Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 37
Makar í kosningabaráttu Starf: Sjúkraliði á Landspítala - háskóla- sjúkrahúsi, Landakoti. Aldur: 58 ára. Menntun: Sjúkraliðanám í Fjölbrautaskól- anum Breiðholti. Starfsferill: „Hef unnið á hjúkrunar- heimili, lengst af á líknardeild aldraðra og svo á endurhæfingardeild aldraðra þar sem ég starfa nú.“ Hvað breytist í lífi þínu við það að verða forsetamaki? „Að verða opinber persóna breytir að sjálfsögðu miklu, en ég mun skoða hvort ég gæti haldið mínu starfi að einhverjum hluta.“ Hvernig kynntust þið? „Á skemmtun hjá Íslendingafélaginu í Ósló 1972.“ Var það ást við fyrstu sýn? „Ég varð strax skotin!“ Hver er besta stundin sem þú hefur átt með Ara Trausta? „Þær eru margar, en ég nefni til dæmis gönguferðir á Mallorca.“ Hvað getur þú fært forsetaembættinu? „Ég færi sjálfa mig til embættisins með kostum og göllum.“ Á hvað ætlar þú að leggja helst áherslu sem maki forseta? „Ég myndi vilja vinna að heilbrigðismálum, sérstaklega hvað varðar aldraða ein- staklinga.“ Hvernig sérðu fyrir þér lífið á Bessa- stöðum? „Bessastaðir yrðu nýr vinnustaður, en hvernig ég vinn úr því ræðst þegar þangað er komið. Sem heimili yrðu þeir bara notalegir.“ Hverjir eru helstu kostir makans? „Ari er mjög hlýr, traustur og heiðarlegur maður. Hann er rökfastur sáttasemjari, víðsýnn, hefur mikinn andlegan og líkamlegan styrk og býr yfir mikilli þekkingu á mjög víðu sviði.“ Hverjir eru helstu gallarnir? „Hann er aldrei kyrr, hvorki í huga né með höndum (kannski ætti ég að segja fótum!).“ Hver er helsta ástæðan fyrir því að fólk ætti að kjósa maka þinn sem forseta? „Ástæðan liggur í því sem ég hef sagt um kosti hans.“ Hvað er það fyrsta sem þið munið gera á Bessastöðum, ef þið komist þangað inn? „Kaffisopinn er alltaf góð byrjun á nýjum degi.“ Hvaða einstaklingur hefur haft mest áhrif á þig? „Eftir nær 40 ár hefur makinn sín áhrif en það hafa líka allir aðrir samferðamenn og ekki hvað síst börnin okkar.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? „Siglufjörður.“ Hvaða lífsreynsla eða atburður hefur mótað þig mest? „Ég hef, eins og aðrir, upplifað sorg og gleði í lífinu. Hvernig ég hef náð að vinna úr sorginni og njóta gleðinnar hefur mótað mig mest.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frítíma þínum? „Lesa og sauma út. Ég sauma eftir eigin hugmyndum og er að sauma rúmteppi þessa dagana.“ Hvað er mest gefandi við starf þitt núna? „Að finna að það sem ég geri og gef veitir öðrum vellíðan.“ Úttekt 37Helgarblað 1.–3. júní 2012 Starf: „Ég held utan um þjálfun starfs- manna hjá fyrirtæki sem heitir Travel Retail Norway AS (TRN). Það þýðir að ég vinn við að skipuleggja, samhæfa, setja saman og halda námskeið um snyrtivörur fyrir alla samstarfsaðila TRN í Noregi.“ Aldur: 37 ára. Menntun: „Ég hef komið nokkuð víða við hvað menntun áhrærir. Í framhalds- skóla lagði ég stund á nám í verslunar- og skrifstofufræðum, ásamt teikningu, formi og litum. Síðan reyndi ég við fatahönnun en komst að því að ég og saumavélin áttum ekki samleið ;) Eftir að hafa verið úti á vinnumarkaðnum í nokkur ár ákvað ég að fara í skóla sem heitir Norsk Akademi for Naturmedisin (NAN) og læra til hómópata og í hann gekk ég í 5 ár þar til ég að endingu tók prófin í júní 2007. Ég er einnig menntuð sem snyrtifræðingur frá Art Complexion í Noregi.“ Starfsferill: „Ef frá eru talin hefðbundin sumarstörf hófst starfsferill minn í ísbúð þegar ég var 18 ára. Annars vann ég á bar og veitingastað í mörg ár, á hjúkrunarheimili, í blómabúð, við snyrtivörusölu og var sendibíl- stjóri í Ósló áður en ég gat lesið út úr korti! Áður en ég byrjaði hjá TRN vann ég sjálf- stætt sem hómópati, stofan mín hét Natura Medica.“ Hvað breytist í lífi þínu við það að verða forsetamaki? „Til að byrja með verðum við að flytja til Ís- lands og það mun verða bæði spennandi og ögrandi breyting – bæði fyrir börnin og mig og við yrðum að læra íslensku almennilega. Annars verð ég bara að bíða og sjá hvað tíminn leiðir í ljós í kjölfar þess sem mað- urinn minn er að vinna að núna. Ég geri ráð fyrir að það taki smá tíma að setja sig inn í íslenskt samfélag, finna mér hlutverk og komast að því hvaða væntingar fólk hefur til forsetafrúar.“ Hvernig kynntust þið? „Við kynntumst reyndar í gegnum netið. Hannes reyndi ítrekað að komast í sam- band við mig og þegar ég að lokum svaraði honum og við ákváðum að hittast … ja, þá varð úr bæði brúðkaup og barn.“ Var það ást við fyrstu sýn? „Bæði og. Vegna þess að hittumst ekki strax heldur gáfum okkur tíma til að kynnast fyrst, með tölvupósti og símtölum, fannst mér ég þekkja Hannes aðeins þegar við hitt- umst fyrst svo að það var smá ást til staðar þá þegar og hún hefur bara aukist og styrkst með árunum.“ Hver er besta stundin sem þú hefur átt með Hannesi? „O, má ég bara velja eina? Þegar við Hannes hittumst áttum við bæði börn fyrir og við áttum lítinn tíma bara fyrir okkur tvö. Þrátt fyrir að ég njóti þess að verja tíma með börnunum þá verð ég að segja að ein besta stundin sem við Hannes höfum átt saman var þegar við fórum til Feneyja fyrir ári. Fyrir mig var það rómantísk ferð sem hverfur mér ekki úr minni, og ég vil gjarna fara þangað aftur með Hannesi þegar tækifæri gefst.“ Hvað getur þú fært forsetaembætt- inu? „Góð spurning. Til að byrja með sé ég fyrir mér að ég verði Hannesi stoð og stytta þegar hann þarfnast mín. Annars veit ég ekki nógu mikið um forsetaembættið til að geta tjáð mig um það á þessum tímapunkti, en þú mátt gjarna spyrja mig seinna.“ Hvað ætlar þú helst að leggja áherslu á sem maki forseta? „Mér finnst sem ég þekki of lítið til starfa forsetafrúa og íslensks samfélags sem slíks. En ef ég fengi ráðrúm og tækifæri til að leggja áherslu á eigin málefni myndi ég óska þess að starfa með börnum og ungu fólki. Í sambandi við ofbeldi gegn börnum og fíkniefnanotkun.“ Hvernig sérðu fyrir þér lífið á Bessa- stöðum? „Ágætis spurning. Svona eins og vanalega, geri ég ráð fyrir, börnin í skólanum, mað- urinn í vinnunni og ég líka vonandi. Annars frístundir, matseld, þvotturinn og hvaðeina sem maður gerir dagsdaglega.“ Hverjir eru helstu kostir makans? „Hannes er afar blíður og félagslyndur maður með mikla kímnigáfu. Það er frábært að spjalla við hann og hann er rosalega góður í að hlusta. Hann er óhræddur við að taka til hendinni og og er hjálpsamur. Hann er börn- unum góður faðir og mér góður eiginmaður. Þess utan er hann besti vinur minn og margt, margt fleira. Hverjir eru helstu gallarnir? „Bíðum við … er hann með nokkra? Hann getur verið svolítið ákveðinn stundum. Og hann á það líka til að vera svo duglegur að öðrum finnst þeir vera hryllilega latir … en það er ekki galli í reynd.“ Hver er helsta ástæðan fyrir því að fólk ætti að kjósa maka þinn sem forseta? „Hannes er alþýðlegur, hann getur átt góð samskipti við flestalla og gert sig skiljanlegan. Hann er auðmjúkur og langar einlæglega að vinna að hagsmunum Íslands og þjóðarinnar. Hann er jarðbundinn og heiðarlegur og lofar aldrei neinu sem hann getur ekki staðið við.“ Hvað er það fyrsta sem þið munið gera á Bessastöðum, ef þið komist þangað inn? „Skipta út húsgögnum. Í samvinnu við börn og maka. Gera þá eins heimilislega og við getum og vona að það fari vel um okkur þar.“ Hvaða einstaklingur hefur haft mest áhrif á þig? „Það er erfitt að velja bara eina manneskju. Foreldrar mínir, sem gáfu mér lífið að gjöf og örugga og góða bernsku. Og Hannes, fyrir að vera eins og hann er og sjá til þess að tilvera mín mun aldrei verða leiðinleg.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? „Mér finnst Ísland ótrúlega hrífandi og fallegt land með stórkostlegri og spennandi náttúru. En ef ég á að velja einn stað þá nefni ég Blönduhlíð í Skagafirði. Þar eigum við hús og eyðum stærsta hluta sumarfrís okkar. Þar finn ég frið og ró og mér finnst staðurinn einn sá fegursti í heimi.“ Hvaða lífsreynsla eða atburður hefur mótað þig mest? „Að verða ekkja við 25 ára aldur með sex vikna barn – það var virkilega erfitt og hefur eflaust valdið því að ég fékk nýja sýn á lífið. Og að sjálfsögðu að verða foreldri, það mótar fólk.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frítíma þínum? „Frítími … ég hef heyrt þetta orð … með fjögur börn er ekki mikið um frítíma, en ég hef gaman af ferðalögum. Eða lestri góðra bóka. Þegar ég er á Íslandi finnst mér gaman að taka ljósmyndir og teikna … ef tíminn leyfir.“ Hvað er mest gefandi við starf þitt núna? „Það er í reynd margt. Ég fæ tækifæri til að kynnast ótrúlegum fjölda fólks, kynnast mörgu nýju og ferðast ásamt því að vinna með mjög skemmtilegu fólki.“ Charlotte Kvalvik: „Kynntumst í gegnum netið“ „Hannes reyndi ítrekað að kom- ast í samband við mig. María G. Baldvinsdóttir „Varð strax skotin“„Ég færi sjálfa mig til embættisins með kostum og göllum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.