Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 31
Vék sem varaformaður Í rannsóknarskýrslu Alþingis var einnig fjallað um fjármál Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, fyrrverandi menntamálaráðherra, og eigin- manns hennar, Kristjáns Arason- ar. 900 milljóna króna kúluláni sem Kaupþing banki veitti Kristjáni, sem þá starfaði fyrir bankann, var sér- staklega gert skil í skýrslunni og ákvað Þorgerður í kjölfarið að segja af sér sem varaformaður Sjálfstæð- isflokksins og víkja tímabundið af þingi. Hún hefur síðan, líkt og Björg- vin, snúið aftur til starfa á þinginu. Greint var frá því um miðjan mán- uðinn að Þorgerður hafi verið einn umsækjenda um framkvæmdastjór- astarf í Hörpu en þá vinnu fékk hún ekki. Í kjölfarið gaf hún til kynna að hún myndi hætta á þingi að loknu yfir standandi kjörtímabili. Settist við tölvuna og fór að blogga Björn Bjarnason, fyrrverandi dóms- málaráðherra, hefur farið einna at- hyglisverðustu leiðina eftir hrun. Eftir að hafa setið á þingi og í ráð- herrastóli um margra ára skeið hætti hann á þingi í kosningunum 2009 og fór að blogga af krafti, bæði á eigin vefsvæði og á vef Evrópuvaktarinnar. Hann hefur síðan þá meðal annars fengi styrk frá Alþingi til að skrifa um Evrópusambandið. Hann hefur þó ekki aðeins bloggað heldur skrifaði hann einnig ítarlega bók um Baugs- málið svokallaða sem hét Rosabaug- ur yfir Íslandi. Skrif hans urðu til þess að Jón Ásgeir Jóhannesson, fyrrver- andi forstjóri Baugs, höfðaði meið- yrðamál gegn honum og fór það svo að Björn var dæmdur fyrir að viðhafa röng ummæli og var gert að greiða Jóni Ásgeiri skaðabætur. Flugu aftur inn á þing Rannsóknarskýrsla Alþingis hafði áhrif á fleiri en Þorgerði og Björg- vin. Í henni var fjallað um gríðarháa styrki frá Landsbankanum til nokk- urra þingmanna og stjórnmálaflokka. Sjálfstæðisflokkurinn var sá flokkur sem hafði langhæstu styrkina fengið og uppskar flokkurinn mikla gagn- rýni fyrir. Guðlaugur Þór Þórðarson, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, tók sökina að stærstum hluta á sig og gekkst við því að hafa átt milligöngu um styrkveitinguna. Það hafði þó ekki nein afdrifarík áhrif á feril hans á þingi og situr hann enn sem fastast. Líkt og Guðlaugur hélt Einar Kristinn Guðfinnsson, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra, áfram sem þingmaður að loknum kosningum 2009. Þegar hon- um varð ljóst að hann myndi hætta sem ráðherra tók hann ákvörðun sem dregið hefur dilk á eftir sér í al- þjóðasamfélaginu og leyfði hvalveið- ar að nýju. Í dag situr hann í atvinnu- veganefnd þingsins sem hefur meðal annars með sjávarútvegsmál að gera. Ráðherrar Samfylkingarinnar héldu áfram Að Ingibjörgu Sólrúnu undanskil- inni héldu allir ráðherrar Samfylk- ingarinnar úr hrunstjórninni áfram á þingi eftir kosningarnar vorið 2009. Síðan þá hefur aðeins Þórunn Svein- bjarnardóttir, fyrrverandi umhverfis- ráðherra, látið af störfum sem þing- maður, en hún settist á skólabekk í Háskóla Íslands þegar yfirstand- andi kjörtímabil var hálfnað. Hún hóf nám í siðfræði. Hún fékk þó ekki ráðherrastól að nýju þegar ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna var mynduð eftir kosningarnar. Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra, lét einnig af ráðherraembætti líkt og Þórunn eft- ir kosningarnar 2009 án þess að láta af þingmennsku. Hann leiddi Sam- fylkinguna í Norðausturkjördæmi fyrir kosningarnar og starfar í dag sem formaður atvinnuveganefndar þingsins. Fengu áhrifameiri embætti Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi iðnaðarráðherra, fékk í kjölfar kosn- inganna 2009 áhrifameira ráðherra- embætti en hann hafði í ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks. Hann tók sæti utanríkisráðherra strax í minnihlutastjórninni sem mynduð var í febrúar 2009 og hélt þeim stóli eftir kosningarnar nokkr- um vikum síðar. Það verður þó að telja að Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi félags- málaráðherra, hafi komið einna best undan hruninu en hún leiðir í dag fyrstu hreinu vinstristjórnina sem forsætisráðherra. Hún er þó alls ekki óumdeild og kom meðal annars fram í rannsóknarskýrslu Alþingis að hún hafi átt sæti í sérstökum „ofurráð- herrahópi“ sem myndaður var inn- an ríkisstjórnar Geirs Haarde sem fjallaði um efnahagsmál. Fréttir 31Helgarblað 1.–3. júní 2012 Björgvin G. Sigurðsson S Var: Viðskiptaráðherra Er: Þingmaður og formaður allsherjar- og mennta- málanefndar Alþingis, eftir að hafa leitt Sam- fylkinguna í Suðurkjördæmi í kosningunum 2009. Jóhanna Sigurðardóttir S Var: Félagsmálaráðherra Er: Forsætisráðherra Íslands, fyrst í minnihlutastjórn og svo eftir að hafa leitt Samfylkinguna í kosningunum vorið 2009. Össur Skarphéðinsson S Var: Iðnaðarráðherra Er: Utanríkisráðherra og hefur gefið til kynna að hann hafi ekki áhuga á að leiða Samfylkinguna. Stjórn Geirs í góðum málum eftir hrun n Geir Haarde í einkageirann eftir 35 ár hjá hinu opinbera n Árni og Ingibjörg hjá Sameinuðu þjóðunum n Björn er ríkisstyrktur bloggari Efnahagsráðgjafinn Tryggvi Þór Herbertsson var forstjóri Askar Capital en varð síðar efnahags- ráðgjafi Geirs H. Haarde í hruninu. Tryggvi Þór er vel kunnugur íslenskum efna- hagsmálum en hann skrifaði fræga hvítþvottarskýrslu með bandaríska hagfræðingnum Fredericks Mishkin fyrir Viðskiptaráð. Skýrslan fjallaði um fjármálastöðuleikann íslenska sem aldrei varð og báru höfundar meðal annars lof á íslenskar eftirlitsstofn- anir. Sem forstjóri Askar sló Tryggvi 150 milljón króna kúlulán til kaupa á bréfum í bankanum. Hann seldi eignarhaldsfélagið og skuldirnar aftur inn í bankann stuttu áður en hann hætti störfum. Askar óskaði eftir slitameðferð árið 2010. Í dag: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins fyrir Norðausturkjördæmi. „Þessi ákvörðun um framboð á rætur sínar að rekja til þess að það er leitað til mín,“ sagði Tryggvi við Morgunblaðið þegar hann tilkynnti um framboð sitt. Tryggvi komst naumlega inn á þing sem níundi þingmaður kjördæmisins og sá síðasti sem kjörinn er heima í sveit. Seðlabankastjórinn Davíð Oddsson var ráðherra allt til ársins 2005 en þá ákvað hann að skipta um vettvang og tilkynnti að Halldór Ásgrímsson hefði gert hann að seðlabankastjóra. Davíð sat sem fastast í bankanum eftir að ný ríkisstjórn tók við, þótt mótmælendur sætu um bankann og nýr forsætis- ráðherra hafi óskað þess að hann viki. Uppsagnarbréfi ráðherra svaraði Davíð á þá leið að hann teldi ólíklegt að það væri skrifað í ráðuneytinu og að líklegast væri hér um áróðurs- og hótunarbréf að ræða. Þrátt fyrir andmæli Davíðs fundust þeir sem töldu að hann ætti að víkja enda kom á daginn að Seðlabankinn var nánast gjaldþrota eftir að hafa tapað rúmlega 300 milljörðum í ónýt lán á einu ári. Í dag: Er ritstjóri Morgunblaðsins með tæpar fjórar milljónir á mánuði í tekjur, sem gerir hann launahæsta fjölmiðla- mann landsins. Ráðning hans var umdeild. „Með ráðningu á Davíð vorum við að sækjast eftir ákveðnum hlutum sem hann býr yfir og sennilega enginn annar,“ sagði Óskar Magnússon, útgefandi og einn eigenda blaðsins við viðskipta- blaðið um ráðningu Davíðs. Varaformaðurinn Ágúst Ólafur Ágústson var varafor- maður Samfylkingarinnar á tímum hrunstjórnar- innar. Ágúst var þó ekki ráðherra eins og tíðkast oft í tilfelli varaformanna en hann fékk þing- flokksformanna- stólinn. Þótti það augljóst merki þess að Ágúst ætti ekki sér- staklega upp á pallborðið hjá formanni flokksins. Sem þingmaður var hann nokkuð virkur og barðist fyrir fjölda mála. Má þar nefna afnám fyrningarfrests í kynferðisafbrotum gegn börnum, löggjöf um óháðar rannsóknarnefndir, löggjöf gegn heimilisofbeldi, aukna vernd heim- ildarmanna fjölmiðla og lögfestingu Barnasáttmálans. Honum virtist þó alltaf skorta traust og trúverðug- leika sem varafor- maður flokksins. Svo fór að Ágúst Ólafur tilkynnti að hann hygðist ekki halda áfram á þingi. Í dag: Býr ásamt fjöl- skyldu í New York, þar sem hann stundar meistaranám í opinberri stjórnsýslu. Eftirlitsstjórinn Jónas Friðrik Jóns- son var forstjóri Fjár- málaeftirlitsins á árum hrunstjórnarinnar. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra tók Jónas með sér í fallinu um leið og hann steig til hliðar sem ráðherra. Störf Jónasar voru meðal annars gagnrýnd af blaðinu Euromoney en þar var honum lýst sem veifiskata og klappstýru bankamannanna. Þá voru starfsmenn Fjármálaeftirlitsins sem ekki höfðu flutt sig yfir til bankanna sagðir glórulausir. Öllu þessu hafnaði Jónas og sagði rannsóknir sérstaks saksóknara margar byggja á störfum eftirlitsins undir hans stjórn. Í dag: Starfar sem lögfræðingur hjá Rökstólum, lögmannsstofu föður síns. Þess utan hefur hann starfað sem stundakennari hjá Háskólanum í Reykjavík eftir að hann lauk störfum hjá Fjármálaeftirlitinu. Síðasta haust kenndi Jónas meðal annars MBA-námskeið í viðskiptalögfræði við skólann. Stjórnarformaðurinn Jón Sigurðsson var stjórnar- formaður Fjármálaeftirlitsins og fulltrúi Samfylkingarinnar í stjórn Seðlabankans. Hann óskaði lausnar úr stjórn eftirlitsins að ósk Björgvins G. Sigurðssonar. Jón sagði fjármögnun íslensku bankanna örugga í frægu viðtali við tímarit Lands- bankans, þess sama og fyrst var tilkynnt um stofnun Icesave. Vera Jóns í stjórn Fjármálaeftir- litsins fyrir hönd Samfylkingarinnar var varla tilviljun enda var hann höfundur efnahagsstefnu flokksins fyrir kosningar árið 2007. Í inn- gangi stefnunnar rak Jón þá yfirvofandi hættu sem steðjaði að íslensku hagkerfi. „Hættan er sú að Ísland missi trúverðugleika á alþjóðlegum fjármálamörkuðum, en þá væri voðinn vís með hækk- andi vaxtaálagi, gengisfalli og verðbólgugusu,“ skrifaði Jón árið 2007 og varð svo sannarlega sannspár. Í dag: Sestur í helgan stein. Stjórnmál og hagfræði Tryggvi Þór Herbertsson Greinasafn eftir Tryggva Þór Her- bertsson alþingis- mann, fyrrverandi efnahagsráðgjafa Geirs H. Haarde og prófessors í hagfræði. Tryggvi lýsir því í inngangi bókarinnar hvernig óvissa og dalandi trú á stjórnmála- mönnum geti skapað andrúmsloft þar sem falsspámenn þrífast. Hann varar við því sem hann kallar andkapítal- isma, stjórnsemi, virðingarleysi fyrir eignarrétti og andstöðu við alþjóða- væðingu. Rosabaugur yfir Íslandi Björn Bjarnason Bókin vakti nokkra athygli en í henni upplýsir Björn Bjarnason að hann hafi þrátt fyrir andstöðu innan Sjálfstæðisflokks- ins orðið dóms- málaráðherra árið 2007 til að sporna við áhrifum Baugsmanna. Í bókinni segir að Jón Ásgeir Jóhannesson hefði verið dæmdur fyrir fjárdrátt , ummælin voru leiðrétt skömmu síðar. Björn Bjarnason tapaði meiðyrðamáli Jóns gegn honum fyrir héraðsdómi. Þjóðmál Björn, Davíð, Tryggvi Nokkuð er liðið frá síðasta tölublaði tímaritsins Þjóð- mála. Ritið er gefið út af Bókafélaginu Uglu en um- fjöllunarefni ritsins eru bókmenntir og önnur menn- ingarmál í bland við stjórnmálin. Lykilmenn hrunstjórnar- innar eru gjarnir á að skrifa greinar í ritið sem ber með sér yfirbragð ritrýnds fræðirits, þótt slíkt efni sé fátítt, eða illa merkt. Lykilmenn hrunstjórnarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.