Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 1.–3. júní 2012 Helgarblað Glæsihús Kára 3 DV sagði frá byggingu húss Kára Stefánssonar í Kópa­ vogi sem er eitt af íburðarmestu hús­ um landsins. Sam­ kvæmt fasteigna­ skrá er húsið 629 fermetrar að stærð og er það á eftir­ sóttum stað í bæn­ um, með útsýni yfir allt Elliðavatn. Kári hefur þegar borgað 60 milljónir króna fyrir bygg­ ingu hússins en verktakafyrirtækið Fonsi ehf., sem stefnt hefur honum fyrir dóm, telur sig eiga á annan tug milljóna til viðbótar inni hjá honum. Þetta er þó aðeins kostnaðurinn við að reisa húsið og má gera ráð fyrir milljónakostnaði til viðbótar við ýmsan frágang á húsinu og lóðinni í kring. Kraftaverk 2 Hjálparsveitarmenn, sem komu að björgun tveggja ferða­ manna sem fallið höfðu 40 metra niður í Kirkjufjöru úr Lágey Dyrhóla­ eyjar, segja ekkert annað en krafta­ verk að fólkið hafi lifað fallið af. Mað­ urinn reyndist fót­ brotinn en konan hryggbrotnaði. Kallað var eftir þyrlu Landhelgis­ gæslunnar til að flytja fólkið á Land­ spítalann í Fossvogi til aðhlynningar. Meiðsl þeirra voru ekki talin lífs­ hættuleg og í raun ótrúlegt hversu vel þau sluppu frá slysinu. „Þau voru fyrst og fremst ótrúlega heppin því þau fljóta einhvern veginn ofan á þessu þegar þetta fer niður,“ sagði einn björgunarmannanna. Laus eftir 12 ár 1 DV sagði frá því að Rúnar Bjarki Ríkharðsson sem dæmdur var fyrir tvær nauðg­ anir og morð árið 2000 gengur núna laus. Rúnar Bjarki afplánaði 12 ár af 18 ára dómi sem hann fékk fyrir ódæðis­ verkin. Fáir hafa fengið jafn þung­ an dóm hér á landi. Rúnar hefur undanfarin ár afplánað í opnu fang­ elsi en það gera fangar sem fljótlega eiga kost á reynslulausn. Reynslu­ lausnin hefur verið samþykkt. Rúnar Bjarki réðst inn á heimili vinkonu fyrrverandi sambýliskonu sinnar með því að sparka upp hurð. Hann réðst þegar að stúlkunni og banaði henni með hnífsstungum. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni E iríkur Stefánsson, pistlahöf­ undur á Útvarpi Sögu, hefur undanfarna mánuði reynt að vekja athygli á því sem hann telur vera slæm loftgæði á Súlunesinu vegna svifryks frá Reykja­ víkurvegi. „Ég er búinn að vera með þetta í nokkur ár en þríf það reglu­ lega, en þetta er það sem hefur safn­ ast saman eftir rúma tvo mánuði,“ segir Eiríkur og bendir á sótsvarta og grútskítuga tusku en rykið á henni kom úr lofthreinsitæki, sem á að draga til sín hluta af svifryksmengun. Lifir við mengun á heimilinu „Þeir sem ekki hafa þetta tæki eru þá með alla mengunina í andrúmsloft­ inu og ég líka að hluta til, þó meng­ unin í mínu húsi minnki við þetta. Mér finnst algjörlega ófært að búa í dýrasta hverfi bæjarins og þurfa að lifa við það að það sé kolsvört svif­ ryksmengun úr bílum inni í húsun­ um, í svo ósýnilegu magni en þó jafn mikið og sést hér.“ Maður frá Heilbrigðiseftirlitinu í Garðabæ kom heim til hans fyrir rúmu hálfu ári og tók sýni. Ekki hef­ ur neitt gerst í kjölfar þeirrar heim­ sóknar. „Það er enginn búnaður á Reykjavíkurvegi til að mæla svifryks­ mengun,“ segir Eiríkur. „Það er lág­ markskrafa að þeir láti mæla þessa mengun þarna. Það getur varla verið gott að anda þessu að sér.“ Ekki tilefni til aðgerða Í svari Heilbrigðiseftirlitsins við fyr­ irspurn DV kemur þetta fram: „Að­ stæður í Garðabæ hafa ekki gefið tilefni til staðbundinna aðgerða en sveitarfélögin á höfuðborgarsvæð­ inu hafa hvert um sig og í samvinnu unnið að verkefnum til að draga úr umferð ökutækja sem brenna jarð­ efnaeldsneyti.“ Jafnframt segir þar að Umhverfisstofnun skipuleggi loft­ gæðarannsóknir á ákveðnum stöð­ um til að stofnunin fái raunhæft stöðumat. Guðmundur H. Einarsson, fram­ kvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlitsins, sagði í samtali við DV að ástandið á heimili Eiríks hafi ekki verið óvenju­ legt. „Svifryk er úti um allt. Það versn­ ar við umferðargötur en stöðugar fréttir um loftgæði í Reykjavík eru frá svifryksmælingum á horni Miklu­ brautar og Grensásvegs. Það ákvað Umhverfisstofnun að væri mæli­ punktur fyrir versta hugsanlega stað­ inn í þéttbýli og svo dregur maður ályktanir út frá honum,“ segir hann. Ræðst af stærð agnanna Samkvæmt upplýsingum frá Um­ hverfisstofnun eru áhrif svifryks á heilsu fólks að miklu leyti háð stærð agnanna. Agnir minni en um það bil 10 µm eiga auðveldara með að ná djúpt niður í lungu og geta safn­ ast þar fyrir. Þegar svo langt er kom­ ið fara áhrifin alfarið eftir því hversu lengi eða hversu oft persónan andar að sér menguðu lofti og hvort hættu­ leg efni eru í rykinu, til dæmis þung­ málmar. Svifryk aldrei hollt Samkvæmt loftgæðamælingum 14. maí síðastliðinn er styrkur svifryks vel undir heilsuverndarmörkum í Reykjavík. Á vefsíðu Heilbrigðis­ eftirlitsins kemur fram að loftgæði á Hafnarfjarðar­ og Kópavogssvæði séu „viðunandi“ eða um 15 µg/m3 undir heilsuverndarmörkum. „Svifryk er aldrei hollt. Við feng­ um illþyrmilega að kynnast því eft­ ir gosið í Eyjafjallajökli og á Gríms­ vötnum, svifryk var þá það versta sem maður gat hugsað sér, þegar ekki varð séð út úr augunum í ösku­ foki,“ segir Guðmundur og bætir við að svifryk sé hluti af lífinu eins og öskugosið sýndi. „Á umferðargöt­ um í þéttbýli er ástandið þó auðvit­ að verra en úti í náttúrunni. Þetta er bara raunveruleikinn í lífinu.“ n Íbúi nálægt umferðaræð í Garðabæ er ósáttur við svifryksmengun Kvartar yfir mengun inni á heimili sínu Svifryk í tusku Eiríkur notar lofthreinsitæki til að draga úr svifryks- mengun á heimili sínu. 6 Fréttir 25.–27. maí 2012 Helgarblað Þjóðin verður spurð n Bjarni Benediktsson varar við sovéskri auðlindaspurningu M eirihluti Alþingis samþykkti á fimmtudag að leggja sex spurningar fyrir almenning í allsherjar atkvæðagreiðslu í október. Valgerður Bjarnadóttir, for- maður stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar, sagði að með samþykkt at- kvæðagreiðslunnar væri enn eitt skrefið stigið í átt að nýrri stjórnarskrá. „Stjórnarskráin er okkar allra en ekki bara stjórnmálaflokkanna og okkar al- þingismanna,“ sagði Valgerður. Þjóð- aratkvæðagreiðslan um spurning- arnar sex var samþykkt með atkvæði 35 þingmanna gegn 15 atkvæðum. 13 voru fjarverandi eða greiddu ekki at- kvæði. Atkvæðagreiðslan er afar umdeild en þingsályktunartillagan um ráðgef- andi þjóðaratkvæðagreiðslu um til- lögur stjórnlagaráðs hefur verið rædd í um 50 klukkustundir á Alþingi. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, er meðal þeirra þingmanna sem lýstu sig andvíga þjóðaratkvæða- greiðslunni. Hann varaði við spurn- ingu vegna ákvæðis stjórnlagaráðs um að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeign verði lýstar þjóðareign. „Það getur beinlínis verið andlýð- ræðislegt að fara fram með spurningu sem menn geta togað og teygt niður- stöðuna til þess að styrkja sinn málstað eftir á,“ sagði Bjarni á Alþingi. Hann sagði tillöguna minna á ákvæði stjórn- arskrár Sovétríkjanna fyrrverandi. „Þar sem enginn mátti fara með einkaeign- arhald á neinum auðlindum í Sovét- ríkjunum – enginn. Það mátti einungis nýta allar auðlindir í þágu þjóðarinnar allar og enginn mátti hafa fjárhagsleg- an ávinning af nýtingu þeirra. Menn vita hvernig það gekk, það fyrirkomu- lag sem Sovétríkin komu sér upp í þessum efnum. Allt bundið í stjórnar- skrá – ofsalega lýðræðislegt.“ R únar Bjarki Ríkharðsson, sem dæmdur var fyrir tvær nauðganir og fyrir morð árið 2000, gengur núna laus. Rúnar Bjarki afplánaði aðeins 12 ár af 18 ára dómi sem hann fékk fyrir ódæðisverkin. Fáir einstaklingar hafa fengið jafn þungan dóm hér á landi. Rúnar hefur undanfarin ár afplánað í opnu fangelsi en það gera fangar sem fljótlega eiga kost á reynslulausn. Samkvæmt heimildum DV hefur reynslulausnin verið samþykkt. Hrottaleg afbrot og engin eftirsjá Ekki er hægt að segja annað en að Rúnar Bjarki hafi brotið af sér með hrottafengnum hætti. Hann framdi tvær nauðganir í Keflavík og myrti síðan 19 ára stúlku með hníf. Rúnar Bjarki réðst inn á heimili vinkonu fyrrverandi sambýliskonu sinnar með því að sparka upp hurð. Hann réðst þegar að stúlkunni sem var 19 ára og banaði henni með hnífstungum. Alls fundust 35 áverkar á stúlkunni, þar af 28 stungusár sem voru á síðu, brjósti, höfði og víðar á líkamanum. Stúlkan sem hann myrti, sem hét Áslaug Óladóttir, hafði gefið skýrslu hjá lögreglunni vegna fyrra kynferðisbrots hans gegn sambýliskonu sinni. Í umfjöllun DV árið 2007 um afbrot Rúnars Bjarka var rætt við fjölda einstaklinga, sem ekki vildu koma fram undir nafni af ótta við hann, sem sögðu að hann sæi ekki eftir brotum sínum. Þá sögðu viðmælendur blaðsins að hann hafi talað um lítið annað en nauðganir, dráp, klám, ofbeldi og fíkniefni þannig að flestum þótti nóg um og gátu vart hlustað á lýsingar á þeim aðferðum sem hann hafi hugsað um til þess að fremja glæpi. Sakhæfur en með persónuleikaröskun Geðlæknir sem mat sakhæfi Rúnars árið 2000 komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að Rúnar hafi verið metinn með ýmis einkenni persónuleikaröskunar, sérstaklega andfélagslegrar, þá hafi ekki komið neitt fram sem benti til þess að Rúnar væri haldinn alvarlegum geðsjúkdómi, alvarlegu þunglyndi eða kvíðaröskun sem hafi getað haft áhrif á dómgreind hans þegar hann framdi nauðganirnar og morðið. „Hann virðist ekki geta iðrast gjörða sinna og hefur tilhneigingu til að kenna öðrum um hvernig komið er fyrir sér,“ sagði í dómnum. Dómurinn taldi Rúnar ekki eiga neinar málsbætur; árásin hafi verið tilefnislaus, hrottaleg og heiftúðleg. Hróp Áslaugar og köll hafi einungis orðið til að efla Rúnar Bjarka við ódæðisverk sitt. Litið var þó til þess við ákvörðun refsingarinnar að Rúnar hafði ekki áður hlotið dóm og að hann væri ungur. Ekki náðist í Pál Winkel fangelsismálastjóra vegna málsins. n Var dæmdur í 18 ára fangelsi fyrir nauðganir og hrottalegt morð eftir laus 12 ár í fangelsi Reynslulausn Rúnar Bjarki gengur laus til reynslu en hann hefur undanfarin ár setið í opnu fangelsi sem er liður í að undirbúa fanga undir frelsi. SkjáSkot af faceBook.com rúnar Bjarki ríkharðsson Vakta geimbrak Franska rannsóknarskipið Monge liggur nú við bryggju í Sundahöfn í Reykjavík og verður þar næstu sex daga. Skipið er 230 metra langt og um borð er 220 manna áhöfn. Ástæðan fyrir viðkomu skipsins í Reykjavík er sex daga frí sem áhöfnin fær en hún hefur nýtt það í að skoða svæðið og brá sér til að mynda í Bláa lónið. Aðalverkefni skipsins er að fylgjast með flugskeytum sem og gervihnöttum en það er búið gífurlega öflugum tækjum sem nýtast við eftirlitið. Til að mynda er búnaður skipsins þess megn- ugur að finna mynt í 800 kílómetra fjarlægð. Skipið er búið það öfl- ugum sjónaukum að það getur séð stjörnur yfir hábjartan daginn. Á blaðamannfundi með hæstráðendum á skipinu kom fram að um 36 þúsund hlutir séu nú á sveimi í geimnum en allt er þetta brak sem tengist geimbrölti mannfólksins. Aðeins eitt prósent af því er í notkun og er því geim- brak orðið verulegt vandamál. Er skipið notað til að fylgjast með slíku braki og beðið um að kanna hvort það stefni á gervihnetti eða hvar það lendir á jörðu.  Dómari á Hraunið Ekki var þorandi að flytja Börk Birgisson í Héraðsdóm Suður- lands þar sem kveða átti upp gæsluvarðhaldsúrskurð yfir hon- um klukkan ellefu á fimmtudags- morgun. Var ákveðið að dómari færi á Litla-Hraun til að kveða upp úrskurðinn. Börkur og Annþór Kristján Karlsson voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 13. júní næst- komandi. Þeir eru grunaðir um að hafa veitt Sigurði Hólm Sigurðs- syni áverka sem síðar leiddu til þess að hann lést. Stjórnlagaráð Spurningarnar fjalla um tillögur þess að breyttri stjórnarskrá. 10 Fréttir 25.–27. maí 2012 Helgarblað Þ etta er fáránlegt, að menn skuli ekki fara á kaf þarna og sjást ekki meira. Þetta er ekk- ert annað en kraftaverk,“ seg- ir Grétar Einarsson, úr björg- unarsveitinni Víkverja í Vík, sem kom að björgun ferðafólks sem fór niður með skriðu úr Lágey Dyrhólaeyjar á fimmtudag. Fólkið féll heila fjörutíu metra niður í Kirkjufjöru með hundrað metra breiðri skriðu eftir að brún gaf sig. Grétar segir fólkið hafa verið kom- ið úr skriðunni þegar hann kom að því og búið að koma sér niður í fjöru. Fóru í aðgerð Upp úr skriðurústunum komu karl og kona. Maðurinn reyndist fótbrotinn og var kallað eftir þyrlu Landhelgis- gæslunnar til að flytja fólkið á Land- spítalann í Fossvogi til aðhlynningar og til að gæta fyllsta öryggis. Meiðsl þeirra voru ekki talin lífshættuleg og í raun ótrúlegt hversu vel þau sluppu frá slysinu – þegar myndirnar hér eru skoðaðar. Samkvæmt upplýsing- um sem DV fékk á Landspítalanum gekkst fólkið undir aðgerð sem átti að vera lokið á fimmtudagskvöld. „Ég held að þeim eigi eftir að bregða þeg- ar þau sjá myndirnar frá þessu,“ segir Grétar. Fyrstu fréttir af slysinu gáfu til kynna að fjórir ferðamenn hefðu far- ið niður með skriðunni en þeir reynd- ust vera tveir. Gríðarmikill viðbúnaður var vegna tilkynningarinnar um slysið enda hljómaði hún ekki vel. Björgun- arsveitir af Suðurlandi, björgunarskip frá Vestmannaeyjum, fjallbjörgunar- fólk af höfuðborgarsvæðinu og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð til. Á röngum stað á röngum tíma „Það er ósköp einfalt, Dyrhólaey er úr móbergi, sjórinn grefur undan þessu auk þess sem bjargbrúnirnar eru sprungnar svo þetta gefur sig hreinlega,“ segir Halldór G. Pétursson jarðfræðingur um það sem gerðist á fimmtudag. Og svo virðist sem þau hafi bara verið sérlega óheppin til að byrja með. „Ég á frekar von á því að þau hafi bara verið svo óheppin að vera stödd þarna á þeim tímapunkti sem þetta gaf sig. En það getur vel verið að þetta hafi verið orðið laust, verið sprungur þarna, og þetta farið af stað með þau. Það hafi verið kornið sem fyllti mæl- inn. Þó þú hoppir og skoppir á heilu bergi þá fer það ekkert af stað. Þetta hefur bara verið tilbúið til að fara,“ seg- ir Halldór og bætir við að svona hrun úr móbergsklettum sé algengt á þess- um árstíma. „Þau voru fyrst og fremst ótrúlega heppin því þau fljóta ein- hvern veginn ofan á þessu þegar þetta fer niður.“ „EkkErt annað En kraftavErk“ „Ég held að þeim eigi eftir að bregða þegar þau sjá myndirnar frá þessu Mýrdalsjökull Stórgrýti Hér má sjá björgunarsveitarmenn úr Víkverja í rústunum. Sumir hnullung- arnir eru ógnarstórir. Flutt á sjúkrahús Maðurinn og konan sluppu lifandi úr slysinu en voru flutt með þyrlu LHG á Landspítalann. Kraftaverk Eins og sjá má hér er skriðan sem féll engin smásmíði og sluppu ferðamennirnir með ólíkindum vel. Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is n Ferðamenn fóru 40 metra niður með gríðarstórri skriðu w w w . d v . i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 30.–31. maí 2012 miðvikudagur/fimmtudagur 6 1. t b l . 10 2 . á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . Kári byggir sérstætt glæsihús Forstjóri DeCoDe liFir eKKi eins og aðrir n Bíó, bókasafn og 60 fermetra svefnherbergi n Kári getur valið um fjögur salerni 9 Fáðu flug á slikk Til London fyrir 320 krónur 18 Vann Eurovision undir áhrifum af Björk Samherji kominn til Namibíu Veiðir 30 þúsund tonn báKnið baK Við hÖrPU Aftur og aftur skemmt fyrir fötluðum 8 2–3 12 PÖDDUr DreiFa „nÝrri eyðni“ n 8 milljónir smitaðar n Líffærin bólgna út 14 15 19 ára orðin 400 Kíló loreen á eKKi 22 n Vill frelsa fólk undan efnishyggju sjónVarP sPennan magnast í stríðinU Um orKUna n 20 ára ferli klárast 10–11 Mótmælir ákæru Átján ára piltur, sem ákærður hefur verið fyrir manndráp af gáleysi eftir að hafa orðið Eyþóri Darra Róberts­ syni að bana með ofsaakstri á gatna­ mótum Geirsgötu og Tryggvagötu í Reykjavík í ágúst í fyrra, mótmælti ákærunni fyrir dómi á fimmtudag. Frá málinu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2 en fram kom að í ákær­ unni gegn piltinum segi að hann hafi einnig stofnað vegfarendum í hættu á ófyrirleitinn hátt. Ákærði er sagður hafa verið góður vinur Eyþórs Darra en hann er sakaður um að hafa ekið bifreið langt yfir hámarkshraða auk þess að hafa ekið án réttinda. Pilturinn mómælti því að hafa ekið á 119 kílómetra hraða á klukkustund eins og áætlað er. Báðir foreldrar Eyþórs Darra fara fram á þrjár milljónir króna í skaðabætur. Jónína Ben og Gunnar: Bæði hætt í Krossinum „Ég hef sagt mig úr Krossinum en óska því fólki sem valið hefur að iðka trú sína, í því andrúmi sem þar er í boði, góðs gengis,“ skrifaði athafnakonan Jónína Benedikts­ dóttir í yfirlýsingu á Facebook­síðu á fimmtudag. Af henni verður ekki betur séð en að Gunnar Þorsteins­ son, eiginmaður Jónínu og stofn­ andi Krossins, sé einnig hættur. „Gunnar minn hefur endan­ lega verið sigraður í þeirri kirkju sem hann byggði upp og það af sömu öflum og reyndu að knésetja hann þegar við giftum okkur. Ég varð fyrir þvílíkri persónulegri árás inn í hjarta mitt af fyrrum konu Gunnars og hann líka fyrir framan söfnuðinn að við erum sem lömuð. Mest af sorg því við lögðum mikið á okkur til þess að elska fólkið sem þar sótti sam­ komur,“ skrifar Jónína og vísar þar væntanlega til ásakana á hendur Gunnari um að hann hafi brotið gegn konum kynferðislega á árum áður, þegar þær voru ungar stúlk­ ur. Það mál komst í hámæli undir lok árs 2010 og steig Gunnar til hliðar sem forstöðumaður Kross­ ins í kjölfarið. Þórður Ingi Jónsson Blaðamaður skrifar @dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.