Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 35
„Hann lét elta mig“
Viðtal 35Helgarblað 1.–3. júní 2012
hef einfaldan smekk. Ég vil
aðeins það besta.“
Hefur þú fundið ástina aftur?
„Ég held að ástin hafi fundið
mig í þetta skiptið því ég var
alls ekki að leita – þvert á
móti. Hann heitir Luca Ellis og
er dásamlegur maður. Hann
hefur verið mér mikil stoð og
stytta undanfarna mánuði.
Við erum mjög ástfangin.“
Kom Luca með þér til Íslands?
„Nei, hann komst ekki með í
þetta skiptið.“
Hvar kynntust þið?
„Á staðnum sem ég hef verið
að syngja á síðastliðin tvö
ár, Vibrato. Hann byrjaði að
syngja þar í mars.“
Á hann börn?
„Já, hann á tvo stráka.“
Við hvað vinnur Luca?
„Hann er frábær söngvari sem
hljómar alveg eins og Frank
Sinatra.“
Langar þig að eignast börn?
Hefur aldrei komið upp í sam-
bandi hjá þér að eignast fjöl-
skyldu?
„Já, mig langar til að eign-
ast börn en það hefur bara
verið svo margt annað í gangi
að það hefur aldrei verið rétti
tíminn.“
Værir þú sátt við að vera barn-
laus til æviloka?
„Nei.“
Þrjósk eins og staður
hestur
Hvernig myndirðu lýsa sjálfri
þér?
„Mér finnst gott að sjá fyndnu
hliðarnar á lífinu. Það er nógu
erfitt samt. Ég er félagslynd í
hófi. Mér finnst gott að vera
innan um fólk og svo finnst
mér voða gott að vera ein. Ég
held að ég hafi verið einfari
þangað til ég hitti Luca. Núna
viljum við eyða öllum stund-
um saman. Þýðir það að ég sé
núna tvífari?
Mér þykir gaman að stúd-
era fólk. Það eru allir svo sér-
stakir. Allir voru börn einu
sinni. Allir eiga sér sína sögu.
Mér þykir hver einasta saga
svo áhugaverð.“
Ertu þrjósk?
„Ég er mjög þrjósk. Eins og
staður hestur.“
Hverjir eru þínir helstu kostir
og gallar?
„Það góða við mig er að ég
gefst aldrei upp. Það vonda
við mig er að ég gefst aldrei
upp.“
Hverju vildir þú helst breyta í
eigin fari?
„Ég vildi helst breyta því hvað
ég er þrjósk.“
Hverjar eru fyrirmyndir þínar
í lífinu?
„Mínar aðalfyrirmyndir í tón-
listinni hafa verið Ella Fitzger-
ald, Billie Holiday, Carmen
McRay, Sarah Vaughn, Keely
Smith, Astrud Gilberto og
fleiri.“
Er mikil pressa á að vera í
góðu formi í bransanum? Er
mikil útlits- og æskudýrkun
í tónlistarbransanum í Los
Angeles?
„Ég held að það sé mikil
pressa að líta vel út í öllum
bransa. Ég veit ekki hvort það
getur kallast pressa. Það geta
allir litið betur út með því
að sjá vel um sig og ég held
að það sé bara gott andlega
fyrri hvern og einn að vera
eins góður og hann getur á
alla enda og kanta. Ég
veit ekki hvort það getur
kallast útlits- eða æsku-
dýrkun en það er smitandi
að vilja líta eins vel út og
maður getur miðað við hrá-
efnið sem manni hefur verið
gefið.“
Hvað gerir þú til að halda þér
í formi?
„Ég er með þjálfara tvisvar í
viku sem heldur mér á tánum
og lætur mig borða. Ég á það
til að gleyma því stundum.“
Þið mæðgurnar eru allt-
af svo unglegar og fallegar,
hvaða leyndarmáli búið þið
yfir?
„Takk. Við böðum okkur í
formalíni einu sinni í viku og
sofum í súrefniskassa á hverri
nóttu.“
Lifði sígaunalífi með
Julio Iglesias
Hefur þú ferðast mikið um
heiminn?
„Já, ég hef nú farið mjög víða –
sérstaklega þegar ég ferðaðist
um heiminn með Julio Iglesi-
as í þrjú ár. Við vorum á stans-
lausu ferðalagi tíu mánuði á
ári og lifðum nokkurs konar
sígaunalífi.“
Áttu þér uppáhaldsstað?
„Já, mér finnst voða gott að
vera heima.“
Hvað gerir þig hamingju-
sama?
„Að snerta tilfinningar fólks
og gera það hamingjusamt
með því að syngja fyrir það.“
Hvað ætlar þú að gera
skemmtilegt í sumar?
„Ég ætla að vinna eins
mikið og ég get. Það er
það skemmtilegasta
sem ég geri.“ n
Á góðri stundu Anna Mjöll
segir vellystingar hafa kennt sér
hvað mestu máli skipti í lífinu.
Í sviðsljósinu Anna Mjöll
segir að henni þyki enn vænt
um Cal, það breytist ekki.
„Hann vildi helst
að ég væri bara
inni í eldhúsi að búa til
matinn á milli þess sem
ég sæti með honum og
héldi í höndina á honum