Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 1.–3. júní 2012 Helgarblað Ekki skilyrði fyrir „nýja eyðni“ n Örnólfur Thorlacius segir Chagassjúkdóminn ekki geta þrifist hér Ó líklegt er að Chagassjúkdóm­ urinn, sem vísindamenn og læknar í Bandaríkjunum hafa nefnt „hina nýju eyðni Amer­ íku“, nái verulegri útbreiðslu hér á landi. Þetta er mat Örnólfs Thor­ lacius, líffræðings og fyrrverandi skólameistara. DV fjallaði á miðviku­ daginn um áhyggjur vísindamanna vestanhafs af útbreiðslu sjúkdómsins sem lagst hefur harðast á íbúa Suður­ Ameríku, Mexíkó og Bandaríkjanna. Þegar hafa um 8 milljónir manna smitast af Chagassjúkdómnum í heimshlutanum, en í um fjórðungi tilfella getur hann verið lífshættu­ legur því hann veldur því að líffæri, einkum hjartað, bólgna. Flestir látast af völdum hjartaáfalls. Örnólfur segir að helsta skýring­ in fyrir því að íbúar í Bandaríkjunum hafi smitast af sjúkdómnum sé að loftslag fari hlýnandi. Vegna þess geti paddan sem ber með sér smitið þrif­ ist nyrst í Mexíkó og syðst í Banda­ ríkjunum. Það þurfi því að hlýna ansi mikið hér hér á landi og í Evrópu til þess að sjúkdómurinn nái einhverri fótfestu í okkar heimshluta. Örnólfur segir að til þess að sjúk­ dómurinn nái útbreiðslu þurfi padd­ an að geta lifað. Það væri ansi mikil tilviljun ef hún bærist hingað. „Yfir­ leitt eru það pöddurnar sem bera sjúkdóminn á milli sjálfar með því að sjúga blóð. Ég eit ekki hversu mikið er að sýklinum í sjálfu blóðinu.“ Læknar og vísindamenn hafa líkt Chagassjúkdómnum við eyðni, með­ al annars vegna þess að hann getur verið einkennalaus hjá mjög mörg­ um sjúklingum, hann getur smitast frá móður til barns og vegna þess að hann smitast við blóðblöndun, til dæmis ef ógætilega er farið með sprautunálar. Örnólfur Thorlacius Það er of kalt á Íslandi til að Chagassjúkdómurinn nái hér fótfestu. S eðlabanki Íslands hefur fundið gögn sem benda til þess að útgerðarfyrirtækið Samherji hafi framið víð­ tækari lögbrot gegn lögum um gjaldeyrismál en talið hefur verið hingað til. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavík­ ur sem fylgdi dómi Hæstaréttar á fimmtudag. Hæstiréttur staðfesti þá úrskurð Héraðsdóms Reykjavík­ ur um að vísa frá dómi þeirri kröfu Samherja um að Seðlabanka Ís­ lands verði gert að hætta rannsókn á meintum brotum félagsins á lög­ um um gjaldeyrismál og húsleit sem gerð var hjá fyrirtækinu í mars síðastliðinn yrði dæmd ólögmæt. Rannsókn Seðlabankans á Sam­ herja mun því halda áfram. Seðlabankinn hefur frá því í lok mars rannsakað starfsemi Sam­ herja. Til rannsóknar er grunur um að fyrirtækið hafi selt fisk til þýsks dótturfélags síns, DFFU, á undir­ verði. Sérstaklega er rætt um að karfi hafi verið seldur til félagsins á undirverði. Með þessu á Sam­ herji að hafa tekið út hagnað af fisk­ veiðum hér á landi í gegnum erlend dótturfélög með ólöglegum hætti fram hjá gjaldeyrishaftalögunum sem sett voru á Íslandi eftir efna­ hagshrunið 2008. Þessi hagnaður Samherja á því, samkvæmt þessu, að vera tekinn út í öðrum löndum en ekki hér á landi. Í kjölfarið kærði Samherji aðgerðirnar til Héraðs­ dóms Reykjavíkur sem vísaði kröfu fyrirtækisins frá dómi á þeim for­ sendum að ekki lægi enn fyrir nein niðurstaða í rannsókn Seðlabank­ ans um ólögmæti viðskipta útgerð­ arfyrirtækisins. Rannsókn leiðari til frekari vísbendinga Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Seðlabanki Íslands sé stutt á veg kominn í rannsókn­ inni en að þrátt fyrir það hafi fund­ ist vísbendingar um frekari lögbrot hjá Samherja. Þessar grunsemd­ ir hafa vaknað við yfirferð á tölvu­ póstsendingum starfsmanna Sam­ herja. Orðrétt segir um þetta í dómi héraðsdóms: „Tekið er fram af hálfu varnaraðila að rannsóknin sé á byrjunarstigi. Þrátt fyrir stutta töf á því að unnt væri að hefja yfirferð á tölvupóstsendingum starfsmanna sóknaraðila hafi þegar fundist gögn sem gefi vísbendingu um að fleiri fé­ lög en áður hafi verið talið séu í raun innlendir aðilar í merkingu laga nr. 87/1992. Jafnframt hafi fundist gögn sem veiti vísbendingar um að innlendir aðilar hafi átt frekari út­ flutningsviðskipti við tengda aðila á grundvelli verulega lakari kjara en tíðkist í viðskiptum óskyldra aðila. Þá hafi einnig vaknað grunsemdir um víðtækari brot gegn ákvæðum laga nr. 87/1992.“ Lögin sem vísað er í eru lög um gjaldeyrismál frá 1992. Neita að opna iPad-tölvur Í dómi Hæstaréttar Íslands kemur enn fremur fram að Samherji hafi neitað að afhenda lykilorð póst­ forrita á tveimur iPad­tölvum sem Seðlabanki Íslands hafi lagt hald á í húsleitinni hjá útgerðarfyrirtæk­ inu. Af þessum sökum hafi Seðla­ bankinn ekki getað afritað þau gögn sem er að finna í póstforriti tölvanna. Líkt og kemur fram hér að ofan þá hafa vaknað grunsemd­ ir um frekari lögbrot hjá Samherja við skoðun á tölvuskeytum starfs­ manna fyrirtækisins. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Þá hafi einnig vaknað grun- semdir um víðtækari brot gegn ákvæðum laga nr. 87/1992 n Tölvupóstur Samherjamanna skoðaður n Neita að opna iPad-tölvur Grunur um frekari löGbrot Samherja Skoða tölvupóst starfsmanna Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands hefur skoðað tölvupóst starfsmanna Samherja og fundið vísbendingar um frekari brot á lögum um gjald-eyrismál. Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Ný skýrsla: Ríkið kæmi illa út úr niðurfærslu Kostnaður hins opinbera af 10–25 prósenta flatri niðurfærslu húsnæðislána yrði á bilinu 11 til 41 prósent af útgjöldum ríkisins eins og þau voru á síðasta ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir fjármálaráðuneytið. Þar segir einnig að með slíkri niðurfærslu myndi jöfnuður í rekstri hins opinbera verða fjarlægari en nú er. Í skýrslunni segir enn fremur að lækkun hefði veruleg áhrif á hagkerfið í heild sinni. Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra fól Sveini Agnarssyni og Sigurði Jóhannes­ syni hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands ásamt Benedikt Jóhannes­ syni tryggingastærðfræðingi að vinna skýrsluna. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu voru engin fyrirmæli gefin af hálfu ráðuneytisins um hvaða efnistök­ um þeir beittu en þeir höfðu skýrslubeiðnina sem fyrirmynd. Skýrslubeiðnin var lögð fram af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þing­ manni Sjálfstæðisflokksins, og fleiri þingmönnum. Samkvæmt skýrslunni myndi 10 prósenta niðurfærsla kosta 124 milljarða króna en 25 prósenta niðurfærsla um 310 milljarða. Stærstur hluti niðurfærslunnar myndi falla á Íbúðasjóð, á bilinu 67 til 167 milljarðar króna. Einnig er talið að lífeyrissjóðir yrðu af 18 til 44 milljörðum króna og bankarnir um 40 til 99 milljarða króna. Í skýrslunni segir einnig að niðurfærsla myndi ganga langt á allt eigið fé bankanna sem er umfram það lágmark sem Fjármálaeftirlitið setur. Gagnrýnir bensínverð „Allur Evrovision­afsláttur­ inn sem veittur var síðast­ liðinn sunnudag ætti að skila sér til landsmanna á hverj­ um einasta degi,“ sagði Skúli Helgason, þingmaður Samfylk­ ingarinnar, á Alþingi á fimmtu­ dag. Þar ræddi hann hvernig lækkað olíuverð á heimsmark­ aði skilaði sér ekki til neytenda. Sagði hann að á síðustu fjórum vikum hefði heimsmarkaðs­ verðið lækkað um 16 prósent en einungis um 4,4 prósent hér á landi. „Ef öll lækkunin hefði skilað sér í vasa almennings ætti bensínlítrinn núna að vera í kringum 20 krónum lægri en hann er,“ sagði Skúli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.