Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 20
20 Fréttir 1.–3. júní 2012 Helgarblað Áróður gegn ESB n Heimssýn selur bændum límmiða til að setja á heyrúllur H eimssýn, hreyfing sjálfstæð- issinna í Evrópumálum, býð- ur nú upp á límmiða á hey- rúllur. Þannig geta bændur og landeigendur merkt rúllurnar og sett þær við vegi eða á aðra áberandi staði til þess að vekja athygli á mál- staðnum. Ásmundur Einar Daða- son, formaður Heimssýnar, segir að þetta sé fyrsta skrefið í að láta bera á þessum málstað og að fleiri slík- ar auglýsingar muni koma á næst- unni. „Við erum að reyna að vekja athygli á þeirri þéttu andstöðu sem er gegn Evrópusambandinu meðal Íslendinga, án þess að eyða miklum fjármunum. Við höfum ekki sömu fjármunum úr að spila eins og til að mynda ESB sem er að eyða hér hundruðum milljóna og milljörðum í áróðursstarfsemi með dýrum aug- lýsingum.“ Ásmundur segir að reynt sé að huga að því að hafa auglýsing- arnar frumlegar en um leið kostnað- arlitlar. „Þetta er búið að fá gríðar- lega góðar undirtektir, þetta var sett af stað strax í morgun og við erum þegar farnir að fá pantanir alls stað- ar af landinu. Við náttúrulega fögn- um því enda hefur andstaða við ESB sjaldan verið jafn mikil meðal þjóð- arinnar og nú.“ Þvermál límmiðanna er 120 sentimetrar og eru þeir seldir á 5.000 krónur. Límmiðunum verð- ur komið á svæði þess sem pantar, honum að kostnaðarlausu ef pantað er fyrir 15. júní. S&S Smáralind 588-0550 S&S Glerártorgi 461-2828 facebook.com/snudar Fjölbreytt úrval af 100% melamín vörum frá RICE Barnaskór fyrir 1-4 ára sem má nota inni og úti. Verð 3.990 kr. Þjóðlegir kinda óróar Verð: 3.390 kr. Uglubolur frá Minymo. Verð 2.990 kr. Glæsilegar svuntur fyrir fullorðna Snúðar & Snældur bjóða upp á vönduð dönsk barnaföt á góðu verði og skemmtilega hönnunarvöru. Prófarkalesari óskast DV ehf. leitar að áhugasömum og metnaðar- gjörnum prófarkalesara. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist á dv.is/atvinna/profork fyrir 8. júní næstkomandi. Á móti ESB Ásmundur segir límmiðana hafa fengið gríðarlega góðar undirtektir. Hjálmurinn bjargaði lífinu É g flýg af hjólinu, enda á höfðinu og öxlinni og hjálmurinn endar í þessum molum. Eini skaðinn sem varð á höfðinu eftir að hafa lent á því eru tólf spor sem sauma þurfti,“ segir Kjartan Sverrisson sem varð fyrir vélhjóli við Víkurvegsbrú á Vesturlandsvegi á sjöunda tím- anum á miðvikudagskvöld. Kjartan var á reiðhjóli og var höggið töluvert. Hann var hins vegar með hjálm sem hann segir að hafi bjargað honum. Hvetur alla til að nota hjálma „Ég er lemstraður, marinn, blár og hruflaður út um allan líkama en við værum ekki að tala saman í dag hefði ég ekki verið með hjálm,“ segir Kjart- an þegar blaðamaður DV hafði sam- band við hann á fimmtudag. Kjart- an birti mynd af blóðugum tætlum hjálmsins á Facebook-síðu sinni og hefur sú óhugnanlega mynd farið víða í netheimum. Lögreglan á höf- uðborgarsvæðinu notar hana meira að segja í forvarnartilgangi og hvetur alla til að nota hjálma. Og Kjartan tekur svo sannarlega undir þau varnaðarorð. „Ég er þakklátur fyrir að ganga svona þokkalega heill til skógar. Ég hvet eindregið til þess að fólk noti hjálma þegar það er að hjóla.“ Verður hjálmanotkun leidd í lög? Notkun reiðhjólahjálma er aðeins lögbundin þegar börn eiga í hlut en þeim sem eru eldri en 12 ára ber ekki, lögum samkvæmt, að bera hjálm. Þess má geta að á Alþingi liggur fyrir frumvarp innanríkisráð- herra um heildarendurskoðun um- ferðarlaga. Þar er meðal annars opn- að fyrir heimild ráðherra til að setja reglugerð sem kveður á um skyldu á notkun öryggisbúnaðar. Ráðherra gæti þannig, ef frumvarpið nær óbreytt fram að ganga, skyldað þá sem hjóla til að nota hjálm. Afar ólík- legt verður að teljast að frumvarpið nái fram að ganga á yfirstandandi þingi. n Var á reiðhjóli og lenti í árekstri við bifhjól Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Í rúst Hjálmurinn er algjörlega í henglum eftir atvikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.