Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 14
14 Fréttir 1.–3. júní 2012 Helgarblað Vill skora á bankann n Jón Bjarnason segir lokanir ekki siðlegar J ón Bjarnason, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi ráðherra, vill að þingflokkur Vinstri grænna sendi stjórn- endum og eigendum Landsbankans áskorun um að fresta og endurskoða áform sín um að loka starfsstöðv- um á landsbyggðinni. Þetta kemur fram í bréfi sem Jón sendi á Björn Val Gíslason, þingflokksformann Vinstri grænna, á fimmtudag. „Eðlilegt er að gera ríkar kröfur til Landsbankans sem ríkisbanka á landsvísu um vinnubrögð og sam- félagsskyldur,“ segir Jón í bréfi sínu til Björns Vals en þar segir hann að lok- anir starfsstöðvanna samræmist ekki siðlegum vinnubrögðum og sam- félagsábyrgð þjónustustofnunar eins og hann segir Landsbankann vera. Jón vill að skorað verði á stjórnendur Landsbankans að taka upp viðræð- ur við heimaaðila og sveitarstjórnir á viðkomandi svæðum um tilhögun þjónustunnar ef nauðsynlegt er að breyta henni. B ændasamtök Íslands hafa frá árinu 2007 fengið þrjá millj- arða í beinar greiðslur úr ríkissjóði. Styrkirnir til sam- takanna koma til viðbótar við hina ýmsu styrki sem renna beint til bænda. Styrkir til samtakanna náðu hámarki árið 2009 þegar rúm- lega 600 milljónir króna fóru beint úr ríkissjóði til samtakanna. Síðan þá hafa greiðslur dregist saman en sam- kvæmt fjárlögum ársins í ár aukast styrkirnir um nokkrar milljónir frá því sem var á síðasta ári. Sinna of mörgum hlutverkum Bændasamtökin gegna mörg- um hlutverkum fyrir ríkið gagn- vart bændum. Í raun svo mörgum verkefnum að Ríkisendurskoðun þótti ástæða til að gera við það sér- staka athugasemd í skýrslu sem kom út á síðasta ári. Samkvæmt skýrsl- unni sjá samtökin um ákvarðanir um opinberar greiðslur til bænda, annast útreikning þeirra og af- greiðslu. Bændasamtökin sinna einnig ráðgjafarhlutverki gagn- vart stjórnvöldum auk þess að gæta áætlana- og hagskýrslugerð um landbúnað. Gagnrýni Ríkisendur- skoðunar beindist einna helst að því að samtökin sjái bæði um fram- kvæmd og eftirlit nokkurra verkefna fyrir ríkið. Ekki liggur fyrir hvort einhverj- ir fjármunir myndu sparast, og þá hversu miklir, ef hlutverk Bænda- samtakanna yrði flutt inn í sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðuneytið eða aðrar stofnanir sem heyra beint und- ir ríkið. Samtökin eru sérhagsmuna- samtök bænda og lúta ekki stjórn ríkisins. Þau standa líka í ýmiss kon- ar starfsemi sem ekki er tengd hlut- verkinu sem skilgreint er af ríkinu. Dregið úr fjárveitingum Upphæðirnar sem hér um ræðir, sem greiddar eru beint úr ríkissjóði og til Bændasamtakanna, eru ákveðnar í samningi sem gildir á hverju tíma- bili fyrir sig á milli landbúnaðarráðu- neytisins og fjármálaráðuneytisins og samtakanna. Í samningi vegna 2011 og 2012 er sérstaklega minnst á að dregið hafi úr fjárveitingum til samtakanna vegna efnahagshruns- ins en að með samningnum sé reynt að leysa óvissu um fjármögnun þeirra verkefna sem samtök bænda annast og ríkissjóður veitir fé til og brúa bilið þangað til ætla má að samninga verði hægt að gera í stöð- ugu efnahagsumhverfi. Evrópusinnar gáfu út sitt eigið blað Meðal annarrar og ótengdrar starf- semi Bændasamtakanna er rekstur tveggja hótela í Reykjavík, Hótel Sögu og Hótel Íslands. Hótelreksturinn var blómlegur árin fyrir hrun en hefur reynst samtökunum erfiður í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008. Þór- ólfur Matthíasson, prófessor í hag- fræði, hefur gagnrýnt samtökin fyr- ir reksturinn og hefur meðal annars beint 18 spurningum um rekstur samtakanna og tap af rekstri hótel- anna. Hefur hann kallað hótelrekstur samtakanna áhætturekstur, við lítinn fögnuð stjórnenda þeirra. Samtökin standa einnig í öfl- ugri útgáfustarfsemi og gefa þau út Bændablaðið hálfsmánaðarlega í rúmlega 22 þúsund eintökum auk þess að halda úti vefsíðu fyrir blaðið. Útgáfa samtakanna hefur verið gagn- rýnd fyrir afstöðu sína gagnvart Evr- ópusambandinu en yfirlýst afstaða samtakanna – og blaðsins – er sú að þau séu andsnúin aðildarviðræðum Íslands að sambandinu. Þetta kom skýrt fram þegar fyrrverandi ritstjóri blaðsins, Þröstur Haraldsson, hætti á blaðinu þar sem hann var ósáttur við þá kvöð sem lögð var á hann að fjalla með neikvæðum hætti um Evr- ópusambandið, en ekki að stunda hlutlausa blaðamennsku. Evrópu- sinnar sáu þá einnig ástæðu til að gefa út sérstakt blað fyrir bændur þar sem fjallað var um Evrópusamband- ið út frá öðru sjónarhorni en gert er í Bændablaðinu. n Fjármál Bændasamtakanna og hótelrekstur gagnrýndur Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Framlög til samtakanna n Hér sjást útgjöld ríkissjóðs til Bænda- samtakanna frá árinu 2005. Tölurnar miðast við fjárlög og fjáraukalög áranna 2007 til 2011 og fjárlaga 2012. 2007 2008 2009 2010 2011 2012 Heimild: AlþingiFjárhæðir í milljónum króna 54 4, 9 57 5, 5 60 3, 2 53 8, 6 40 0 41 5, 8 BÆNDASAMTÖKIN FÁ ÞRJÁ MILLJARÐA Bænda- höllin Eitt af hótelunum sem Bændasamtökin eiga og reka er í Bændahöllinni við Hagatorg í Vesturbæ Reykjavíkur. MynD RóBERt REyniSSon Skúli Mogensen ánægður: WOW air í jómfrúarferð „Þetta er búin að vera botnlaus vinna í níu mánuði síðan við fór- um af stað, margar svefnlausar nætur, og ef eitthvað er þá hefur vinnan bara aukist. Og vonandi verður það bara þannig um ókom- in ár,“ sagði Skúli Mogensen, einn eigenda WOW air, í samtali við blaðamann DV á Keflavíkurflug- velli á fimmtudagsmorgun, and- artökum áður en félagið fór sína fyrstu ferð í sögunni. Flogið var með fulla vél til Parísar en þess má til gamans geta að Skúli og aðrir stjórnendur WOW voru flugþjónar í ferðinni. Tilkoma WOW air þýðir að nú er komin mikil samkeppni á markaðinn hér á landi sem er í mikilli sókn þar sem fjölmörg fé- lög hefja starfsemi sína í sumar til viðbótar við Icelandair og Iceland Express. Aðspurður hvort hann sé svona bjartsýnn eða áhættusækinn segir Skúli:„Ég held að ég sé bara bjart- sýnn. Við erum sannfærðir. Ferða- mannafjölgunin er veruleg til Ís- lands sem er mjög jákvætt. Ísland býður upp á margvíslega mögu- leika sem við teljum ónýtta og við munum vinna að því. Við hlökk- um til að fara með Íslendinga til útlanda og koma með erlenda ferðamenn til landsins.“ Banaslys á Ólafsfjarðarvegi Banaslys varð á Ólafsfjarð- arvegi á milli Hringvegar og Hörgárbrúar laust fyrir mið- nætti á miðvikudagskvöldið, þegar bíll, sem karlmaður á þrítugsaldri ók, lenti út af veg- inum og fór nokkrar veltur. Ökumaðurinn var einn á ferð en hann var fluttur á sjúkra- húsið á Akureyri þar sem hann var úrskurðaður látinn. Tildrög slyssins voru ókunn þegar þetta var skrifað en lög- reglan á Akureyri og Rann- sóknarnefnd umferðarslysa fara með rannsókn málsins. Á móti lokunum Jón Bjarnason segir eðlilegt að gera ríkar kröfur til bankans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.