Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 12
12 Fréttir 1.–3. júní 2012 Helgarblað Játuðu aðild að Michel- sen-ráninu Grzegorz Nowak og Pawel Podbu- raczynski játuðu báðir aðild sína að Michelsen-ráninu svokallaða fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag. Þeir neituðu aftur á móti báðir að hafa skipulagt ránið. Þeir ruddust vopnaðir inn í versl- unina og réðust með hótunum að starfsfólki Michelsen á Laugavegi. Mennirnir höfðu á brott með sér 49 armbandsúr sem metin voru á rúmlega 50 milljónir króna. Pa- wel neitaði að hafa fjármagnað og skipulagt ránið en játaði þó aðild að því. Grzegorz sagði: „Ég játa að- ild en ég skipulagði það ekki.“ Samkvæmt ákæru komu þeir hingað til lands ásamt samverka- mönnum gagngert til að fremja rán í versluninni og þá er þeim gefið að sök að hafa stolið fjórum bifreiðum til að nota við glæpinn. Grzegorz sagðist hafa vitað af bíla- þjófnaðinum en ekki bera ábyrgð á honum. Pawel neitaði sök. Tryggingafélagið VÍS gerir 14 milljóna króna skaðabótakröfu en eigandi og starfsmenn Michelsen fara fram á samtals rúmlega 26 milljónir í skaðbætur. Páll Óskar bað Gretu afsökunar Tónlistarmaðurinn Páll Óskar Hjálmtýsson hefur beðið Gretu Salóme Stefánsdóttur afsökunar á því að hafa sagt að þögn henn- ar jafngilti samþykki og ýjað þar með að því að Greta væri sam- þykk mannréttindabrotum. Haft var eftir Gretu á Stöð 2 að mannréttindabrot væru ekki hluti af Eurovision-keppninni. „Þar var ég Gretu Salóme hjart- anlega ósammála, og væri það enn þann dag í dag, ef ég væri ekki búinn að ræða við hana persónulega og fá hennar hlið á málinu,“ segir Páll Óskar á Face- book-síðu sinni. Hann segist hafa rætt við Gretu í þrjá tíma á þriðjudag og í kjölfarið hlustað á viðtalið við hana í heild sinni. Orð hennar hafi verið slitin úr samhengi og gagnrýni hans ætti því ekki rétt á sér. „Þess vegna vil ég biðja Gretu Salóme afsök- unar á orðum mínum: „Þögn er sama og samþykki,“ vegna þess að Greta Salóme þagði ekki. Hún svaraði spurningum blaða- manns af hjartans sannfæringu og eftir bestu vitund.“ É g er skaðvaldurinn í þessu máli,“ sagði Guðgeir Guð- mundsson í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag, þar sem hann svaraði fyrir hrotta- fengna hnífaárás á starfsmann á lög- mannsstofunni Lagastoð 5. mars síð- astliðinn. Ekki alveg viss um ásetning Árásin vakti óhug í samfélaginu og harðar umræður spruttu úr ummæl- um þingmanns um að skiljanlegt væri að slík árás ætti sér stað, eins og ástandið væri í þjóðfélaginu. Guð- geir gat fyrir dómi ekki útskýrt hvers vegna hann framdi árásina, sem hef- ur verið tengd í opinberri umræðu við innheimtubréf sem hann fékk. Hann sagðist ekki vera alveg með það á hreinu hvort hann hafi í raun ætlað sér að myrða Skúla Eggert Sig- urz þegar hann réðst á hann með hníf og stakk hann ítrekað í líkam- ann. „Ég er ekki alveg viss hvort að ég ætlaði að drepa einhvern.Ég bara veit það ekki,“ sagði Guðgeir hægum rómi. „Ég hef mikið verið að spyrja sjálfan mig, hvað ég ætlaði að gera, en ég er skaðvaldurinn í þessu máli.“ Ætlaði að gera „eitthvað“ Heimildir DV herma að atlagan að Skúla hafi átt sér aðdraganda. Hann hafi verið búinn að ákveða með sjálfum sér að „gera eitthvað“. Til- viljun ein hafi þó ráðið því að Skúli Eggert Sigurz hafi orðið fyrir árás- inni. Ekki var hægt að greina iðrun í orðum eða fasi Guðgeirs þar sem hann sat við hlið verjanda síns í dómsal. Allt hans yfirbragð virð- ist flatneskjulegt. Árásin sjálf var þó allt annað en yfirveguð en í ákær- unni segir að Skúli hafi hlotið fimm stungusár í árásinni og að fjögur hinna fimm stungusára hafi verið lífshættuleg ein og sér, þó aðrir áverk- ar hefðu ekki komið til. Til marks um alvarleika árásarinnar missti Skúli 50 lítra af blóði í framhaldi af árásinni og meðan gert var að sárum Skúla. Fjarlægja þurfti hægra nýrað og gallblöðru auk þess sem bæði lungu hans sködduðust, tvö göt komu á þind auk áverka á lifur. Man ekki eftir að hafa stungið Guðna Guðgeir er einnig ákærður fyrir sér- staklega hættulega líkamsárás þeg- ar hann stakk Guðna Bergsson lög- mann tveimur stungum í hægra læri þegar Guðni kom Skúla til Bjarg- ar. Aðspurður um afstöðu til þess ákæruliðar sagðist Guðgeir ekki draga sök sína í efa, hann myndi bara ekki eftir atburðinum. „Ég man ekk- ert eftir því. Þetta gæti hafa gerst, ég bara veit það ekki.“ Í miskabætur gerir Skúli kröfu um 3 milljónir króna og Guðni rúmlega milljón. „Ég myndi vilja hafna bóta- kröfunni,“ sagði Guðgeir um afstöðu sína til hennar. Alltaf rólegur Áður hefur verið greint frá því að Guðgeir eigi að hafa sérstaka óbeit á lögmönnum. Sagt er að til marks um það sýni hann lögmönnum sem koma að máli hans litla samvinnu. Guðgeiri er jafnan lýst sem sem rólegum og yfirveguðum í fasi. Sam- kvæmt vinnufélögum hans var ekk- ert sem benti til að hann væri í þann mund að fara fremja þann óhugnan- lega verknað sem átti sér stað á lög- mannstofunni Lagastoð í Lágmúla síðar þann morgun sem árásin átti sér stað. Rólegur bað hann um að fá að tala við starfsmann í innheimtu og rólegur sat hann á stól eftir að Guðni Bergsson hafði náð að yfirbuga hann og beið á meðan lögregla og sjúkra- lið reyndi að stöðva blæðingu Skúla þar sem hann lá á gólfi í anddyri lög- mannstofunnar. Svo virðist vera sem ásetningur- inn hafi verið einbeittur og morð- tilraunin kaldrifjuð en geðlæknir sem fenginn var til að meta sakhæfi Guðgeirs segir hann sakhæfan og hann hafi því verið fær um að stjórna gjörðum sínum. „Ég hef mikið verið að spyrja sjálfan mig, hvað ég ætlaði að gera Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is 7. mars og 20. apríl 2012 ÁrÁsin Átti sér aðdraganda n Segist ekki vita hvort hann hafi ætlað sér að myrða fórnarlambið Í dómi Guðgeir Guðmundsson í fylgd fangavarða í Héraðsdómi Reykjavíkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.