Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 47
Ást í Hörpu Þ að sem gerir John og Julie Gottman einstök er að þau eru bæði sérfræðingar á þessu sviði en einnig hjón,“ segir Ólafur Grétar Gunn- arsson, einn þeirra sem standa fyrir komu Gottman-hjónanna sem halda námskeiðið Hvað einkennir góð sam- bönd? í Hörpu í byrjun júní. Ólaf- ur segir þau vera frumkvöðla á sviði rannsókna hvað varðar ágreining í samböndum auk þess að rannsaka öll sambönd, burt séð frá samsetningu þeirra. „Julie er til dæmis alþjóðlegur ráðgjafi um hjónabönd og ættleiðing- ar samkynhneigðra,“ bætir hann við. John var kjörinn einn af tíu áhrifa- mestu sálfræðingum síðasta aldar- fjórðungs og Julie var útnefnd sem sálfræðingur ársins í Washington- fylki árið 2005 en það þykir mik- ill heiður að hljóta þann titil. Það er Rannsóknarstofnun í barna- og fjöl- skylduvernd við félagsráðgjafardeild HÍ og sálfræðisvið HR ásamt eiri aðilum sem standa fyrir námskeið- inu sem fer fram þann 6. júní. Hjónin verða einnig með námskeið fyrir fag- fólk í HR dagana 7. og 8. júní. Nán- ari upplýsingar er að finna á rfb.is og harpa.is. Ástartilraunastofan Aðspurður hvað það sé sem geri að- ferðir Gottman-hjónanna svo áhrifa- ríkar og sérstakar segir Ólafur að þau hafi byrjað að fylgjast með hjónum og pörum fyrir 40 árum og skráð ná- kvæmar niðurstöður. „Það var búið til sérstakt húsnæði sem kallað var The Love Lab, eða Ástartilraunastofan. Með sérstökum tækjum var fylgst með og skráð nið- ur hvernig pörunum leið með bún- aði sem mældi blóðþrýsting. Það voru myndavélar svo hægt væri að fylgjast með svipbrigðum þegar annar aðil- inn kom með boð um tengsl, til dæm- is þegar hann eða hún ávarpaði maka sinn. Eins voru tekin þvagsýni til að mæla streituhormón. Svo þau fóru al- veg nýjar leiðir og notuðu nýjar aðferð- ir til að mæla hvenær fólkinu leið vel. Þeim pörum sem leið vel og gekk vel í samskiptum við makann köll- uðu hjónin meistara. Þau sem voru í þeim hópi sem leið ekki vel voru köll- uð stórslysasambönd eða „disaster“,“ segir Ólafur. Námskeiðið gangi út á að kenna fólki það sem meistararnir gera. Ólaf- ur bendir á að þetta sé því ekki eitt- hvað sem var fundið upp á rannsókn- arstofu heldur með því að fylgjast með hamingjusömum pörum. „Þetta snýst um að leita að hinu jákvæða meira en hinu neikvæða í fari makans. Það þarf að hafa hugann við sambandið jafn mikið og maður hefur hugann við að standa sig vel í vinnu til að fá útborgað. Maður þarf að vinna í sambandinu.“ Hægt að laga ofbeldissambönd Einn af þeim þáttum sem Gottman- hjónin hafa tekið fyrir er heimilis- ofbeldi og Ólafur bendir á að þau komi saman að þessu máli sem sterkt lið. John hafi lagt áherslu á ráðlegg- ingar fyrir einstaklinga og fagfólk um hvernig vinna megi með ágrein- ing og hvernig hægt sé að viðurkenna ágreining. „Því ágreiningur er til staðar og við verðum að ganga um hann þannig að báðir haldi virðingu sinni. Julie er al- þjóðlegur ráðgjafi varðandi kynferð- islega áreitni, nauðganir og heimil- isofbeldi og hún tekur því við þegar ágreiningurinn fer úr böndunum. Þau segja að það megi gera öll sambönd betri og þar með talin ofbeldissambönd, svo lengi sem par- ið setji parsambandið í öndvegi. Ef þau ganga hönd í hönd með að laga sambandið og setja það í fyrsta sæti, þá er það hægt,“ segir Ólafur. Það sem standi upp úr í slíkum málum sé að fólk leyfi maka sínum að hafa áhrif á sig. „Það er karlmaðurinn sem beitir ofbeldi í langflestum tilvikum og það að nútímakarlmanni finnist hann vera nógu góður karl þó að konan viti ákveðna hluti betur en hann og að hann sé tilbúinn til að taka u-beygju, það er undanfari alls hins góða. Ef þér tekst ekki að hafa áhrif á maka þinn eruð þið í mjög viðkvæmri stöðu,“ segir hann. Sambönd oft orðin neikvæð Rannsóknir sýna að pör bíða að með- altali í sex ár með að leita sér að- stoðar, sem hefur þær afleiðingar að aðstoð sérfræðings skilar sér í minni- hluta tilfellanna. „Eftir svona langan tíma í erfið- leikum er hætta á að sambandið sé meira neikvætt en jákvætt. Það á að vera fimm á móti einum, það er að segja að við ættum að framkvæma fimm jákvæðar aðgerðir á móti einni neikvæðri. Jákvæðar aðgerðir geta verið bros eða snerting. Þegar þetta er orðið fimm á móti einum þá er það einkenni um að samband gengur vel.“ Ólafur tekur golf sem dæmi og bendir á að margir sæki sér kennslu í golfi og verði færir. „Það er eins með sambandið, því meira vægi sem þú gefur sambandinu, því ánægð- ari verður þú og líður betur gagnvart maka þínum. Þetta er ekkert öðruvísi en með golfsveifluna,“ segir hann. Öll samskipti eru forleikur Hann bendir einnig á að rannsóknir hjónanna sýni að ágreiningur í sam- bandi hefur áhrif á líkamlegt ástand. Vitað sé að ágreiningur foreldra hafi áhrif á ónæmiskerfi barna en Gott- man-hjónin hafi sýnt fram á sömu áhrif á parið sjálft. „Það er allra verst þegar fólk sýnir hvert öðru fyrirlitn- ingu. Það er samband á milli þess hve oft þú sýnir maka þínum fyrirlitningu og hve margar daga hann eða hún er frá vinnu vegna veikinda.“ Annað sem Gottman-hjónin hafa rannsakað er kynlíf og gerðu þau það með því að leggja spurningar fyrir pör og hjón. Ólafur segir að eitt af því sem kom út úr þeim rannsóknum sé að allt það jákvæða sem einstaklingar gera í sambandinu sé forleikur. Hann eigi sér stað í öllum okkar samskipt- um, ekki bara þegar komið er inn í svefnherbergið. Vísindamaður með rómantíska sál Nýlega var fjallað um John Gottman í Newsweek og vill Ólafur benda á hve skemmtilega honum var lýst þar; Gottman byggi yfir bestu færni sem völ væri á, hann hefði hugsun vísindamannsins og rómantíska sál. „Námskeiðið er fyrir alla sem þyk- ir vænt um sambandið sitt og þetta er einstakt tækifæri til að eiga yndis- lega stund með manneskjunni sem maður elskar. Í 85 prósentum tilfella er það konan sem hefur frumkvæðið að því að ávarpa framfarir og þróun. Við erum alltaf að reyna að leita leiða til að gleðja maka okkar og skora stig. Hérna gætu karlarnir skorað stig með því að bjóða elskunni sinni í Hörpuna til að fræðast um hvað það er sem einkennir góð sambönd,“ segir hann að lokum. n Kristín missti heilsuna og tók til eigin ráða Lífsstíll 47Helgarblað 1.–3. júní 2012 n Þekktasta meðferðarpar í heimi leiðbeinir fólki sem þykir vænt um samband sitt eða hjónaband „Það þarf að hafa hugann við sam- bandið jafn mikið og maður hefur hugann við að standa sig vel í vinnu til að fá útborgað. Fjórir riddarar endalokanna Fjögur merki um að hjónabandið eða sambandið sé í hættu: 1 AðfinnslurGottman segir að neikvæð gagn- rýni sé í raun olía á eldinn og verði sem árás á maka þinn. Hann bendir á að að- finnslur séu ekki uppbyggileg gagnrýni heldur leiði þær til aukinna átaka. 2 FyrirlitningFyrirlitning á milli hjóna er ekki einungis eitt helsta merki þess að hjónabandið sé í hættu heldur sýnir þú maka þínum virðingarleysi. Virðing er nauðsynleg í sambandi. 3 Að fara í vörnFólk þarf að taka ábyrgð á vanda- málunum. Það er mikilvægt að geta sagt: „Hvað meinar þú? Ég skil hvert þú ert að fara með þessu en viltu útskýra þetta betur fyrir mér.“ Gottman bendir á að þegar fólk fari í vörn þá komi það í veg fyrir að tvær manneskjur geti unnið saman að því að finna lausn. 4 ÞögnÞagnaraðferðinni er oft beitt þegar fólk hefur orðið ósátt og reitt og vill róa sig niður en hún gerir hlutina bara enn verri. Það getur orðið mjög skemm- andi mynstur sem brýtur sambandið niður. Ráðleggingar Gottman-hjónanna: n Hlúið vel að sambandinu. n Mesta áskorun á sambandið er þegar fólk eignast fyrsta barnið. Kynnist vel áður en farið er út í barneignir. n Markið sameiginlega sýn. Hver erum við? Á sumum sviðum þarf að leggja „ég“ til hliðar og nota „við“. n Næstmesta áskorunin er þegar yngsta barnið fer að heiman. Þá er mikilvægt að skerpa á sameiginlegu sýninni og hlúa að sambandinu. n Lærið að takast á við ágreining. Það er hægt að gera á uppbyggilegan hátt. n Leitaðu að hinu jákvæða í fari makans. n Ekki bíða með að fá aðstoð. Pör bíða að meðaltali í sex ár með að sækja sér hjálp. n Það er hægt að bæta öll sambönd séu báðir aðilar samstíga í því. n Munið að öll samskipti eru forleikur. Ólafur Grétar Gunnarsson Er einn þeirra sem stendur að komu Gottman- hjónanna til Íslands. John og Julie Gottman Halda námskeið fyrir hjón og pör af öllum gerðum í Hörpu í júní.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.