Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 29
Fréttir 29Helgarblað 1.–3. júní 2012 Vildi ekki drepa Lagarfljótsorminn H jörtur Kjerúlf á Hrafnkels- stöðum í Fljótsdal er um- talaður í sveitinni, ekki síst eftir að hann kom sveitung- um sínum í opna skjöldu með myndbandi sem hann tók og sagði að væri af Lagarfljótsormin- um. Myndbandið vakti heimsathygli og um fjórar milljónir manna horfðu á það. Trúir á orminn Myndbandið af hinum meinta ormi var fyrst birt í fréttum RÚV en fór svo á Youtube þar sem það vakti heims- athygli. Margir telja myndbandið falsað en sveitungar Hjartar telja úti- lokað að hann hafi undirbúið nokk- uð slíkt, í raun sé ótrúlegt að honum hafi tekist að kveikja á vélinni og ýta á „play“. Að þeirra mati er öllu lík- legra að þarna hafi girðingarefni rek- ið niður eftir ánni með áföstum ís- klökum, en slíkt er ekki óalgengt á þessum slóðum. Fleiri virðast standa í þeirri trú því þegar Hjörtur er spurður að því hvort hann hafi falsað myndband- ið segir hann: „Nei, nei, þetta var í ánni. Ég veit ekki hvað þetta var en þeir komu hér frá Stöð 2 og spurðu hvar gaddavírinn væri.“ Hjörtur heldur reyndar sjálfur að þetta hafi ekki verið gaddavír. „Alls ekki. Ég trúi á orminn,“ segir hann og bætir því við að maður verði að trúa því sem maður sér. „Þetta var eins og stór krókódíll. Ég held að þetta hafi verið kálfur. Ég bauð þeim á Stöð 2 að vera hér í fríu fæði og húsnæði ef þeir hefðu hugarflug í það hvernig ég hefði getað búið þetta til sjálfur.“ Illa innréttaður Aðspurður hvort hann sé ekki mað- ur sem láti góða sögu nokkuð líða fyrir sannleikann segist hann hafa reynt að mynda sér ekki skoðanir á sjálfum sér. „Ég fór til læknis og hvað sagði hann, að ég væri með þrjá sjúk- dóma, ég væri ofvirkur, athyglissjúk- ur og, það sem væri nú verst, að ég væri framsóknarmaður. Það er orð- ið sjúklegt,“ segir hann og hlær. „Svo dugði þessi sjúkdómsgreining mér ekki svo ég fór til sálfræðings sem sagði að ég væri illa innréttaður. Þá keypti ég þessa innréttingu hérna,“ segir hann og bendir á eldhúsinn- réttinguna. „Þá var búið að redda því,“ segir hann hlæjandi og bætir því við að hann sé auðvitað að ljúga þessu öllu saman, hann hafi aldrei farið til sálfræðings og ætti ekki ann- að eftir. „Ég er bara að búa þetta til til að hneyksla fólk. Ég hef gaman af því að ganga fram af fólki.“ Enda er hann oft aðalnúmerið á þorrablótum sveitarinnar. Hann er tekinn fyrir og stældur og það skal enginn halda að það sé honum til mikils ama. Þvert á móti hefur hann þrælgaman að og semur brandarana jafnvel sjálfur. Enda veit hann fátt eins leiðinlegt og fólk sem tekur sig of hátíðlega. Óþarfi að drepa orminn En nú vill hann meina að sagan um orminn sé sönn eins og sólin, eða svo segir hann. Í fyllstu alvöru við- urkennir hann að hafa ekki tekið af allan vafa um að þarna væri skrímsl- ið á ferð, hann vildi ekki gera það og eiga það á hættu að eyðileggja góða sögu. „Þetta var eins og lifandi skepna, hvað sem þetta var. Mynd- bandið lýgur ekki. Ég vildi ekki ganga úr skugga um hvað þetta væri, hvort þetta væri ormurinn eða ekki, því ég vildi ekki eyðileggja söguna um orminn. Ég vil hafa orminn í fljótinu, hvort sem hann er til eða ekki. Hvað með Loch Ness-skrímslið, er ekki alveg jafn sjálfsagt að halda okkar skrímsli á lífi með því að telja sig hafa sé það?“ spyr hann. Sjálfur trúir hann á orminn. „Ég trúi því,“ segir hann án þess að depla augum. Kannski er það ekki skrýtið miðað við uppeldið sem hann fékk. „Sem barn var mér sagt að það væri ormur í fljótinu, afi og amma sögðu það. Pabbi sagðist oft hafa séð orm- inn. Það má ekki drepa orminn með því að segja að hann sé ekki til, þetta er partur af okkar menningu og sögu. Við verðum að halda sögunni um orminn á lofti, að hann sé þarna. Ég sagði við einhverja Ameríkana um daginn að okkur væri kennt að trúa á Guð án þess að hafa séð hann, er ekki alveg eins hægt að trúa á orm- inn þótt maður hafi ekki séð hann?“ Kunni ekki á vélina Hann segist hafa vaknað og farið á fætur, séð þetta í ánni án þess að gefa því gaum en hitað sér kaffi. „Þá var þetta þarna ennþá. Ég greindi frétta- mönnum frá ABC í Bandaríkjun- um frá því hvernig þetta æxlaðist og þeir spurðu hvort ég hefði ekki feng- ið mér eitthvað annað en kaffi. Ég grínaðist náttúrulega með það að ég hefði fengið mér LSD en hún lýgur ekki vélin þótt ég hefði gert það. En ég stóð þarna við gluggann þegar ég sá orminn og tók mynd af honum,“ segir Hjörtur og bendir á gluggann við vaskinn í eldhúsinu. „Ég kunni ekki á vélina en frændi minn er fréttamaður á RÚV, Rúnar Snær. Hann útvegaði mér þessa vél fyrir ári síðan því mig langaði til að eiga minningar um búskapinn. Svo sá ég þetta og hringdi í strákinn og spurði hvort hann gæti kennt mér í gegnum símann að taka myndir, það var minnsta málið, ég þurfti að ýta á einn takka og stilla á vídeóið og svo tók ég þessa frægu mynd.“ Þar sem Hjörtur kann ekkert á tölvu og má ekki vera að því að læra á slík tæki brunaði hann upp á Eg- ilsstaði til Rúnars Snæs með vélina. „Hann setti þetta inn á tölvuna hjá RÚV. Í kjölfarið setti einhver þetta á Youtube, ég veit ekki hver. Eftir það gátu allir stolið þessu en engu að síð- ur keyptu nokkrar erlendar stöðvar sýningarréttinn af sjónvarpinu og ég fékk fáeinar krónur,“ segir Hjörtur en peningurinn dugði allavega fyrir vél- inni sem kostaði um fimmtíu þús- und krónur. Ameríkanarnir komu Í kjölfarið ræddi hann við Láru Óm- arsdóttur, fréttamann á RÚV. „Þetta var orðið heimsþekkt myndband en það var ekki búið að taka viðtal við höfundinn. Ég sagði við Láru að ein- hvern tímann hefði verið aukafrétta- tími af minna tilefni en því að Lagar- fljótsormurinn sæti fyrir á mynd. En hún var bara undrandi á öllu þessu írafári yfir þessu,“ segir hann og glottir. Fær sér síðan sopa af kaffinu og heldur áfram: „Svo komu þeir hingað Ameríkanarnir og ég dauð- skammaðist mín því það var allt á hvolfi hjá mér. En þeir sögðu að það væri allt í lagi, það væri miklu skemmtilegra að koma þangað þar sem allt er öðruvísi en allt annað,“ segir hann og það á svo sannarlega við hér á Hrafnkelsstöðum. „Þeir sáu vinnandi mann,“ segir Hjörtur sem var á fullu í sauðburðinum. Ameríkanarnir höfðu hins vegar mestan áhuga á orminum og komu með tvo fjarstýrða orma auk þess sem þeir settu saman orm úr drasli. „Hvað heldur þú að hafi verið það fyrsta sem þeir spurðu um – hvar er heimilissorpið? Þeir ætluðu að fá mjólkurfernur og eitthvað drasl, hnýta það saman og gerðu það. Síð- an smíðuðu þeir orm úr krossviði. Það var einn fyrrverandi FBI-mað- ur með í för og hann horfði í gegn- um mig, lýgur hann eða lýgur hann ekki?“ segir Hrafnkell og skellihlær. Trúa ekki því sem þeir sjá Það trúa honum ekki allir. „Sveit- ungar mínir trúa þessu síst. Enda sagði Þórbergur að þeir trúa því ekki sem þeir sjá,“ segir Hjörtur og á við Þórberg Þórðarson. „Hann var skrímslasérfræðingur drottn- ingar og þjóðarinnar um leið. Hann var mikið að stúdera skrímsli og einhvern tímann í kringum 1963 sá Sigurður Blöndal, skóg- ræktarstjóri á Hallormsstað, orm- inn ásamt fleira fólki. Úr varð mik- ið fjölmiðlafár og ljósmyndari kom úr Reykjavík og Þórbergur mætti á vettvang. Þegar hann var kominn aftur heim skrifaði hann frænku sinni bréf og sagðist hafa eytt fjórtán af þeim fáu dögum sem hann ætti eftir ólif- aða í tilraun til að sjá orminn en af því hefði ekki orðið. Hins vegar hefði hann haft tal af mörgum Fljótsdæl- ingum og það sem einkennir þá alla er að þeir trúa því ekki sem þeir sjá. Hann taldi að miðað við sögurnar sem þeir sögðu hefðu þeir séð orm- inn en tryðu bara ekki á hann,“ segir Hjörtur, sýpur á kaffinu og sýgur upp í nefið. „Verður maður ekki að trúa því að ormurinn sé til?“ spyr hann svo og svarar því sjálfur: „Ég held það.“ ingibjörg@dv.is Ólst upp við sögur af orminum Hjörtur Kjerúlf segir að börnum sé kennt að trúa á Guð sem þau hafa aldrei séð og spyr hví þau geti ekki alveg eins trúað á Lagarfljótsorminn. n Fjölmargar frásagnir eru af skrímslum á Íslandi n Íslendingar voru logandi hræddir við sum þeirra n Jón Baldur Hlíðberg skrímslasérfræðingur segir að fjörulallinn sé skemmtilegastur að dúkka upp á Facebook eitt- hvert kjaftæði sem var búið að skjóta niður fyrir þremur árum. Fólk heldur samt áfram að deila því. Þannig hefur þetta gengið í gegnum árhundruðin, bara með eldri aðferð.“ Aðrar sögur eru komnar til af því að menn sáu hluti sem þeir gátu ekki skýrt. Rauðkembingur er til dæmis vel þekkt skrímsli og rauðir kambar eru á mörgum sæ- skrímslum. Það þarf kannski eng- an að undra, þar sem það var ekki fyrr en farið var að skoða lífrík- ið sem það kom í ljós að það er til fiskur sem verður allt að tólf metra langur, er með rauðan bakugga og syndir með síldinni en sést voða- lega sjaldan, sést þó og einhverj- ir hafa séð hann. „Hvað hugsar maður sem situr í tvírónum bát al- veg niður undir sjó sem sér þess- ari skepnu bregða fyrir eitt augna- blik og hverfa síðan? Hann segir af þessu sögur og sögurnar eru sagðar áratugum saman, stækka og blása út. Það er það sem er svo skemmti- legt við þetta. Þó að við þekkjum ekki þessar sögur öðruvísi en nið- urskrifaðar þá voru þetta munn- mæli sem gengu milli manna og breyttust með kynslóðunum.“ Vildi halda dýrunum lifandi Á einhverjum tímapunkti voru sögurnar skrifaðar niður og um leið urðu þær að einhverju öðru en þær voru áður, segir Jón Bald- ur. „Um leið og sögurnar lentu á skinni eða pappír var lífið tek- ið úr þeim, þær voru drepn- ar og stoppaðar upp. Þær urðu að fræðigrein. Síðan urðu ein- hverjir skrímslasérfræðingar út frá því sem voru skemmtisögur aldanna, sögur sem fólkið átti og tóku breytingum í hvert sinn sem þær voru sagðar. Hugmyndin á bak við bókina var að halda þessum sögum lif- andi, gera mér mat úr þeim og leika mér með þær. Ég skoða þetta með mínum augum, segi söguna aftur með myndun- um og túlka dýrin á minn hátt. Þannig er okkar menningararfur og þannig fannst mér ég ná ein- hverju til baka sem ég átti.“ Áhuginn var mikill og fyrsta prentun seldist upp. Í kjölfarið hafa margir haft samband við Jón Baldur og beðið hann um leyfi til að nota teikningar hans af furðuverunum og leyfa börn- um að vinna með þær. Það gleð- ur hann að fólk sé farið að vinna aftur með þessi dýr. „Það er búið að blása lífi í þau aftur,“ segir Jón Baldur. „Víða um heim eru furðuver- urnar uppspretta fantasíu og skemmtunar og það er þannig sem ég vil nálgast þær. Ég vil eiga þær og halda þeim lifandi því þetta er skemmtilegt, gefur um- hverfinu og sögunni lit og er flott efni til þess að stytta sér stundir með.“ ÍSLENDINGAR ÓTTUÐUST SKOFFÍN „Hér eru sæ- skrímsli því sjór- inn var ógnin, það var sjórinn sem var að taka öll lífin og hann var full- ur af skrímslum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.