Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 48
48 Lífsstíll 1.–3. júní 2012 Helgarblað 1 Lúxus bændagisting í Portúgal Í bænum São Bartolomeu, Algarve í Portúgal er hótelið Agroturismo Cosmopolita. Þar var rekið stórt bóndabýli þar til á sjötta áratugnum. Arkitektinn Pedro Ressano Garcia gerði upp hótelið. Í því eru sjö herbergi með verönd, litlum jurtagarði og útsýni yfir ólífulundi og apríkósutré. Á býlinu fer enn fram lífræn ræktun og útflutningur á ólífum, möndlum, apríkósum, appelsínum og fíkjum. n Hvar: São Bartolomeu, Algarve í Portugal n Vefsíða: Hægt að bóka á: welcomebeyond.com n Verð: 14.000 kr. n Hentar vel fyrir: Barnafjölskyldur sem vilja rómantískt og rólegt umhverfi. 2 Lúxustrékofar í Svíþjóð Að gista í trékofa er spennandi upplifun. The Mirrorcube, kallast trékofar sem finna má í Svíþjóð. Í kofunum er ágætis aðstaða fyrir tvo einstaklinga. Tvíbreitt rúm, baðherbergi, stofa og hægt er að ganga út á litla verönd. 12 metra löng brú leiðir upp að kofanum. Í kofunum er ekki hægt að elda mat. Gestir trékofans þurfa að leggja leið sína á sér stakan veitingastað á jörðu niðri sem rekinn er með yfirbragði stríðsáranna. Þar er einnig að finna sjónvarp og internet fyrir þá sem vilja ekki skera alveg á tengslin við nútímann. n Hvar: Harads í Svíþjóð. 100 km frá Luleå-flugvellinum. n Vefsíða: treehotel.se n Verð: 44.5000 kr. (leiðbeinandi verð) n Hentar vel fyrir: Rómantísk pör sem vilja næði frá nútímanum. 3 Hjólhýsagisting í Texas Boutique-Homes.com kynnir skemmtilega innréttaða gist ingar- möguleika sína sem tímabundið hús næði fyrir nútímahirðingja. Á vef síðunni er boðið upp á endur gerð hjólhýsi í Marfa, Texas og það þarf ekki að reiða fram margar krónur. Nóttin kostar aðeins um 12 þúsund krónur. Í hjólhýsinu er ágæt aðstaða fyrir vinahópa og fjölskyldur. Á vefsíðunni er einnig að finna aðra magnaða gistimöguleika. Svo sem hótelherbergi með glerveggjum í fjöllum Noregs og elsta heimili Kyoto. Vefsvæðið er mjög aðgengilegt og býður upp á fjölda mynda og upplýsinga um hvern gististað. n Hvar: Marfa, Texas n Vefsíða: Boutique-Homes.com n Verð: 12.000 kr. n Hentar vel fyrir: Hópa eða fjölskyldur á ferð um Bandaríkin. 4 Sveitasetur á Ítalíu Hvern hefur ekki dreymt um að gista á sveitasetri á Ítalíu? Eitt það allra fal- legasta er Podere Palazzo í Toskana-héraði. Draumur sælkerans sem vill ferðast um sólríkt héraðið, líta á vínekrur og njóta sælkerafæðu. En gististaðurinn hentar ekki öllum. Á vefsíðunni Design- Tripper.com má líta úrval af gististöðum um allan heim og margir þeirra eru afar dýrir. Vikan í Podere Palazzo kostar til dæmis 700 þúsund krónur. n Hvar: Toskana, Ítalíu n Vefsíða: Design - Tripper.com n Verð: 700.000 á viku n Hentar vel fyrir: Þá efnuðu! 5 Hipp og kúl í Suður-Frakk-landi og pop-up hótel Keðjan DesignHotels.com hóf rekstur sinn árið 1993 í Þýska- landi. Fyrirtækið kynnir fallega hönnuð hótel sem gistimöguleika. Fagurkerar og áhugafólk um hönnun getur notið þess að dvelja á fallegum hótelum eins og þessu að ofan í Saint Tropez í Suður-Frakklandi. Keðjan hefur einnig nýverið kynnt spenn- andi nýjung, pop-up hótel. Verðin eru afar mismunandi. Sum herbergjanna má leigja á um 19.000 krónur. n Hvar: Saint Tropez í Suður-Frakklandi n Vefsíða: DesignHotels.com n Verð: 19.000 kr. n Hentar vel fyrir: Fagurkera og áhugafólk um hönnun. 5 Fegurð og innri ró á Balí Karma Kandara-hót- elið er staðsett á fallegum kletti við himinblátt Ind- landshafið og við rætur frumskógarins í Bukit. Í Karma Kandara eru ró og slökun tekin alvarlega og hótelið er byggt með það að markmiði að gestum finnist þeir í paradís. Í sumum herbergjanna má ganga út á verönd þar sem er falleg vatns- laug og úr henni má ganga niður steinþrep beint niður á strönd. n Hvar: Balí, Indónesíu n Vefsíða: MrandMrsSmith.com n Verð: 20.000 kr. n Hentar vel fyrir: Pör í rómantískum hugleiðingum. Börn eru velkomin á þetta hótel. 7 Fegurð í Bretlandi Cornwall er áfanga- staður þeirra ríku og frægu í Bretlandi. Á vefsíðunni uniquehomestays.com er að finna hótelið The House in the Sea. Byggt á kletti um 1930. Hótelið er eitt mest ljósmyndaða húsið á Bretlandseyjum. Til að komast þangað þarf að ganga yfir brú. Þeir sem gista í húsinu hafa afnot af lítilli strönd við rætur klettsins. Vert er að taka fram að á hótelinu er ekki leyft að vera með börn vegna slysahættu. n Hvar: Newquay, Cornwall, Bretlandi n Vefsíða: UniqueHomeStays.com n Verð: 35.000 kr. n Hentar vel fyrir: Ferðalanga sem vilja ferðast um fagrar sveitir Bretlands. Nýgift hjón og pör. Börn og dýr ekki leyfð. 8 Hótel Aldan Á Seyðisfirði er að finna sannkallaða gersemi sem gaman er að sækja heim. Hótel Öldu. Her- bergin eru í tveimur sögulegum byggingum umhverfis lónið í miðjum Seyðisfjarðarkaupstað. Þessum tveimur byggingum er skipt upp í tvö hótel; Hótel Ölduna og Hótel Snæfell, hvort um sig með 9 herbergi, hvert með sinn sjarma og stíl. Móttakan, veitingastaðurinn og kaffi- húsið eru til húsa í einu af elstu verslunar- húsnæðum landsins, þekkt undir nöfnunum; Framtíðin og Verslun Jóns G. Í húsnæðinu eru enn upprunalegar innréttingar frá 1920. n Hvar: Norðurgata 2, Seyðisfjörður n Vefsíða: hotelaldan.simnet.is n Verð: Frá 15.900 kr. n Hentar vel fyrir: Alla Íslendinga í ferðahug. frábærir gististaðir Þeir sem vilja fara í exótískt sumarfrí þurfa ekki endilega að ferðast til framandi landa. Það má finna fagra og frumlega gististaði víða um veröld. Í Svíþjóð má gista í framandi tréhúsum, í Algarve í Portúgal má gista á fallegu hóteli sem eitt sinn var stórt bóndabýli og á Íslandi er að finna hótel í gömlum stíl á Seyðisfirði. Heimatilbúið Snickers Súkkulaðilag n 1 ¼ bolli saxað mjólkursúkkulaði n ¼ bolli hnetusmjör Bræðið saman. Hellið á smjörpappír, látið kólna og harðna. Núggatlag n ¼ bolli ósalt smjör n 1 bolli sykur n ¼ bolli niðursoðin mjólk (Fæst í Kosti. Hægt að hræra mjólkurdufti við vatn og hafa blönduna þykka) n 1 ½ bolli litlir sykurpúðar n ¼ bolli hnetusmjör n 1 ½ bolli salthnetur, gróft skornar n 1 tsk. vanilludropar Bræðið smjörið á pönnu á miðlungshita. Bætið við sykri og mjólk. Hrærið saman og hitið að suðu. Látið sjóða í fimm mín- útur. Bætið í sykurpúðum, hnetusmjöri og vanillu. Takið af hita og bætið við hnetum. Látið volgna. Hellið yfir súkkul- aðiplötuna. Karamellulag Bræðið karamellur og rjóma saman. Hellið yfir núggatlagið og látið kólna. Kælið og skerið í bita. 8 8 leiðir til að segja „þú ert að verða pabbi“ 1 Láttu hundinn kjafta frá Skrifaðu „mamma er ófrísk“ á lítinn miða og festu hann við hundaólina. Fylgstu með viðbrögðunum þegar hundurinn hleypur á móti honum þegar hann kemur heim. 2 Stafaðu það Biddu hann að spila við þig Scrabble og tjáðu þig með því að nota stafina úr spilinu. 3 Prentaðu á bol Láttu prenta „Ég er stóri bróðir“ á bol handa syni ykkar. Klæddu hann í bolinn áður en gamli kemur heim úr vinnunni og láttu hann taka á móti pabba sínum í forstofunni. 4 Barnaþema Skipuleggðu kvöldverð þar sem allt minnir á börn og barneignir. Bjóddu honum upp á barnamaís og litlar gulrætur með steikinni og skerðu út snúð úr eftirréttinum sem þú berð fram með rauða slaufu utan um beran magann. 5 Varalitur á maga Skrifaðu „Hæ, pabbi!“ á magann á þér með eldrauðum varalit. 6 Leyndarmálið í sósunni Skrifaðu fréttirnar á miða og límdu innan í sósukrukkuna. Þegar þið eldið saman um kvöldið skaltu biðja hann um að opna fyrir þig krukkuna. Fylgstu svo með svipnum á honum. 7 Fyrir golfarann Láttu uppáhaldsáhugamál hans hjálpa þér að færa honum gleðifréttirnar. Láttu prenta „Litli golfsveinninn hans pabba“ á ponsulitla samfellu, pakkaðu henni inn og gefðu honum. 8 Fáðu hjálp Talaðu við þjóninn á uppáhaldsveitingastaðnum ykkar. Fáðu hann með þér í lið til að koma hinum verðandi pabba á óvart.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.