Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 22
Íslenski flotinn Í útlöndum S amherji er langumfangsmest íslenskra útgerðarfyrirtækja í fiskveiðum erlendis. Sjö- tíu prósent af starfsemi út- gerðarfyrirtækisins fer fram í útlöndum. Önnur af 20 stærstu íslensku útgerðarfyrirtækjunum stunda ekki veiðar í öðrum lönd- um, ef frá er talinn eignarhlutur HB Granda í sílesku útgerðarfyrirtæki sem á og rekur þrjá ísfisktogara og frystitogara þar í landi. Þess utan eru tvö íslensk sjávarútvegsfyrirtæki sem stunda veiðar erlendis, Úthafsskip og Blue Wave, sem bæði gera út verk- smiðjutogara frá Kanaríeyjum og veiða fisk við strendur Vestur-Afríku. Aðrar íslenskar útgerðir stunda að langmestu leyti eingöngu veiðar hér við land og eru tekjur þeirra því til- komnar vegna veiða við Ísland. Er- lend starfsemi Samherja hefur þau áhrif að fyrirtækið er langstærsta sjávarútvegsfyrirtæki landsins með nærri þrefalt meiri veltu en það næststærsta, HB Grandi. HB Grandi ræður þó yfir meiri kvóta hér á landi, 11,92 prósentum, á meðan Samherji ræður yfir 7 prósentum. Velta Sam- herja nam 68 milljörðum króna árið 2010 á meðan velta HB Granda nam 23 milljörðum. Íslenski flotinn er- lendis er því að langmestu leyti í eigu Samherja. Meira en 40 skip erlendis Floti Samherja, hér heima og erlend- is, telur í heildina um 50 skip, stór og smá, víðs vegar um heiminn og starfa um 3.500 manns hjá fyrirtæk- inu, samkvæmt Þorsteini Má Bald- vinssyni, forstjóra Samherja, í við- tali við DV í fyrra. Í árslok 2009 gerði Samherji út 28 skip hér heima og er- lendis, þar af var 21 skip sem stundar veiðar og vinnslu í öðrum löndum. Enn frekari fjárfestingar Sam- herja erlendis, meðal annars upp- kaup félagsins á sjávarútvegsfyrir- tækjum á Spáni og Frakklandi árið 2010 og snemma árs í fyrra í gegnum breska dótturfélagið UK Fisheries, hafa hins vegar gert það að verkum að Samherjaflotinn hefur stækkað til muna. Þetta eru fyrirtækin Euronor, Pesquera Ancora og Compagnie des Peches Saint Malo. Um 13 skip bæt- ust við flota Samherja með kaupun- um á þessum fyrirtækjum 2010 og 2011, meðal annars frystitogarinn Joseph Roty 2 sem er hluti af eignum Companie des Peches. Þetta sama fyrirtæki gerir einnig út um 15 rækju- báta í Frönsku Gvæjana í Suður-Am- eríku. Aflaheimildir erlendra dóttur- félaga Samherja námu rúmlega 56 þúsund tonnum árið 2011, sam- kvæmt ársreikningi félagsins fyrir 2010. Veiðiheimildir félagsins við strendur Afríku voru ekki flokkaðar þar á meðal þar sem Samherji leigði þessar heimildir sem eru umtalsverð- ar – kvóti Samherja í Afríku er þó tals- verður en fyrirtækið veiðir til dæmis 30 þúsund tonn af makríl í Namibíu um þessar mundir. Fiskveiðiheim- ildir erlendra dótturfélaga Samherja voru við Noreg, Svalbarða og í Kyrra- hafi. Þar að auki hafa erlendu dótt- urfélögin heimildir til bolfiskveiða í Norðursjó og við Grænland og fá einnig úthlutað sóknardögum til rækjuveiða við Svalbarða og á Flæm- ingjagrunni samkvæmt ársreikningi félagsins. Heildarveiði Samherja nam því miklu hærri tölu en þessum 56 þúsund tonnum sem nefnd eru í ársreikningi félagsins. Afríkuveiðarnar mala gull Ein stærsta og tekjuhæsta einstaka útgerð Samherja erlendis er Katla Seafood á Kanaríeyjum sem stundar veiðar við vesturströnd Afríku, allt frá Marokkó og niður til Namibíu syðst í álfunni. Sú útgerð ræður yfir átta skipum, sex verksmiðjutogurum og tveimur þjónustuskipum. Útgerðin var keypt af Sjólaskipum fyrir um 190 milljónir evra á vormánuðum 2007. Í viðtali við DV í fyrra neitaði Þor- steinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, því að eitthvað væri at- hugavert við þessar veiðar í Afríku en þær hafa verið gagnrýndar, meðal annars á vettvangi Evrópusambands- ins, fyrir að vera ósjálfbærar. „Þetta er byggt á rannsóknum og fiskveiði- samningum milli ESB og viðkomandi landa. Þetta eru svo ákvarðanir sem teknar eru í viðkomandi löndum og við virðum þær. Svo fara nær allar af- urðirnar – sem eru próteinríkar – til neyslu innan Afríku. Veiðar í Kyrra- hafinu byggjast hins vegar á ákvörðun margra þjóða sem ná samkomulagi um þær. Þarna er um að ræða ákvarð- anir viðkomandi landa.“ Togarar Kötlu eru sumir hverj- ir bæði notaðir til veiða í Afríku og í Evrópu. Til að mynda var stærsta skip íslenska fiskveiðiflotans, Krist- ina EA-410 við loðnuveiðar hér við land í vetur og við síld- og makríl- veiðar 2010–2011 en er nú við hesta- makrílsveiðar í Máritaníu í Vestur- Afríku. Samherji getur því samþætt notkunina á skipum sínum að ein- hverju leyti. Tekjurnar af Afríku- veiðum Samherja nema 30–40 prósentum af heildartekjum útgerð- arfélagsins, meira en 20 milljörðum króna, miðað við árið 2010. Veiða úr kvóta Evrópusambandsins Einhver af skipum Samherja í dóttur- félögum útgerðarfélagsins í Evrópu veiða úr kvóta Evrópusambands- ins, líkt og fram kemur í ársreikn- ingi félagsins. Togarar þýskra dóttur- félaga Samherja, meðal annars DFFU, veiða meðal annars þorsk, ufsa og ýsu við Noreg og Svalbarða. Þetta á meðal annars við um frysti- togarann Baldvin NC 1000, sem áður 22 Fréttir 1.–3. júní 2012 Helgarblað n Samherjaflotinn telur um 50 skip n Fáar íslenskar útgerðir við veiðar erlendis n Velta Samherja árið 2010 nam 68 milljörðum „Þetta eru svo ákvarðanir sem teknar eru í viðkomandi löndum og við virðum þær. Stærsta og fullkomnasta skipið Kristina EA er stærsta og fullkomnasta skip íslenska flotans. Það er 7.805 brúttótonn, 105 metra langt, 20 metra breitt og með sjö þilför. Frystigetan er 300 tonn á sólarhring og þykir skipið sérstaklega hentugt til makrílveiða. Kristina sést hér við veiðar í Máritaníu 2010 þar sem skipið er einnig að veiða þessa dagana. Skipið hefur einnig veitt makríl og loðnu hér við land síðustu ár. Kristina var smíðuð í Vigo á Spáni 1994. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Tekur 2.300 tonn Blue Wave er 126 metra langur togari, 8.000 tonn og tekur um 2.300 tonn af frystum fiski. Hann er smíðaður í Þýska- landi árið 1988 og er skráður í Mið-Ameríkuríkinu Belís. Blue Wave er gerður út frá Kanaríeyjum líkt og aðrir íslenskir togarar sem veiða við strendur Vestur-Afríku. Hann er meðal annars í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.