Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Page 64
Aftur- göngur á Hellis- heiði! Pilla til Sveins Andra? n Glamúrfyrirsætan Kristrún Ösp Barkardóttir og stjörnulögmaður- inn Sveinn Andri Sveinsson eignuð- ust nýverið barn saman eins og al- þjóð ætti að vera kunnugt um. Þau eru hins vegar ekki lengur par og var DNA-próf gert til staðfestingar því að Sveinn Andri væri faðirinn. Í ljósi þessa vakti athygli þegar Kristrún Ösp setti í vikunni inn á Face book-síðu sína mynd af ónefndu pari með ungt barn þar sem á var letrað: „Hvaða maður sem er getur búið til barn, en það tekur alvöru mann til að vera til stað- ar og ala það upp.“ Sprengjumaður vill sauðnaut n Snævar Valentínus Vagnsson, mað- urinn sem kom fyrir sprengju við Stjórnarráðið í vetur, vill flytja sauð- naut til Vestfjarða. Vestfirski frétta- miðillinn Bæjarins besta greinir frá formlegri bón hans um að flytja sauðnaut til Íslands frá Grænlandi og ala þau á Vestfjörðum. Fer um- hverfisnefnd Ísafjarð- arbæjar yfir málið en Snævar sagði í samtali við BB að hann teldi mögu- legt að skapa sauð- nautunum góð skilyrði enda mikið land- svæði á Vestfjörð- um ónot- að. Slökkti á þing- mönnum n „Pabbi slökktu á sjónvarpinu – plís,“ skrifaði súðvíski tónlistarmað- urinn Örn Elías Guðmundsson, betur þekktur sem Mugison, á Facebook- vegg föður síns, Guðmundar M. Krist- jánssonar, sem hafði þar látið í ljós óánægju sína með vissa þingmenn sem tjáðu sig við eldhúsdagsum- ræður á Alþingi síðastliðið þriðju- dagskvöld. Er Mugison ekki maður, að því er virðist, mik- ils þrass og ráð- lagði pabba sínum bara að slökkva á þingmönnum í stað þess að pirra sig á þeim. Ráð- ið virðist hafa virkað vel því pabbi hans lét Face- book-vini sína vita daginn eftir að hann hefði vaknað hress. Þ etta byrjaði með veðmáli í fyrra. Þá voru fjórir strák- ar sem veðjuðu á að ég gæti labbað til Hveragerðis aftur á bak á níu klukkutímum,“ segir Ágúst Ingi Atlason Kristmanns. Á fimmtu- daginn gekk hann ásamt þremur vin- um sínum aftur á bak frá Reykjavík til Hveragerðis. Þetta var í annað sinn sem Ágúst lagði í slíka ferð. Veðmálið vann hann í fyrra og gekk í vonsku- veðri aftur á bak til Hveragerðis á sjö og hálfum tíma. Í ár fékk hann þó mun þolanlegra veður. „Í fyrra var grenjandi rigning og rok og svona 60 bílar sem stopp- uðu og buðu mér far, þeir vorkenndu mér svo,“ segir hann hlæjandi. Þeim sóttist ferðalagið vel að þessu sinni. „Þetta er bara mjög gaman,“ segir Ágúst sem var staddur á heiðinni þegar DV náði tali af honum. Þá taldi hann hópinn eiga um tveggja klukkustunda afturgöngu eftir. Hóp- urinn vakti athygli vegfarenda sem áttu leið hjá en flestir höfðu gaman af uppátækinu. „Það vinka okkur all- ir og svo höfum við séð marga túrista sem lögðu af stað í morgun sem við erum að mæta aftur núna og hafa voða gaman af þessu,“ segir hann og bætir við að viðburðurinn sé orðinn að hefð í þeirra augum. „Við erum að spá í að stofna félag íslenskra aftur- gangna. Það er á planinu að labba aftur á bak í Bláa lónið einhvern tím- ann í sumar.“ Ágúst segist ekki geta spáð fyrir um hvort afturgöngur geti orðið nýtt æði. „Það er aldrei að vita. Ef aftur á bak hlaup verða tekin upp á Ólymp- íuleikunum þá fer ég fyrir Ísland,“ segir hann hlæjandi. Ferðina ætlaði hópurinn að enda í sundi í Hvera- gerði. „Í fyrra var ég svo blautur að ég fór beint inn í bíl þegar ég var búinn og lá svo og grenjaði á sturtubotnin- um í þrjá daga á eftir. En núna förum við bara í pottinn, teygjum og höfum það kósí.“ viktoria@dv.is Gengu aftur á bak til Hveragerðis n Ágúst Ingi Atlason bakkar yfir heiðina annað árið í röð Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 1.–3. júní 2012 62. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Gott veður Ágúst og félagar gengu aftur á bak frá Reykjavík til Hveragerðis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.