Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 64
Aftur- göngur á Hellis- heiði! Pilla til Sveins Andra? n Glamúrfyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir og stjörnulögmaður- inn Sveinn Andri Sveinsson eignuð- ust nýverið barn saman eins og al- þjóð ætti að vera kunnugt um. Þau eru hins vegar ekki lengur par og var DNA-próf gert til staðfestingar því að Sveinn Andri væri faðirinn. Í ljósi þessa vakti athygli þegar Kristrún Ösp setti í vikunni inn á Face book-síðu sína mynd af ónefndu pari með ungt barn þar sem á var letrað: „Hvaða maður sem er getur búið til barn, en það tekur alvöru mann til að vera til stað- ar og ala það upp.“ Sprengjumaður vill sauðnaut n Snævar Valentínus Vagnsson, mað- urinn sem kom fyrir sprengju við Stjórnarráðið í vetur, vill flytja sauð- naut til Vestfjarða. Vestfirski frétta- miðillinn Bæjarins besta greinir frá formlegri bón hans um að flytja sauðnaut til Íslands frá Grænlandi og ala þau á Vestfjörðum. Fer um- hverfisnefnd Ísafjarð- arbæjar yfir málið en Snævar sagði í samtali við BB að hann teldi mögu- legt að skapa sauð- nautunum góð skilyrði enda mikið land- svæði á Vestfjörð- um ónot- að. Slökkti á þing- mönnum n „Pabbi slökktu á sjónvarpinu – plís,“ skrifaði súðvíski tónlistarmað- urinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, á Facebook- vegg föður síns, Guðmundar M. Krist- jánssonar, sem hafði þar látið í ljós óánægju sína með vissa þingmenn sem tjáðu sig við eldhúsdagsum- ræður á Alþingi síðastliðið þriðju- dagskvöld. Er Mugison ekki maður, að því er virðist, mik- ils þrass og ráð- lagði pabba sínum bara að slökkva á þingmönnum í stað þess að pirra sig á þeim. Ráð- ið virðist hafa virkað vel því pabbi hans lét Face- book-vini sína vita daginn eftir að hann hefði vaknað hress. Þ etta byrjaði með veðmáli í fyrra. Þá voru fjórir strák- ar sem veðjuðu á að ég gæti labbað til Hveragerðis aftur á bak á níu klukkutímum,“ segir Ágúst Ingi Atlason Kristmanns. Á fimmtu- daginn gekk hann ásamt þremur vin- um sínum aftur á bak frá Reykjavík til Hveragerðis. Þetta var í annað sinn sem Ágúst lagði í slíka ferð. Veðmálið vann hann í fyrra og gekk í vonsku- veðri aftur á bak til Hveragerðis á sjö og hálfum tíma. Í ár fékk hann þó mun þolanlegra veður. „Í fyrra var grenjandi rigning og rok og svona 60 bílar sem stopp- uðu og buðu mér far, þeir vorkenndu mér svo,“ segir hann hlæjandi. Þeim sóttist ferðalagið vel að þessu sinni. „Þetta er bara mjög gaman,“ segir Ágúst sem var staddur á heiðinni þegar DV náði tali af honum. Þá taldi hann hópinn eiga um tveggja klukkustunda afturgöngu eftir. Hóp- urinn vakti athygli vegfarenda sem áttu leið hjá en flestir höfðu gaman af uppátækinu. „Það vinka okkur all- ir og svo höfum við séð marga túrista sem lögðu af stað í morgun sem við erum að mæta aftur núna og hafa voða gaman af þessu,“ segir hann og bætir við að viðburðurinn sé orðinn að hefð í þeirra augum. „Við erum að spá í að stofna félag íslenskra aftur- gangna. Það er á planinu að labba aftur á bak í Bláa lónið einhvern tím- ann í sumar.“ Ágúst segist ekki geta spáð fyrir um hvort afturgöngur geti orðið nýtt æði. „Það er aldrei að vita. Ef aftur á bak hlaup verða tekin upp á Ólymp- íuleikunum þá fer ég fyrir Ísland,“ segir hann hlæjandi. Ferðina ætlaði hópurinn að enda í sundi í Hvera- gerði. „Í fyrra var ég svo blautur að ég fór beint inn í bíl þegar ég var búinn og lá svo og grenjaði á sturtubotnin- um í þrjá daga á eftir. En núna förum við bara í pottinn, teygjum og höfum það kósí.“ viktoria@dv.is Gengu aftur á bak til Hveragerðis n Ágúst Ingi Atlason bakkar yfir heiðina annað árið í röð Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 1.–3. júní 2012 62. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Gott veður Ágúst og félagar gengu aftur á bak frá Reykjavík til Hveragerðis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.