Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 28
28 Fréttir 1.–3. júní 2012 Helgarblað Þ að eru ákveðin verðmæti í þjóðsögum af skrímslum og öðrum kynjaverum, segir Jón Baldur Hlíð- berg teiknari og bætir því við að þess vegna geri ákveðnir menn út á þessa trú. Hann hefur til dæmis ákveðnar efasemdir um að Árni Johnsen sem nýlega komst í fréttirnar fyrir að flytja álfa á milli lands og Eyja trúi raunverulega á álfa og huldufólk. „Hann er senni- lega fyrst og fremst að skemmta sér og öðrum með þessu uppátæki sínu,“ segir Jón Baldur. „Ég held að hann langi til að trúa þessu en hann gerir það ekki, því þetta rist- ir sjálfsagt ekki svo djúpt. Á sama hátt er ég sannfærður um að fólk hafi ekki alltaf trúað þessu bók- staflega í gamla daga, þessar sög- ur voru skemmtisögur, sagðar til að skemmta og stríða börnum og unglingum. Það er hins vegar söguleg skýring að fólk hafi alltaf trúað á þessar sögur, en ég er ekki viss um að það hafi almennt verið svo. Yngra fólk, sem man ekki eftir því hvernig þetta var áður en við höfðum útvarp og sjónvarp alla daga, gerir sér kannski ekki grein fyrir því hvernig þessar sögustund- ir voru en samt sjáum við að trú- girnin er enn mikil. Menn setja fölsuð myndbönd á Youtube og víðar og það vekur alltaf áhuga. Það er eitthvert fljótandi rusl í Jökulsá á Dal og milljónir manna horfa á það og kommentera á það. Þannig að þetta býr í manninum. Það fer reyndar alltaf pínulítið um mig þegar ég sé menn taka þessu of bókstaflega. Þetta eiga ekki að vera trúarbrögð eða gervivísindi, „cryptozoology“, eða svokölluð feludýrafræði. Síðan eru aðrir sem þola þetta ekki og líta á allt sem þessu við- kemur sem hallærislegar kerlinga- bækur. Sjálfur vil ég fara milliveg- inn.“ Fjörulallinn skemmtilegastur Jón Baldur gaf út bókina Íslenskar kynjaverur ásamt Sigurði Ægissyni þjóðfræðingi sem er með fróð- ari mönnum um skrímsli og aðrar furðuverur, en bókin geymir frá- sagnir af furðuverum fyrri alda. Skemmtilegastur finnst Jóni Baldri fjörulallinn. „Hann er ekki beinlín- is skrímsli því hann er frekar prakk- aralegur en hættulegur, ekki stærri en veturgamall kálfur og meinfýs- inn. Hann reyndi að ná mönnum í sjóinn en þessar verur eru ekki all- ar blóðþyrst skrímsli. Hverafuglinn er til dæmis bara skrýtinn fugl sem menn sjá á hverum og vita ekkert hver er. Það er enginn hræddur við hann. Hins vegar voru menn hræddir við skuggabaldur, skoffín og moðyrmi.“ Að hans mati eru íslenskar kynjaverur mismerkilegar. Um sumar er lítið vitað og lítill fót- ur virðist vera fyrir þeim á með- an önnur eru vel þekkt og marg- ir telja sig hafa séð þau. Þá segir hann að sum séu greinilega kom- in úr heimsbókmenntunum en svo eru önnur sem eru bara íslensk, til dæmis sum sjávarskrímslin. „Þau segja mikið um samfélagið. Hér eru sæskrímsli því sjórinn var ógnin, það var sjórinn sem var að taka öll lífin og hann var fullur af skrímslum. Sjórinn bæði gaf og tók. Í Þýskalandi sunnanverðu eru skrímslin hins vegar inni í Svarta- skógi.“ Stundum má sjá augljós tengsl á milli íslenskra skrímsla og er- lendra. „Lögurinn heitir lögur einn vatna á Íslandi. Hann er langur og mjór og í honum er ormur. Í Skot- landi eru „loch“, bæði löng og mjó dalvötn. Það er hliðstæða í þess- um nöfnum og kannski kom fólk- ið sem gaf Leginum nafn frá Skot- landi. Svona smitast þetta á milli og við sjáum það víðar.“ Merki um hættu Sumar af þessum sögum urðu til í varnaðarskyni, til þess að hræða fólk og börn frá því að gera óæski- lega hluti eða jafnvel að reisa hús á hættulegum stöðum, sem eng- inn man kannski lengur af hverju eru hættulegir. „Það sama á við um ýmiss konar hjátrú. Þú átt ekki að skilja hrífuna eftir með tindana upp í loft því þá á að rigna. Raun- verulega ástæðan er hins vegar líklega sú að það er hættulegt að snúa tindunum upp, fólk meiðir sig ef það stígur á þá, hrífutindar geta brotnað og það tekur tíma að tálga nýja. Þú sérð álagasteina þar sem álf- ar búa. Þú sérð þá kannski inni í dal þar sem þeir standa stakir upp úr. Þá eru allar líkur á að steinn- inn hafi hrunið niður úr fjalli, sem þýðir að hann er á skriðusvæði. Menn raska ekki svoleiðis svæði og menn byggja sér ekki hús þar. Við þekkjum sögur af bæjum sem tekið hefur af í snjóflóðum eða skriðuföllum og fólk hefur kennt huldufólki um. En þegar við sáum aðstæður áttuðum við okk- ur á því að bærinn var byggður á skriðusvæði. Hugsanlega hefur einhver byggt kofa þarna í kring- um 1200 sem lenti undir snjó- skriðu. Þá sögðu menn að það mætti ekki byggja þarna og það gekk á milli manna. Þegar þriðja og fjórða kynslóð velti því fyrir sér af hverju það mætti ekki byggja þarna var skýringin sú að þetta væri álfasteinn. Síðan liðu nokkur hundruð ár þar til einhver ákveður að byggja þarna þrátt fyrir álfasög- ur því hann trúir ekki á þær. Nema hvað hann lendir þá undir snjó- skriðu og sama sagan upphefst aft- ur. Þessir staðir eru yfirleitt tabú og oft er einhver ástæða fyrir því. Hins vegar er ekki alltaf hægt að átta sig á ástæðunum, ég sé til dæmis eng- ar auðsjáanlegar hættur í kringum Álfhól í miðjum Kópavogi.“ Þekktu ekki þennan fisk Sögurnar eru ekki allaf rökréttar og er ekkert óeðlilegt við það. Sög- urnar eru lifandi og um leið og þær eru sagðar eru þær komnar af stað. „Það sama á við um þessar sögur og flökkusögur á netinu, það er mikið auðveldara að koma þeim af stað en að stoppa þær. Það er enn n Fjölmargar frásagnir eru af skrímslum á Íslandi n Íslendingar voru logandi hræddir við sum þeirra n Jón Baldur Hlíðberg skrímslasérfræðingur segir að fjörulallinn sé skemmtilegastur Nykur Ein þekktasta tegund kynjadýra á Íslandi enda var hann víða að finna, nánast í hverri botnlausri tjörn eða stærra vatni með grængolandi dýpi sem og í ám. Hann var slægur og viðsjáll, kenndur við djöfulinn og þoldi ekki að heyra nafn sitt eða önnur orð er byrja á n. Þá var sagt að illmögulegt væri að komast af baki, viðloðunin væri slík, eins og slím, nema með aðstoð guðs og krossmerkjum. Á Skaga í Austur-Húnavatnssýslu er Barnapollur nefndur þar sem ódámurinn fór með sjö af átta börnum niður og drekkti. ÍSLENDINGAR ÓTTUÐUST SKOFFÍN Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Skuggabaldur Kynblendingur, sem sumir segja kviknaðan út af högna og tófu en aðrir segja hundi og tófu. Hann er dökkur á lit, með langt skott og svo grimmur að hann vílar ekki fyrir sér að drepa menn og fénað, dýr og dreka, líkt og segir í Örvar-Odds sögu. Vatnaormurinn Væntanlega náskyldur „Nessie“ úr Loch Ness, en nokkrir svona eru þekktir hér á landi, frægastur þeirra er Lagarfljótsormurinn. Íslenskar kynjaverur: Varaðu þig á þessum! Fjörulallinn Á stærð við stálp- aðan kálf, sums staðar óttuðust menn hann sem óvætt en Jón Baldur kýs að líta á hann sem prakkara frekar en annað. Hann á að hafa reynt að koma fólki í sjóinn en var sennilega frekar klaufskur við það. „Um leið og sögurn- ar lentu á skinni eða pappír var lífið tekið úr þeim, þær voru drepn- ar og stoppaðar upp. Þær urðu að fræðigrein. Teikningar Jón Baldur Hlíðberg, úr bókinni Íslenskar kynjaverur Hrosshvalurinn Sjóskrímsli sem menn óttuðust mjög. Hann á að hafa grandað mörgum en var að líkindum fyrst og fremst rándýr sem lifði á hægsyndum hvölum. Skötumóðir Þeir fáu sem hafa séð hana töldu hana vera með níu hala. Jón Baldur telur hana hins vegar aðeins hafa einn en með fjórar langar klær á hvorum fæti sem hún notar við veiðar og líta út eins og halar þegar hún er á sundi og dregur þær á eftir sér. Skoffín Talið afkvæmi refs og kattarlæðu en einnig finnst í bókum að kvikindið verði til úr hanaeggi. Augnaráð þess er svo hart, eitrað og banvænt að allt liggur dautt sem fyrir verður. Múshvelið Menn óttuðust það víða, eins og svo mörg önnur sjó- skrímsli. Menn töldu sig ekki hólpna frá þessari ókind fyrr en þeir voru komnir upp á land þar sem skepnan gat skriðið yfir smáhólma og sker eins og stór snákur. Vatnageddan Einn nokkurra vatnabúa sem var ástæða til að vara sig á að éta ekki, eitraður eins og sambýlingarnir loðsilungur og öfuguggi. SkrímslafræðingJón Baldur Hlíðberg segir fyrirbærin ekki öll blóðþyrst skrímsli. Sumar verurnar séu næsta meinlausar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.