Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 33
Spurningin Svo hefur maður bara þroskast Það vorum bara við feðgarnir sem allt var hirt af í hvelli Ólafur Geir Jónsson athafnamaður. – DVJóhannes Jónsson, kenndur við Bónus. – Mannlíf Hið falska bros flokksins „Ég mun velja manneskjuna sem telur þetta hlutverk vera ópólitískt.“ Anna Gyða Sigurgísladóttir 22 ára háskólanemi „Ég mun velja þann sem er ábyrg- ari, en reynslan skiptir reyndar alveg máli. Það er annaðhvort Ólafur eða Þóra.“ Jón Sigurður Gunnarsson 19 ára nemandi „Ég er enn óákveðin.“ Geirþrúður Einarsdóttir 22 ára vinnur hjá Gyllta kettinum „Sósíal medía strategían þeirra.“ Ragnar Freyr 32 ára sósíal medía strategisti „Hef ekki myndað mér skoðun á málinu.“ Unnar Helgi Daníelsson 22 ára eigandi Reykjavík Rocks Eftir hverju velur þú forseta? Mannréttindabrjótar A fstaða Jónsa og Grétu til mann- réttindamála vegna Eurovision- keppninnar í Aserbaídsjan er langt frá því að vera einsdæmi. Fyrir að ákveða að nota Eurovision bara til að syngja Eurovision-lag, fengu þau hraustlega á baukinn í um- ræðunni. Með sömu aðferðum er leikur einn að hjóla í hljómsveitina Of Monsters and Men sem hefur notað hvert tæki- færið á fætur öðru til þess að stein- gþegja um hin ýmsu mikilvægu mál þegar hún hefur komið fram á tón- leikum og í sjónvarpsþáttum í Banda- ríkjunum. Hljómsveitin hefur ekki svo mikið sem lyft litla fingri vegna rótgróins hat- urs í garð samkynhneigðra í mörgum ríkjum Bandaríkjanna. Það eina sem hún hefur gert er að mæta upp á svið og syngja ballöður sínar fyrir homma- hatandi og byssuelskandi Bandaríkja- menn, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Nú styttist óðum í að þessar hækjur kúgunar og þöggunar komi fram hjá Jay Leno, vinsælasta þáttarstjórnanda Bandaríkjanna. Ef krakkarnir nota ekki tækifærið til þess að taka skýra afstöðu gegn mannréttindabrotum Bandaríkja- stjórnar í Guantanamo-fangelsinu og gegn miskunnarlausum stríðsrekstri hennar undanfarna áratugi, þá eru þeir sjálfir orðnir hluti af vandamálinu. Hið sama á við um strákana í Sigur Rós sem hafa henst út um allan heim á undanförnum árum og verið ekkert nema almennilegheitin. Sigur Rós hef- ur til að mynda haldið nokkra tónleika í alræðisríkinu Rússlandi, hvar pólitísk réttarhöld og gróf mannréttindabrot eru raunveruleiki. Í Bretlandi hefur hljómsveitin margsinnis spilað án þess að vekja athygli á þeim þjáning- um sem breskir hermenn hafa valdið í Afganistan. Þegar söngkonan Selma Björns- dóttir söng All out of luck í Eurovision í Ísrael árið 1999 var Palestínu-klútur- inn hennar hvergi sjáanlegur. Íslenskir tónlistarmenn í útlöndum eru upp til hópa heiglar. Svarthöfði H afið þið velt því fyrir ykkur, yndislegu lesendur, að ríkis- stjórnin sem hefur setið hér við völd síðustu þrjú árin, er fyrsta ríkisstjórn sögunnar sem hvorki hefur framsóknarmenn né sjálfstæðismenn innanborðs? Á Íslandi er okkur sagt að nauðsyn- legt sé að vinna fyrir flokkinn. Okkur er sagt að bestu leiðirnar í lífinu liggi í gegnum það að leggjast á kné og skríða fyrir flokkselítu; að stunda þann sleikjuhátt og það smjaður sem eyðir allri mannlegri reisn. Og þeim mun brúnna sem nefið er þess meira bera menn úr býtum. Hvöt þessa lyddu- háttar er ekki sú að menn ætli sjálfum sér að eignast sem mest. Nei, kæru lesendur, ef einungis væri um græðgi að ræða, væri þetta ekki svo slæmt. Þetta snýst allt um það að elítan er alltaf að gæta þess að þeir sem utan við flokkskjarnann standa, fái sem allra, allra minnst. Heimskan segir þeim nefnilega: –Þess minna sem hin- ir fá, þeim mun meira verður eftir fyrir mig. En þessi aumkunarverða hugsun birtist þegar fyrirmælin hjá hinu al- ræmda helmingaskiptaveldi hljóma: –Ríkisstjórn Jóhönnu má ekki verða vinsæl, því þá fáum við ekki að komast að kjötkötlunum okkar! Þetta er nokkuð skemmtileg pæl- ing, einkum vegna þess að engin ríkis- stjórn á Íslandi hefur tekið við svo slæmu búi sem þessi og engin ríkis- stjórn hefur orðið fyrir svo miklum óhróðri, illmælgi og aðkasti sem þessi stjórn. Veldi helmingaskipta; sem núna er í stjórnarandstöðu hefur gert allt til þess að leggja sem flesta steina í götu stjórnarinnar. Og þá kem ég mér að kjarna málsins: íslensk pólitík snýst ekki um það að finna bestu leiðirnar fyrir fjöldann, hún snýst um það að finna bestu bitana fyrir flokkinn. Helmingaskiptaveldið hefur í ár- anna rás fagnað atkvæðaáskrift, sem er reyndar áskrift að sýndarveruleika, þar sem list hinna fölsku brosa er lengri en nefið á Gosa. Þar hafa vell- auðugir flokksgæðingar völdin; inn- múraðir og ósnertanlegir. Maður þarf ekki nema opna annað augað í örskotsstund og þá sér maður í gegnum blekkingarvef- inn. Hið falska bros eðalbubbanna sem á gullklósettunum sitja, er ekki til vegna þess að þeir vilji fjöldanum vel. Nei, þetta er rembingur, andlegt harðlífi og ótti við það að fjöldinn finni gleði. Stór-braskararnir Bjarni Ben og Sigmundur Davíð Oddsson væla ef ríkisstjórnin gerir eitthvað og þeir væla ef hún gerir ekkert. Þeir grenja vegna þess að ríkisstjórnin er, af veikum mætti, að reyna að bæta hag allra landsmanna – ekki bara fárra eðalbubba. Í stað þess að rétta hjálparhönd, reynir stjórnarand- staðan allt til að erfiða róðurinn. Mér þykir eðlilegt að gera þá kröfu að Árni Johnsen og Finnur Ingólfs- son taki við formennsku, hvor í sínum flokki. Á þingi magnast þrautirnar og þar er máttur brostinn því flokksgæðingar forðast þar að finna besta kostinn. Ber við Bessastaði Veðurblíðan hefur leikið við landsmenn í flestum landshornum undanfarna daga. Helgin verður líka góð, ef spár rætast. Þessi vaski garðhirðir sá þann kost vænstan að fækka fötum sér til kælingar í blíðviðrinu á fimmtudag. Hann var að snyrta garð forsetans. MYND SIGTRYGGUR ARIMyndin Umræða 33Helgarblað 1.–3. júní 2012 1 Laus eftir 12 ár í fangelsi Rúnar Bjarki var dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir nauðganir og hrottalegt morð. 2 Neitar að segja hvað varð um mál Gillzeneggers Engar upp- lýsingar fást um mál Egils Einarssonar og unnustu hans hjá ríkissaksóknara. 3 Þýsk stúlka neydd til að lifa eins og skepna í átta ár Lögreglan í Bosníu segist hafa bjargað nítján ára gamalli þýskri stúlku sem var haldið nauðugri í átta ár. 4 Gísli Örn: „Hélt sambandinu leyndu“ Hjónin Nína Dögg Filippusdóttir og Gísli Örn Garðarsson sóttu um inngöngu í sama leiklistar- skólann á sama tíma. Þau komust bæði inn. 5 „Og svo heyrðirðu þau syngja“ Blaðamaðurinn Michael Deacon hjá The Telegraph í Bretlandi var ekki ánægður með framlag Íslands í Eurovision. 6 Justin Bieber eftirlýstur Lögregla leitaði kanadíska poppgoðsins Justins Bieber í tengslum við árás á ljósmyndara. 7 Tryggvi: „Ég gerði einfaldlega mistök“Tryggvi Guðmundsson knattspyrnumaður er kominn á beinu brautina eftir að hafa misnotað áfengi. Mest lesið á DV.is Skáldið skrifar Kristján Hreinsson „Maður þarf ekki nema opna annað augað í örskotsstund og þá sér maður í gegnum blekkingarvefinn. Jörðin hvarf undan okkur Hollenskir ferðamenn sem hröpuðu í Lágey. – RÚV
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.