Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 01.06.2012, Side 6
6 Fréttir 1.–3. júní 2012 Helgarblað Ekki skilyrði fyrir „nýja eyðni“ n Örnólfur Thorlacius segir Chagassjúkdóminn ekki geta þrifist hér Ó líklegt er að Chagassjúkdóm­ urinn, sem vísindamenn og læknar í Bandaríkjunum hafa nefnt „hina nýju eyðni Amer­ íku“, nái verulegri útbreiðslu hér á landi. Þetta er mat Örnólfs Thor­ lacius, líffræðings og fyrrverandi skólameistara. DV fjallaði á miðviku­ daginn um áhyggjur vísindamanna vestanhafs af útbreiðslu sjúkdómsins sem lagst hefur harðast á íbúa Suður­ Ameríku, Mexíkó og Bandaríkjanna. Þegar hafa um 8 milljónir manna smitast af Chagassjúkdómnum í heimshlutanum, en í um fjórðungi tilfella getur hann verið lífshættu­ legur því hann veldur því að líffæri, einkum hjartað, bólgna. Flestir látast af völdum hjartaáfalls. Örnólfur segir að helsta skýring­ in fyrir því að íbúar í Bandaríkjunum hafi smitast af sjúkdómnum sé að loftslag fari hlýnandi. Vegna þess geti paddan sem ber með sér smitið þrif­ ist nyrst í Mexíkó og syðst í Banda­ ríkjunum. Það þurfi því að hlýna ansi mikið hér hér á landi og í Evrópu til þess að sjúkdómurinn nái einhverri fótfestu í okkar heimshluta. Örnólfur segir að til þess að sjúk­ dómurinn nái útbreiðslu þurfi padd­ an að geta lifað. Það væri ansi mikil tilviljun ef hún bærist hingað. „Yfir­ leitt eru það pöddurnar sem bera sjúkdóminn á milli sjálfar með því að sjúga blóð. Ég eit ekki hversu mikið er að sýklinum í sjálfu blóðinu.“ Læknar og vísindamenn hafa líkt Chagassjúkdómnum við eyðni, með­ al annars vegna þess að hann getur verið einkennalaus hjá mjög mörg­ um sjúklingum, hann getur smitast frá móður til barns og vegna þess að hann smitast við blóðblöndun, til dæmis ef ógætilega er farið með sprautunálar. Örnólfur Thorlacius Það er of kalt á Íslandi til að Chagassjúkdómurinn nái hér fótfestu. S eðlabanki Íslands hefur fundið gögn sem benda til þess að útgerðarfyrirtækið Samherji hafi framið víð­ tækari lögbrot gegn lögum um gjaldeyrismál en talið hefur verið hingað til. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavík­ ur sem fylgdi dómi Hæstaréttar á fimmtudag. Hæstiréttur staðfesti þá úrskurð Héraðsdóms Reykjavík­ ur um að vísa frá dómi þeirri kröfu Samherja um að Seðlabanka Ís­ lands verði gert að hætta rannsókn á meintum brotum félagsins á lög­ um um gjaldeyrismál og húsleit sem gerð var hjá fyrirtækinu í mars síðastliðinn yrði dæmd ólögmæt. Rannsókn Seðlabankans á Sam­ herja mun því halda áfram. Seðlabankinn hefur frá því í lok mars rannsakað starfsemi Sam­ herja. Til rannsóknar er grunur um að fyrirtækið hafi selt fisk til þýsks dótturfélags síns, DFFU, á undir­ verði. Sérstaklega er rætt um að karfi hafi verið seldur til félagsins á undirverði. Með þessu á Sam­ herji að hafa tekið út hagnað af fisk­ veiðum hér á landi í gegnum erlend dótturfélög með ólöglegum hætti fram hjá gjaldeyrishaftalögunum sem sett voru á Íslandi eftir efna­ hagshrunið 2008. Þessi hagnaður Samherja á því, samkvæmt þessu, að vera tekinn út í öðrum löndum en ekki hér á landi. Í kjölfarið kærði Samherji aðgerðirnar til Héraðs­ dóms Reykjavíkur sem vísaði kröfu fyrirtækisins frá dómi á þeim for­ sendum að ekki lægi enn fyrir nein niðurstaða í rannsókn Seðlabank­ ans um ólögmæti viðskipta útgerð­ arfyrirtækisins. Rannsókn leiðari til frekari vísbendinga Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að Seðlabanki Íslands sé stutt á veg kominn í rannsókn­ inni en að þrátt fyrir það hafi fund­ ist vísbendingar um frekari lögbrot hjá Samherja. Þessar grunsemd­ ir hafa vaknað við yfirferð á tölvu­ póstsendingum starfsmanna Sam­ herja. Orðrétt segir um þetta í dómi héraðsdóms: „Tekið er fram af hálfu varnaraðila að rannsóknin sé á byrjunarstigi. Þrátt fyrir stutta töf á því að unnt væri að hefja yfirferð á tölvupóstsendingum starfsmanna sóknaraðila hafi þegar fundist gögn sem gefi vísbendingu um að fleiri fé­ lög en áður hafi verið talið séu í raun innlendir aðilar í merkingu laga nr. 87/1992. Jafnframt hafi fundist gögn sem veiti vísbendingar um að innlendir aðilar hafi átt frekari út­ flutningsviðskipti við tengda aðila á grundvelli verulega lakari kjara en tíðkist í viðskiptum óskyldra aðila. Þá hafi einnig vaknað grunsemdir um víðtækari brot gegn ákvæðum laga nr. 87/1992.“ Lögin sem vísað er í eru lög um gjaldeyrismál frá 1992. Neita að opna iPad-tölvur Í dómi Hæstaréttar Íslands kemur enn fremur fram að Samherji hafi neitað að afhenda lykilorð póst­ forrita á tveimur iPad­tölvum sem Seðlabanki Íslands hafi lagt hald á í húsleitinni hjá útgerðarfyrirtæk­ inu. Af þessum sökum hafi Seðla­ bankinn ekki getað afritað þau gögn sem er að finna í póstforriti tölvanna. Líkt og kemur fram hér að ofan þá hafa vaknað grunsemd­ ir um frekari lögbrot hjá Samherja við skoðun á tölvuskeytum starfs­ manna fyrirtækisins. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Þá hafi einnig vaknað grun- semdir um víðtækari brot gegn ákvæðum laga nr. 87/1992 n Tölvupóstur Samherjamanna skoðaður n Neita að opna iPad-tölvur Grunur um frekari löGbrot Samherja Skoða tölvupóst starfsmanna Gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands hefur skoðað tölvupóst starfsmanna Samherja og fundið vísbendingar um frekari brot á lögum um gjald-eyrismál. Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Ný skýrsla: Ríkið kæmi illa út úr niðurfærslu Kostnaður hins opinbera af 10–25 prósenta flatri niðurfærslu húsnæðislána yrði á bilinu 11 til 41 prósent af útgjöldum ríkisins eins og þau voru á síðasta ári. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir fjármálaráðuneytið. Þar segir einnig að með slíkri niðurfærslu myndi jöfnuður í rekstri hins opinbera verða fjarlægari en nú er. Í skýrslunni segir enn fremur að lækkun hefði veruleg áhrif á hagkerfið í heild sinni. Oddný G. Harðardóttir fjármálaráðherra fól Sveini Agnarssyni og Sigurði Jóhannes­ syni hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands ásamt Benedikt Jóhannes­ syni tryggingastærðfræðingi að vinna skýrsluna. Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu voru engin fyrirmæli gefin af hálfu ráðuneytisins um hvaða efnistök­ um þeir beittu en þeir höfðu skýrslubeiðnina sem fyrirmynd. Skýrslubeiðnin var lögð fram af Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þing­ manni Sjálfstæðisflokksins, og fleiri þingmönnum. Samkvæmt skýrslunni myndi 10 prósenta niðurfærsla kosta 124 milljarða króna en 25 prósenta niðurfærsla um 310 milljarða. Stærstur hluti niðurfærslunnar myndi falla á Íbúðasjóð, á bilinu 67 til 167 milljarðar króna. Einnig er talið að lífeyrissjóðir yrðu af 18 til 44 milljörðum króna og bankarnir um 40 til 99 milljarða króna. Í skýrslunni segir einnig að niðurfærsla myndi ganga langt á allt eigið fé bankanna sem er umfram það lágmark sem Fjármálaeftirlitið setur. Gagnrýnir bensínverð „Allur Evrovision­afsláttur­ inn sem veittur var síðast­ liðinn sunnudag ætti að skila sér til landsmanna á hverj­ um einasta degi,“ sagði Skúli Helgason, þingmaður Samfylk­ ingarinnar, á Alþingi á fimmtu­ dag. Þar ræddi hann hvernig lækkað olíuverð á heimsmark­ aði skilaði sér ekki til neytenda. Sagði hann að á síðustu fjórum vikum hefði heimsmarkaðs­ verðið lækkað um 16 prósent en einungis um 4,4 prósent hér á landi. „Ef öll lækkunin hefði skilað sér í vasa almennings ætti bensínlítrinn núna að vera í kringum 20 krónum lægri en hann er,“ sagði Skúli.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.