Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 52
52 Lífsstíll 1.–3. júní 2012 Helgarblað
Hinstu óskir rætast sjaldnast
n Fólk á erfitt með að ræða um eigin dauða
S
amkvæmt nýlegri breskri
rannsókn vanrækir einn þriðji
hluti þarlendra heimilislækna
að ræða um dauðann við sjúk-
linga sína. Samkvæmt upplýsingum
rannsóknarinnar deyja um það bil
20 sjúklingar hvers heimilislæknis
árlega. Í skýrslu um rannsóknirnar,
sem var framkvæmd af Dying Mat-
ters Coalition, kemur fram að margir
læknar gefa engan gaum að viðmið-
unarreglum sem hafa ber í huga þeg-
ar sjúklingar nálgast endastöðina. Í
viðmiðunarreglum, sem læknar eiga
að hafa að leiðarljósi, eru meðal ann-
ars spurningar á borð við; hvar ein-
staklingurinn vilji deyja – á heimili
sínu eða á sjúkrahúsi? Einnig eiga
læknar að fá óskir sjúklings á hreint
hvað varðar líffæragjöf eftir andlát.
Samkvæmt sömu rannsókn á
þriðjungur bresks almennings erfitt
með að tala um eigið andlát. Þeir vís-
indamenn sem stóðu að rannsókn-
inni segja að tabúið um að ræða um
dauðann komi í veg fyrir að sjúkling-
ar geti skipulagt sínar síðustu stundir
og skilið eftir skilaboð til þeirra sem
eftir standa.
Aðeins einn þriðji viðmælanda
hafði gert erfðaskrá og ekki einn af
hverjum tíu hafði skrifað niður sín-
ar hinstu óskir ef ske kynni að við-
komandi gæti ekki tekið ákvarðanir
þegar tíminn væri kominn. Rann-
sóknin náði til 2.000 fullorðinna ein-
staklinga hjá yfir 1.000 heimilislækn-
um.
Rannsóknir hafa sýnt fram á
að lítill hluti fær sínar hinstu ósk-
ir uppfylltar og þrátt fyrir að um
70 prósent Breta vildu frekar deyja
heima hjá sér skilur meira en helm-
ingur við á sjúkrahúsum eða stofn-
unum. „Við höfum fundið fyrir
breytingum í rétta átt en samt hafa
fæstir rætt um endalokin eða hinstu
óskir,“ segir prófessorinn Mayur
Lakhani, einn þeirra sem stóðu að
rannsókninni.
Kennarar
vingist ekki
við nemend-
ur á netinu
Menntamálaráðuneyti New
York-borgar hefur nú sett reglur
um það hvernig kennarar megi
nota Facebook og aðrar sam-
skiptasíður. Kennarar mega ekki
bæta nemendum við sem vinum á
Facebook og þeir mega ekki
fylgjast með þeim á Twitter.
Kennarar mega hins vegar hafa
fagsíður á Facebook, sem
nemendur þeirra geta fylgst með.
„Við vitum að við erum ekki
vinir nemenda okkar þó að okkur
þyki vænt um þá og þó að við
berum hag þeirra raunverulega
fyrir brjósti,“ segir skólastjóri. „Við
þurfum að festa í sessi ákveðnar
takmarkanir á þau samskipti sem
kennarar geta haft við ungt fólk.“
Tjáðu þig Skrifaðu niður þínar hinstu óskir
eins og hvar þú vilt deyja og hvaða skoðun
þú hefur á líffæragjöfum.
n Horfa á beinar útsendingar n Skanna inn skjöl og borga reikninga
1 Vefmyndavélar fyrir PC og MAC Hægt er að nota símann í
sameiningu við spjallforrit (Skype, Google+,
Yahoo, Windows Live Messenger, Aim,
o.s.frv.) og Wi-Fi fyrir vídeóspjall.
Forrit sem hægt er að ná í: Mob-
iola og Mobiola WebCamera fæst fyrir iPad
og iPhone, Blackberry, Windows Mobile og
Symbian smartsíma.
2 Skanni Til eru fjölmörg forrit sem geta skannað inn skjöl. Þá er best að
athuga fyrst hvað þú þarft að skanna inn
og síðan hala niður forriti sem getur séð um
tiltekið skjal.
Forrit sem hægt er að ná í: TurboScan,
WorldCard eða CardScan. Með TurboScan er
hægt að skanna inn og senda inn margra
blaðsíðna skjöl að fullu. Með WorldCard
Mobile eða CardScan er hægt að skanna inn
nafnspjöld.
3 Staðgengill fyrir veskið Sumum finnst betra að fara úr húsi
með sem minnst af hlutum á sér. Því er
tilvalið að næla sér í forrit sem geyma
kreditkortaupplýsingar (Visa og Mastercard
eru til dæmis með eigin forrit) og bankaupp-
lýsingar. Jafnvel er hægt að finna forrit fyrir
afsláttar- og meðlimakort.
Forrit sem hægt er að ná í: PayPal
Mobile og Cardstar. PayPal Mobile gerir þér
kleift að senda peninga úr iPhone, Android,
Blackberry og Symbian símum. Með Card-
star er hægt að geyma til dæmis öll
vildarkort á einum stað í Android, Windows,
Blackberry og iPhone símum.
4 Heitir reitir Með sumum símum er hægt að búa til Wi-Fi netkerfi sem
allt að fimm til sjö tæki geta notað í einu.
Þannig er hægt að nota símann til að láta
iPadinn eða fartölvuna tengjast Wi-Fi kerfi,
án beinis eða annars aukabúnaðar. Þessi
eiginleiki kostar aukalega mánaðarlega
en þetta getur verið afskaplega hentugt
fyrir þá sem ferðast mikið, enda þurfa
menn vanalega að borga aukalega fyrir
netaðgang á hverju og einu tæki.
Forrit sem hægt er að ná í: Ekki er þörf á
forriti – þetta er eiginleiki sem er á flestum
símum og kostar þá aukalega að nota hann.
5 Kennsl borin á hluti Nýtt forrit að nafni Google Goggles gerir
manni kleift að taka mynd af hverju sem
er, en Google notar svo myndina til að leita
að tilteknum hlut. Hægt er að til dæmis að
bera kennsl á vörur, fræg kennileiti, listaverk
og frægt fólk. Reikniritið á bak við forritið
verður betra með hverjum degi svo að for-
ritið verður bráðum enn fjölhæfara.
Forrit sem hægt er að ná í: Google
Goggles, aðeins fyrir Android síma.
6 Sjónvarp í beinni Ef menn vilja horfa á sjónvarp í beinni í sím-
anum er hægt að hala niður forritum svo
sem netTV eða eða TVUPlayer. Með þeim
er hægt að fylgjast með til dæmis stórum
íþróttaleikjum eða sláandi fréttum í beinni.
sniðugir eigin-
leikar snjallsíma
Snjall-
símar Ótrúlegir
möguleikar. Ef
menn vilja horfa á
sjónvarp í beinni í
símanum er hægt
að hala niður for-
ritum til þess.
Apple haldi enn
meiri leynd
Nýr forstjóri Apple, Tim Cook,
greindi frá því á ráðstefnu í Los
Angeles á dögunum að fyrirtæk-
ið myndi halda enn meiri leynd
yfir upplýsingum um nýjustu
vörur sínar. Steve Jobs, sem Cook
tók við af, var einmitt vel þekkt-
ur fyrir slíkt. Cook greindi þó frá
nokkrum hlutum sem Apple er að
bralla: uppfærslu á Siri-forritinu,
betrumbættu Apple TV og enn
frekari samþættingu á Apple og
Facebook.
Cook sagði einnig nýlega að
Apple endurskoðaði vinnuað-
stæður mánaðarlega í einni verk-
smiðju fyrirtækisins í Kína.
6