega 3 milljörðum króna. Stærstu hluthafar Samherja eru Þorsteinn Már Baldvinsson, og fyrrverandi eiginkona hans, og Krist­ ján Vilhelmsson. Þorsteinn á tæp 40 prósent í Samherja í gegnum eignar­ haldsfélagið Stein og Kristján á 33 prósent í fyrirtækinu. Miðað við þess­ ar tölur hafa Þorsteinn og kona hans tekið við arði upp á meira en 1.100 milljónir króna frá árinu 2007. Þegar tekið er mið af arðgreiðslunni til hlut­ hafa Samherja fyrir árið 2010, sem ekki kemur fram fyrr en í ársreikningi fyrir 2011, hækkar þessi arðgreiðsla upp í rúmlega 1.500 milljónir króna. Þá hefur Kristján Vilhelmsson tek­ ið við arði upp á nærri einn milljarð króna frá Samherja frá árinu 2007. Þessi upphæð hækkar upp í nærri 1.300 milljónir króna þegar tekið er mið af ætlaðri arðgreiðslu ársins 2010. 16 milljarða viðskipti Samherji keypti útgerðina, sem á og rekur sex verksmiðjutogara sem stunda fiskveiðar við strendur Vest­ ur­Afríku, af útgerðarfyrirtækinu Sjólaskipum á vormánuðum 2007 fyrir um 190 milljónir evra, um 16 milljarða króna miðað við gengi krónunnar á þeim tíma. Togararnir veiða aðallega hestamakríl og sard­ ínu við strendur Marokkó, Máritan­ íu og Senegal. Glitnir fjármagnaði viðskiptin að stærstu leyti. Í árs­ reikningi Samherja fyrir árið 2007 er tekið fram að kaupverð útgerðar­ innar í Afríku hafi numið rúmlega 16,5 milljörðum króna. „Fjárfesting samstæðunnar í þessum eignar­ hlutum nam 16.528 millj. kr.“ Um þetta segir í skýrslu rannsókn­ arnefndar Alþingis þar sem vitnað er í afgreiðslu lánanefndar Glitnis á umsókn Samherja um fyrirgreiðslu vegna viðskiptanna. „Samherji hf. hefur óskað eftir brúarláni að fjár­ hæð allt að 140 m.EUR (11.700 m.kr.) til allt að 3 mán. til kaupanna. Heild­ arvirði Sjólaskipa er 190 m.  EUR  og hefur Samherji þegar lagt fram 50 m.EUR sem eigin fjárframlag.“ Í skýrslu rannsóknarnefndar Al­ þingis er minnst sérstaklega á það í umfjölluninni um viðskipti Sam­ herja með útgerð Sjólaskipa að Þor­ steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hafi verið stjórnarformað­ ur Glitnis fyrir bankahrunið – Þor­ steinn tók við stjórnarformennsku í bankanum í febrúar 2008. „Mesta aukning á skuldastöðu Samherja var við Glitni, en framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi Samherja,  Þor­ steinn Már Baldvinsson,  var stjórn­ arformaður bankans á þessu tímabili.“  Glitnir var eina fjármála­ fyrirtækið sem fjármagnaði viðskipti Samherja með útgerðina í Afríku en auk þess lagði Samherji fram eigin­ fjárframlag til viðskiptanna. Fjárfestingin borgað sig upp Miðað við þessar hagnaðartölur þessara tveggja eignarhaldsfélaga er hagnaður Samherja af útgerðunum við Afríkustrendur síðastliðin fimm ár það mikill að fjárfesting fyrirtæk­ isins hefur nokkurn veginn borgað sig upp á tímabilinu. Samherji hef­ ur getað greitt skilmerkilega og auð­ veldlega af lánunum vegna fjárfest­ ingarinnar í Afríku sökum þeirra miklu tekna sem veiðar fyrirtækis­ ins þar hafa skapað. Eftir bankahrunið 2008 færðust skuldir Samherja vegna fjárfesting­ arinnar í útgerðinni í Afríku frá Glitni og yfir til Íslandsbanka. Um þetta segir í ársreikningi Mercury Seafood fyrir árið 2009: „Langtímaskuldir félagsins eru allar við Íslandsbanka hf. samkvæmt lánasamningi þar sem systurfélögin Polaris Seafood ehf. og Mercury Seafood ehf. eru sameigin­ legir lántakendur.“ Lánin endurfjármögnuð Í byrjun árs 2010 sameinuðust Merc­ ury Seafood og Polaris Seafood undir nafni þess síðarnefnda. Félagið er skráð fyrir eignum upp á nærri 255 milljónir dollara en á móti þeim eru skuldir upp á rúmlega 119 milljónir dollara. Þar af eru rúmlega 89 millj­ ónir dollara við bankastofnanir, Ís­ landsbanka. Polaris átti að greiða rúmlega 80 milljónir dollara af þess­ um skuldum árið 2011 en miðað við ársreikning félagsins var lán félags­ ins hjá Íslandsbanka endurfjár­ magnað til margra ára og á fyrirtæk­ ið að greiða 10 til 15 milljóna dollara afborganir á næstu árum. Á árunum 2009 og 2010 greiddi Polaris niður meira en 50 milljónir evra af skuld­ um sínum. Græddu 17 milljarða n Fjárfesting Samherja í Afríku hefur borgað sig upp n Arðgreiðslur upp á 4 milljarða Arðgreiðslur til hluthafa Samherja 2011 969 milljónir* 2010 769 milljónir 2009 657 milljónir 2008 922 milljónir 2007 613 milljónir *ÆtLaður arður Arðgreiðslur 2007 til 2011: 3.930 milljónir króna „Langtímaskuldir félagsins eru allar við Íslandsbanka hf. LÍU tók undir gagnrýni á rányrkju í Afríku n Í september 2009 birti Landsamband ís- lenskra útvegsmanna (LÍÚ) frétt á vefsíðu sinni þar sem tekin var upp gagnrýni á rányrkju Evrópusambandsins í dönsku blaði, Arbejderen. Í blaðinu var rætt við ráðgjafa frá Kenýa sem sagði Evrópu- sambandið stela fiskinum í sjónum við Afríkustrendur. Þar sem LÍU eru hags- munasamtök útgerðarmanna hefur til- gangur fréttarinnar líklega verið að benda á að Evrópusambandið arðræni fátækar þjóðir í Afríku og að sambandið myndi líka arðræna Íslendinga ef Ísland gengi í sam- bandið og deildi fiskimiðum sínum með öðrum aðildarríkjum. Ekki var minnst á veiðar Íslendinga við Afríkustrendur í frétt LÍÚ en þeir Kristján Vilhelmsson og Þor- steinn Már Baldvinsson hafa setið í stjórn og varastjórn sambandsins síðastliðin ár. Þá var heldur ekki tekið fram að hluti af veiðum Samherja við Afríkustrendur byggi á samningi sambandsins við einstök Afríkuríki. Orðrétt sagði í frétt LÍÚ: „Ráðgjafi í sjávarútvegsmálum hjá Einingarsamtökum Afríku ásakar Evrópusambandið um hroka í samskiptum við Afríkuþjóðir og rányrkju á fiskimiðum þeirra. Þetta kemur fram í við- tali við Nancy Gitonga frá Kenýa við danska blaðið Arbejderen í dag. Yfirskrift viðtalsins er „Þeir stela fiskinum okkar.“ Í viðtalinu dregur Gitonga upp dökka mynd af framferði Evrópusambandsríkja, einkum Spánverja, Portúgala og Frakka. Hún segir ESB árlega semja um aðgang að fiskimiðum Afríkuríkja, einkum við vesturströndina, gegn greiðslu. Í fæstum tilvikum séu í samningunum nein ákvæði um hámarksafla. Afleiðingin sé rányrkja. Gitonga segir að veiðar Evrópusambands- ríkjanna skapi hvorki atvinnu né tekjur fyrir íbúa þeirra Afríkuríkja sem um ræðir. Á hinn bóginn skapi veiðarnar stórfellt vandamál fyrir hundruð þúsunda íbúa sem ekki geta lengur framfleytt sér af fiskveiðum eða afleiddum störfum af sjávarútvegi. „Það á að heita svo að peningarnir sem ESB greiðir fyrir aðganginn að fiskimið- unum renni til sjómanna og annarra sem hafa orðið illa úti vegna þessara veiða. En raunveruleikinn er annar. Féð fer allt til landbúnaðarmála og er aðeins dropi í hafið,“ segir Gitonga.“ „Fjárfesting sam- stæðunnar í þessum eignarhlutum nam 16.528 millj. kr. arðbærar veiðar Forsvarsmenn Sam- herja, Þorsteinn Már Baldvinsson, Kristján Vilhelmsson og Eiríkur S. Jóhannsson, ásamt forsvarsmönnum Sjólaskipa þegar tilkynnt var um kaupin vorið 2007. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is w w w . d v . i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 2.–3. maí 2012 miðvikudagur/fimmtudagur 5 0 . t b l . 10 2 . á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . samherji græðir á esb n Ásakanir um rányrkju n Ofveiði við Marokkó n Mikil leynd yfir útgerðinni n Yfir 20 milljarða tekjur „Þeir sem þarna vinna eru bara ekkert að tjá sig um það Ólafur ragnar dásamar kvÓtann Lofræða í Brussel 4 3Aftur dreginn fyrir dóm aron Pálmi ber við sjálfsvörnn „Þennan mann verður að stoppa“ ofsagrÓði við afríku Úr ballett í lyftingar ÞÚ spArAr 218 ÞÚsund Á Ári Hulda Waage ætlar að verða sterkust 27 verktaki fer í mál við kára 6 n skiptu gamla bílnum í grænan Ákærður fyrir árás: 10–13 18–19 2. maí sl. 7. maí sl. w w w .d v .i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 7.–8. m aí 2012 Mánudagur/Þriðjudagur 5 2 . t b l . 10 2 . á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . n Við eigum risaskip í rányrkju við Vestur-Afríku Þátttakendur í „nýlendustefnu“ n Heimamenn á trébátum keppa við 100 manna verksmiðjutogara Íslendinga ÍSLENSKA ÞJÓÐIN GRÆÐIR Á RÁNYRKJU LÍfEYRISSJÓÐIR oG RÍKIÐ Í AfRÍKUvEIÐUm fEGURÐARKÓNGUR vAR 130 KÍLÓ n „Ég varð fyrir aðkasti“ VELDU GÓÐA SÓLARVÖRN 6 Góðæri í Eyjum n Vantar fólk í vinnu BAUHAUS- ÁHRIfIN n Vor í efnahagslífinu 2–3 HUSKY- HUNDUR DÚXAÐI á hlýðniprófi 18–19 20–21 26 EBBA Í ÚTRÁS 8 n Eigendur íslenskir, eignarhald á Tortóla, rekstrarfélag á Jersey, skipverjar Rússar, skipið skráð í Belís og gert út frá Kanaríeyjum 10–11 Fréttir 11Miðvikudagur 16. maí 2012 Þorsteinn Már Baldvinsson Helga S. Guðmundsdóttir n Skráð fyrir 33 prósentum í Sam- herja í gegnum eignarhaldsfélagið Stein ehf. n Steinn ehf. á helmingshlut í Fjár- festingarfélaginu Firði ehf. sem á 12 prósent hlut í Samherja. n 39 prósenta hlutur í Samherja: 1.533 milljóna arður frá 2007. n Eignir Steins ehf. nema 2,9 milljörðum í ársreikningi 2009. Kristján Vilhelmsson n Skráður fyrir 33 prósenta hlut í Samherja. n Arðgreiðsla upp á tæplega 1.297 milljónir króna. Ársreikningur Polaris Sea- food fyrir árið 2011 liggur ekki fyrir. DV hefur hins vegar heim- ildir fyrir því að skuldir Samherja við Íslandsbanka vegna fjárfest- ingarinnar í Afríkuútgerðinni hafi numið um 70 milljónum evra um mitt ár í fyrra. n Gæði skólanna endurspeglast ekki „Þetta sýnir að nemendur úr minni skólum og skólum úti á landi, þeir eru bara að standa sig prýðilega í Háskóla Íslands,“ segir Ólafur Þ. Harðarson. E kki er marktækur munur á einkunnum nemenda í Há- skóla Íslands eftir því frá hvaða framhaldsskóla þeir út- skrifuðust. Þetta er niðurstaða rannsókna sem gerðar hafa verið inn- an Háskóla Íslands. Frekar var hægt að byggja á árangri í samræmdum prófum, meðan þau voru haldin. DV greindi frá því á dögunum að nem- endur sem vilja komast í eftirsótta menntaskóla á höfuðborgarsvæð- inu þurfa allháa meðaleinkunn til að komast inn í þá skóla og það orðspor hefur farið af ákveðnum framhalds- skólum að nemendur komi betur undirbúnir til háskólanáms hafi þeir stundað nám í viðkomandi skóla. „Þetta sýnir að nemendur úr minni skólum og skólum úti á landi, þeir eru bara að standa sig prýðilega í Háskóla Íslands,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, forseti félagsvísindasviðs Háskóla Íslands. „Svona úttektir og rannsóknir eru gríðarlega mikilvæg- ar til að slá á fordóma í samfélaginu,“ segir hann. Gæði framhaldsskólanna endurspeglast ekki Í rannsókn sem Kristjana Stella Blön- dal, lektor í félags- og mannvísinda- deild, vann ásamt Jóni Torfa Jónas- syni, forseta menntavísindasviðs Háskóla Íslands, kemur fram að sam- ræmd próf í íslensku sem þá voru haldin við lok grunnskóla, hafi gefið betri vísbendingar um líklega náms- framvindu en það úr hvaða fram- haldsskóla nemendur komu. Það er að segja, að nemendur sem sýna góð- an árangur á samræmdum prófum eru líklegri til að sýna góðan árangur í áframhaldandi námi, hvort sem það er framhaldsskóli eða háskóli. Vert er að hafa í huga að niðurstaðan er frá árinu 2005 og var rannsóknin unnin úr gögnum um fólk sem fæddist árið 1975. Sýna niðurstöður könnunarinn- ar það einnig að ef tekinn er sá hóp- ur nemenda sem fékk einkunnir á bilinu 7,1–8,0 í samræmdu prófi í ís- lensku þá ræðst það ekki af þeim framhaldsskóla sem þeir voru í hvernig þeim gengur í háskóla. Vel- gengni þeirra byggir á námsgetunni og því hvernig nemandi leggur sig fram. Meginniðurstaðan er því sú að ekki finnst skýrt mynstur sem end- urspeglar mismunandi gæði fram- haldsskólanna. Hér staldra kannski margir við og benda á að rannsóknin endurspegli ekki endilega núverandi skólakerfi og sé jafnvel það sem kalla má barn síns tíma. Hins vegar styðja nýlegar niðurstöður skýrslu kennslu- málanefndar Háskóla Íslands við gögnin um fólk fætt árið 1975. Á vegum nefndarinnar hafa ver- ið teknar saman tölur sem endur- spegla árin 2008–2011. Af þeim er heldur ekki hægt að sjá marktækan mun á árangri nemenda í háskóla eftir því í hvaða framhaldsskóla þeir fóru. Þar eru tekin saman meðaltöl af einkunnum nemenda í deildum háskólans og þeim raðað eftir fram- haldsskólum sem nemandinn stund- aði nám við. Skólarnir jafnir en talið var Þegar gögnin eru skoðuð og tekið er tillit til þess hvaða einkunnir nem- endur voru með úr grunnskóla, kem- ur í ljós að munurinn á milli skóla er mun minni en almennt hefur verið talið. Af orðspori sumra skóla mætti ætla að nemendur þeirra væru mun betur undirbúnir fyrir háskólanám en nemendur annarra skóla, en sam- kvæmt niðurstöðum rannsókna sem gerðar hafa verið kemur í ljós að slík- ar staðhæfingar eiga ekki við rök að styðjast nema að litlu leyti. „Helstu niðurstöður þessarar skýrslu eru þær, að þrátt fyrir að það komi fram dálítill munur eftir því hvernig nemendum ákveðins fram- haldsskóla vegnar í háskóla þá er tvennt sem þarf að hafa í huga í þessu sambandi. Annars vegar er ótrúlega lítill munur á meðaltölunum milli flestra skólanna, hvort sem það eru gamlir og frægir skólar eða litlir skól- ar úti á landi. Þarna eru birt meðal- töl og þarna sér maður að það er ekki mikill munur á meðaltölunum. Hins vegar þá koma nemendur inn í suma framhaldsskólana með hærri einkunnir á grunnskólaprófi en inn í aðra. Þannig að jafnvel þó að það sé einhver munur á einkunnun- um sem nemendurnir fá í háskóla, þá segir það eitt og sér ekkert um gæði framhaldsskólanna,“ segir Ólafur. Nemendur án framhaldsskóla- prófs standa sig vel Ólafur bendir á að nemendur sem hafi fengið undanþágu frá fram- haldsskólaprófi til að stunda há- skólanám standi sig einnig mjög vel. Meðaleinkunn þeirra sé undir með- altali, en þó samkeppnishæf. „Það hefur verið sagt að þeir ráði ekki við námið í háskólanum, en þessar tölur sýna að mjög mörgum þeirra gengur bara mjög vel,“ segir hann. Ólafur varar við því að skoða töl- urnar eftir röð, þar sem skólum er jafnvel raðað í sæti og þá geti mun- urinn virkað mikill, þegar aðeins munar litlu á einkunnum. „Munur- inn á fyrsta sæti og tuttugasta sæti gæti verið tiltölulega lítill,“ segir hann og þar að auki að skólinn sem toppar í einni deild innan háskólans geti staðið lægra í annarri. n Framhaldsskólinn skiptir ekki máli n Ekki marktækur munur á einkunnum í HÍ eftir framhaldsskólum „Svona úttektir og rannsóknir eru gríð- arlega mikilvægar til að slá á fordóma í samfélaginu. Félags- vísindasvið Heilbrigðis- vísindasvið Hugvísindasvið Mennta- vísindasvið Verkfræði- og náttúruvísindasvið Borgarholtsskóli 6,29 6,22 6,98 7,67 6,22 Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra 6,82 6,74 6,95 7,79 6,58 Fjölbrautaskóli Snæfellinga 6,83 5,71 6,07 7,35 5,84 Flensborgarskólinn í Hafnarfirði 6,38 6,5 6,85 7,65 6,4 Framhaldsskólinn á Húsavík 6,8 6,15 7,18 7,86 6,34 Kvennaskólinn í Reykjavík 6,78 6,98 7,22 7,83 6,81 Menntaskólinn við Hamrahlíð 6,65 7,27 7,47 7,85 6,86 Menntaskólinn á Ísafirði 6,48 7,18 7,22 7,6 6,18 Menntaskólinn við Sund 6,63 6,9 7,12 7,76 6,32 Verslunarskóli Íslands 6,59 7,13 7,35 7,85 6,59 Meðaleinkunn eftir skólumÁsta Sigrún Magnúsdóttirblaðamaður skrifar asta@dv.is Háskóli Íslands Þúsundir nemenda stunda nám við Háskóla Íslands. Ekki virðist skipta miklu máli úr hvaða framhaldsskóla þeir koma sé litið til námsárangurs. Vegnar meðaleinkunnir íslenskra grunnnema frá hausti 2008 til og með hausti 2011 eftir fræðasviðum. Upplýsingarnar eru fengnar úr gagnasafni Kennslusviðs Háskóla Íslands árið 2012 16. maí sl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.