Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 1.–3. júní 2012 Helgarblað Ber að af- henda nöfnin Sögu Ýrr Jónsdóttur ber að af- henda Skattrannsóknarstjóra nöfn kvenna og kennitölur þeirra sem eru skjólstæðingar hennar og sóttu þjónustu til Jens Kjartanssonar lýtalæknis á árunum 2006 til 2011. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur á miðvikudag. Saga Ýrr hefur hingað til neitað að afhenda téð gögn á grundvelli þagnarskyldu. Hún áfrýjaði úr- skurði héraðsdóms frá því um miðjan mánuðinn en skattrann- sóknarstjóri kannar nú meint skatt- svik sem einkareknar skurðstofur eru taldar hafa stundað, þar á með- al Jens Kjartansson. Líkt og DV hefur greint frá, sam- kvæmt heimildum, leikur grunur á að einhverjar konur hafi greitt Jens Kjartanssyni lýtalækni undir borð- ið fyrir silíkonaðgerðir, jafnvel án þess að gera sér grein fyrir því. Jens sjálfur hefur þó neitað því. Vegna orðrómsins og frétta af máli hans hafði velferðarráðuneytið sent fjár- málaráðuneytinu erindi til að meta hvort málið verði rannsakað. Ísfirðingar fá nýtt hjúkrunar- heimili Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra tók fyrstu skóflustung- una að hjúkrunarheimilinu Eyri á Ísafirði á miðvikudag. Á fjórða tug leikskólabarna aðstoðuðu við skóflustunguna. Í tilkynningu frá Ísafjarðarbæ kemur fram að bygg- ingin hafi verið á dagskrá allt frá því að dvalarheimilið Hlíf var tekið í notkun um 1990, en þjónustu- deild Hlífar var alla tíð ætluð til bráðabirgða. Hjúkrunarheimilið verður 30 rýma með stækkunarmöguleika um 10 rými þeim til viðbótar ef þörf krefur í framtíðinni. Hús- næðið verður um 2.300 fermetrar að stærð og kostnaður við bygg- inguna er áætlaður um 850 millj- ónir króna. Lóðaframkvæmdir hefjast um leið og fyrsta skóflu- stungan hefur verið tekin, en gert er ráð fyrir því að bygging hússins verði boðin út á haustmánuðum. Ú tgerðarfélagið Bárður SH 81, sem gerir út Bárð SH, fékk rúmlega 762 milljónir af skuldum sínum niðurfelldar vegna gengistryggingar á lán- um félagsins. Þetta kemur fram í árs- reikningi félagsins vegna ársins 2010. Aðaleign félagsins er ríflega 800 milljóna króna kvóti. Niðurfærsla skuldanna virðist vera grundvallar- forsenda þess að fyrirtækið sé enn í rekstri. Félagið er gert út frá Ólafsvík og er eini skráði hlutahafi þess Pétur Pétursson. Allt í erlendri mynt Í ársreikningi félagsins voru skuldir þess vegna gengistryggðra lána lækkaðar um 762 milljónir króna. Þessi niðurfærsla á stærstan þátt í 665 milljóna króna hagnaði árs- ins 2010 en hagnaður af reglulegri starfsemi nam rúmum 48 milljónum króna. Skuldir félagsins fóru úr 1.591 milljón króna í tæpar 726 milljónir króna á milli áranna 2009 og 2010. Skuldir félagsins eru í erlendri mynt og snarhækkaði kostnaður vegna gengismunar á langtímalánum á árinu 2008 og 2009. Hækkunin nam tæpum milljarði króna. Auk þess lagði Pétur 80 milljónir króna inn í félagið árið 2010, sem til viðbótar við niðurfærslu erlendra skulda félags- ins tryggði að handbært fé frá rekstri félagsins væri jákvætt. „Ætli þetta sé ekki bara út af þess- um ólöglegu lánum,“ segir Pétur við DV aðspurður um hvernig afskrift- irnar eru tilkomnar. „Ég veit ekki bet- ur.“ Pétur segir það eigi eftir að koma í ljós að hvort niðurfærslan tryggi áframhaldandi rekstur öryggis. „Það á bara eftir að koma í ljós. Ég er ekk- ert að fara að tjá mig um þetta.“ Verðmætur kvóti inni í félaginu Stærstu eignir félagsins samkvæmt ársreikningi eru aflaheimildir upp á 818 milljónir króna. Þar á eftir er smábátur félagsins, sem samkvæmt ársreikningnum er um 12 milljóna virði. Allt virðist hafa gengið vel allt að hruninu en samkvæmt ársreikningi vegna ársins 2009 kemur fram að árið áður, hrunárið 2008, hafi félagið keypt aflaheimildir upp á tæpar 440 millj- ónir króna. Á sama tíma seldi félagið hlutabréf upp á samsvarandi upp- hæð. Enginn arður hefur verið greidd- ur út úr félaginu síðan 2007 en þá fékk Pétur, sem er eini skráði hluthafi félagsins, 50 milljónir króna í arð. Ekki er útséð með rekstur fyrirtækisins þrátt fyrir skuldaniðurfærsluna því enn eru skuldir upp á hundruð millj- óna enn inni í félaginu. Mikil aflaverð- mæti eru hins vegar í félaginu. Hlutabréfin farin Ljóst er að vel gengur hjá Pétri á sjónum þrátt fyrir að þurft hafi mikl- ar niðurfærslur og innspýtingu á hlutafé inn í félagið. Í samtali við Morgunblaðið í byrjun febrúar á þessu ári sagði hann að vaxandi fisk- irí hafi verið hjá sér. „Síðustu 2–3 ár hefur verið mikið og vaxandi fiskirí hérna á Breiðafirðinum og ég held að þessi vetur ætli að toppa það,“ sagði Pétur og bætti við að aldrei hafi gengið jafn vel að fiska. „Ég er búinn að gera þennan bát út síðan 2001 og man ekki eftir öðru eins og hefur það þó oft verið gott.“ Líklegt verður að telja að sjó- mennska verði stærri hluti af rekstri félagsins næstu árin en var fyrir hrunið. Hundruð milljóna fengust vegna sölu hlutabréfa í eigu félags- ins árið 2008 og virðist vera að lang- stærstur hluti þeirra hafi verið seld þá en verðmæti hlutabréfa sem enn eru skráð í eigu félagsins er ekki nema rúmar 7 milljónir króna. Pétur vill í samtali við DV heldur ekki tjá sig um hlutabréfaviðskipti sín fyrir hrun en segist ekki standa í slíkum viðskiptum í dag. „Ég er ekki í neinum hlutabréfaviðskiptum, ég ætla nú ekkert að vera að spá í þetta við þig.“ „Ætli þetta sé ekki bara út af þess- um ólöglegu lánum,“ segir Pétur að- spurður um hvernig afskriftirnar eru tilkomnar. „Ég veit ekki betur.“ Pétur segir það eigi eftir að koma í ljós að hvort niðurfærslan tryggi áframhald- andi rekstur öryggis. „Það á bara eftir að koma í ljós. Ég er ekkert að fara að tjá mig um þetta.“ Pétur vill heldur ekki tjá sig um hlutabréfaviðskipti sín fyrir hrun en segist ekki standa í slíkum viðskipt- um í dag. „Ég er ekki í neinum hluta- bréfaviðskiptum, ég ætla nú ekkert að vera að spá í þetta við þig.“ n Bárður SH fékk erlend lán niðurfærð um hundruð milljóna Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Trillukarl sleppur við 762 milljónir Bárður SH Ljóst er að nær einu verðmætin í félaginu eru aflaheimildir sem metnar eru á tæpar 820 milljónir króna. Báturinn er hins vegar metinn á 12 milljónir. Myndin er fengin úr Skipaskrá 2011. „Ég er búinn að gera þennan bát út síðan 2001 og man ekki eftir öðru eins og hefur það þó oft verið gott. Verðmætur afli Pétur, eigandi félagsins, segir að sjaldan hafi fiskast betur en undanfarin ár. Mynd Stefán KArlSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.