Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Side 32
Sandkorn Ö ll samfélög eru þannig að hóp- ar með sömu hagsmuni sam- einast um að beita valdi sínu til að ná fram sameiginlegum vilja sínum. Í lýðræðissamfélagi er ekki nóg fyrir þá að ráða yfir pening- um. Þeir þurfa að fá almenning til að vilja gera það sem þeir vilja. Í dag er ríkisvaldið, valið af al- menningi, að reyna að ná hluta af verðmætum fiskveiðiauðlindarinnar frá sterkasta þrýstihópi landsins; út- gerðarmönnum. Á sama tíma berjast útgerðarmenn, ásamt öðrum sterkum þrýstihópi – bændum – gegn því að aðild að Evrópusambandinu verði möguleiki. Til þess að umbreyta peninga- valdi sínu í almannavald þurfa þeir að breyta skoðunum almennings. Þeir gera það ekki aðeins með umfangs- miklum auglýsingaherferðum. Bænda- samtökin, með 400 milljónir í ríkis- styrki á ári, tóku Bændablaðið fastari tökum og ráku ritstjórann sem vildi stunda heiðarlega blaðamennsku frek- ar en að fara í áróðursherferð. Útgerð- armenn keyptu hins vegar 70 prósent af Morgunblaðinu og réðu fyrrverandi formann flokksins, sem hefur stutt þá í gegnum tíðina, sem ritstjóra. Hann er tengdur mörgum helstu orsökum hrunsins og þar með andvígur flestu uppgjöri. Upp frá því gjörbreyttist ásýnd blaðsins. Lesendur þess fengu efni sem mótaðist eftir hagsmunum eigendanna og ritstjórans, og nú safnar fyrirtækið ungum lesendum með því að bjóða hagstætt lán fyrir iPad með áskrift að blaðinu í kaupauka. Ein frétt, sem virðist hlutdræg, segir litla sögu. Oftast er fréttin að mörgu leyti merkileg, þótt það virðist vera að dreginn sé taumur eins málsaðilans getur verið að sú áhersla eigi fullan rétt á sér vegna fréttnæmis. Þegar samhengi hagsmunanna og fram- setningar er tekið með í reikninginn sést hins vegar greinilegt mynstur. Forsíða Morgunblaðsins er reglu- lega undirlögð af fréttum af skoð- unum um að hræðilegt sé að gera eitthvað, sem hentar ekki hagsmun- um útgerðarmanna eða Sjálfstæðis- flokksins. Landsdómur „vekur ugg“, eftir að formaður Sjálfstæðisflokksins var dæmdur. Eftirlitsheimildir Seðla- bankans „vekja óhug“, í kjölfar þess að Seðlabankinn rannsakaði fyrirtækið Samherja – sem er að stórum hluta í eigu Þorsteins Más Baldvinssonar, eins aðaleigenda blaðsins. „Nýjasta skipið selt úr landi?“ sagði á forsíðunni þegar Guðbjörg Matthíasdóttir, aðaleigandi Morgunblaðsins, vígði nýtt skip – sem hótað var að yrði selt ef ríkið tæki af hagnaðinum. „Hvað höfum við gert ykkur?“ sagði á forsíðu, haft eftir fyrr- verandi forstjóra fyrirtækis í eigu Samherja. Meirihlutinn af forsíðum Morgunblaðsins síðastliðinn mánuð hefur annaðhvort verið með fréttir gegn Evrópusambandinu og kvóta- frumvarpinu, eða gegn ríkisstjórninni á annan hátt. Nafnlausar skoðanagreinar Morgun blaðsins snúast flestar um að veita viðnám því sem eigendur blaðs- ins eða Sjálfstæðisflokkurinn eru mót- fallnir. Þjóðernisáróður og útlendinga- fóbía einkenna margar greinarnar. Í Reykjavíkurbréfi 22. apríl síðastliðinn eru færð rök fyrir því að stuðnings- menn inngöngu í Evrópusamband- ið séu eins og þeir sem færðu Ísland undir stjórn Hákons Noregskonungs árið 1262. Titillinn „Hákon fúli hirti frelsi vort. Hvað heitir hann nú?“ vísar til þess að Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, sé að reyna að svipta Íslendinga frelsi sínu. „Er það ekki einstök til- viljun að maðurinn sem er í forsvari ásælninnar að utan núna skuli endi- lega þurfa að heita Stefán Fúli?“ segir þar. Í greininni eru stuðningsmenn ESB útmálaðir sem ættjarðarsvik- arar. „En svo voldugur sem Noregs- konungur var vissulega á 13. öld … þá mátti honum ekki lánast að leggja nágrannalandið undir sig án þess að hópur heimamanna legði honum lið,“ er skrifað, og í kjölfarið er talað um að „svíkja aldrei ættland sitt í tryggðum“. Þjóðernishyggja er vaxandi í Evr- ópu. Þróunin fylgir ákveðinni form- úlu. Hræðsludrifin þjóðernishyggja er ódýrasta og söluvænlegasta pólitíska stefnan á krepputímum. Hugsjónin um lýðræðið gengur hins vegar út frá þeirri forsendu að fólk sé skynsemis- verur með frjálsan vilja. Hugsjónir og raunveruleiki fara ekki alltaf saman, en frjáls vilji er aðeins ákvörðun. Sá sem ákveður að hafa frjálsan vilja verður að vera vakandi fyrir því að stöðugt eru í gangi tilraunir til að stýra honum. Stöðvið Stöð 2 n Þingmaðurinn Þór Saari og félagar hans í Hreyfing- unni reyndu á fimmtudag að fá hina nýstofnuðu fjölmiðla- nefnd til þess að stöðva Stöð 2 í til- raun sinni til að sýna kappræður milli Ólafs Ragn- ars Grímssonar og Þóru Arn- órsdóttur. Að þeirra mati átti ekki að vera leyfilegt að sýna aðeins tvo frambjóðendur í kappræðum, þótt þeir hefðu yfirburði yfir aðra í skoð- anakönnunum, heldur áttu allir frambjóðendur vera í þættinum. Sömu þingmenn stóðu að þingsályktunartil- lögu sem tryggja átti frelsi fjölmiðla árið 2010. Til- gangurinn var að „leita leiða til að styrkja tjáningarfrelsi, málfrelsi, upplýsingamiðlun og útgáfufrelsi“. Núna, árið 2012, segir Þór í samtali við smuguna.is, sem er í eigu Vinstri grænna: „Fjölmiðlar hafa ekki lengur sjálfdæmi um hvernig þeir kjósa að haga sínum kynningum“ og vildi „grípa í taumana“. Gunnar næstur? n Jóhannes Jónsson, áður í Bónus en nú í Iceland, er hélaður framan á nýjustu forsíðu tíma- ritsins Mann- lífs undir fyrirsögninni „Frystur af stjórnvöld- um“. Í við- talinu kvartar Jóhannes undan því að allt hafi verið „hirt af“ honum og Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, syni hans. Fyrir tæpu ári var annar athafnamaður á for- síðu Mannlífs; vatnskóngur- inn Jón Ólafsson, rennblaut- ur í jakkafötunum undir fyrirsögninni „Ískaldur“. Nú er þess beðið að Gunnar Þor- steinsson í Krossinum birtist á forsíðu tímaritsins, eftir að hafa verið hrakinn úr Kross- inum vegna ásakana um kynferðislega áreitni, negld- ur á krossinn með síðusár og kórónu: „Krossfestur“. Óheppileg tilvijlun n Hin undarlega tilviljun varð í miðvikudagsblaði Morgunblaðsins að viðtal við Stefan Füle, stækkunar- stjóra Evrópusambandsins, hvarf út úr sjónvarpsdag- skrá blaðsins. Morgun- blaðið og ritstjórinn Davíð Oddsson eru þekkt fyrir harðvítuga andstöðu við Evrópusambandið í um- fjöllunum og skoðana- dálkum og því þótti þetta óheppileg tilviljun. Les- endur Morgunblaðsins fengu því ekki að vita af því að stækkunarstjórinn myndi útskýra sjónarmið ESB í sjónvarpinu. Í stað- inn var sagt að á sama tíma væri á dagskránni heim- ildamyndin Hvað gengur að Grikkjum? sem fjallar um erfiðleika Grikkja innan Evrópusambandsins. Sam- kvæmt Eyjunni er skýring- arnar að finna í óheppilegri tilviljun. Margar svefn- lausar nætur Ég er ekki viss hvort ég ætlaði að drepa einhvern Skúli Mogensen, einn eigenda WOW air. – DV.is Guðgeir Guðmundsson sem réðst inn á lögmannsstofuna Lagastoð í mars. – DV.is Sá sem valdið hefur„Hræðslu- drifin þjóð- ernishyggja er ódýrasta og sölu- vænlegasta póli- tíska stefnan á krepputímum Í 13. grein stjórnarskrárinnar frá 1944 segir svo: „Forsetinn lætur ráðherra framkvæma vald sitt.“ Sú skoðun heyrðist í fjölmiðladeilunni 2004, að í þessum orðum fælist, að forset- inn gæti ekki neytt málskotsréttar síns skv. 26. grein stjórnarskrárinnar nema með undirskrift ráðherra, en þeirri skoðun var hafnað. Nær allir lögfræð- ingar og aðrir líta svo á, að forsetinn fari einn og óstuddur með málskots- réttinn. Ákvæðið um, að forsetinn láti ráðherra framkvæma vald sitt, felur eftir þessum skilningi í sér, að ráð- herrann sér um framkvæmd þjóðarat- kvæðagreiðslunnar, ekki forsetinn. Í 29. grein stjórnarskrárinnar frá 1944 segir svo: „Forsetinn getur ákveðið, að saksókn fyrir afbrot skuli niður falla, ef ríkar ástæður eru til. Hann náðar menn og veitir almenna uppgjöf saka.“ Hvað þýðir það í þessu viðfangi ákvæði 13. greinar um, að forsetinn láti ráðherra framkvæma vald sitt? Þýðir það, að forsetinn þurfi samþykki ráðherra til að saksókn fyrir afbrot skuli falla niður og til að náða menn og veita þeim almenna uppgjöf saka? Flestir munu líta svo á þrátt fyrir orðanna hljóðan. Eða þýðir ákvæðið, að ráðherra skuli sjá til þess, að föng- unum sé sleppt út, svo að forsetinn þurfi ekki að standa í því? Þar er efinn Reynslan af fjölmiðlamálinu 2004 sýnir, að hugsanlega gæti komið upp ágreiningur um þetta atriði, þar eð gildandi stjórnarskrá er óskýr. Sumir kynnu e.t.v. að túlka orð hennar svo, að forsetinn fari einn með náðunar- valdið líkt og málskotsréttinn. Aðrir munu segja, að forsetinn þurfi sam- þykki ráðherra til að náða menn. Árni Johnsen alþingismaður sótti um upp- reist æru til dómsmálaráðherra, sem samþykkti hana ásamt þrem handhöf- um forsetavalds í fjarveru forsetans. Samt er ekki hægt að útiloka þann möguleika, að forsetinn telji sig geta náðað menn og gefið þeim upp sakir upp á sitt eindæmi skv. orðanna hljóð- an í gildandi stjórnarskrá. Þar er efinn. Frumvarp stjórnlagaráðs eyðir efanum Frumvarp stjórnlagaráðs tekur af öll tvímæli um þetta atriði. Þar segir í 85. grein: „Forseti Íslands getur náð- að menn og veitt almenna uppgjöf saka að tillögu ráðherra.“ Forseti Ís- lands fer því ekki einn með náðun- arvaldið. Ráðherra gerir tillögu að náðun og sakaruppgjöf, en tillaga ráðherra þarfnast staðfestingar for- seta til að taka gildi. Hér er því engri óvissu til að dreifa og ekkert rúm fyrir ágreining. Frumvarp stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár skýrir og afmarkar hlut- verk forseta Íslands. Hlutverk for- setans er hættulega óljóst í gildandi stjórnarskrá. Þetta skiptir máli m.a. vegna þess, að vænta má dóma yfir bankamönnum og öðrum ábyrgðar- mönnum hrunsins á næsta kjörtíma- bili forseta. Umboðsmaður forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, er enginn annar en Sigurður G. Guð- jónsson hrl., sem hefur m.a. haft uppi harða gagnrýni á Fjármálaeftir- litið, sérstakan saksóknara og Evu Joly, sem kom fótunum undir emb- ætti sérstaks saksóknara auk annars. Frumvarp stjórnlagaráðs miðar að því að treysta valdmörk og mót- vægi og reisa eldveggi innan stjórn- kerfisins. Í þessu felst, að þættir ríkisvaldsins þurfa að skarast til að efla gagnkvæmt aðhald og eftirlit og girða fyrir valdníðslu. Einmitt þess vegna getur forsetinn skv. frumvarp- inu ekki „náðað menn og veitt þeim almenna uppgjöf saka“ upp á sitt eindæmi, heldur aðeins að tillögu ráðherra. Þjóðin ræður Öðru máli gegnir um málskotsréttinn, enda veitir hann forsetanum ekkert úrslitavald, heldur aðeins færi á að skjóta þingmálum til þjóðarinnar, sem hefur æðsta úrskurðarvald í öllum sínum málum og er því yfirboðari Al- þingis. Enda segir í 2. grein frumvarps stjórnlagaráðs: „Alþingi fer með lög- gjafarvaldið í umboði þjóðarinnar.“ Til samanburðar segir í 2. grein gildandi stjórnarskrár: „Alþingi og forseti Ís- lands fara saman með löggjafarvald- ið.“ Takið eftir muninum. Náðun og sakaruppgjöf Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRÉTTASKOT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALNÚMER RITSTJÓRN ÁSKRIFTARSÍMI AUGLÝSINGAR 32 1.–3. júní 2012 Helgarblað Kjallari Þorvaldur Gylfason „Frumvarp stjórn- lagaráðs til nýrrar stjórnarskrár skýrir og af- markar hlutverk forseta Ís- lands.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.