Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 45
45Helgarblað 1.–3. júní 2012 n Brot af þeim kvikmyndum sem íslensku kvikmyndahúsin munu sýna í sumar Mikil eftirvænting Stórmyndin Prometheus verður heimsfrumsýnd hér á landi þann 6. júní næstkomandi. F jölmargar stórmynd- ir eru væntanlegar í kvikmyndahús á Ís- landi í sumar og getur kvikmyndaáhugafólk því vel við unað. Ber þar fyrst að nefna Prometheus í leik- stjórn Ridley Scott sem tekin var að hluta til hér á landi, The Dark Knight Rises, þar sem Christian Bale mun klæðast búningi leðurblöku- mannsins í síðasta sinn og nýjasta Bond-myndin, Sky- fall, sem reyndar er ekki von á fyrr en með haustinu. Stórmynd tekin á Íslandi Prometheus hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, sér- staklega í ljósi þess að hún var að hluta til tekin upp hér á landi og um 160 Ís- lendingar fengu síðasta sumar vinnu við myndina. Ridley Scott, leikstjóri mynd- arinnar, lét hafa það eftir sér að náttúra Íslands hefði gert gæfumuninn fyrir myndina enda væri umhverfið hér á landi villtara en annars stað- ar og náttúran hefði ákveð- inn karakter. Íslensk náttúra mun þó að öllum líkindum ekki sjást nema í um 15 mín- útur í allri myndinni, en framleiðslukostnaðurinn hér á landi nam engu að síður um hundrað milljónum ís- lenskra króna. Um 200 manna tökulið kom hingað til lands í júlí í fyrra í tengslum við gerð myndarinnar, en tökur stóðu yfir á Suðurlandi í tvær vikur. Var meðal annars myndað við Heklurætur og Dettifoss en svæðinu var lokað fyrir ferðamönnum á meðan á tökum stóð. Meðal stórstjarna sem fara með hlutverk í mynd- inni eru Charlize Theron, Michael Fassbander og Noomi Rapace, en þau komu öll hingað til lands vegna kvikmyndarinnar. Theron virtist kunna að vel að meta náttúru Íslands, en hún tók sér hlé frá tök- um til að skella sér í Land- mannalaugar. Prometheus er í anda Alien-kvikmyndanna og skapar Scott nýja goðsögn í myndinni þar sem lið land- könnuða uppgötvar vís- bendingu um uppruna mannsins á jörðinni. Leiðir þessi uppgötv- un þá út í myrkustu afkima alheimsins og úr verður æsispenn- andi ferðalag. Land- könnuðirnir þurfa að jafnframt að heyja skelfi- legan bardaga til að bjarga framtíð mannkynsins. Prometheus verður heimsfrumsýnd hér á landi þann 6. júní næstkomandi og verður hún sýnd í þrívídd. Leðurblökumaðurinn berst við ógnir Leðurblökumaður- inn snýr aftur í kvik- myndahús í sumar í kvikmyndinni The Dark Knight Rises og þykir mjög líkleg til vinsælda. Er þetta framhald kvikmyndanna Batman Begins og Dark Knight, sem er ein vinsæl- asta kvikmynd seinni ára. Þá er hún sú langvinsælasta sem nokkurn tíma hefur verið gerð um Batman. Það eru því miklar væntingar um framhaldið en Christian Bale mun klæðast búningi leður- blökumannsins í síð- asta skipti í mynd- inni. Í Dark Knight Rises bætast við nýir glæpamenn í Gotham-borg sem eru á höttunum á eftir Batman. Það eru Catwoman og Bane, sem er hryðjuverkamaður af verstu gerð. Dark Knight Rises verður frumsýnd hér á landi þann 25. júlí næstkomandi. Sló í gegn í Cannes Moonrise Kingdom kem- ur sjóðandi heit frá kvik- myndahátíðinni í Cannes þar sem hún var opnunarmyndin. Var henni mjög vel tekið bæði af áhorfendum og gagnrýn- endum og er myndin talin sú allra besta sem komið hefur frá Wes Anderson. Handritið skrifar hann ásamt Roman Coppola. Myndin gerist á lítilli eyju árið 1965 þar sem örfáir búa og fjallar hún um strák og stelpu sem eru 12 ára gömul og verða ástfangin. Þau gera með sér leynilegt samkomulag um að flýja saman út í óbyggð- irnar. Á meðan lögregla og önnur yfirvöld leita þeirra sækir skuggaleg- ur stormur í sig veðrið og á endanum er hið rólega samfélag eyj- unnar komið á annan endann. Kvikmyndin er hlaðin stórleikurum, en með helstu aðalhlutverk fara Bruce Willis, Edward Norton, Bill Murray og Tilda Swinton. Moonrise Kingdom verður frumsýnd hér á landi nú um helgina. Harðhausar í ágúst Framhald hinnar hressilegu Expendables í leikstjórn Syl- vesters Stallone er væntan- legt síðsumars og er ekki síst merkilegt fyrir þær sakir að ríkisstjórinn og tortímandinn fyrrverandi, Arn- old Schwarzen- egger, snýr aftur á hvíta tjaldið í bitastæðu hlutverki. Að auki koma þeir Bruce Willis og hinn goð- sagnakenndi Chuck Norris fram í myndinni. Alls ekki amalegt. Þessi veisla fyrir harð- hausa verður frumsýnd þann 24. ágúst. Fjölskylduskemmtun í sumar Börnin fá líka eitthvað fyrir sig en von er á fjórðu Ice Age myndinni í sumar. Hún segir frá félögunum Manna, Dýra og Lúlla sem leggja af stað í ævintýralegan leiðangur eftir að meginlandið sem þeir búa á fer að reka. Þeir sigla út á haf á ísjaka þar sem þeir lenda í mikl- um sjávarháska og komast í kast við sjóræningja. Ice Age 4: Continental Drift verður frumsýns hér á landi þann 13. júlí. Hún verður bæði sýnd í tvívídd og þrívídd og með ensku og íslensku tali. Madagascar 3 er líkt og Ice Age 4 frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Hún segir frá Alex, Marty, Gloriu og Melman sem eru ennþá að berjast við að komast heim til sín í dýragarðinn í New York. Á leið sinni þang- að ferðast þau í gegnum Evr- ópu og lenda í slagtogi við sirkus sem er á leiðinni til Ameríku. Madagascar 3 verður frumsýnd hér á landi þann 13. júní næstkomandi. n Stórmyndir í Sumar Vel tekið Moonrise Kingdom var opnunar­ myndin á Cannes­ kvikmyndahátíðinni í ár og sló í gegn. Hún verður frumsýnd 1. júní. Fyrir smáfólkið Madagascar 3 er ævintýramynd sem allir geta haft gaman af. Hún verður frumsýnd þann 13. júní. „Tvöfaldur skolli“ „Ekki alvond sýning“Menning Tiger Woods PGA Tour 13 Svar við bréfi Helgu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.