Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 38
38 Úttekt 1.–3. júní 2012 Helgarblað Starf: Meistaranemi í bókasafns- og upp- lýsingafræði. Aldur: 29 ára. Menntun: Stúdent frá náttúrufræðibraut Fjölbrautaskólans í Ármúla, BA-gráða í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands og er núna að ljúka mastersgráðu í bókasafns- og upplýsingafræði. Starfsferill: Ýmis störf, s.s. heimasíð- ugerð, afgreiðslustörf, stuðningsfulltrúi á deild 14 á Kleppsspítala, leiðbeinandi á tveimur frístundaheimilum Reykja- víkurborgar samhliða námi, starfsmaður Borgarskjalasafns Reykjavíkur, uppsetning á sýningunni Kvenfrelsi og framfarir í Reykjavík 1908–1916 síðasta sumar. Hvað breytist í lífi þínu við það að verða forsetamaki? „Þá verð ég vandari að virðingu minni og meðvitaðri um það að augu alþjóðar geta beinst að mér á hverri stundu. Þá er mikil- vægt að koma ávallt vel fyrir og sýna gott fordæmi.“ Hvernig kynntust þið? „Við Andrea kynntumst upprunalega í gegnum sameiginlega kunningja í kringum grasrótarstarf. Við felldum saman hugi síðar þegar við fórum að kynnast betur í einrúmi.“ Var það ást við fyrstu sýn? „Ég hreifst mjög af henni við fyrstu sýn, því það geislar af henni festa og einurð sem maður tekur strax eftir. Þegar maður kynn- ist henni betur bætast við fleiri hrífandi eiginleikar eins og sterk réttlætiskennd hennar, hugrekki og umhyggja. Hver er besta stundin sem þú hefur átt með Andreu? „Sumarið 2008 ferðuðumst við Andrea suður eftir Balkanskaganum og áttum leið um eyjar undan ströndum Króatíu í Adríahafinu (ein hét hinu skemmtilega nafni Hvar). Við eyddum tveimur eða þremur nóttum á eyjunni Bra og eitt kvöldið keyptum við okkur litla rauðvínsflösku og gengum upp á fjallið þar. Það var notaleg samverustund sem ég mun alltaf minnast. Augnablikin eftir að börnin okkar komu í heiminn eru líka algerlega ógleymanleg og að sama skapi ólýsanleg.“ Hvað getur þú fært forsetaembættinu? „Ég er menntaður stjórnmálafræðingur og deili pólitískri sýn konu minnar í megindrátt- um. Ein af höfuðáherslum hennar framboðs er að sýna þurfi valdi virkt aðhald. Hún er engin undantekning þar á og hún gerir sér grein fyrir því. Ég mun styðja konuna mína í embætti forseta og vera henni ávallt innan handar og reyna að veita henni styrk eins og ég get, en sjálfur er ég ekki í framboði til forseta og mun hún því sjá um allt sem snýr að embættinu sjálfu. Ég er og verð mikill fjölskyldumaður og mun leggja áherslu á það áfram.“ Hvað ætlar þú helst að leggja áherslu á sem forsetamaki? „Sem forsetamaki vil ég höfða til allra og mynda tengsl við Íslendinga með fjölbreyttan bakgrunn. Ég sé sérstaklega fyrir mér að ég myndi vilja vinna að því að bæta stöðu minnihlutahópa sem ég tel að verði fyrirferðarmeira málefni á komandi árum. Þar má helst nefna að innflytjendur eru í fyrsta skiptið í sögu landsins ekki lýð- fræðileg afgangsstærð og svo hitt að þó svo að Íslendingar séu ung þjóð fer hlutfall eldri borgara hækkandi. Þá er ég uggandi um þá þróun að geðræn vandamál séu helsta orsök fjölgunar öryrkja á Íslandi.“ Hvernig sérðu fyrir þér lífið á Bessa- stöðum? „Ég fæ ekki betur skilið en að Bessastaðir séu ákaflega fjölskylduvænn staður. Fyrir allnokkrum árum las ég bók Steinunnar Sigurðardóttur Ein á forsetavakt þar sem hún fylgdi Vigdísi eftir í einhverjar vikur. Svo horfðum við Andrea líka á heimildamyndina Vigdís: Fífldjarfa framboðið. Vigdís sinnti uppeldishlutverki sínu gagnvart Ástríði dóttur sinni ávallt af myndugleika. Kristján Eldjárn og Halldóra ólu sömuleiðis upp börn á Bessastöðum. Ég er sjálfur að ljúka framhaldsnámi en alls kostar óvíst um það hvaða launaða starf ég tek mér næst fyrir hendur. Þar sem mest mun mæða á konu minni í störfum sínum myndi ég að miklu leyti sjá um börnin og heimilið.“ Hverjir eru helstu kostir makans? „Sterk réttlætiskennd kemur fyrst upp í hugann. Ég varð mjög snortinn af því þegar Andrea fór eitt skiptið að gráta yfir frétta- skeiði sem sýndi hungruð, vannærð börn í Afríku. Við erum orðin mörg hver svo ónæm fyrir fjarlægum hryllingi, það er sorglegt. Hún er svo umhyggjusöm og lætur sig annað fólk varða. Hún er ákveðin og gengur beint til verks. Hún er hrein og bein og með bein í nefinu eins og maður segir. Hún er gáfuð og fær um að setja sig inn í alls kyns ólík mál og kemur vel fyrir.“ Hverjir eru helstu gallarnir? „Stundum getur verið ákaflega fín lína á milli þess að vera ákveðin og þrjósk. Andrea á það líka til að vera skapstór, sér í lagi ef hún er þreytt.“ Hver er helsta ástæðan fyrir því að fólk ætti að kjósa makann þinn sem forseta? „Andrea hefur skýra sýn á þau markmið sem hún setur sér og gífurlega sterka réttlætis- kennd. Hún hefur mikla leiðtogahæfileika og er ekki feimin við að ráðast á garðinn þar sem hann er hæstur eða að benda á að keisarinn sé nakinn. Andrea trúir að valdi eigi að fylgja ábyrgð eins og kallað hefur verið eftir. Hún býður sig fram til þess að veita stjórnmálamönnum, og kannski frekar stjórnmálaflokkum, lýðræðislegt aðhald sem þörf er á. Kosningar snúast fyrst og fremst um traust og ég tel að hún hafi sýnt þjóðinni það með mjög afgerandi hætti að henni er treystandi til að gæta hagsmuna fólksins í sínu þrotlausa og óeigingjarna starfi fyrir heimilin í landinu. Fólk er með mjög afgerandi hætti að lýsa því yfir í skoðanakönnunum undanfarið að það vill forseta sem er treystandi til að beita málskotsréttinum og vísa stórum málum í þjóðaratkvæði og það mun hún gera því hún lítur á valdið sem fólksins og hefur auðmýkt gagnvart því.“ Hvað er það fyrsta sem þið munið gera á Bessastöðum, ef þið komist þangað inn? „Loka dyrunum og anda léttar. Framboð Andreu snýst ekki um Bessastaði, það snýst um traustan forseta fyrir þjóðina og við höfum lítið hugsað um Bessastaði sem slíka – en vonandi getum við hreiðrað um okkur og haft það heimilislegt.“ Hvaða einstaklingur hefur haft mest áhrif á þig? „Foreldrar mínir sem lagt hafa á sig ómælda vinnu við að koma mér til manns. Sá listamaður sem einna mest áhrif hefur haft á mig er bandaríski rithöfundurinn Kurt Vonnegut. Tregablandinn húmor hans talar mjög til mín. Konan mín stendur samt upp úr og hefur haft ótrúlega jákvæð áhrif á mig og mitt líf. Hún hvetur mig til dáða, dregur fram það besta í mér og gerir mig að betri manni.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? „Fjölskyldan á sumarbústað í Hvítársíðu nálægt Húsafelli og mér finnst það ómiss- andi að doka við á útsýnispöllunum við Hraunfossa í hvert skipti sem við erum á þeim slóðum. Svo finnst mér það ákaflega gefandi að ganga upp að Glym og líta niður gljúfrið og minnast þjóðsögunnar um hvalinn Rauðhöfða sem átti að hafa synt þar upp.“ Hvaða lífsreynsla eða atburður hefur mótað þig mest? „Með því að kynnast konunni minni og gerast stjúpfaðir, og svo eignast með henni tvö börn uppgötvaði ég hversu gefandi það er að deila lífinu með öðrum. Það hefur veitt mér ómælda lífsfyllingu og gleði.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frítíma þínum? „Ég fylgist vel með fótbolta og mun vafalítið horfa á EM í sumar. Þá vil ég heldur spila sjálfur fótbolta sé þess kostur. Ég les mikið af góðum bókum, er með bókina Net- herland eftir Joseph O‘Neill á náttborðinu núna sem ég mæli með. Ég er athafnasamur og hef gaman af garðvinnu. Eins er ég virkur í því að byggja upp hið frjálsa alfræðirit Wikipediu. Svo er ég að vinna í að búa til heimildamynd um áhrif herstöðvarinnar á Miðnesheiði á sögu landsins.“ Hvað er mest gefandi við starf þitt núna? „Ég er að ljúka meistaranámi í bókasafns- og upplýsingafræðum og er að vinna í lokaritgerð um þróun og notkun íslensku Wikipediu. Þetta er málefni sem ég hef mik- inn áhuga á og hefur lítið sem ekkert verið rannsakað hér á Íslandi áður. Wikipedia er frjálst alfræðirit á netinu sem hefur náð miklum vinsældum sem uppflettirit og er sem stendur áttundi vinsælasti vefurinn á netinu. Sjálfur hef ég mikinn áhuga á að miðla upplýsingum til fólks um allan heim og taka þátt í að búa til þennan gríðarlega gagnagrunn upplýsinga. Einn helsti kostur Wikipedia er hið sjálf- sprottna eðli verkefnisins, allt efni á Wikipedia er samið af notendum þess. Öllum er frjálst að breyta og bæta við efni. Það samfélag sem myndast setur sér leiðbeinandi reglur um eigin starfsemi. Það er því mjög gefandi fyrir mig að vinna eins konar brautryðjendastarf í því tilliti.“ Hrafn Malmquist: „Andrea geislar af festu og einurð“ Natalia Wium „Ástþór vel klæddur og glæsilegur“ Starf: Sjálfstætt starfandi með netversl- unarfyrirtæki. Aldur: 37 ára. Menntun: Lögfræðingur. Hvað breytist í lífi þínu við það að verða forsetamaki? „Það gæfi mér tækifæri til að vinna að mannúðarmálum og láta gott af mér leiða.“ Hvernig kynntust þið? „Á styrktartónleikum fyrir Mæðrastyrksnefnd.“ Var það ást við fyrstu sýn? „Ég varð mjög skotin í honum strax. Hann var vel klæddur og glæsilegur og þarna sá ég fyrir mér minn framtíðarmann.“ Hver er besta stundin sem þú hefur átt með Ástþóri? „Giftingarathöfnin okkar í Þingvallakirkju. Við áttum einnig mjög góðar stundir í Marbella á Spáni í kjölfarið sem svo varð til þess að við höfum búið þar undanfarin ár.“ Hvað getur þú fært forsetaembættinu? „Ég get gert Bessastaði alþýðlegri. Opnað forsetasetrið meira fyrir almenningi og þannig styrkt samband forsetans við alþýðuna.“ Á hvað ætlar þú að leggja helst áherslu sem maki forseta? „Ég vil beita mér fyrir góðum málum, eins og baráttunni gegn fátækt. Í Rússlandi hef ég orðið vitni að mikilli fátækt og við þurfum að standa vörð um að slíkt geti ekki gerst á Íslandi.“ Hvernig sérðu fyrir þér lífið á Bessa- stöðum? „Það verður mikið að gera og í mörg horn að líta. Við áttum okkur bæði á því, ég og Ástþór, að forsetaembættið er ekki venjulegt starf heldur lífsstíll þar sem þú stendur vaktina allan sólarhringinn.“ Hverjir eru helstu kostir makans? „Ástþór er með stórt hjarta, mannúð og kærleika. Hann er góður vinur, heiðarlegur, vinnusamur og fylginn sér.“ Hverjir eru helstu gallarnir? „Hann á til að drekkja sér þannig í vinnu að litlu hlutirnir í fjölskyldulífinu eiga það til að víkja.“ Hver er helsta ástæðan fyrir því að fólk ætti að kjósa maka þinn sem forseta? „Ástþór elskar Ísland. Hann er hug- sjónamaður sem er með hagsmuni íslensku þjóðarinnar að leiðarljósi. Ástþór yrði góður og öflugur forseti.“ Hvað er það fyrsta sem þið munið gera á Bessastöðum, ef þið komist þangað inn? „Bjóða allri þjóðinni í afmælisveislu Ástþórs 4. ágúst, þremur dögum eftir embættistökuna.“ Hvaða einstaklingur hefur haft mest áhrif á þig? „Móðir mín. Hún segir oft að ég hlusti ekki á hana en það endar nú alltaf þannig að það sem hún ráðleggur verður ofan á.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? „Gullfoss.“ Hvaða lífsreynsla eða atburður hefur mótað þig mest? „Flutningurinn til Íslands þegar ég var 25 ára. Í Rússlandi var ég eins og verndað blóm í garðhúsi móður minnar. Á Íslandi öðlaðist ég lífsreynslu og þurfti að standa á eigin fótum.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í frítíma þínum? „Ferðast.“ Hvað er mest gefandi við starf þitt núna? „Ég er að selja brúðarkjóla á netinu. Hver kona og kjóll er einstakur og þetta er mjög skapandi og skemmtilegt verkefni.“ „Sem forsetamaki vil ég höfða til allra og mynda tengsl við Íslendinga með fjöl- breyttan bakgrunn. „ Í Rússlandi var ég eins og verndað blóm í garðhúsi móður minnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.