Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 23
Íslenski flotinn Í útlöndum hét Baldvin Þorsteinsson EA. Í ársreikningi félagsins er ekki tek- ið fram nákvæmlega hversu stór hluti af 56 þúsund tonna kvóta erlendra dótturfélaga Samherja sé kominn frá Evrópusambandinu. Ætla má að stór hluti af þessum kvóta sé kominn þaðan. Eftir að Samherji festi kaup á fyrirtækjunum í Þýskalandi og Bret- landi á fyrri hluta síðasta áratugar kom fram að Samherji réði yfir 20 þúsund tonna kvóta frá Evrópusam- bandinu, þar af voru um 12 þúsund tonn af þorskkvóta í Barentshafi, um 32 prósent af þorskkvóta sambands- ins á svæðinu. Veiðar Samherja sagðar 500 þúsund tonn Í frétt á Stöð 2 í ágúst 2010 kom fram að samkvæmt gögnum frá Samherja sem fréttastofan hafði undir hönd- um hefði Samherji veitt 500 þúsund tonn af fiski á Íslandi og erlendis árið 2007. Þar kom fram 117 tonn af öllum fisktegundum, meðal annars loðnu, hefðu veiðst hér við land og rúmlega 380 tonn hefðu verið veidd erlendis. Forsvarsmenn Samherja vildu ekki tjá sig um hvernig aflinn skiptist á milli einstakra landa en sögðu þó að stærsti hlutinn af veiðunum er- lendis væri aflinn sem veiddur hefði verið í lögsögu Máritaníu og Mar- okkó í gegnum Kötlu Seafood. Líkt og Þorsteinn Már rakti hér að ofan voru þær veiðar að hluta til stundaðar vegna samninga Evrópusambands- ins við yfirvöld í þessum löndum. Afli Samherji er því að miklum meiri- hluta veiddur í öðrum löndum, í Afr- íku og Evrópu, og er meirihlutinn af þeim afla veiddur á grundvelli samn- inga í gegnum Evrópusambandið. Þrír aðrir togarar við Afríku Af öðrum íslenskum útgerðum sem stunda veiðar erlendis ber helst að nefna Úthafsskip og Blue Wave. Har- aldur Reynir Jónsson, einn af fyrr- verandi eigendum útgerðar Sjóla- skipa á Kanaríeyjum sem seld var til Samherja árið 2007, á útgerðar- fyrirtækið Úthafsskip sem rekur tvo verksmiðjutogara sem veiða fisk við strendur Vestur-Afríku. Togararnir hafa verið við veiðar við Máritaníu upp á síðkastið. Togarar Úthafsskipa heita M/V Gloria og M/V Victoria og voru báðir smíðaðir í Póllandi undir lok níunda áratugarins. Þá eiga nokkrir af stærstu lífeyris- sjóðum landsins verksmiðjutogar- ann Blue Wave sem veitt hefur fisk við vesturströnd Afríku frá árinu 2007. Lífeyrissjóðirnir sem um ræðir eru Gildi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins, Lífeyrissjóður verslunar- manna, Stapi, Stafir og Sameinaði líf- eyrissjóðurinn. Sá togari hefur einn- ig veitt fyrir utan Máritaníu upp á síðkastið. Samherji er því langatkvæða- mestur íslenskra útgerða á erlend- um miðum. Segja má að fyrirtækið myndi íslenska flotann erlendis nán- ast eitt síns liðs. n Fréttir 23Helgarblað 1.–3. júní 2012 n Samherjaflotinn telur um 50 skip n Fáar íslenskar útgerðir við veiðar erlendis n Velta Samherja árið 2010 nam 68 milljörðum Þýskaland Samherji Dótturfélagið DFFU Baldvin NC 1000; Kiel NC 105; Odra NC 110 Færeyjar Samherji Dótturfélagið Framherji Fagraberg FD; Högaberg FD Pólland Samherji Dótturfélagið Arctic Navigations Polonus GDY 36; Dótturfélagið Atlantex Alina GDY 46; Anders GDY 38; Sirius Bretland Samherji Dótturfélagið Onward Arctic Warrior; Farnella; Marbella H 771 Frakkland Samherji Dótturfélagið Companie des Pesches Joseph Roty 2 Dótturfélagið Euronor Sjö skip, þar af þrír frystitogarar Frönsku Gvæjana Samherji Dótturfélagið Companie des Pesces 15 rækjubátar Spán Samherji Dótturfélagið Pesquera Ancora Þrjú skip Chile HB Grandi Dótturfélagið Grandi Limitada 20 prósent í útgerðarfyrirtækinu Dosa (Desarrollo Oceánico S.A.) Þrír ísfisktogarar og þrír frystitogarar. Kanaríeyjar Samherji Dótturfélagið Katla Seafood M/V Alpha; M/V Beta 1; M/V Geysir; M/V Heinaste; M/V Janus ; M/V Kristina; M/S Orion; M/S Sjoli; M/V Sirius Úthafsskip Dótturfélagið Úthafsskip Canarias M/V Gloria; M/V Victoria Íslenskir lífeyrissjóðir, Straumur, Tryggingamiðstöðin og fleiri Dótturfélagið Blue Wave Ltd. Blue Wave Íslenski flotinn erlendis Samherji HB Grandi Íslenskir lífeyrissjóðir, Straumur, Trygginga- miðstöðin og fleiri Úthafsskip Þýskaland Frakkland Chile Franska Gvæjana Spánn Kanaríeyjar Bretland Færeyjar Þögn um Afríkuveiðarnar Hér sést Gloria, annar af togurum Úthafsskipa, sem veiðir við Afríkustrendur. Skipið er 3.700 brúttótonn og var smíðað í Póllandi undir lok níunda áratugarins. Skipið hefur veittt í lögsögu Máritaníu upp á síðkastið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.