Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Blaðsíða 50
50 Lífsstíll 1.–3. júní 2012 Helgarblað
Alexander
McQueen í GK
M
erkið Mcq úr smiðju fata-
hönnuðarins Alexanders
McQueen verður að nýju
fáanlegt á Íslandi. Um
skeið fékkst fatnaður frá merk-
inu í versluninni Trilogiu sem var
eitt sinn starfandi á Laugavegi. Nú
hefur Ása Ninna Pétursdóttir, eig-
andi GK Reykjavík, náð samning-
um um að selja vörumerkið í sífellt
vaxandi verslun sinni. Föt úr vor-
og sumarlínu Mcq verða komin í
verslunina eftir um tvær vikur.
Vor- og sumarlínan einkennist
af skærum neonlitum, breiðum
beltum og skemmtilegum mynstr-
um. Formin vekja hughrif úr mynd
frá tíunda áratugnum, The Fifth
Element, með Millu Jovovich í
aðal hlutverki.
www.Reykjamork-Camping.com
Reykjamork-camping@simnet.is Phone 4834605/6609280
www.Reykjamork-Camping.com
Reykjamork-camping@simnet.is Phone 4834605/6609280
Tjaldsvæðið
við Reykjamörk, Hveragerði
Sumartilboð 2012
Föst stæði
Föst stæði 25.000 á mánuði, fyrir utan rafmagn
3 mánuðir 60.000, fyrir utan rafmagn
Sérstakt tilboð
Klippikort 5 nætur á 10.000 með rafmagni
Takmarkað magn af kortum í boði
Kortin eru seld á skrifstofu tjaldvarðar
Gildir ekki á bæjarhátíðum
Gaf Loreen sundbol
n Loreen heimsótti sýningarsal Eyglóar í Stokkhólmi
H
önnunarsjóður Auroru út-
hlutaði á fimmtudag tíu
milljónum króna til hönn-
unarverkefna, fyrst og
fremst í fatahönnun. Eygló Mar-
grét Lárusdóttir fatahönnuður var
meðal þeirra fatahönnuða sem
fengu styrk fyrir áframhaldandi
vöruþróun og markaðssókn er-
lendis. Eygló Margrét er hönnuð-
urinn á bak við merkið EYGLO og
styrkurinn er verðskuldaður enda
hefur hún verið í mikilli útrás síð-
ustu misseri og nýlega seldi hún
til að mynda sænsku Eurovision-
stjörnunni, Loreen, sundbol úr
línu sinni.
„Já, hún kom inn í sýningarsal
minn í Stokkhólmi og var þá að
leita sér að einhverju til að klæðast
í keppninni. Henni leist vel á sund-
bol úr línu minni og fékk hann gef-
ins,“ segir Eygló sem var stödd í
Eistlandi þegar blaðamaður náði
tali af henni.
„Ég er í framleiðsluferð,“ útskýr-
ir Eygló, en hún leitar út fyrir land-
steinana til að fá mynstrið prent-
að á efnin sem hún notar því það
getur enginn hér á landi prentað á
náttúruleg efni og tekur það tölu-
verðan tíma að finna réttu aðilana
í verkið og vinna prufurnar.
Hár og risaeðlur
Sumarlínan Eygló 2012 er und-
ir áhrifum frá syni hennar. „Hann
kom heim með risaeðlubók af
bókasafninu og bað mig að lesa
fyrir sig. Þannig urðu rendurnar
framan á bókinni að plíseringum
og risaeðlurnar að mynstri.“
Athygli vekur að hluti af mynstri
í fatnaði hennar er hennar eigið
hár. „Ég skannaði hárið á mér og
notaði í mynstur,“ segir hún frá.
Efnin sem Eygló notar í línuna
eru silki, teygjanleg bómull og vis-
kós. Silkið notar hún í plísering-
arnar og er það prentað stafrænt.
Bómullin er í efri hluta kjólanna
og er hún teygjanleg því margar
flíkanna eru þröngar og aðsniðn-
ar. Síðan er hluti línunnar kjólar
og bolir úr sérprentuðu viskós-
efni.
Eygló í útrás Eygló fékk styrk frá Hönn-
unarsjóði Auroru til þess að halda áfram
sókn á erlenda markaði.
Þennan sundbol
keypti Loreen Fallegur
grár sundbolur með risa-
eðlumynstri.
Grænn
sundbolur
Annar sund-
bolur úr línu
Eyglóar.
Sætur kjóll
Risaeðlumynst-
ur í plíseruðu
pilsinu.
Svart og
seiðandi
Dramatískur
kjóll.
Skannaði hárið
á sér Mynstrið í
þessum græna kjól
er unnið út frá hári
Eyglóar.
Skór með
neonlitum
Neon er málið í
sumar, skór frá
Mcq.
n Fáanlegt að nýju á Íslandi
Breið belti
Í línu Mcq eru breið
mittisbelti áberandi.
Skærir litir og falleg
mynstur Flíkur úr vor- og
sumarlínu einkenndust af
litadýrð.
Gallaðu
þig upp
Gallaefnið er algjörlega málið í
sumar og það er í góðu lagi að
klæðast jafnvel mörgum lögum
af gallafatnaði. Gallavestin koma
sterk inn, bæði yfir síðerma- og
hlýraboli. Þá eru gallastuttbux-
urnar ómissandi á heitum sumar-
dögum. Þær geta gengið sem hluti
af hversdagsklæðnaði eða við fína
skyrtu eða bol í partíið.
Það er algjör óþarfi að einblína
eingöngu á gallafatnað í hefð-
bundum gallafatalitum, því galla-
buxur í öllum regnbogans litum
má einnig finna í öllum helstu
tískvöruverslunum. Og það er um
að gera að nýta sumarmánuðina í
að leika sér aðeins með litina.
Eiðistorg og Faktorý:
Markaðir í borginni
Enn og aftur verður haldinn flóa-
markaður Eiðistorgi, laugardaginn
2. júní frá kl. 11–17. Hefð er komin
á að halda markað á Eiðistorgi og
fjölbreyttur varningur oft í boði,
fatnaður, húsmunir og ýmislegt
annað forvitnilegt.
Þá heldur María Birta Bjarna-
dóttir, leikkona og verslunareig-
andi, fatamarkað á Faktorý á föstu-
dag 1. júní. „Ég var að taka til inni í
kompu og fann þar 1.200 skópör og
sirka 300–400 „vintage“-flíkur,“ seg-
ir María Birta í samtali við DV. Hún
segist ætla að hafa það gaman í
sólinni. Verð á markaði Maríu Birtu
verður á bilinu 1.000–4.500 kr.