Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 40
Starf: Forsetafrú. Aldur: 62 ára. Menntun: Ýmiss konar nám m.a. í tungu- málum og listasögu. Starfsferill: Fengist við skartgripa- hönnun, endurgerð gamalla húsa, viðskipti og menningarsamskipti. Hvað breyttist í lífi þínu við það að verða forsetamaki? „Það að verða forsetafrú breytti raun- verulega ekki miklu í mínu lífi. Það sem breytti því var að flytja til Íslands. Það var dásamlegt að koma til lands með þetta góða loft, hreina vatn og fallegu náttúru. Það tók mig aftur á móti nokkur ár að átta mig á því hvernig ég ætti að haga mér sem forsetafrú, að ég gæti kannski ekki sagt allt sem mig langaði til að segja. Ég reyni þó að vera ég sjálf enda kann ég ekkert annað.“ Hvernig kynntust þið Ólafur Ragnar? „Í hádegisverði hjá sameiginlegum vinum okkar í London. Hann var sífellt að tala um að ég ætti að skrifa grein um Ísland.“ Var það ást við fyrstu sýn? „Nei, ekki við fyrstu sýn en næstum því aðra sýn og pottþétt í þriðja sinn sem við hittumst.“ Hver er besta stundin sem þú hefur átt með Ólafi Ragnari? „Fyrsti kossinn.“ Hvað hefur þú fært forsetaembættinu? „Ég hef reynt að gera allt sem ég get til að kynna Ísland, íslenska menningu og hönnun, íslenska náttúru og íslenskar vörur. Ég hef lengi ræktað sambönd við fjölmargt áhrifafólk á mörgum sviðum og um allan heim. Ég hef reynt að nýta þessi sambönd til að kynna íslenska list, unga málara og hönnuði, kvikmyndir, matargerð svo eitthvað sé nefnt. Þátturinn með Mörtu Stewart var til dæmis af þessu tagi. Annað dæmi er að Jolie Hunt, vinkona mín, sem hefur verið yfirmaður almannatengsla og markaðsmála hjá hinu heimsfræga fréttafyrirtæki Reuters, ætlar að gifta sig hér á Íslandi eftir þrjár vikur. Ísland er frábær staður fyrir brúðkaup. Hún ætlar að gifta sig í Krýsuvík og halda veisluna í Bláa lóninu. Fjöldi erlendra gesta munu mæta í brúðkaupið meðal annars ritstjórar heimsþekktra blaða og tímarita. Þau kynna vonandi Ísland fyrir vinum sínum og þannig berst gott orðspor Íslands áfram. Svona atburðir geta til lengri tíma haft mikil áhrif.“ Hvað hefur þú helst lagt áherslu á sem forsetamaki? „Mér hefur fundist mikilvægast að kynna fjölbreytileika Íslands, náttúrunnar, menn- ingarinnar og þjóðfélagsins. Stundum hefur mér þó fundist að fólk skilji ekki að þó að maður kynni eitt atriði þá njóta aðrir á sama sviði góðs af. Það er mikilvægt að fólki skilji það og geti unnið saman í sátt og samlyndi. Fólk verður að skilja að það sem er gott fyrir einn Íslending er gott fyrir alla Íslendinga til lengri tíma litið og samfélagið allt að lokum. Þá finnst mér mjög mikilvægt að við Ís- lendingar hættum að horfa á hlutina frá pólitískum sjónarhóli og horfum frekar á stóru myndina.“ Hvernig er lífið á Bessastöðum? „Það er mikið að gera og alltaf eitthvað óvænt á dagskrá. Stundum allt of mikið að gera!“ Hverjir eru helstu kostir Ólafs Ragnars? „Ólafur er svo sveigjanlegur og aðlagar sig aðstæðum hverju sinni. Vinum mínum líkar til dæmis öllum mjög vel við hann – hann getur talað um hvað sem er við þá. Hann er líka ótrúlega duglegur, þolir mikið álag, hefur mikla reynslu og þekkingu á viðfangsefnum sínum. Svo er hann alltaf að lesa og læra eitthvað nýtt.“ Hverjir eru helstu gallar hans? „Veit ekki hvað orðið frí þýðir og það þarf að bæta. Svo borðar hann líka stundum of mikið af vínarbrauðum. Það þarf að bæta!“ Hver er helsta ástæðan fyrir því að fólk ætti að kjósa mann þinn sem forseta? „Margvíslegir hæfileikar og reynsla sem hann hefur öðlast í forsetaembættinu. Á óvissutímum er það ómetanlegt fyrir Ísland.“ Hvað er það fyrsta sem þið munið gera á Bessastöðum, ef þið fáið að halda áfram ykkar góða starfi þar? „Ólafur myndi nú gera svo margt en það sem ég myndi gera er að einbeita mér að því að breyta fæði íslenskra barna, kynna þeim hollari mat og efla þannig heilsu þeirra. Það þarf að draga úr offitu svo að börn og fullorðnir geti lifað gleðilegra og hamingju- ríkara lífi. Slíkt myndi líka draga verulega úr kostnaði við heilbrigðiskerfið og þá þyrfti fólk ekki að borga eins háa skatta! Það er afar mikilvægt að leggja ríka áherslu á að koma í veg fyrir sjúkdóma eins og offitu með forvörnum frekar en að bregðast einungis við eftir að fólk veikist. Mig langar líka að reyna að leggja lóð á vogarskólar við að byggja upp öflugan lífrænan landbúnað á Íslandi. Við höfum orkuna, kunnáttuna, hæfileikana og viljann. Ísland gæti orðið fyrsta landið sem yrði þekkt fyrir lífrænar vörur. Mér hefur að minnsta kosti verið sagt að við höfum mikla möguleika í þessum efnum. Ég hef reyndar margar aðrar hugmyndir en oft er betra að sjá hlutina gerast frekar en tala um þá fyrirfram.“ Hvaða einstaklingur hefur haft mest áhrif á þig? „Pabbi minn.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? „Mér finnst yfirleitt þegar ég kem á einhvern nýjan stað á Íslandi að það sé fallegasti staðurinn á landinu. Ég naut þess nýverið að fara á skíði á Tröllaskaga með bandarískum vinum mínum. Þar er ótrúlega fallegt. Ísland hefur svo mikla möguleika í vetrarferða- mennsku. Skíðaferðir Jökuls Bergmanns á Tröllaskaga eru frábært dæmi um flott frumkvæði í ferðamennsku.“ Hvaða lífsreynsla eða atburður hefur mótað þig mest? „Að hitta Ólaf og fá að deila með ykkur öllum þessu einstaka landi.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frítíma þínum? „Að vera með Sámi, knúsa hann og kemba. Svo finnst mér ótrúlega gaman að vera með öllum barnabörnunum, eða ættbálknum eins og ég kalla þau. Ég myndi elska að búa á sveitabæ enda elska ég dýr. Hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér?“ Hvað er mest gefandi við starf þitt núna? „Að ná árangri sem gagnast öllum Ís- lendingum.“ Dorrit Moussaieff „Ólafur er svo sveigjanlegur“ 40 Úttekt 1.–3. júní 2012 Helgarblað Starf: Fréttamaður. Aldur: 42 ára. Menntun: Stjórnmála- og stjórnsýslu- fræðingur. Starfsferill: Undanfarinn áratug eða svo hef ég unnið sem frétta- og dagskrárgerðar- maður hjá Ríkisútvarpinu og Stöð 2. Hvað breytist í lífi þínu við það að verða forsetamaki? „Ég verð heimavinnandi fyrstu árin en hef reyndar alla tíð sinnt börnunum mínum mikið. Annars held ég að flest verði svipað, það þarf að svæfa, lesa fyrir börn, gera við þrettán ára gamla Trooperinn, sjóða graut og setja plástur á sár. Svo gæti vel verið að ég komist einn daginn í að klára heimildar- mynd sem ég hef lengi verið með í smíðum um íslenska glímu.“ Hvernig kynntust þið? „Leiðir okkar Þóru lágu saman á RÚV en við kynntumst fyrst fyrir alvöru þegar við unnum að sömu frétt, hún fyrir sjónvarp og ég fyrir útvarp.“ Var það ást við fyrstu sýn? „Það var ást við fyrstu kynni, ég hafði nú oft séð hana áður.“ Hver er besta stundin sem þú hefur átt með Þóru? „Við höfum átt margar yndislegar stundir, eigum þær nánast daglega, en ég held að bestu stundirnar hafi verið þegar börnin okkar þrjú fæddust.“ Hvað getur þú fært forsetaembættinu? „Ég hef hingað til fært Þóru kaffibolla flesta morgna, og held því líklega áfram. En svona án gríns, það er verið að kjósa forseta, ekki forsetamaka. Ég mun gera allt sem ég get til að létta undir með Þóru og styðja hana á alla lund – en það er hún sem er í framboði, ekki ég.“ Á hvað ætlar þú að leggja helst áherslu sem forsetamaki? „Ég legg áherslu á að kynna íslenskan landbúnað og sjávarútveg. Ég er ástríðu- kokkur og fékk eldskírnina á því sviði í fyrra þegar við tókum að okkur rekstur á lítilli bændagistingu vestur á fjörðum. Þá eldaði ég daglega ofan í ferðamenn og notaði nær eingöngu íslensk hráefni, af Vest- fjörðum og helst úr Önundarfirði þegar ég gat. Á Íslandi erum við svo heppin að eiga úrvalshráefni, bæði fiskinn og eins frábærar landbúnaðarafurðir. Vonandi get ég lagt mitt af mörkum til að kynna þessar og aðrar undirstöðuatvinnugreinar okkar.“ Hvernig sérðu fyrir þér lífið á Bessa- stöðum? „Við Þóra höfum búið okkur og fjölskyldunni gott líf hvar sem við höfum verið og hvað sem við höfum verið að gera. Lengst af okkar sambúð bjuggum við í 70 fermetra kjallaraíbúð sem við leigðum af dásamlegu fólki. Þrátt fyrir þrengslin vorum við að springa úr hamingju. Þetta snýst fyrst og fremst um viðhorf, held ég. Ég veit að Þóra hefur hug á að ferðast sem víðast um landið nái hún kjöri. Ég mun auðvitað reyna að fylgja henni, en að öðru leyti verður lífið svipað og hjá öðru fjölskyldufólki, bleiu- skipti, hafragrautur og heimalærdómur. Og þar tek ég á mig stærra hlutverk, bæði núna í kosningabaráttunni, og eftir hana, nái Þóra kjöri.“ Hverjir eru helstu kostir Þóru? „Þóra er auðvitað frábær manneskja, það vita allir sem hafa kynnst henni, enda er hún einstaklega vinamörg. Hún er flug- gáfuð, réttsýn, skynsöm og einstaklega skemmtileg. Og auðvitað gullfalleg.“ Hverjir eru helstu gallarnir? „Mér finnst þessi spurning alltaf svo- lítið erfið, ég gæti svo sem sagt að Þóra sé óþolandi skynsöm og nákvæm, en kannski eru það líka kostir. Ég held að ég eftirláti öðrum að kokka upp einhverja galla – ég á erfitt með að koma auga á þá.“ Hver er helsta ástæðan fyrir því að fólk ætti að kjósa maka þinn sem forseta? „Hún er heiðarleg og góð manneskja. Það eru mannkostir sem ég held að forsetinn ætti að hafa. Ég hef ferðast með henni víða og til dæmis þar sem hún hefur haldið fyrirlestra um Ísland í útlöndum. Hún hrífur salinn í hvert sinn með því að draga upp raunsanna en fallega mynd af landi og þjóð. Fyrir utan menntun og tungumála- kunnáttu og allt það, þá er Þóra einfald- lega óvenjugott eintak af tegundinni „venjulegur Íslendingur“. Ég held að það segi sína sögu að hún hefur eignast vini hvar sem hún hefur verið og heldur í þá. Hún á enga alvöru óvini, kannski einhverja öfundarmenn, en það fylgir því að vera áberandi.“ Hvað er það fyrsta sem þið munið gera á Bessastöðum, ef þið komist þangað inn? „Ætli Þóra muni ekki strax hafa nóg að gera í embættisverkum, en ég ætla að gera Bessastaði græna, flokka rusl, planta blómum og kannski koma fyrir sandkassa einhvers staðar baka til.“ Hvaða einstaklingur hefur haft mest áhrif á þig? „Ég veit það er mjög klént, en ég verð að segja Þóra. Hún er einfaldlega mann- bætandi persóna. Af gengnum stórmennum held ég að lestur á verkum Johns Stuarts Mill, Adams Smith og Johns Locke hafi hjálpað mjög til að móta lífsskoðanir mínar. Svo á ég fjölmarga frábæra vini og stóra fjölskyldu sem hjálpar mér að vera jarðtengdur.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? „Ísland er einstaklega fallegt og ég er svo heppinn að hafa fengið að skoða nánast hvern krók og kima. Ég er fæddur í Vest- mannaeyjum og er ekki í nokkrum vafa um að þær séu fallegasti staður í heimi.“ Hvaða lífsreynsla eða atburður hefur mótað þig mest? „Ég fékk hjartaáfall 37 ára gamall og það setti hlutina í nýtt samhengi. Og fæðing barnanna því þegar þau koma í heiminn þá sér maður hvað það er sem raunverulega skiptir máli.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frítíma þínum? „Taka til hendinni og smíða, byggja og breyta. Svo er alltaf jafn gaman að þvælast með fjölskyldunni um landið, það höfum við gert á hverju sumri. Mér finnst reyndar líka mjög gaman að veiða, hef bara ekki haft nægan tíma til að sinna því. Þegar litlu krakkarnir verða aðeins eldri förum við kannski öll saman í góða veiðiferð.“ Hvað er mest gefandi við starf þitt núna? „Ég er svo heppinn að ég lærði frétta- mennsku á gömlu Gufunni, fréttastofu Út- varps, með snillingum eins og Boga, Brodda, Jóhönnu Vigdísi og fleirum. Af þessu fólki hef ég lært að góður fréttamaður vinnur fyr- ir almenning, engan annan. Ég hef vissulega fengið mörg erfið verkefni, sérstaklega eftir hrun, og hef þurft að leggja mannorð mitt undir við fréttaflutning af þeim ósköpum sem gengu hér á. Blessunarlega missti ég aldrei sjónar á því að góður blaðamaður vinnur fyrir fólkið, jafnvel þótt hann þurfi að færa einhverjar fórnir í leiðinni og koma við kaunin á valdamiklum mönnum. Þetta er það sem hefur gefið mér mest í starfinu, þakklæti fólks fyrir að við skulum hafa tekið þennan slag á fréttastofunni.“ Svavar Halldórsson „Það er hún sem er í framboði, ekki ég“„En svona án gríns, það er verið að kjósa forseta, ekki for- setamaka. „Svo borðar hann líka stundum of mikið af vínarbrauðum. Það þarf að bæta!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.