Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 50
50 Lífsstíll 1.–3. júní 2012 Helgarblað Alexander McQueen í GK M erkið Mcq úr smiðju fata- hönnuðarins Alexanders McQueen verður að nýju fáanlegt á Íslandi. Um skeið fékkst fatnaður frá merk- inu í versluninni Trilogiu sem var eitt sinn starfandi á Laugavegi. Nú hefur Ása Ninna Pétursdóttir, eig- andi GK Reykjavík, náð samning- um um að selja vörumerkið í sífellt vaxandi verslun sinni. Föt úr vor- og sumarlínu Mcq verða komin í verslunina eftir um tvær vikur. Vor- og sumarlínan einkennist af skærum neonlitum, breiðum beltum og skemmtilegum mynstr- um. Formin vekja hughrif úr mynd frá tíunda áratugnum, The Fifth Element, með Millu Jovovich í aðal hlutverki. www.Reykjamork-Camping.com Reykjamork-camping@simnet.is Phone 4834605/6609280 www.Reykjamork-Camping.com Reykjamork-camping@simnet.is Phone 4834605/6609280 Tjaldsvæðið við Reykjamörk, Hveragerði Sumartilboð 2012 Föst stæði Föst stæði 25.000 á mánuði, fyrir utan rafmagn 3 mánuðir 60.000, fyrir utan rafmagn Sérstakt tilboð Klippikort 5 nætur á 10.000 með rafmagni Takmarkað magn af kortum í boði Kortin eru seld á skrifstofu tjaldvarðar Gildir ekki á bæjarhátíðum Gaf Loreen sundbol n Loreen heimsótti sýningarsal Eyglóar í Stokkhólmi H önnunarsjóður Auroru út- hlutaði á fimmtudag tíu milljónum króna til hönn- unarverkefna, fyrst og fremst í fatahönnun. Eygló Mar- grét Lárusdóttir fatahönnuður var meðal þeirra fatahönnuða sem fengu styrk fyrir áframhaldandi vöruþróun og markaðssókn er- lendis. Eygló Margrét er hönnuð- urinn á bak við merkið EYGLO og styrkurinn er verðskuldaður enda hefur hún verið í mikilli útrás síð- ustu misseri og nýlega seldi hún til að mynda sænsku Eurovision- stjörnunni, Loreen, sundbol úr línu sinni. „Já, hún kom inn í sýningarsal minn í Stokkhólmi og var þá að leita sér að einhverju til að klæðast í keppninni. Henni leist vel á sund- bol úr línu minni og fékk hann gef- ins,“ segir Eygló sem var stödd í Eistlandi þegar blaðamaður náði tali af henni. „Ég er í framleiðsluferð,“ útskýr- ir Eygló, en hún leitar út fyrir land- steinana til að fá mynstrið prent- að á efnin sem hún notar því það getur enginn hér á landi prentað á náttúruleg efni og tekur það tölu- verðan tíma að finna réttu aðilana í verkið og vinna prufurnar. Hár og risaeðlur Sumarlínan Eygló 2012 er und- ir áhrifum frá syni hennar. „Hann kom heim með risaeðlubók af bókasafninu og bað mig að lesa fyrir sig. Þannig urðu rendurnar framan á bókinni að plíseringum og risaeðlurnar að mynstri.“ Athygli vekur að hluti af mynstri í fatnaði hennar er hennar eigið hár. „Ég skannaði hárið á mér og notaði í mynstur,“ segir hún frá. Efnin sem Eygló notar í línuna eru silki, teygjanleg bómull og vis- kós. Silkið notar hún í plísering- arnar og er það prentað stafrænt. Bómullin er í efri hluta kjólanna og er hún teygjanleg því margar flíkanna eru þröngar og aðsniðn- ar. Síðan er hluti línunnar kjólar og bolir úr sérprentuðu viskós- efni. Eygló í útrás Eygló fékk styrk frá Hönn- unarsjóði Auroru til þess að halda áfram sókn á erlenda markaði. Þennan sundbol keypti Loreen Fallegur grár sundbolur með risa- eðlumynstri. Grænn sundbolur Annar sund- bolur úr línu Eyglóar. Sætur kjóll Risaeðlumynst- ur í plíseruðu pilsinu. Svart og seiðandi Dramatískur kjóll. Skannaði hárið á sér Mynstrið í þessum græna kjól er unnið út frá hári Eyglóar. Skór með neonlitum Neon er málið í sumar, skór frá Mcq. n Fáanlegt að nýju á Íslandi Breið belti Í línu Mcq eru breið mittisbelti áberandi. Skærir litir og falleg mynstur Flíkur úr vor- og sumarlínu einkenndust af litadýrð. Gallaðu þig upp Gallaefnið er algjörlega málið í sumar og það er í góðu lagi að klæðast jafnvel mörgum lögum af gallafatnaði. Gallavestin koma sterk inn, bæði yfir síðerma- og hlýraboli. Þá eru gallastuttbux- urnar ómissandi á heitum sumar- dögum. Þær geta gengið sem hluti af hversdagsklæðnaði eða við fína skyrtu eða bol í partíið. Það er algjör óþarfi að einblína eingöngu á gallafatnað í hefð- bundum gallafatalitum, því galla- buxur í öllum regnbogans litum má einnig finna í öllum helstu tískvöruverslunum. Og það er um að gera að nýta sumarmánuðina í að leika sér aðeins með litina. Eiðistorg og Faktorý: Markaðir í borginni Enn og aftur verður haldinn flóa- markaður Eiðistorgi, laugardaginn 2. júní frá kl. 11–17. Hefð er komin á að halda markað á Eiðistorgi og fjölbreyttur varningur oft í boði, fatnaður, húsmunir og ýmislegt annað forvitnilegt. Þá heldur María Birta Bjarna- dóttir, leikkona og verslunareig- andi, fatamarkað á Faktorý á föstu- dag 1. júní. „Ég var að taka til inni í kompu og fann þar 1.200 skópör og sirka 300–400 „vintage“-flíkur,“ seg- ir María Birta í samtali við DV. Hún segist ætla að hafa það gaman í sólinni. Verð á markaði Maríu Birtu verður á bilinu 1.000–4.500 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.